Lögberg - 10.01.1957, Blaðsíða 8

Lögberg - 10.01.1957, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. JANÚAR 1956 Fréttir frá Gimli, 31. DESEMBER, 1956 Úr borg og bygð Frú Guðmunda Elíasdóttir, söngkona, sem búsett er í New York, er nýkomin úr heimsókn til íslands; var hún þar í boði Symphony hljóm- sveitar Islands. Söng hún í II Trovatore, er flutt var sjö sinnum við mikla hrifningu. Söng einnig fjórum sinnum yfir útvarpið, þar á méðal á aðfangadagskvöld jóla. Á Alþingi hefir komið fram frumvarp um að ráða íslenzkt söngfólk, er erlendis dvelur, heim að Þjóðleikhúsinu; yrði þá þessi ágæta asöngkona þar á meðal. ☆ Um hátíðirnar hélt Hljóm- listarfélag St. Paul-bæjar í Alberta samkomu er þótti takast með ágætum; Mrs. Margrét Helgason Decosse æfði 40 manna kór og stjórn- aði honum. Hefir hún verið lífið og sálin í hljómlist bæjar- ins síðan hún settist þar að með manni sínum, Dr. F. R. Decosse. Fyrir hennar atbeina var hljómlistarfélagið — St. Paul Musical Society — stofn- að síðastliði^S ár. ☆ / , — DÁNARFREGN — Þann 24. des. s.l. andaðist á elliheimili Margrétar Björns- sonar á Lundar, Helga Sigríð- ur Goodman, 75 ára gömul. Helga heit. fæddist að Hóls- gerði í Eyjafirði þann 31. januar 1881. Foreldrar hennar voru hjónin Jónas Jónsson frá Hólsgerði og Jóhanna Páls- dóttir frá Hallgrímsstöðum í Saurbæjarhreppi. Helga gift- ist heima á Islandi 1903 Jó- hannesi Magnússyni; þau fluttust til Winnipeg sama ár og bjuggu þar í sjö ár. Jó- hannes lézt 1910; þau eignuð- ust þrjú börn. Nokkru seinna fluttist Helga heit. tih Voga, Man. Þar giftist hún seinni manni sínum Guðmundi Jónasi Goodman frá Ytra-Hóli í Hörgárdal. Þau bjuggu myndarbúi rrorður af Vogar þar til 1933, að þau fluttu til Lundar. Guðmundur dó 1946. Helga heit. eignaðist sjö börn; eitt dó í æsku. Þau sem syrgja móður sína eru: Júnó, Mrs. McCarthy í Minneapolis; Hermína, Mrs. Jacobson í Vacouver, B.C.; Ólaía, Mrs. B. Eirickson; Edward; Fjölnir og Kranklin, öll ab Lundar. Jarðarförin fór fram frá lútersku kirkjunni að Lundar ‘þann 28. des. að fjölmenni viðstöþdu. Séra Jóhann Fred- r iksson frá Glenboro jarðsöng. ☆ Þær systurnar, Mrs. Gordon H. Josie og Miss Fríða Jó- hannesson frá Ottawa, komu til Winnipeg um jólin í heim- sókn til móður sinnar Mrs. S. J. Jóhannesson og dvöldu hjá henni í nokkra daga. ☆ Mr. og Mfs. T. L. Hallgríms- son 805 Garfield Street hér í borginni, sem dvalið höfðu í Ottawa síðan nokkru fyrir jól, en þar er búsettur sonur þeirra Leifur lögfræðingur, komu heim á laugardaginn var. ☆ Mr. Stefán Eiríksson hótel- umsjónarmaður í Cypress River, var staddur í borginni í fyrri viku. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir ☆ ST. STEPHEN'S LUTHERAN CHURCH — Silver Heighis — Eric H. Sigmar, Pastor Sunday, January 13ih: Sunday School 9.30 A.M. Family Service 11 A.M. ☆ Lúierska kirkjan í Selkirk Sunnudaginn 13. janúar: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 íslenzk messa kl. 7 síðd. Ársfundur safnaðarins mánud. 14. jan. kl. 8 síðd. í samkomuhúsi safnaðarins. S. Ólafsson — DÁNARFREGN — Síðastliðinn föstudag lézt Guðbjörg kona Elíasar Elías- sonar trésmíðameistara, 72 ára að aldri, ættuð úr Norður- ísafjarðarsýslu, gáfuð kona og prýðilega skáldmælt; auk eiginmanns síns lætur hún eftir sig tvö börn, Gizzur, list- fræðing í Winnipeg, og frú Láru Sigurdson í Vancouver. Útförin verður gerð frá lút- ersku kirkjunni í Árborg, kl. 2 e. h. í dag, fimtudaginn hinn 10. þ. m. Séra Sigurður Ólafs- son flytur kveðjumál. .☆ — DANARFREGN — Síðastliðinn sunnudag léjt að heimili sínu 586 Arlington Street hér í borg frú Kristín Stefanía Jóhannsson kona Jóhanns G. Jóhannssonar, 68 ára að aldri, er átt hafði við langvarandi vanheilsu að stríða, góð kona og merk. — Auk manns síns lætur hún eftir sig tvær dætur, Mrs. M. H. Rowland og Mrs. Robert Younger, og einn son, Leonard; einnig lifa hana tvær systur, Mrs. Margaret Ander- son og Mrs. Laura Maynard, svo og stjúpfaðir, Mr. F. O. Lyngdal kaupmaður í Van- couver. — Kveðjuathöfn fer fram í Fyrstu lútersku kirkju í dag, fimtudag, kl. 3.30 e. h., undir stjórn Dr. Valdimars J. Eylands. Gimli Women’s Institute félagið hafði fund 12. þ. m. að heimili Mrs. J. H. Menzies; sextán meðlimir og fimm gestir sóttu fundinn. Inn- setning embættiskvenna (fyr- ir 1957) fór fram á þessum fundi, sem var framkvæmd af Miss S. Stefánsson: — Forseti, Mrs. G. Arnold; varaforseti, Mrs. Higham; annar vara- forseti, Mrs. R. Howard; skrifari, Mrs. R. Bryson; féhirð,ir, Mrs. W. J. Wright. Aðstoðarstjórnarnefnd: Mrs. S. J. Tergesen, Mrs. N. K. Stevens, Mrs. J. Chudd, Mrs. R. L. Wasson og Miss Ljótunn Thorsteinsson. Mrs. Kristín Thorsteinsson var endurkosin til að endurskoða reikninga félagsins. Mrs. S. J. Tergesen bað um lausn frá embætti í stjórnarnefnd héraðsins, og var Mrs. R. Howard kosin í hennar stað. Mrs. George Johnson afhenti Mrs. Howard smá-peningagjöf frá félags- konum og Dorcas Circle No. 1 í tilefni af eldskaða, sem fjöl- skyldan varð fyrir, og Mrs. Howard tapaði ritvélinni sinni þar. Ákveðið var að hver fé- lagskona færði jólaglaðningu til þeirra, sem einstæðir væru um jólin. — Fyrir veitingum stóðu: Mrs. R. Bryson, Mrs. T. Papkes og Mrs. Kristín Thor- steinsson. ----0---- Mr. og Mrs. Óli Kardal og May dóttir þeirra komu frá St. Paul, Minn. 21. þ. m. í tveggja vikna heimsókn til fornra heimkynna. ----0---- Mrs. Elizabet Polson frá Winnipeg, henrýsótti kunn- Síðastl. sunnudagskvöld kom hingað til borgar séra Skúli J. Sigurgeirsson, sóknarprestur að Edmore,_N. Dak., ásamt frú sinni og dvöldu hér fram yfir miðja vikuna í gistivináttu sonar 'síns og tengdadóttur, Mr. og Mrs.-Jónas Sigurgeirs- son. Svo sem vitað er meiddist Mrs. Sigurgeirsson . all-alvar- lega í bílslysi nokkru fyrir jólin, en er nú á ágætum bata- vegi og er það hinum mörgu vinum fjölskyldunnar mikið ánægjuefni. ingja á Gimli annan í jólum. Sú sem þetta ritar er góð og gömul vinkona Mrs. Polson. Ég hafði mikla ánægju af að heyra hana þylja upp gamlar endurminningar; þótt aldur- inn sé orðinn áttatíu og fimm ár, er minnið gott. Mrs. Krislín Thorsteinsson News from Riverton On Saturday, Novemberw 17th, in Arborg Lutheran ’ Church, Irene, daughter of Mr. & Mrs. William Marchuk was united in marriage with Bjarni Sigvaldason, son of Mr. & Mrs. Siggi Sigvaldason of Arborg. The Rev. Fullmer of Gimli officiated. A reception was held in The Arborg Community Hall. Mr. & Mrs. Sigvaldason will reside in Arborg. ----0---- Pastor Fullmer of the Gimli Parish held two services in the Riverton Lutheran Church during the Christmas j season. One on Christmas day at 8 p.m. He had with him a Tape recording of Pastor Jack Larson’s farewell service to his congregation in Morton, Washington. Pastor Larson is the new minister, who has been called to the Arborg-Riverton parish, and has accepted. It is expected' that his first ser- vice will be on February 17th. Pastor Larson is married and has one child. Pastor Fullmer also con- ducted a service here on December 29th at 2 o’clock. A congregation meeting fol- lowed this service. ----0---- Miss Dorothy Thompson flew home from Montreal to spend the Christmas season with her parents, Dr. & Mrs. S. O. Thompson. She is attend- ing MpGill University. ----0---- Mr. Raymond Olafson, came from Toronto to spend the holidays with his parents, Mr. & Mrs. Oddur Olafsön. He is studying for his Doctor’s degree in Physics at the Uni- versity of Toronto. PUBLIC NOTICE The Liquor Control Act NOTICE IS HEREBY GIVEN that the hearing of the applicalion of The Liquor Control Commission to The Muni- cipal and Public Utility Board for approval of the negoliated price to be paid by the said Commission for beer purchased from brewers in Maniloba will commence al 10.00 o'clock in the forenoon on Friday, January 18, 1957, at Room 125 Law Courls Building, Winnipeg. At that time the Liquor Control Commission will file its brief and present supporling evidence, following which the hearing will be adjourned to a date to be then announced. Copies of the brief filed by the Commission will be made available to all inlerested persons at the com- mencement of the hearing on January 18lh and thereafter. THE MUNICIPAL AND PUBLIC UTILITY BOARD. Qadajndk (^anajdian (?kdb Banquet and Cance ON FRIDAY, JANUARY 18, AT 7.00 P.M. In the Blue Room of Morlborough Hotel Guest Speaker—Mr. G. S. THORVALDSON, Q.C. MUSICAL ITEMS Dancing to Jimmy Gowler's Orchestra commencing at 9.00 p.m. TICKETS FOR DINNEP AND DANCE $2.50 FOR DANCE ONLY $1.00 Tickets con be obtaincd atAhe door or from Miss S. Eydal, Ste. 19 Vinborg Apts. Dremys f M.D. 388

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.