Lögberg - 24.01.1957, Blaðsíða 3

Lögberg - 24.01.1957, Blaðsíða 3
LÖQBERG, FIMMTUDAGINN 24. JANÚAR 1957. 3 Furðudrekar og sporðdrekar — Furðudýr í þjóðlrú allra landa — Business and Professional Cards í fornum fræðum allra þjóða er drekinn mjög áber- andi, og trúin á drekana er arfur frá ómunatíð, á sér ræt- ur aftur í myrkviði aldanna löngu áður en sögur hófust. Getur verið að þar eimi eftir af endurminningum mann- kynsins um hinar risavöxnu fljúgandi eðlur. Má þá segja að sú endurminning hafi orðið lífseig, því að enn í dag er drekinn bráðlifandi á Austur- löndum, og í norrænum út- skurði og skrauti. Enn í dag sér maður drekatáknin á norsku stafkirkjunum, og fari menn í íslenzka Þjóðminja- safnið, blasir drekatáknið þar við í öllum listgreinum. Forfeður vorir í Noregi köll- uðu herskip sín dreka og settu á þau drekamerki, eins og segir í lýsingu Sigurðar Breið- fjörðs á Orminum langa: Hátt frá borðum hausinn lá hafinn og hvoftur geystur, þar var sporður aftan á upp í loftið reistur. Drekahöfðum þessum fylgdi svo mikil ógn og skelfing, að það var eitt hið fyrsta er bannað var í íslenzkum lögum „að sigla að landi með gapandi höfðum og gínandi trjónum svo landvættir fældust við“. Og Valgarður á Velli talar um það í vísu, að hrannirnar hafi þvegið ógurleg höfuð hafskip- anna. Sést á þessu að dreka- höfuð skipanna áttu meðal annars að skjóta óvinunum skelk í bringu. En á hinn bóg- inn líktust skipin flugdreka — gínandi höfuð í stafni, skjöld- um skarað á bæði borð svo að þar var eins og hreistur flug- drekans, og seglið sem vængir. Og táknrænt var það, að heygja höfðingja í skipum sínum. Þar lá að baki sama hugsun og hjá Egyptum hin- um fornu, er þeir sigldu með Osiris til annars heims á sól- farinu, og hjá Grikkjum, þar sem þeir létu ferja hina dauðu yfir fljótið Styx. Víkingahöfð- inginn átti að sigla á hinum skínandi dreka sínum yfir dauða 'hafið Ginnungagap, beint til hinná gullnu lunda Valhallar. Sumir halda því fram, að drekinn tákni hamfarir nátt- úrunnar, og telja upphaf þess i Armeníu. Þar er þjóðsagan um Azdahak konung, dreka- kónginn, sem er ímynd storms, hafróts og þrumu- veðurs. í dulfræðum Maya- þjóðflokksins í Mexikó, var einnig vindadreki, sem tákn- aður var með ófreskju, er líkt- ist bæði flugdreka og sæ- skjaldböku. En svo vikið sé aftur að Armeníu, þá er þar sögnin um drekamóðurina Anusn, sem var fyrsta drottn- ing Azdahaks. Börn hennar, drekabörnin, voru hin fljúg- andi óveðursský, og þess er getið í einni þjóðsögn að syndaflóðið hafi komið af því hvað drekamóðirin átti mörg börn. Blái drekinn í Kína er einnig veðurdreki, og á hann skyldi heita til þess að fá bjart veður og heiðskírt. Þar var einnig MancHu-drekinn, sem gat farið í alls konar ham. Manchu-dreki með fimm klær á bæxlinu, er góður dreki og gefur gott veður; en sé hann með þrjár klær, þá er hann illviðradreki og veldur vatna- vöxtum og flóðum. í Indokína er kynjaveran Naga Min. Þetta er konungs- dóttir, og hún var svo stór, að hún gat vafið sig utan um stærstu musterin. Faðir henn- ar var drekakonungurinn. Biðill hennar lét njósna um hana einá nótt og komst þá að því að allt landið, öll vötn og ár var morandi af afkvæm- um hennar, flugdrekum. Naga hefir því verið sams konar vera og Onush í Litlu-Asíu, báðar hafa stjórnað vatna- vöxtum og flóðum og þoku. Hjá Pokhar í Rajputana í Burma er heilagt vatn og þar á heima dreki mikill, sem verndar öll hofin þar í landi. Hann afstýrir eldingum, sem koma úr gini þrumudrekans, því að hann hefir marga fálm- ara, sem eru eldingavarar. í Síam er hvítur dreki, sem heitir Bistoy og lifir hann í hellum neðansjávar. En þegar hann hreyfir sig, eða færist í aukana, þá koma sjávarflóð og allar ár belgjast upp. Hann er ekki ósvipaður Miðgarðs- ormi þessi dreki. Miðgarðs- ormur, sem var sporðdreki, lá í sjónum umhverfis jörðina og beit í sporð sér. En í Ragna- rökum „geystist hafið á lönd- in, fyrir því að þá snýst Mið- garðsormur í jötunmóð“. í Japan eru margar dreka- sögur. Ein hin merkasta er um Kobo Daiski, sem stofnaði Shingon-trúarbrögðin. Hann dró mynd af dreka á yfirborð ár nokkurrar í Kozuke-héraði. En er myndin var fullgerð, flaug drekinn upp af vatninu og síðan sér hann um að nægi- legar rigningar sé í því héraði. Um annan úrkomudreka segir í þjóðsögunni um sverð Le Loi. Sverðið varð að dreka og hvarf í heilagt vatn, sem síðan nefnist „Sverðvatnið“. Er ekki einhver skyldleiki með þessu og því sem segir í Völu- spá: Á fellur austan of eiturdala, söxum og sverðum, Slíður heitir sú. I Shinto munnmælunum er getið um marga dreka og drekakónga. Einu sinni sendi $3.00 per House Coll EXPERT TECHNICIAN 24-HOUR PHONE SERVICE B.E.M. Television & Radio Service PHONE SPruce 5-2875 keisarinn í Kína skip hlaðið dýrgripum til Japan. Það hreppti ógurlegan storm í hafi og mesti dýrgripurinn fór fyr- ir borð. Það var bergkrystall gríðarlega stór, og á hann hafði náttúran sjálf gert mynd af Búdda. Það var drekakóng- urinn eða stormdrekinn, sem átti heima í sjónum hjá Sanukis-strönd, sem hafði stolið honum. Þessum heilaga krystal náði kafari einn úr klóm drekans, og. þessi maður var forfaðir Fujiwara-ættar- innar. -— Þessi saga minnir ófurlítið á hina hálfgleymdu sögu um það er Heimdallur sótti Brísingamenn í hendur Loka hjá Singasteini. í Egyptalandi voru margir veðradrekar, þar á meðal vondi, grábrúni þurrkdrekinn, sem olli hinum sjö mögru árum á dögum Jóseps, en svo kom hinn góði, gullni regn- dreki, setti vöxt í Níl, og þá komu góðæri. 1 Babylon er getið um 11 veðradreka, sem gættu þess að áveituskurðirnir þar þorn- uðu aldrei. Þessir drekar urðu síðar að stjörnumerkjum hjá stjörnufræðingum, og þaðan er komið Drekamerkið og V atnsberamerkið. í íran eru margs konar sagnir um dreka. Ein þeirra hermir, að vötnin á jörðinni hafi orðið til þannig, að ein- hver guð drap dreka, sem faldist í skýjunum. Aftur á móti laust Indra þurrkdrek- ann með þrumuflein sínum. (Indra er sama goðið og Þór hjá Norðurlandabúum). í munnmælum Kelta er getið um veðurdreka og eru þeir nefndir péist, en menn ætla að það sé afbökun úr latneska nafninu bestia. Þeir eiga heima í ám og vötnum, en dýrlingar drápu marga þeirra vegna þess að þeir ollu uppskerubresti og flóðum. Ef org heyrðist í dreka að kvöldi dags í byrjun maímánaðar, mátti eiga víst að þá yrðu þurrkar og óáran. —Lesb Mbl. Niels Bohr hefur skeifu yfir dyrunum á sumarbústað sínum og lætur fægja hana af og til. Gestur nokkur, sem var í heimsókn, spurði hann einu sinni að því, hvort hann tryði virkilega á það, að skeifan færði hamingju inn á heimili hans. • — Nei, ekki trúi ég því nú, svaraði Bohr. — En ég held að hún gæti nú kannske gert það, jafnvel þótt ég trúi ekki á það.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.