Lögberg - 24.01.1957, Blaðsíða 1

Lögberg - 24.01.1957, Blaðsíða 1
SAVE MONEYI use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In V* Lb. Tlns Makes the Flnest Bread Avallable at Your Favorite Grocer SAVE MONEYl use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In yA Lb. Ttos Makes the Flnest Bread Avallable at Your Favorlte Grocer 70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 24. JANÚAR 1957 NÚMER 4 Ánægjuleg og f jblsótt somkomo Síðastliðið föstudagskvöld efndi Icelandíc Canadian Club til sinnar árlegu skemtisam- komu í hinum Bláa sal Marl- borough-hótelsins við ágæta aðsókn, þar sem hvorki skorti gleði né góðan fagnað. Sam- kvæmisstjórn hafði meðhönd- um Miss Mattie Halldórsson og tókst um allt hið bezta til. Séra Philip M. Pétursson flutti borðbæn, Dr. Valdimar J. Eylands flutti klúbbnum kveðjur frá Þjóðræknisfélag- inu, prófessor Haraldur Bessa- son mælti nokkur þakkarorð til klúbbsins, en með söng skemtu Mis Helga Swanson og Mr. Alvin Blondal, og er skemst frá því að segja, að söng þeirra var tekið með miklum fögnuði; það jók eigi alllítið á ánægju samkomu- gesta, hve margt af ungu náms fólki íslenzkrar ættar var þarna viðstatt, og hlutaðist samkvæmisstjóri/ til um að pao væn Kynt meO því að það risi úr sætum og- segði nafn sitt og heimilisfang. Ræðumaður samkomunnar var G. S. Thorvaldson, Q.C., fyrverandi formaður Canad- ian Chambers of Commerce; ræða hans, sem fjallaði um þróunarsögu Canada, var næsta fróðleg og röggsamlega flutt. W. J. Lindal dómari kynti ræðumann með mergj- uðum og vel völdum orðum, en til aðstoðar við söngva var frú Jóna Kristjánsson. Veitingar voru hinar ákjós- anlegustu, en er borðum var hrundið var stiginn dans eftir hljóðfalli ágætrar hljómsveit- ar; nokkrir skemtji sér við .spil; samkoman var öllum hlutaðeigendum^ til mikillar sæmdar. Þingkosningor í Póllondi Á sunnudaginn var fóru fram þingkosningar í Pól- landi, og lauk þeim, að því er bezt verður séð, með allmikl- um sigri fyrir núverandi stjórn með Mr. Gomulka í fararbroddi; flokkur hans er kommúnistaflokkur, er tjáist vilja Pólland fyrir Pólverja og hafa sem allra minst við Rússa saman að sælda. Pólverjar eiga við örugan fjárhag að stríða, og er líklegt talið, að stjórnin muni innan skamms leita til Bandaríkj- anna um aðstoð. Aldarafmæli prestahöfðingja Séra N. S. Thorláksson Síðastliðinn sunnudag voru liðin 100 ár frá fæðingu prestahöfðingjans séra Níelsar Steingríms Thorlákssonar, er fæddur var að Grænutjörnum í Ljósavatnsskarði hinn 20. janúar árið 1857. Séra Steingrímur . var um eitt .,kt:iö forseti hins Evangal- iska lúterska kirkjufélags ís- lendinga í Vesturheimi og hann þjónaði Selkirk-söfnuði í fullan aldarfjórðung; það var því vel til fallið, að Sel- kirk-söfnuður mintist afmæl- isins við sérstaka guðsþjón- ustu á sunnudaginn þar sem hinnar ágætu konu séra Stein- gríms var jafnframt minst; við guðsþjónustuna var stadd- ur Dr. P. H. T. Thorlakson, sonur séra Steingríms ásamt frú sinni, sonum þeirra tveim- ur, sem báðir eru læknar og frúm þeirra, svo og dóttursyni afmælisbarnsins séra Eric H. Sigmar og frú. Fjarverandi var frú Tanis Thorlákson- Richardson vegna dvalar suð- ur í Bandaríkjum. Að afstaðinni guðsþjónustu þáðu gestirnir frá Winnipeg rausnarlegar veitingar á heim- ili þeirra Mr. og Mrs. John Hinriksson. Vinna embættiseið Á Sunnudaginn var, unnu þeir Eisenhower forseti og Nixon varaforseti eið að stjórnarskrá Banadaríkjanna í Hvíta húsinu í Washington, er annað embættiskjörtímabil þeirra hófst. Dómstjóri hæzta- réttar, Earl Warren tók eiðinn af forseta, en Senator Kow- land framsögumaður Republi- cana í efri málstofunni af Nixon varaforseta; viðstaddar voru fjölskyldur beggja aðilja og forustumenn þingflokk- anna. Trértir frá srarfsemi S. Þ. janúar 1957 — METFRAMLEIÐSLA AF ÓPÍUM 1955 *— Þráll fyrir umfangsmikið alþjóðlegi efiirlii byrgir leynisala milljónir manna upp með deyfilyfjum. . Hin 1 ö g 1 e g a framleiðsla deyfilyfja unnum úr ópíum- plöntunni hefir aukizt stöð- ugt síðustu árin og sérstak- lega hefir eftirspurn eftir kodein verið mikil. Hin ólög- legá framleiðsla, sem erfitt er að hafa gætur á, virðist einnig vera mikil, þrátt fyrir alþjóð- leg átök til þess að halda henni í skefjum. Að.minnsta kosti má gera ráð fyrir, að framleidd séu ólöglega deyfi- lyf, er nægi daglegri þörf nokkurra milljóna manna. Þetta kemur fram í skýrslu S. Þ. fyrir árið 1955 og styðst við upplýsingar frá 80 lönd- um, er vinna saman með milli- göngu deyfilyfjanefndar S. Þ., en nefnd þessi hefir einmitt um þessar mundir starfað í 10 ár. Nefndina stofnaði fjár- hags- og félagsmálastofnun S. Þ. á sínum tíma til þess að annast þau viðfangsefni á þessu sérstaka sviði, sem Þjóðabandalagið áður hafði haft með höndum: eftirlit með framleiðslu og verzlun um löglegar leiðir og tilraunir til að stemma stigu við leynisölu og ólöglegri framleiðslu. Sem stendur vinna S. Þ. að því að safna saman öllum gildandi al- þjóðasamningum um þessi at- riði í eina sameiginlega sam- þykkt. Texti samþykktarinn- ar hefur þegar verið saminn að mestu leyti og verður væntanlega lagður fyrir al- þjóðafund á þessu eða næsta ári. Með milligöngu S. Þ. hefir þó þegar náðst töluverður ár- angur. Mörg lönd hafa þegar takmarkað eða hreint og beint bannað að tyggja coca-lauf, og Iran hefir nú nýlega sett aí- gert bann við ópíumfram- leiðslu í landinu. Hvaða þýð- ingu þetta hefir kemur í ljós, þegar tekið er til greina, að 1,5 milljónir manna í íran eru þrælar eitursins og að 100,000 Persar deyja árlega vegna misnotkunarinnar. Kodein færisi í aukana, en heroin hverfux S. Þ. skýra frá, að á árinu 1955 hafi lögleg framleiðsla og eftirspurn ópíumlyfja aukist samtímis. Þetta á aðallega við um kodein. Af þeim 88,5 smál. a f ópíum, sem framleiddar voru 1955, — mesta fram- leiðsla sem S. Þ. hafa skrásett undanfarin 10 ár — voru að- eins 4,5 smál. notaðar sem ópíum, en hinu var öllu varið til að framleiða aðrar blöndur, fyrst og fremst kodein. Heroin er alveg að hverfa úr löglegri verzlun, af því að æ fleiri lönd hafa sett bann við þessu deyfi- lyfi vegna hættunnar við mis- notkun. Að því er snertir framleiðslu coca-laufs er erfitt að tilgreina nákvæmar tölur, en vitað er, að hin ólöglega framleiðsla er nærri 20 sinn- um meiri en hin lögmæta. Vegna áhuga þess, sem mörg ríki hafa sýnt að hafa tangarhald á framleiðslu deyfi lyfja, er nú hægt að fylgjast nákvæmlega með löglegri framleiðslu og notkun, en hins vegar er erfitt að gera sér Manitoba Chapter of the American College of Surgeons Dr. P. H. T. Thorlakson Ofannefnd deild í skurð- læknafélagimi var mynduð á laugardaginn 19. janúar. Stofnfundurinn fór fram í Medical College, University of Manitoba. Dr. P. H. T. Thor- lakson, sem er í æðsta ráði — governor of the American College of Surgeons, afhenti hinni nýju deild stofnskrána. The American College of Surgeons var stofnað árið 1913 af skurðlæknum í Banda- ríkjunum og Canada; og ná nú þessi samtök þeirra um alla vesturálfuna. Aðalmarkmið félagsins er að endurbæta og fullkomna skurðlækningar og hjúkrun sjúklinga, er ganga undir uppskurð. Hefir félagið tekið leiðandi þátt í þeirri við- leitni að fullkomna umönnun sjúklinga á spítölum í þessari álfu. fyllilega grein fyrir raunveru- legu víðtæki leynisölunnar. Miðstöð ólöglegrar verzlunar eru Austurlöndin, og eftir því sem séð verður af deyfilyfja- sendingum þeim, sem lagt hefir verið löghald á síðustu árin, tekur leynisalan fyrst og fremst til svokallaðra náttúru- afurða, þ. e. a. s. deyfiíyfja sem framleidd eru úr plönt- um, sérstaklega ópíumplönt- unni. Efnaíræðilega framleidd (synieiisk) deyfilyf freista einnig til misnoikunar Framleiðsla efnafræðilega tilbúinna deyfilyf ja fer einnig í vöxt. Astæðan til, að yfir- völdin í mörgum löndum höfðu áhuga fyrir þessari framleiðslu í fyrstu, var sú, að gert var ráð fýrir, að eftir.- lit yrði auðveldara. Þess vegna hafa verið gerðar til- raunir til framleiðslu efna- fræðilega gerðra deyfilyfja, sem hafa áttu sömu lækninga- leg áhrif og hin eðlilegu, án hliðstæðrar freistingar til mis- notkunar. Deyfilyfjaeftirlit S. Þ. framkvæmir víðtækar rannsóknir á rannsóknarstöð sinni í Geneve. Hingað til hafa syntetisk deyfilyf reynzt að vera jafn hættuleg og hin eðlilegu. Hráefni efnafræði- lega gerðra deyfilyfja eru aðallega koltjara og steinolía. ------0------ 78 milljónir flugfarþega á síðasia ári Á árinu 1956 ferðuðust sam- tals 78 miljónir farþega á hinum föstu flugleiðum um heiminn, en meðaltal flug- lengdar var 875 km. á mann, segir í áramótatilkynningu ICAO — stofnun S. Þ. um far- þegaflug. Þetta samsvarar, að allir íbúar Belgíu, Frakklands og Sviss hefðu flogið frá Geneve til Lissabon. Tala flug farþega var á árinu 1956 15% hærri en árið áður og iVz sinn- um hærri en fyrir um 10 árum. Vegna stórkostlegrar þró- unar loftflutninga á seinni árum má gera ráð fyrir, að tala flugfarþega 1958 verði yfir 100 milljónir og að þegar við nálgumst 1960 verði hún tvisvar til þrisvar sinnum hærri en 1956 og 15 sinnum hærri en 1946. Fyrir 10 árum vár meðaltal flugfarþega á áætlunarflug- vél 17 og meðalflughraði 248 Framhald á bls. 4 VU\ s\ ,1 'QiujBSBij^qspuBq

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.