Lögberg - 21.02.1957, Blaðsíða 4

Lögberg - 21.02.1957, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 21. FEBRÚAR 1957 Lögberg Geflð út hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREET, WINNIPEG 3, MANITOBA Utanáskrift ritstjörans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnipegr 3, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg" is published by The Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 3, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Limited Authorized as Second Ciass Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 93-9931 Ræða forsera, Valdimars J. Eylands, við setningu 38. ársþings Þjóðræknisíélags íslendinga í Vesturheimi, Winnipeg, Man., 18. febrúar 1957. Góðir áheyrendur: Á sólbjörtum sumardegi getur naumast fegurra útsýni á landi feðra vorra, íslandi, en það er blasir við augum á Kambabrún í Árnessýslu. Þar eru menn bókstaflega talað, staddir á ofurháu fjalli, og sjá þaðan mikla dýrð. Þar breiða sig fram undan, í austri og suðri hinar blómlegustu sveitir Islands. Grænar grundir og hæðadrög liggja eins og landa- bréf fyrir fótum vegfaranda, og það er sett rauðum og hvítum deplum hér og þar. Eru þetta reisulegir sveitabæir, oftast mjallhvít steinhús með rauðum þökum. Hvítá, sem er eitt mesta vaatnsfall á íslandi, fellur í mjúkum bugðum um þessar litríku og fögru sveitir, og leggur leið sína til sjávar í breiðum ósi, sem einnig sést í fjarlægðinni eins og fagurt fjarðar- mynni. En Hvítá er ekki öll þar sem hún er séð, og ekki ávalt eins hægfara eða lygn eins og hún er á þessum slóðum. Hún kemur undan risa háum jöklum inn á hálendinu, og á leiðinni gleypir hún í sig ýmsar stórár, svo að þær hætta að vera til. !Í Hvítá er Gullfoss, eitthvert hið mesta náttúru-undur Evrópu. Fyrir neðan Gullfoss fellur áin í djúpum stokkum með stríðu og þungu straumfalli og miklum hávaða. En að lokum fer fyrir Hvítá eins og systrum hennar, sem hún sogar í« sig hér og hvar á leið sinni. Áður en leiðin er öll breytir hún bæði stefnu og nafni, og fellur loks til sjávar undir öðru nafni en því er hún bar lengst, og um allt rólegri og spakari í förum. Það eru aðeins nokkrir síðustu áfangar árinnar, sem sjást af Kambabrún. Menn kunna nú að spyrja: Hvaða erindi á þessi landa- fræðis-lexía inn á þjóðræknisþing hér vestur í Winnipeg? Ég svara því og segi að hér sé ekki aðeins um lexíu að ræða úr landafræði Islands, heldur dæmisögu, sem hljóðar upp á félag vort. Ég hugsa mér, að vér, sem hér erum staddir til að halda þjóðræknisþing í 38. sinn hér vestan hafs, nemum staðar á eins konar Kambabrún í annarlegri merkingu. Þjóð- ræknisfélagið er eins konar Hvítá, sem hefir veitt frjómagni íslenzkra erfða yfir byggðir og bú Vestur-íslendinga í hart nær 40 ár. Eins og Hvítá á sér uppsprettur undir háfjóllum islands, svo getur og félag vort rakið sögu sína — sýnt fram á aðrennslið — allt frá upphafi landnámssögu vorrar. Eins og Hvítá er mjög mismunandi að útliti og straumþunga á ýmsum stöðum á hinum langa farvegi sínum, fellur stundum fram með fossadin og flúðahjali, en stundum mjög hægt og hávaða- laust, einkum þegar nær ósum dregur, svo er það og um félag vort. Ýmsir þættir sögu þess eru litríkir eins og Gullfoss í sólskini, stundum eru iðuföll og mikill hávaði, en svo er aftur logn og ládeyða. Hinar mörgu ár, sem Hvítá dregur til sín á leiðinni til sjávar, eru lífgjafar hennar. Svo er það og um deildirnar mörgu, sem mynda þetta félag vort; þær eru félagið. Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi, er ekki í Winnípeg, það er í öllum byggðum vorum þar sem deildir eru starfandi. Ef aðrennslið þrýtur að Hvítá, verður hún næsta lítil. Ef að deildir Þjóðræknisfélagsins tærast upp, þá eru dagar félagsins taldir. Þess vegna er oss hollt að nema staðar á þessari Kambabrún og litast um. Áin er sem einn samfelldur þráður, og ekki hægt að afmarka neinn sérstakan spöl. Þannig er saga þessa félags eins og elfan, sem að ósi streymir. Það er ekki nýtt vatn í ánni á neinum tilteknum stað, og ekki heldur neitt nýtt efni í sögu þessa félags, heldur er það framhaldssaga. Er vér nú nemum staðar á Kambabrún þessa 38. þjóð- ræknisþings, og horfum á þann spöl árinnar, sem við augum blasir, hvað sjáum vér þá? Jú, vér sjáum ofurlitla kvísl, sem rennur næsta hljóðlaust og feimnislega um fremur hrjóstrugt land. Stundum virðist engu líkara en að frumskógarnir hafi gert samning með sér um að fela og gleypa þessa litlu þjóð- ræknissprænu Islendinga í Ameríku. Menn spyrja: Er ekki tími til kominn að Þjóðræknisfélagið fari að eins og Hvítá, og breyti um stefnu og nafn? Eða er það of seint? Erum vér þegar komnir út undir ósa, og um það bil að hverfa í ómælis- haf hinnar verðandi heimsmenningar vestan hafs? Það er sagt að sjór sé ósaltur langt á haf út, þar sem Hvítá fellur til ósa. Hvaða áhrif skyldi Þjóð- ræknisfélagið hafa haft þegar saga þess er öll, eða íslenzka þjóðarbrotið vestan hafs? Það er önnur saga, sem ekki verð- ur rakin hér, enda yrði það ekki saga heldur spádómur enn sem komið er. Ýmsum mun finnast að æskufjörið sé horfið úr þessu félagi voru. Þessi Hvítá ryðst ekki fram með dunum og dynkjum, eins og í gamla daga, þegar risarnir voru uppi. Hið umliðna ár hefir verið tímabil lítilla átaka og lítilla íramkvæmda, sem hægt sé að hrósa sér af. En engu að síður hefir verið haldið í horfinu, og er það í sjálfu sér góðra gjalda vert. Áður en lengra er haldið, er rétt og maklegt að geta þeirra meðlima félagsins, sem látizt hafa á árinu: Hinn háæru- verðugi fyrrv. landstjóri Canada: Jarlinn af Athlone; heiðursverndari félagsins; Dr. Sigurður Júlíus Jóhannesson, heiðursfélagi; Jón M. Gísla- son, Morden; Oddur Swanson; Bjarni Árnason; Jóhann Pét- ursson; Bjarni Skagfjörð, allir frá Selkirk; Friðrik P. Sig- urðsson, Árborg; Hjörtur Bergsteinsson, Craik, Sask.; séra Guttormur Guttormsson; Chris Halldórsson, þingmaður; Ófeigur Sigurðsson, Red Deer; Mrs. Margaret J. Benedictson, Anacortes, Wash.; Mrs. J. E. Gailbrath; Mrs. Anna Ólafson; Oddur Brandson, Ludvig Hólm; Jónas Þorvarðsson, Winnipeg; Friðfinnur Einars- son, Gimli. Stjórnarnefndin hefir hald- ið allmarga fundi á árinu; hafa þeir flestir verið haldnir á bækistöð nefndarinnar í skóla húsinu gamla á Home Street. Hefir nefndin fjallað um hin venjulegu starfsmál, og þau sérmál sem til hafa fallið, á milli þinga. Hin venjulegu starfsmál hafa, eins og að undanförnu, verið útbreiðslu- málin, fræðslumálin og sam- vinnnmálin við í s 1 a n d. Hefir nefndin leitast við sð efla þessar starfsgreinar eftir mætti, en orðið minna ágengt en æskilegt hefði verið, einkum að því er snertir út- breiðslumálin. En auk nefnd- arinnar hafa einstakir menn, sumir meðlimir stjórnar- nefndarinnar, og aðrir, látið nokkuð til sín taka á þessum sviðum, og orðið töluvert ágengt. Þess skal getið, að heimför varaskrifara, Finn- boga Guðmundssonar pró- fessors til Islands á árinu, var mikill skaði fyrir félagið hér vestra. Finnbogi hafði dvalizt hér vestra rúmlega hálft fimmta ár og reynzt ötull starfsmaður félagsins. En með heimför harís höfumvér eign- ast góðan talsmann á ættjörð- inni. Undanfarna mánuði hef- ir hann starfað að því að sýna kvikmynd þá hina miklu, sem hann og Kjartan Ó. Bjarnason, myndatökumaður frá Kaup- rnannahöfn, tóku víðsvegar hér vestan hafs. Hefir Finn- bogi ferðast með mynd þessa víða um landið, talað fyrir henni og skýrt hana fyrir á- horfendum. Hefir myndinni verið vel tekið um land allt og hún aukið mjög þekkingu heimaþjóðarinnar á oss hér vestra. Þá hefir Finnbogi gefið út bók, sem hann nefnir: Foreldrar mínir. Er þar um að ræða safn nokkurra ritgjörða eftir Vestur-íslendinga um þetta hugþekka efni. Er bókin öll hin prýðilegasta að frá- gangi, og útgefanda til hins mesta sóma. — I erindi.sem forsetfi þessa félags flutti í Ríkisútvarp íslands í sumar sem leið, þakkaði hann Finn- boga í nafni félagsins fyrir störf hans hér vestra, og ósk- aði honum allra heilla. Veit ég að þingheimur tekur undir þær árnaðaróskir heilum huga. Eins og áður hefir dr. Richard Beck, fyrrverandi for- seti félagsins, stutt starf þess með ýmsum hætti, og haldið áfram þjóðræknis- og land- kynningarstarfsemi sinni á öðrum sviðum. Hann flutti kveðjur félagsins og forseta þess á lýðveldishátíðinni á Mountain, N. Dak., er hann stýrði. Ennfremur átti hann samvinnu við stjórnarnefnd félagsins um heimsóknir og ræðuhöld þeirra Tómasar Guðmundssonar skálds, séra Jóns Þorvarðssonar, og Stein- dórs Steindórssonar yfirkenn- ara, og ráðstafaði ferðum þeirra og ræðuhöldum í Norður-Dakota í samráði við forráðamenn þjóðræknisdeild- arinnar „Bárunnar," og aðra byggðarbúa. Hann hefir einn- ig á starfsárinu haldið fjölda af ræðum um norræn og ís- lenzk efni, meðal annars flutti hann fyrirlestra um íslenzkar bókmenntir á ríkisháskólan- um í Kansas, Lawrence, Kansas, og á ríkisháskólanum í Utah í Salt Lake City, erindi um norræna menningu í árs- veizlu Félags norrænna manna í Kansas City, Mis- souri, og ávarp um varðveizlu íslenzkra erfða á samkomu ís- lendinga í Los Angeles. Núna um hátíðaleytið var útvarpað eftir hann af segulbandi yfir íslenzka Ríkisútvarpið er- indum um þá skáldin Þorstein Þ. Þorsteinsson, og dr. Sigurð Júlíus Jóhanneesson. Má í því sambandi geta þess að hann flutti nýlega eiii þúsundusiu ræðu sína eða erindi á sam- komum í Bandaríkjunum, Canada og á Norðurlöndum síðan hann kom til ríkishá- skólans í Norður-Dakota, haustið 1929, og hefir allur þorri af þeim ræðum fjallað um íslenzk og norræn efni. Og fjölmargar eru þær ræðurnar, sem hann hefir á því tímabili flutt á vegum Þjóðræknisfé- lagsins, beint og óbeint. Hann hefir einnig, á umræddu ári ritað mikið um íslenzk efni beggja megin hafsins. 1 haust kom út í Reykjavík ljósprent- uð önnur útgáfa af þýðinga- safninu Icelandic Lyrics, er hann safnaði til og út kom 1930, en sú bók, sem selst hefir í þúsundum eintaka og borið hróður íslenzkra skálda víða um lönd, hefir lengi verið uppseld. Af nýjum ritgerðum hans á ensku um íslenzk efni má nefna allítarlega grein um Stephan G. Stephansson, er kom í sumar í tímaritinu American Scandina vian Review í New York, og yfir- litsgrein um íslands í alfræði- ritinu The World Book En- cyclopedia, sem notuð er í skólum um öll Bandaríkin og víðar um lönd. Niðurlag í næsta blaði ADDITIONS to Betel Building Fund Frá Winnipeg, Manitoba Dr. & Mrs. R. M. Marteinsson, Ste. 6, 260 Toronto Street, $50.00 Mr. & Mrs. G. Levy, 185 Lindsay Street, $56.90 Mr. & Mrs. H. S. Bjarnason, 1010 Garfield Street, $50.00 Mr. & Mrs. Ingi Bjornson, 1077 Spruce Street, $30.00 ------0------ Kristján T. Magnússon, Víðir, Manitoba, $20.00 Kaupið Lögberg VIÐLESNASTA ISLENZKA BLAÐIÐ Berel" $180,000.00 Building Campaign Fund -180 —160 —140 —$128.252.26 i—120 -100 —80 —60 —40 —20 Make your donalions to the "Betel" Campaign Fund. 123 Prlncess Sireet, Winnipeg 2.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.