Lögberg - 21.03.1957, Blaðsíða 5

Lögberg - 21.03.1957, Blaðsíða 5
I 5 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 21. MARZ 1957 wvvv^ ^ 'yyyvTTTTVW ÁliLeAHÁL ItVCNNA / Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Hugþekk barnabók Valdimar V. Snævarr, áður skólastjóri í Húsavík og Nes- kaupstað í Norðfirði, en nú um allmörg ár búsettur að Völlum í Svarfaðardal, hefir sýnt það með fyrri barnabók- um sínum, Líf og játning og GuS leiði þig, að hann lætur sér sérstaklega annt um kristindómsfræðslu barna og unglinga, og er að sama skapi sú list lagin, að skrifa ágæt- lega við þeirra hæfi. Nýjasta bók hans, Tóm- stundir, er kom út á vegum Bókaforlags Odds Björnsson- ar á Akureyri síðastliðið haust, sver sig í sömu ætt um vekjandi og göfgandi lesmál, þó að almennara efnis sé, og um lipran og skemmtilegan frásagnarhátt. Bókin á rætur sínar að rekja til kennara- og skólastjóraára höfundar, og fer hann um það þessum orðum í eftirmála: „Frá starfsárum í Húsavík og Neskaupstað hefir ýmislegt geymzt af því, sem ég samdi fyrir börnin þar. Sýnishorn af því birtast í þessari bók. Sumt af því hefir áður birzt á prenti, en annað ekki.“ 1 Tómstundum eru frum- samdar sögur, þýdd leikrit og frumsamin, og frumort kvæði, en höfundurinn er skáld gott, eins og kunnugt er, og sér- staklega löngu þjþðkunnur fyrir hina fögrifl. og ágætu sálma sína. • Ekki þarf lesandinn heldur lengi að blaða í þessari bók, svo að honum verði það eigi ljóst, að þar heldur á pennan- um maður, sem bæði hefir brennandi áhuga á fræðslu- og uppeldisstarfinu og samúðar- ríkan skilning á sálarlífi barna og unglinga; veit af langri reynslu hvað á við í þessum efnum á þeirra þroska skeiði og líklegast er til að glæða með þeim ást á öllu fögru og góðu, en vera þeim þó um leið hugþekkur lestur. Eftirfarandi ummæli dr. Ás- mundar Guðmundssonar bisk- ups íslands um þessa bók hitta því ágætlega í mark (Kirkju- ritið, janúar 1957): „Tómstundir eru prýðilega samin bók við barna hæfi. Hugsanir allar einkar ljósar og efnið þrungið anda trúar •og siðgæðis. Get ég vart hugs- að mér það barn, sem byrjar á henni, að það lesi hana ekki alla. Hygg ég einnig, að hvert barn batni við þann lestur, og vil því hvetja foreldra til þess að gefa hana börnum sínum, t. d. í afmælisgjöf eða jóla- gjöf. Aurunum, sem til þess fara, er vissulega vel varið.“ Bókin er vönduð og falleg að ytra frágangi, og hvað það snertir höfundi og útgefanda ^il sóma. Ef einhverjir foreldrar vestan hafs vildu eignast bók þessa til þess að gefa hana börnum sínum, tel ég víst, að Davíð Björnsson bóksali í Winnipeg gæti útvegað þeim hana. RICHARD BECK ★ ★ ★ „Nafnið mift" Grein með þessari fyrirsögn var í seinasta blaðLLögbergs, þar sem frú Ingibjörg Jónsson segir frá baráttu sinni við að halda sínu rétta íslenzka nafni. Þeir, sem þekkja frúna eru auðvitað ekkert hissa á að hún hafi unnið sigur í þessu efni, jafnvel þó að hér áður fyrr væru ekki margar ís- lenzkar stúlkur í Winnipeg, sem héldu sínum réttu nöfn- um: Guðrún varð Gertie, Sig- ríður varð Sissy — og þannig má telja í dúsína-tali. öðru- vísi fór fyrir mér. Því það kom að því að ég barðist fyrir því að losna við mitt langa og erfiða nafn, sem ég vissi ekki að væri erfitt, fyrr en ég lenti í Winnipeg! Ég var skírður Gunnlaugur Tryggvi — og ég var Aðal- steinsson. Þetta var 1888, en nokkrum mánuðum áður hafði annar drengur fæðzt á Akur- eyri, og var honum gefið sama nafn. Hann varð með tíman- um mjög fljótmæltur og gaf alltaf fullt nafn, en ég var seinni í snúningum óg lét duga að segja Tryggvi. Það skrítna er þó samt, að ég var alltaf kallaður Aðalsteinn í Winnipeg og víðsvegar á ferð- um mínum um Vesturlandið, nema af gömlum kunningjum frá Akureyri og Seyðisfirði, sem kölluðu mig Tryggva. En svo fóru bréf að koma til mín, vanalega einhverjar auglýs- ingar — að selja mér húslóðir og annað — og höfðu þessi félög fengið nafn mitt hjá húsbændum mínum. En ég man ekki eftir að hafa nokk- urntíma fengið bréf með mínu rétta nafni. En ég reyndi að vera þolinmóður. Og svo var ég minnugur á dálítið atvik, sem kom fyrir í Quebec, þegar við biðum eftir lestinni til Winnipeg. Við, vorum sjö í hópnum frá íslandi. En þarna kom vingjarnlegur maður til okkar og gerði sig kunnugan JÖRÐIN Svo heitir ein af bókum Menningarsjóðs árið 1955. — Hún er ein af bókaflokknum Lönd og lýðir. Þetta eru allt eigulegar bækur, fróðlegar og skemmtilegar. Hefði þjóðin fengið slíkar bækur fyrir 50— 60 árum, hefðu þær verið lesn- ar og marglesnar, lærðar og ræddar. Þá fengum við okkur ekki sadda af bókum, en nú er búið að gefa óát í hjörðina, og er þar um að kenna, eins og flest annað illt, peninga- græðginni. Á íslandi hefur sá löngum þótt slæmur sauða- maður, er gefið hefur óát í hjörðina. Þótt jörð vor sé í algeimin- um ekki fyrirferðarmeiri, að sínu leyti, en arið í sólargeisl- anum, er hún safnt í vitund okkar og þekkingu það stór, að ekki er í lítið ráðist að skrifa um alla jörðina, alla hennar ótalþættu tilveru. Hér er þess engin leið að lýsa bókinni neitt að ráði, að- eins hægt að minna á hana. Til þess að dæma réttlátlega, hversu góð skil höfundurinn hefur gert viðfangsefni sínu, þarf auðvitað sérfróðan mann á því sviði. Hitt er víst, að sá maður mundi ekki talinn ó- fróður um jörðina, sem kynni allan þann fróðleik utanbókar, sem fáanlegur er í bókinni, og öll er hún einnig ágætlega myndskreytt. . Bókin hefst á kaflanum: Jörðin og sólkerfið. Er þar góður fróðleikur um sól, tungl sem norskan prest, — en nú kom lestin, — og allt sem hann sagði var: „Breytið ekki nafni ykkar“ — forandre ikke eders navn — og ennþá einu sinni veifaði hann vingjarn- lega til okkar og hrópaði: "Don't change your namel'' Og ég hékk á mínu nafni. Svo einn heitan og erfiðan dag kom ég heim þreyttur og sveittur — tók af mér skyrt- una, þegar kona mín kemur, heldur skrítin í framan, — ög stingur bréfi undir nef mitt. Þetta var óvanalegt .af henni, og hér hlaut því að vera um merkilegt bréf að ræða. Á um- slaginu stóð, vélritað með skýru letri: Mr. Gummlangur Tyrgir Addelstinson. Það var þá, sem ég rak hausinn upp undir loftið, sneri mér að konu minni og sagði — á einum sjö tungumálum, — hér erum við og hér verðum við alla okkar hundstíð — og við lát- um ekki börn okkar bera slíka byrði, — sneri mér svo um hæl og fór, eins og hrafninn flýgur, beint til ólafs Þor- geirssonar. — Og næsta dag hét ég G. T. Athelstan — og gat sannað það, því ég hafði hundrað kort í höndunum. — Og síðan hefir allt verið í lagi — hér um bil allt! G. T. Athelslan Minneapolis, Minn., 7. marz 1957. og stjörnur. Þá tekur við kafl- inn um Lofiið, og þar margt um veðurfar. Næstu kaflar eru: Jarðbelti og landsnyijar, Dýralíf, Hafið, og er kaflinn um hafið mjög yfirgripsmikill og margþættur. Síðandi kafl- inn er: Landið. Síðast í bók- inni eru fróðlegar töflur um stærð eyja og landa, lengd og stærð fljóta, stærð stöðu- vatna, einnig um sund og eiði og hæð fjalla, þó aðeins hin hæstu. Enn eru lönd að nema. Margir virðast hafa áhyggj- ur út af því, hvað gera skuli við alía mannfjölgunina í heiminum. Hér er einn kafli í bókinni, sem er ef til vill mörgum nýung: ' „Regnskógasvæðin eru til- valin til ræktunar, ef skógur- inn er ruddur. Þar er hægt að fá uppskeru tvisvar á ári og af t. d. hrísgrjónum jafnvel fjórum sinnum. Regnskógarn- ir þekja feiknastór flæmi, einkum í Amazónlandinu í Suður-Ameríku og á strönd- um Guíanaflóans og í Kongó- dældinni í Afríku. Samt feru landgæðin þar óvíða hagnýtt enn sem komið er, því að skóg- arbúar eru frumstæðir að allri atvinnumenningu. Ekki leikur neinn vafi á, að þessi frjó- sömu héruð geta orðið dvalar- staður hundraða milljóna manna, þegar þau verða tekin til ræktunar. Þær 25 milljónir manna, sem bætast við íbúa- tölu jarðarinnar á hverju ári, gætu um marga áratugi stofn- að sér ný heimkynni í þessum gróðursælu löndum, ef sam- tök væru um að skipuleggja þá mannflutninga . . . Gott dæmi um það, hve miklu má til vegar koma í hitabeltislöndunum, er Java. í landbúnaðarhéruðunum þar búa um 300 manns á hverjum ferkílómetra. Með sömu jarð- nýtingu gæti helmingur alls mannkyns hafzt við í Ama- zónlandinu. Þetta er ekki eins fjarstæðukennt og virðast mætti í fljótu bragði, því að þess eru dæmi, að í hrísgrjóna ræktarhéruðum búi 500 manns á hverjum ferkílómetra og sums staðar jafnvel 1000“. v Huggið ykkur við þetta, ungu bændaefni. Hægt væri að flytja heila, áhrifaríka prédikun um örfáar línur á einum stað í bókinni, bls. 85, þar sem minnst er á kóraldýrin og undursamlegt afrek þeirra, að mynda kóral- i*íf, eins og t. d. eitt við suður- strönd Ástralíu, sem er 300 til 2000 metra breitt og 2000 kíló- metra langt. Meðaldýpt hafsins_ er 3800 metrar, en mesta dýpt þess, sem mælzt hefur 10,830 metr- ar. Meðalhæð landsins yfir sjávarflöt er 840 metrar, en hæsta fjallið, Mount Everest, er 8910 metrar. Siglingaleiðir um stórfljótin í Amazónsland- inu eru 27 þúsund sjómílur. Fyrir rúmum 90 árum var olíuframleiðsla heimsins að- eins 70,000 smálestir, 20 árum síðar var hún orðin 3 milljón- hr. Árið 1920 var hún 90 millj- ónir og 1952 rúmar 650 millj. Þannig mætti halda áfram að nefna ýmsar furðulegar tölur í þessari bók, en nú er bezt að láta lesarann sjálfan um að kynnast bókinni. Hún er ágæt og eiguleg. -—EINING /#ÁVÖXTUR“ Framhald af bls. 4 leitt meira og fe^ngið meira upp úr verksmiðjunni. Þá datt honum það í hug, að ef fólkið, sem vann fyrir hann ætti hlut í verksmiðjunni, þá fengi það vexti, og það mundi þá vinna mikið betur saman, og hann •fengi þá, að sjálfsö^ðu, meira upp úr verksmiðjunni. Hann bauð fólkinu að kaupa hlutabréf og skipta, eftir hlut- föllum, arðinum á milli þeirra. Og allir keyptu hlutabréf og verksmiðjan varð stærri og framleiddi smám saman betri og meiri vinnu. Fólkið fékk sinn ávöxt af hlutabréfunum, og það vann betur saman en áður, og eigandinn var nú vel ánægður með sinn arð, sem hann fékk af verksmiðjunni. Það er mikið haft nú á tím- um á undirmeðvituninni að láta sér líða vel, og er mikið unnið að því að hafa stöðuga vinnu, og hafa góðan hagnað af vinnu sinni. Uppfinningamenn hafa upp- götvað margs konar vélar, sem gjöra vinnu og samgöngur á ýmsan hátt auðveldari og arð- samari. Og verklagið hefur mikið breytzt til batnaðar frá því, sem það áður var, og fólkinu líður nú mikið betur á líkamlegan hátt heldur en á fyrri tímum. Maðurinn verður að hafa mátt og hæfileika til þess að geta hugsað og unnið.’Og vís- indamaðurinn hefur hugsað og notað skilninginn, og hann hefur uppgötvað vélar og mörg lyf, sem hann blandar saman, og fólkið tekur þessi meðöl og læknast af mörgum sjúkdómum. Hugvitsmaðurinn h e f u r framleitt margs konar vísindi og vélar, sem gefa af sér margs konar framleiðslu og framför, og tilheyrir hlutum hér, sem gjörir það hægara og skemmtilegra að lifa í veröld- inni, og gefur sinn veraldlega ávöxt. Vísindamaðurinn getur al- drei tekið hvatir og glæpi í burtu úr mannkyninu, því að vísindafræðin hafa ekkert andlegt efni og engan andleg- an ávöxt. Andi og sál, sem er maður- inn, hefur andlegt efni, sem gefur honum allan ávöxt. — Maðurinn er á öllum tímum því lögmáli háður, að hann er eins og hann hugsar; og hann deyr og verður að fara úr ver- öldinni, og hann fier þá frá sinni hugsun og verkum þann ávöxt, sem hann á.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.