Lögberg - 04.04.1957, Síða 1

Lögberg - 04.04.1957, Síða 1
SAVE MONEYl use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In V4 Lt>. Tins Makes the Finest Bread Available at Tonr Favorite Grocer SAVE MONEY! usc LALLEMAND quick rising DRY YEAST In Yi Lb. Tins Makes the Finest Bread Avallable at Tonr Favorite Grocer 70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 4. APRÍL 1957 NÚMER 14 Kommúnistum tókst næstum að drepa fyrir okkur símann Rabbað við JÓN JÓNSSON á Hvanná fyrrum alþingismann Auðvelt fyrir Svia að læra hina daglegu íslenzku — nýyrði og fræðiheiti hins vegar erfið Það má raunar segja að til- efni þess að ég fór að ræða við Jón bónda og fyrrum alþingis- niann og oddvita Jónsson á Hvanná á Jökuldal, hafi ekki verið neitt sérstakt. Hvorki stórafmæli né aðrir stórvið- burðir. Samtalið ihófst um daginn og veginn, stjórnmálin, tíðarfarið og búskapinn. Hins vegar er einatt hollt að festa sér í minni umsagnir gamalla og reyndra manna, því oft er það gott, sem gamlir kveða. Það er sjaldgæft í janúar- oaánuði, jafnvel nú á tímum braðans og tækninnar, að foggja upp frá Reykjavík laust fyrir hádegi og setjast að kvöldverði heima á Hvanná sama dag. Færið var jafnvel svo gott að hægt hefði verið að komast á leiðarenda fyrr. Góðlálleg kímni gamla mannsins 1 stofunni á Hvanná er hlýtt °g notalegt, þótt bærinn sé forn að byggingu. Úti gnauðar vetrarstormurinn og frostið er biturt. Fyrir framan mig situr bin aldurhnigna kempa, sem þessa dagana verður 86 ára. Enn er sama broshýran í svipnum og góðlátleg kímni fylgir flestu sem 'hann segir. Enn er fas þessa stóra og gjörvulega manns aðsópsmik- ið- Það leynir sér ekki, að bvar sem Jón á Hvanná hefir átt leið hefir farið þróttmikill höfðingi íslenzkrar bænda- stéttar. Störf þessa manns eru orðin mörg og mikil um ævina. Hann sat á Alþingi sem Þingmaður Norð-Mýlinga fyrst 1909—1911 (kosinn 1908) °g síðan frá 1914—1919. Hann var kjörinn í hreppsnefnd nær strax og hann settist að búi á Hvanná og oddviti varð hann síðar, en því embætti hélt bann í 50 ár samfleytt, sem mun með einsdæmum hér á iandi. Hann hefir nú fyrir ör- foum árum hætt þeim starfa. Ekki verða frekari störf þessa athafnasama manns rakin hér, onda ekki rabb þetta til þess gert. Jökuldalur góður hreppur Við gerum okkur tíðrætt 1X01 oddvitastörfin. Hvað eru íbúar Jökuldals brepps nú margir? — Þeir eru eitthvað rúm 200, eða heldur fleiri en var þegar ég tók við. — Og efnahagur 'hreppsbúa? Honum hefir þú lengst af verið manna kunnugastur. — Það má í heild segja að þetta hafi verið góður hrepp- ur hvað efnahag snertir. Hann var heldur í hrörnun þegar ég tók við oddvitastörfum. En menn réttir fljótt við hér á Jökuldal, þótt undan fæti halli í bráðina. Það hefir yfirleitt fylgt þessum hreppi. Það er reynslan að hér kemur fljótt upp bú, þótt allt fari í hund- ana um sinn. Hér kom kreppa á árunum 1930—’32 og þá var efnahagur manna almennt bágur. Þá voru skuldir miklar. Var þá stofnað hér sparnaðar- félag og var stefnuskrá þess að spara allt við sig svo sem kostur var. En það stóð ekki lengi sem betur fór, enda er það heldur ömurlegt að geta ekki veitt sæmilega. Annars var sparnaðarhugur manna mikill og gætni í fjármálum. Það kom eitt sinn til tals að taka bjargræðasjóðslán. Við umræðurnar um þetta kom einn hreppsbúa með þá uppá- stungu, að enginn mætti taka slíkt lán, nema hann væri skuldlaus við hreppinn. Auð- vitað var þetta banatilræði við þá sem verst voru staddir og mest þurftu á lánum að halda. Þetta var næsta bágur hugsunarháttur. En svona var hræðslan mikil við skuldir í þá daga. Dugandi bændur — Það hefir þá gengið sæmi lega að innheimta gjöldin? — — Já, það hefir yfirleitt gengið vel að innheimta gjöld hér í hrpppnum, nema í 1 eða 2 ár, sem ekki var hægt að leggja neitt' á menn vegna slæms efnah^gs. Hér hafa líka alltaf verið og eru dugandi bændur. Það þýðir heldur ekkert fyrir aðra að búa hér. Og þeim sem dug hafa til, búnast líka vel hér á Dalnum. — Já, gaman væri að fá ofurlítinn samanburð á því hvernig var að byrja 'hér bú- skap í gamla daga og hvernig það er nú. — Mér virðist það vera auð- veldara nú. Nú eru menn styrktir við ræktun og ný- byggingar, en slíkt þekktist ekki áður fyrr. Þá var gjarna byrjað með nokkrar kindur, kú og hest. Fyrir þessu höfðu menn önglað samán í vinnu- mennsku. Yfirleitt var engin lán að fá. Líka var ríkt gengið eftir skuldum og ekki hægt að fá þær umliðnar fram yfir ára mót. Þá var í engin hús að venda. Menn urðu að treysta sínum eigin manndómi. Þá var ekki siður að leita á náðir annarra nema í nauðum og enn síður var, að pólitík réði nokkru um. Helzl lán hjá þeim, sem loðnir voru um lófana Það var að sönnu til að ein- staka traustir menn og dug- legir gátu fengið lán og var þá helzt um „prívatlán“ að —segir IVAR ASP. sænskur nemandi á héraðsskólanum á Laugarvatni, sem stundar þar nám í íslenzku, íslandssögu og félagsfræðL Það er auðvelt fyrir Svía að æra ‘hina daglegu íslenzku, segir Ivar Asp, ungur Svíi, sem stundar nám í vetur á Héraðsskólanum á Laugar- vatni. En þó að daglega mál- inu svipi til sænskunnar, finnst honum öðru máli að gegna með nýyrðin og fræði- heitin, t. d. í félagsfræði, sem er hans aðalfag. Við þau er miklu erfiðara að fást. Ivar Asp kom hingað til lands 8. október, og var hann orðinn furðulega fær í að tala íslenzku þegar fyrir jól. Hann er hingað kominn í nemenda- skiptum milli íslands og Sví- þjóðar, og ‘hefir Norræna fé- lagið gengizt fyrir þeim nem- endaskiptum. Nemur hann hér einkum íslenzku, íslands- sögu og félagsfræði. Mestallan tímann, sem hann hefir verið hér á landi, hefir hann dvalizt á Laugarvatni, en um nýárið dvaldizt hann þó í Keflavík. Hann er 22 ára gamall, en kvæntur maður, þótt ungur sé, og dvaldizt kona hans, Ulla, hér yfir hátíðirnar. Sænskir og íslenzkir lýðskólar Skólanum svipar til sænsku lýháskólanna, segir Ivar Asp, en þó er nokkur rntrnur. Það er t. d. yfirleitt ekki kennd handavinna í sænskum lýð- háskólum og hverjum bekk er þar að jafnaði skipt í fleiri deildir eftir því, hve nemend- urnir eru komnir langt. Nem- endur í sænsku lýðháskólun- um eru líka yfirleitt eldri og aldursmunur þar er miklu meiri, ' nemendurnir bæði unglingar og fullorðið fólk, jafnvel komið um fertugt. Börnin stærri og frjálslegri Margt er mjög líkt á Islandi og í Svíþjóð, segir hann enn- fremur. Þó virðist honum nokkur munur á mataræði. Einkum er fæðið á skólanum öðru vísi en tíðkast í Svíþjóð, en munurinn er minni þegar íslenzk heimili eru borin sam- an við sænsk. Hann segir börnin hér stærri, að því er sér virðist, og þroskaðri eftir aldri — og ef til vill líka dá- lítið frjálsari. Að sjá sína þjóð í nýju ljósi Um nemendaskiptin segir Asp, að þau séu að sínum dómi x mjög heppileg, skapi gagnkvæm kynni milli þjóða, veiti nemendum skilyrði til að kynnast öðrum þjóðum jafn- framt námi og geri þeim kleift að líta á þjóð sína í nýju ljósi, er heim kemur. Borg bjarkanna Ivar Asp er frá Umea í Vesturbotni í Norður-Svíþjóð. Sú borg er á svipaðri breidd- argráðu og Reykjavík. Ibúar eru 17—18 þúsund. Hún er stundum kölluð „borg bjark- anna“ sökum þess að 8000 til 9000 bjarkir eru þar í gang- stéttunum. Þeim var plantað þar eftir að Rússar höfðu Framhald á bls. 8 Ber aldurinn vel Mrs. Guðný Thomasson varð 93 ára í vikunni, sem leið; ‘hún er mikilhæf ágætis- kona, sem margt og mikið hefir hefir gott af sér látið leiða um ævina; hún er ekkja eftir sæmdarmanninn Einar Thomasson, og bjuggu þau um langt skeið rausnarbúi að Westborne, Man., og nutu mikillar virðingar í héraði; nú býr þessi aldurhnigna heiðurskona hjá Tom syni sín- um í Beaver-bygðinni; hún á þrjú börn á lífj. Verður í framboði Mr. Marlin Magnússon, út- útgefandi og eigandi viku- blaðsins Interlake Weekly Observer, sem gefið er út að Lundar, hefir í blaði sínu lýst yfir því, að hann sé staðráð- inn í að leita útnefningar í St. George kjördæmi af hálfu Progressív-Konservatíva fyrir næstu fylkiskosningar, en hann var, svo sem kunnugt er, frambjóðandi þess stjórn- málaflokks við aukakosning- una, sem fram fór í kjördæm- inu þann 3. desember síðast- liðinn og beið þá lægra hlut. Samkvæmt hinni nýju kjör- dæmaskipan var Fairford kjördæmið lagt niður, en suð- urhluti þess innlimaður í St. George, er nú nær alla leið norður til Gypsumville. Hvort Mr. Magnússon verð- ur einn um hituna, er á fram- boðsfundinn kemur, er vitan- lega enn á huldu. Framhald á bls. 8 Klettafjallagoði Hájöklagoði í sólarsýn þú situr með tign og prýði. í þögulli fyrrð er fegurð þín fullkomin listasmíði. Er opnarðu á morgni dyr þíns dags í dökkvanum hrjúfa og kalda, og birtir í sölum þíns sólarlags svipi liðinna alda. í hálofti köldu, á kletti reist, konungsríki þitt stendur. Þín brjóstvörn er klakaböndum treyst gegn brimi við tímans strendur. 1 aldastríði er hún örugg hlíf gegn öllu sem lífið magnar. í dauðanum átt þú eilíft líf í algleymi Ijóss og þagnar. Hver veit nema í þér búi bál, sem brýst út í jakaflóði? Hver veit nema í þér sé eilíf sál, og æðar með hetjublóði? í eilífum dansi þú ert, og snýst í armlögum sóalarinnar. ,Tign þinni engin orð fá lýst, né áhrifum kyngi þinnar. S. E. Björnsson

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.