Lögberg - 25.04.1957, Blaðsíða 2

Lögberg - 25.04.1957, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. APRÍL 1957 BÆKUR og HÖFUNDAR: Smásögur Halldors Stefánssonar VATNIÐ RAUÐA Eftir THORSTEN BOHR Halldór Stefánsson: Sextán sögur. Smásögur. — Valið hefur Ólafur Jóh. Sigurðs- son. Heimskringla. Kjörbók Máls og menningar. Prent- smiðjan Hólar. Reykjavík 1956. SKOÐANIR reynast harla skiptar um skáldskap Halldórs Stefánssonar. Sumir telja hann meðal snjöllustu smásagnahöfunda okkar fyrr og síðar, en aðrir finna honum allt til foráttu. Undirritaður vill reyna að fara bil beggja í ályktuninni, þó að varla þyki stórmannlegt. Halldór hefur samið og birt margar um- deilanlegar smásögur og stundum mistekizt svo aug- ljóslega, að varla verður af- sakað. Beztu sögur hans eru hins vegar áhrifaríkar, eftir- minnilegar og listrænar. Þær eru og verða höfundi sínum vissulega til sóma, hvort held- ur mönnum líkar betur eða verr. Halldór ritar sérkennilegan stíl, en ekki er þar að finna þá snilli hans, sem úrslitum ræður. Maðurinn lærði smá- sagnagerðina af erlendum ör- eigaskáldum, og til þeirra svipar honum um vinnubrögð enn í dag, þó að flestir meist- ararnir muni gleymdir. Stíll- inn er grófgerður og einhæf- ur, en persónulegur þegar bezt lætur. Hins vegar er frá- sögn Halldórs oft og tíðum með ágætum. Hann er athug- ull og hugkvæmur og á til að bregða upp snöggum en ljós- lifandi svipmyndum. Verst er, hvað hann getur orðið reyfara kenndur og lítillátur við sjálfan sig. Margar smásögur hans virðast eins og samdar fyrir vikublöð, sem lesin voru forðum daga í járnbrautar- lestum og strætisvögnum er- lendra stórborga og urðu al- drei annað en dægrastytting og áróður, en ýmsir íslending- ar hugðu bókmenntarit. Samt er ástæðulaust að gera slíkt að æsingamáli. Sásögur allra rit- höfunda eru misjafnar, enda smekkurinn ólíkur. Og Hall- dóri skal heimilt eins og öðr- um að láta sér mistakast. Hann hefur iðulega sannað listræna hæfni sína og verður ekki hrakinn af skáldaþingi. Mál og mening gaf út í haust eins konar sýnisbók smásagna Halldórs Stefáns- sonar, en Ólafur Jóh. Sigurðs- son valdi sögurnar og ritaði að bókinni ýtarlegan formála um höfundinn og skáldskap hans. Þetta er skemmtilegt og tímabært fyrirtæki. Bókin leiðir ótvírætt í ljós, að Hall- dór er snjall smásagnahöf- undur, þegar honum tekst upp, og verður ærinnar viður- kenningar. Undirritaður met- ur hann meira eftir en áður og ljær ekki máls á fordóm- unum. Ólafur hefur yfirleitt valið vel og skynsamlega. Sögurnar vitna um þroskaferil höfundarins og túlka sérstöðu hans í efnisvali. Sumt orkar þó tvímælis. Sagan Liðsauki er hér til dæmis ekki með. Undirritaður játar, að hún muni naumast geta kallazt bezta smásaga Halldórs, þó að henni væri búinn staður í „íslenzkum pennum“ af til- viljun þegjandi samkomulags, en hæpið mun að hafna henni sem einni af sextán. Fleiri at- hugasemdir ættu kannski rétt á sér, en Ólafur veit sannar- lega sínu viti í valinu. Sama gegnir um formálann. Þar er að vísu kveðið fast að orði Halldóri til lofs og dýrðar, en þetta er eins og uppsprengd vísitala á hófleg grunnlaun, og öfgar dýrtíðarinnar segja víða til sín. Skilgreining Ólafs á skáldskap Halldórs virðist rökstudd og athyglisverð, og hún skiptir hér öllu máli. Allir aðilar geta því sæmilega við unað — og ekki sízt lesend- urnir. Svona bækur á að gefa út oftar og fleiri en tíðkazt hefur. Þær auðvelda mat og skilning og taka af óþarfan vafa. Tvær sögurnar bera af. Ö n n u r er Hernaðarsaga blinda mannsins, en hin Sprettur. Undirritaður anzar ekki tepruskap þeirra, sem hneykslast á Hernaðarsögu UPPI í Vestmannalandi rétt við Dalina er vatn, sem er rautt að lit og bylgjur þess skúma rauðhvítar, þegar rok er. Að vetrinum áður en snjó- ar leggjast að, er ísinn á vatn- inu eins og rautt teppi, en höggvir þú vök á ísinn hafa ísmolarnir hinn kalda blá- græna lit eins og allur annar ís. Það er einungis vatnið, sem þessi rauði litur lýsir gegnum. Blóðrautt og svart gjálfrar það í vökinni, draugalegt og kalt í skímu vetrardagsins. Enginn fiskur er í vatninu, ,og maður skyldi ætla að svo hefði alltaf verið. Á sumrin Hjóta engar gular eða hvítar vatnaliljur við bakka þess og lýsa upp þennan rauða lit. Allt er ónáttúrlegt og dautt — dautt og rautt. Hér dvelur enginn lengi til þess að stara ofan í vatnið,' einkanlega, ef hann hefur heyrt hina gömlu sögn um það. Það er langt síðan þetta bar við. Hversu langt það er mun erfitt að segja. En uppi í skóginum við norður enda vatnsins var eitt sinn kofi, sem Andrés í Svester hafði sjálfur byggt. Enginn hefur getað látið sér detta í hug, hvers vegna kofinn var kall- aður Svester. En eitt'hvað varð hann að heita. t Andrés var að norðan. Á sumrin flakkaði hann þarna um og naut sólarinnar og fuglasöngsins. Hefði hann kunnað að skrifa, og ef hann hefði vitað hvað ljóð var, myndi hann hafa verið kallað- blinda mannsins. Hún er djarflega gert listaverk. Efnið fellur ágætlega að stíl Hall- dórs, og vinnubrögðin eru ár- angur mikillar íþróttar. — Sprettur stendur henni þó sízt að baki. Þar beitir Halldór nærfærnislegri hófsemi, en samt verður sagan áhrifarík og minnisstæð. Þetta er senni- lega ein af beztu smásögum nútímabókmenntanna á Is- landi, og hún myndi sóma sér í sérhverju úrvali norrænnar smásagnagerðar. Af hinum sögunum er Hljóðið persónu- legust og listrænust. Og allar hafa þær til síns ágætis nokkuð. Bókin staðfestir það, sem maður vissi raunar fyrir og hefur kannski sagt áður: — Beztu smásögur Halldórs Stefánssonar eru óvéfengjan- legur skáldskapur. Helgi Sæmundsson —Alþbl., 24. marz Nýtjzku faðir við dóttur sína: — Dóttir góð, án þess að ég vilji vera þröngsýnn í sam- bandi við, hve vinur þinn er hérna lengi á kvöldin, þá vil ég mælast til þess, að hann taki ekki með sér morgun- blöðin, þegar hann fer . . . . ur skáld, og hann myndi hafa sungið lengi um dásemd nátt- úrunnar og frelsisins. En það eina, sem hann þekkti til kvæða, var eitt einasta erindi, það voru nokkrar línur úr sálmi, sem hann hafði lært fyrir langa löngu; nokkrar línur, sem hann hafði raunar aldrei yfir. Það var ekki af því, að hann væri guðleys- ingi, það var hann einmitt ekki. Nei, þvert á móti sagði hann oft, einkanlega, þegar hann sagði börnum sögur sín- ar: „En hvað guð er fallegur!“ Fyrir honum var guð skóg- urinn og blómin og himininn, sem var svo blár, og sólin, sem ,var svo heit og gervöll til- veran, sem var svo óbrotin. Þessar línur frá sálminum fjölluðu um krossfestinguna og dauðann. En um það var hann ekki að hugsa, þegar hann lá við vegarbrúnina með hendurnar undir hnakkanum og horfði á rauða sólina gegn- ,um hálflukt augnalokin. Um slíkt var hann ekki að hugsa, er hann rölti gegnum skóginn og hlustaði á blæinn leika í trjátoppunum, eða þegar hann horfði á fimleg stökk íkorn- anna af grein á grein. Hann dreymdi heldur enga drauma ,á næturna, þegar íhann kúrði sig að mosabeðnum með mosa visk undir höfðinu, og aðra yfir fótunum. Þá sofnaði hann á endartaki. Þegar hann kom í byggðina, hópuðust börnin utan um hann. Nú kemur Ævintýra- Andrés! — Ævintýra-Andrés er kominn! Og með eitt barnið á hand- legg sér, en hin umhverfis sig, sannaði hann, hvert skáld hann var. Rautt og flókið skeggið iðaði í vöngum hans meðan hann sagði frá stjörnu, sem kæmi niður á jörðina eins og yngismey með gullna lokka. Og hún var svo fögur, að þalS þorði varla nokkur að líta á hana, og maður blind- aðist næstum af ljóma hennar. En erfiðast var þó að líta í augu hennar. Þau voru svo undur blá, og djúp eins og botnlaust haf. öll börn gátu séð hvernig hún ljómaði og glitraði, en þeir fullorðnu sögðu að hún væri forynja og galdranorn og stefndu henni fyrir rétt. Og þar var hún dæmd til þess að brennast á báli. En þá yarð hún að stjörnu á ný, og á hverri nóttu kom hún upp á himin- inn og blikaði þar fyrir börn- in. Allir gátu séð hana. Það var ekkert annað en smeygja sér undan sænginni og ganga varlega út að glugganum og gægjast út. Þegar hún blikaði átti að veifa til hennar, því að þá gat það borið við, að hún kæmi í lýsandi boga aftur niður á jörðina til þess að heilsa jarðarbúum á ný. En þá varð hún ósýnileg. Og þá faldi hún sig alltaf bak við hæðardrag; það máttu allir vita, og hún gaf öllum hina fegurstu drauma, er hægt var að hugsa sér. Eftir að Andrés hafði sagt börnunum ævintýri var hon- um boðið til stofu upp á mat og brennivín, og þá sagði hann frá öllu, sem hann hafði séð og heyrt. Hann var eins konar fréttablað milli bæj- anna, sem eins og af tilviljun var dreift hér og hvar með löngum skógarbeltum á milli. Hann bar boð og fékk skilaboð til þess að bera þangað sem Jeið hans lá næst. Ef hann hafði ekki heyrt neinar nýj- ungar, átti hann auðvelt með að skálda eitthvað. Það var svo auðvelt að setja eitthvað saman, þegar hungruð eyru hlustuðu. Og svo fékk hann þá líka ríkulega útlátna máltíð og brennivín í sögulaun, — og kannske rúm til þess að sofa í yfir nóttina. Að liggja undir þaki öðru hvoru jók einungis fegurð skógarins í augum augum hans, þegar hann rölti út í ríki hans á ný. Enginn vissi hvað Andrés hafðist að á veturna. Hann talaði aldrei um það sjálfur. Verið gat að hann færi þá aftur norður um. Kannske átti hann lítið hús einhvers staðar, eða kannske var hann bara eins og björninn, sem lagðist í hýði sitt meðan veturinn og kuldinn herjaði og keyrði allt í dóma undir snæbreiðunni. Fólk vissi einungis um bú- stað hans einn vetur. Og það var einmitt við vatnið rauða. En í þá daga var vatnið ekki rautt. Það var blátt og tært em önnur vötn. Á sumrin flutu vatnaliljur við bakka þess, og greinar trjánna .spegluðust í því. Og þá var fiskur í vatninu, margs konar fiskur! Og það var ein ástæð- an til þess að Andrés byggði sér kofa einmitt við þetta vatn, þegar hann kom úr flakki sínu um haustið. En það var einnig önnur ástæða. Þegar hann hafði sagt börnunum frá stjörnunni, kom stúlka frá Neðrabergi til móts við hann. Hún nam stað- ar og híustaði á hann. Þá Subscription Blank COLUMBIA PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2 ' I enclose $.. for ........ subscription to the Icelandic weekly, Lögberg. NAME ..................................... ADDRESS .................................. City.......!...................... Zone...

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.