Lögberg - 04.07.1957, Blaðsíða 2

Lögberg - 04.07.1957, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 4. JÚLÍ 1957 Minningar Giglis komnar úfr Fæddist með röddina, en hreint ekkert annað — Fátækur skósmiðssonur varð einn af frægustu mönnum heimsins — Syngur af dýpstu tilfinningu inn í hjörtu fólksins. Elzta bókagerð í heimi: Jóhannesarguðspjall fundið í bókarformi, sefpappír ó 1. eða 2. öld eftir Krisfr Fornleifaíundur, sem vekja mun meiri athygli en fundur biblíuhandritanna við Qumran rifrað á Ég fæddist með röddina, en heldur hreint ekkert annað, ég var peningalaus, áhrifalaus og hafði engar aðrar gáfur til að bera. Ef ekki hefði svo vel viljað til, að ,raddbönd mín voru af sérstakri gerð, væri ég ef til vill þessa stundina að hefla fjöl eða bæta buxur eða skó eins og faðir> minn gerði heima í ítalska bænum litla, Recanati, þar sem ég fæddist þann 20. marz 1890. Ég hefði þá lifað allt mitt líf í fátækt, við sult og seyru eins og faðir minn. En Guð gaf mér rödd- ina og það breytti öllu. Ég gat sungið, en hreint ekki meira. Ég VARÐ ap syngja — hvern- ig gat ég annað? Þessar línur ritaði hinn heimsfrægi söngvari Benja- mino Gigli suður á Italíu í fyrra, er hann var að vinna að því að skrifa minningar sínar í turnherbergi hallar þeirrar, er hann hefir látið reisa í fæð- ingarbæ sínum, Recanati, en bókin er nýlega komin út á Englandi og hefir vakið mikla athygli. Benjamino var yngstur af sex börnum fátæks skósmiðs í litlu ítölsku þorpi og oft var þröngt í búi. En mikil breyt- ing varð á 28 árum. Þá keypti hann stærsta skrauthýsi bæjarins, en lét innrétta það að nýju, svo að á því varð glæsilegt hallarsnið. Sextíu herbergi eru í hús- inu, 23 baðherbergi, auk sund- laugar. I eldhúsinu er kæli- skápur, sem er nægilega stór til að rúma matarbirgðir handa tuttugu manns til eins árs. 7000 ekrujörð Hann á 7000 ekru jörð með tilheyrandi bústofni,i ávaxta- görðum og vínekru. Hann keypti lítið og þægi- legt hús fyrir móður sína, þar sem hún bjó til dauðadags. í hvert skipti sem Benja- minó fékk leyfi frá störfum, hélt hann heim til fæðingar- bæjar síns til þess að njóta kyrrðar og friðar og nú þegar hann hefir setzt í helgan stein fyrir fullt og allt heldur hann kyrcu fyrir á setri sínu og bíður þess sem verða vill. Gigli hefir sýnilega haldið dagbók alla ævi, þar sem minningar hans eru mjög ná- kvæmlega ritaðar og alltaf getið stundar og staðar. Nám í lyfjabúð í fimm ár vann Gigli í lyfja- búð í heimaþorpinu. Starf hans var einkum í því fólgið að raða límonaðiflöskum á búðarborðið. I tómstundum síi^im lærði hann að leika á saxófón, eina hljóðfærið er hann hefir nokkru sinni læpt á. Hann söng í kirkjukórnum og hafði gaman af. Hann raul- aði og sönglaði í tíma og ó- tíma og fékk fljótt viðurnefn- ið kanarífuglinn í klukku- turninum, sem stafaði af því m. a., að um þær mundir vann faðir hans fyrir sér sem hringjari í krikjunni. Fyrsta hlutverk hans fékk hann 15—16 ára gamall, er hann fór til nágrannabæjar- ins til að syngja aðalhlutverk- ið í Frelsun Angelicu. Söngur hans og leikur vakti feiilega athygli, þannig að mikil að- sókn varð að óperunni, en brátt tók sá draumur enda, því að eftir nokkra daga varð Gigli að hefja vinnu á ný við límonaðiflöskurnar í lyfja- búðinni. Næstu árin skiptist á skin og skúrir í lífi Giglis. Hann langaði til að læra söng, en fjárráð voru mjög takmörkuð og áhrif enn minni. Hann skipti um starf og hlaut nú meiri tekjur, og loksins kom að því að hilla tók undir sigur- gönguna. Sigurgangan hefsi; Það var ekki fyrr en á árinu 1914, að hann sigraði í söng- keppni í Parma og hlaut mjög lofsamlega blaðadóma. Til- boðin bárust úr öllum áttum— hann fór til Teatro Socialo í Rovigo og „debuteraði“ sem Grímaldó í óperunni La Gia- conda eftir Poncielli. Næstu 40 árin hefir Gigli haft lítinn tíma aflögu frá söngnum eins og títt er um heimsfræga afburðamenn. Hann gekk að eiga unga og fagra stúlku og áttu þau sam- an tvö mannvænleg börn, dóttir hans, Rina, er nú efni- leg óperusöngkona og hefir m. a. sungið með föður sínum í Boheme. Ekki leið á lörigu þar til stærri söngleikahús ítalíu fóru að fá áhuga fyrir því að fá Gigli til sín og brátt stóðu honum allar dyr opnar í Scala. /Á þessum árum kynntist hann tónskáldinu Mascágni og tókst með þeim góð vinátta. Til Mefropolilan Hann lagði nú land undir fót og .hélt vestur um haf og þar rættist langþráð von, er honum var boðið að syngja í hinni -frægu Metropolitan- óperu í New York. Það olli þó Gigli miklum vonbrigðum, að hinir banda- rísku gagnrýnendur tóku hon- um ekki og vinsamlega, að minnsta kosti vildu þeir ekki viðurkenna að hann stæði ná- lægt því að vera jafnoki ítalska tenórsins Caruso, sem þá átti hug og hjarta Banda- ríkjamanna. Gigli hefir aldrei verið neinn leikari og það viður- kennir hann. En söngur hans er sízt áhrifaminni fyrir þá sök. Gigli hefir kunnað þá list að syngja af dýpstu tilfinn- í GREIN þessari, er hér birtist endursögð úr ítalska vikublaðinu Oggi, er sagt frá nýútkominni bók í Svisslandi, jafn- framt því sem rakin er saga elztu bókar heims. Er hér um að ræða Jó- hannesar guðspjall, sem nýlega fannst í bókar- handriti og er það fyrsta bókin frá hinum elztu tímum, sem gefin hefir verið út. Þykir fundur handritsins og útgáfa bók- arinnar hinn merkileg&sti viðburður á sviði gamalla biblíuhandrita og engu síðri en handritin frá Qumran, er getið var í 13. tölublaði Sunnudagsblaðs ins, 31. marz s.l. HVENÆR varð til fyrsta bókin? Hér er auðvitað ekki átt við útgáfu hinnar fyrstu prentuðu bókar, heldur hitt, hvenær sú hugmynd hafi fyrst komið fram, að gefa því íefni, sem notað var til að rita á fyrr á öldum, það forrp, sem bók hefir nú til dags: saman- brotin blöð í arkir, sem síðan eru tengdar saman. Það er augljóst, að þegar talað er um blöð í þessu sambandi, er að- eins átt við það íefni til skrifta, sem er sefpappír, pergament og pappír. Af þess- um þremur tegundum er sef- pappírinn elztur — ef til.vill frá því um 4000 f. Kr. — og er hann einkennandi fyrir Egyptaland, þar sem hann var unninn úr stönglum sefgrass, papýrus, er ræktað var á bökkum Nílar. Konungurinn í Pergamo Sefpappírsblöðum var fest saman með lími, einu af öðru, þangað til blöðin mynduðu stranga mismunandi að lengd — aldrei þó yfir 50 m. — sem vafinn var utan um kefli úr tré eða fílabeini. Stranginn var kallaður „volume“, sem þýðir: vefja upp. Samkvæmt gömlum sögnum á perga- mentið að vera frá dögum Eumene II konungs í Pergamo (þaðan er nafnið „pergament“ komið), sem ríkti á 2. öld f. Kr., en hann var tilneyddur að nota það í staðinn fyrir sef- pappírinn, sem Egyptalai^ds- konungur vildi ekki láta hon- um í té, þar eð hann óttaðist, ingu inn í hjörtu fólksins og oft hafa menn farið heim með tárvot augu af hljómleikum hans. — Ekki eru minningar Giglis taldar neitt listavérk frá bókmenntalegu sjónarmiði, en þær verða áreiðanlega lesnar með áhuga af milljón- um aðdáenda hans um heim allan. TÍMINN, 12. maí að stéttarbróðir sinn í Perga- mo gæti stofnað bókasafn, er yrði hættulegur keppinautur hins fræga bókasafns í Alex- andríu. Þegar undanskilin eru nokkur slitur frá 2. öld f. Kr., eru elztu pergamenthandrit, sem ennþá geymast, frá 4. öld e. Kr., en eftir þann tíma er pergamentið almennt notað. Pappírinn var fundinn upp af Kínverjum — elzta sýnishorn hans er frá 2. öld e. Kr. — en fluttist til Vesturlanda með Aröbum, er lærðu leyndar- dóma framleiðslunnar hjá Kínverjum á 8. öld. Þar til fyrir skömmu var það álit manna, að handritin í formi eiginlegra bóka, væru frá 4. öld fe. Kr., og að sú að- ferð að brjóta saman blöð í arkir eins og tíðkast nú til dags um prentaðar bækur, myndi hafa orðið auðveldari við tilkomu pergamentisins, sem var sérstaklega vel til þess fallið, — en allra nýjustu fundir á þessum vettvangi hafa sýnt fram á, að bækurn- ar — ef til vill frá 1. öld e. Kr. — voru úr sefpappír. Sennilega hafa Vesturlanda búar átt fyrstir hugmyndina að bókagerð, og fengið hana af smátöflunum, sem smurð- ar Voru með vaxi og festar saman á lömum úr málmi eða leðri, — en frá 3. öld má segja að sefpappírs-stranginn hafi orðið að lúta í lægra haldi fyrir bókinni úr sama efni. Á árunum 1933—1937 gáfu Englendingar út fjölmörg slitur grískra sefpappírs-hand- rita, sem fundizt höfðu á Egyptalandi og voru þau hlut- ar af biblíu frá 3. öld. Á þeim árum var fundur þessi ein- hver hinn allra eftirtektar- verðasti á sviði gamalla biblíu handrita, en árið 1935 var gef- ið út örlítið brot séfpappírs- handrits, sem átti eftir að vekja hina mestu undrun, ekki aðeins meðal hinna lærðu, heldur og alls almenn- ings, því að fréttin um það barst víða með hjálp frétta- blaðanna. Brot þetta var kom- ið frá stað einum í Mið-Egýpta landi, Osirinco — nú Behnasa, sem frægur er fyrir hið mikla magn sefpáppírshandrita, er þar hafa fundizt, eða þá frá næsta nágrenni við Fayum, í um 115 km. fjarlægð frá Kairo. Fimmtán árum eftir að það hafði verið keypt og legið gleymt og grafið í bókasafni í Manchester, var það loks dregið fram í dagsljósið og viðurkennt sem eitt hið mérk- asta og dýrmætasta „stykki“. Þetta litla brot hefur að geyma fjórtán línur, skrifaðar með grísku letri, og eru þær allar meira eða minna ófull- komnar, en ritaðar beggja vegna sefpappírsins; var það sönnun þess, að hér var um eiginlega bók að ræða, en ekki stranga, því að á hann var að- eins ritað öðru megin. Auk þess kom í ljós, að hin rituðu orð textans tilheyrðu ekki skáldverki eða heimildarriti úr einkaeign, heldur var hér kominn hluti af sjálfu Jó- hannesar guðspjalli, nánar til- tekið samtal þeirra Krists og Pílatusar, þar sem hinn síðar- nefndi vildi fá Krist til að segja sér, hvort hann væri í raun og veru konungur. — Undrun hinna lærðu átti ekki eftir að staðnæmast hér. Við nánari athugun á grísku letruninni, en sú rannsókn var gerð á ströngum vísinda- legum grundvelli og án nokk- urrar trúarlegrar umhyggju- semi, kom í ljós, að „bókin“ hafði verið letruð í lok 1. aldar eða í hæsta lagi á dög- um Hadríans keisara (117 til 118 e. Kr.). Hér stóðu menn því frammi fyrir hluta af hinni elztu bók, elztu beinni heimild um tilveru guðspjall- anna, elzta handriti úr kristn- um dóm og um leið þeirri ó- hrekjanlegu staðreynd, að Jó- hannesar guðspjall — eins og við lesum það í upprunalegri mynd sinni — var þegar til orðið á þessum tímum. Niður- staða þessi var því þýðingar- meiri sem álitið hafði verið, að Jóhannes myndi hafa ritað guðspjall sitt í Litlu-Asíu í kringum árið 100 e. Kr., og brotið sem nú lá fyrir, sýndi framá, að nokkrum árum síðar var texti þess þegar þekktur og lesinn á Egyptalandi. Ef reiknaður er út sá tími, sem þurft hefði til þess að afrita bókina og síðan dreifa henni á þessar fjarlægu slóðir, virð- ist það augljóst, að hin kristna skoðun var á rökum reist og að þeir gagnrýenendur höfðu á röngu að standa, sem vildu álíta fjórða guðspjallið verk óþekkts hugsuðar frá síðari símum, a.m.k. frá fyrri hluta 2. aldar. 140 blaðsíður En undrunin átti ekki eftir að taka enda; heimur hinna lærðu er nú aftur í uppnámi vegna annars og ekki síður merkilegs fundar. „Bomban“ kemur frá Sviss, þar sem bókasafn Bodmers í Genf hef- ur fyrir skömmu sent frá sér í vandaðri útgáfu texta nýs sefpappírs-handrits, sem á eftir að vekja meiri athygli en nokkurt annað fyrr og síðar. Að þessu sinni höfum við loks fengið heila sefpappírs-bók, en ekki lengur ófullnægjandi slitur; er hér um að ræða bók í litlu broti (16,2x14,2) cm.) og er hún 108 tölusettar blað- síður að lengd (fjórar hafa glatazt vegna óhapps). Blöð- in eru brotin í sex arkir, styrkt með ræmum af sef- pappír á innri rönd og saumuð

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.