Lögberg - 04.07.1957, Blaðsíða 5

Lögberg - 04.07.1957, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 4. JÚLÍ 1957 5 ' WW'yWWWW-^’^’-'r-'VW^' AlilieAMAL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Fyrsfa konan í canadíska róðuneytinu 1 Það þótti allmiklum tíðind- um sæta þegar hinn nýi for- sætisráðherra Canada skipaði Mrs. Ellen Fairclough í ráðu- neyti sitt sem ríkisritara — Secretary of State. Er hún fyrsta konan í sögu Canada, sem hlotið hefir sæti í ráðu- neytinu. „Einhver varð að vera fyrst“, sagði hún. „Ég lít svo á, að þetta sé viðurkenn- ing fyrir hina vaxandi þátt- töku kvenna í opinberum málum.“ Mrs. Fairclough er 52 ára að aldri; hún er komin af stórri fjölskyldu og átti ekki kost á langri skólagöngu; var aðeins 16 ára þegar hún hætti í skóla, en hún er frábærum gáfum gædd; varð svo vel að sér í rejkningshaldi öllu, að hún rekur sína eigin chartered accounting skrifstofu í Hamil- ton, Ont. Eru þær konur telj- andi sem keppnisfærar eru á því sviði. Hún var kosin í bæjarráðið í Hamilton og var lengi eina konan, sem átti sæti í því; eitt ár var hún og vara-borgar- stjóri þar. Hún sótti um kosn- ingu á sambandsþingið 1949 af hálfu Conservative flokks- ins, en tapaði kosningu þá; árið eftir var aukakosning í Hamilton West og vann hún þá sigur og hefir átt sæti á þinginu síðan. „í þingstörfum mínum lít ég á sjálfa mig sem þingmann en ekki sem konu,“ segir hún. Á þingi hefir Mrs. Fair- clough talað fyrir málum verkalýðsins. Hún hefir getið sér góðan orðstír sem ræðu- maður og er róleg en lætur ekki sinn hlut í kappræðum um þau mál, er hún ber fyrir brjósti. Fyrir fjórum árum lagði hún fram fyrir þingið frum- varp til laga um að konur fengju jafnt kaup og karl- menn fyrir sömu vinnu á þeim' atvinnusviðum, er smabands- stjórnin ræður yfir. Fyrsta árið var frumvarpið ekki tek- ið til umræðu; en Mrs. Fair- clough sat við sinn keip. Næstu tvö árin var frumvarp- ið fellt, en síðastliðið ár lagði stjórnin sjálf fram sams kon- ar frumvarp fyrir þingið og náði það samþykki innan fárra daga. 73,000 konur eða 1/8 þeirra kvenna, er stunda atvinnu í viðskiptalífinu, njóta nú þeirra hlunninda, er þessi nýja atvinnulöggjöf veitir. Mr. Gordon Fairclough rekur prentsmiðju í Hamilton og er harin bezti stuðnings- maður konu sinnar í hinum merka starfsferli hennar. — Þegar hún situr þing finnast þau aðeins á helgum; hún flýgur heim eða hann til Ottawa; hún hefir íbúð í Chateau Frontenac. Þau eiga einn son, 24 ára; hann leggur stund á hljómlist. Þótt Mrs. Fairclough hafi ein kvenna starfað lengi með karlmönnum, bæði í bæjar- ráði og á þingi, er hún mjög kvenleg í sjón, framkomu og klæðaburði. Hún var framar- lega í I.O.D.E. félaginu og Zonta klúbbnum, en gefst nú ekki tími til þeirra starfa. — ★ ★ Mrs. Ellen Fairclough Hún veitir enn Canadian Foundation for Poliomyelitis stuðning sinn og tekur virkan þátt árlega í March of Dime, fjársöfnuninni. — Einkasonur hennar fékk snert af polio 15 ára að aldri, en náði sér þá aftur. Mrs. Ellen Fairclough hefir þegar áunnið sér frama í sögu Canada og má mikils vænta af henni í framtíðinni. ★ lands kom, og mér líður í alla staði mikið vel -— dvel hér í bezta yfirlæti hjá Erlendi Þorbergssyni frænda mínum og frú Solveigu. Með innilegum kveðjum Einlæglega , Mrs. Kristín Thorsleinsson Bréf fré íslandi Kirkjuteig 18. Reykjavík, Iceland, 21. júní 1957 Hr. Einar P. Jónsson og frú Ingibjörg, Winnipeg, Man. Kæru vinir: Þökk fyrir síðast og alt gott. Við komum til Reykjavíkur kl. 9.30 f. h. þann 14. júní. Ferðin með Loftleiðum var mjög skemtileg, og öllum (18) Vestur-íslendingunum leið vel heim. Við bárumst á vængj- um Heklu yfir hafið. Þegar komið var á flugv6ll- inn í Reykjavík var tekið á móti flestum af vinum eða vandamönnum. Þjóðræknisfélag í s 1 a n d s hafði samsæti til að taka á móti vestur-íslenzka hópnum á föstudagskveldið 14. júní. — Próf. Finnbogi Guðmundsson stjórnaði samsætinu í fjarveni forseta Þjóðræknisfélagsins, Árna G. Eylands. Karlakór Reykjavíkur söng fyrir okkur undir stjórn Dr. Páls ísólfs- sonar. Var þessi kveldstund í alla staði hin ánægjulegasta, og veitingar góðar. ísland tók okkur sánnarlega með ástúð og vinarkveðjum. 20. júní var heimboð fyrir vestur-íslenzka gesti að Bessa stöðum hjá forseta-hjónunum; forseti íslands, Ásgeir Ás- geirsson, og frú tóku á móti okkur með þeirri alúð, að seint rpun sá dagur líða úr minni okkar. Forsetinn fór með okkur í Bessastaðakirkju og þar sáum við hina dásam- lega fallegu skrautglugga, þar á meðal gluggann, sem helg- aður er Vestur-íslendingum. Forsetinn sagði okkur sögu Bessastaðakirkju í skýrum dráttum. — Kæra þökk fyrir Lögberg, sem ég meðtók um kveldið, þegar við komum frá Bessa- stöðum. Heilsan er góð síðan til Is- Þjóðræknisdeildin „Ströndin," Vancouver, B.C. Grand Forks, N. Dakota i 10. júní 1957 Kæru félagssystkin: 1 nafni Þjóðræknisfélags ís- leiidinga í Vesturheimi sendi ég ykkur hugheilustu kveðjur og heillaóskir í tilefni af 17. júní hátíðahaldi ykkar. Það er ágæt þjóðrækni að halda þann mikla merkisdag í sögu hinnar íslenzku þjóðar hátíð- legan, því að hann minnir á allt það fegursta og dýrmæt- asta, sem við höfum hlotið að eríðum frá ættjörðinni, í hug- sjónum, menningu og bók- menntum. Heill sé ykkur fyrir að halda þannig á lofti merki íslenzks manndóms. Þökk fyrir starfið í liðinni tíð og megi heill fylgja framtíðar- starfi ykkar að íslenzkum menningarmálum. Minnugur ættar- og menn- ingartengslanna milli okkar Islendinga beggja megin hafs- ins, kveð ég ykkur að sinni með þessum orðum Jóns skálds Magnússonar úr kveðju hans til Vestur-íslendinga 1930: Við höldum ennþá hópinn, þótt hafið skifti löndum. Við skulum halda hópinn sem allra lengst. Með kærri kveðju. Ykkar elnlægur, Richard Beck, forseti PISTLAR Drotíinn aldanna Vér rísum og föllum líkt og gárurnar á hafinu. Fæstra vor sjást heldur öllu lengur eða tiltölulega gleggri spor. Hetjur dagsins og dísir næt- urinnar eru meira að segja steingleymd innan stundar. Einstaka afreksmenn, nokkrir þjóðhöfðingjar, súmir andans menn og aðrir slíkir, greypa að vísu nöfn sín sakir mikils atgjörvis, eða fyrir rás við- burðanna, svo djúpt á spjöld sögunnar, að þau eru lesin og munuð, a. m. k. nokkrar aldir. Samt eru þau alltaf að veðr- ast. Sífærri festa á þau augun. Straumur tímans ber hugi kynslóðanna frá þeim. Jesús Kristur er undan- tekning frá þessari reglu. Lokin, sem ætluð voru á Golgata, snerust upp í mikið upphaf. Páskamorgunin, upp- risan, var byrjun á mestu heimsbyltingunni. Síðan hefir vegur Jesú Krists farið vax- andi, þrátt fyrir allt, sem á honum hefir dunið, og allan breyskleika þeirra, sem borið hafa nafn hans. Fleiri menn í heiminum vita einhver deili á Kristi í dag en nokkru sinni áður. Það er deilt um hann, hann er elskað- ur og óvirtur eins og fyrir tvö þúsund árum. Orð Hebrea bréfsins hefðu geta'ð staðið í fyrsta sinni í einhverju dag- blaðinu í morgun, þessi: — „Jesús Kristur er í dag og er í gær hinn sami og um aldur.“ Kveðjuorð hans sjálfs eiga jafnt við oss, sem förum lífs,- veginn í dag, og postulana: „Sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda veraldarinnar.“ Þetta er líf og framtíð kristindómsins. Hinn krossfesti og upprisni var, er og verður ásteytingar- steinn eða hornsteinn, eftir því hvernig menn snúast við honum. Og gildi og áhrif kirkjunn- ar fara eftir trúnaði hennar við hann á hverjum tíma. Þab má oss ekki gleymast. Ummæli heimsdrottnarans Napoleon var einn þeirra, sem ætluðu að leggja undir sig heiminn. Hann er rapnar ekki mikill fyrir það. En eng- inn frýr honum vits né snilli, og m. a. þess vegna er nafn hans enn á lofti, þótt það taki nú að fölvast. Keisarinn var ekki hlynntur kristni né kirkju mikinn hluta ævi sinn- ar, hann átti í brösum við páfavaldið og krýndi sig sjálfur, eins og kunnugt er. Um leið dró han taum annarra trúarhöfunda, einkum Múha- meðs, á kostnað Krists. Undir ævilokin fór Napoleon samt ekki dult með það, að Kristur væri einstæður, og ekki myndi verða endir á ríki hans. Hér eru tilfperð nokkur orð keisarans um þetta, sem full- víst þykir að séu rétt hermd. — Öðru máli gegnir um Krist (þ. e. en aðra trúarhöf- unda). Mig undrar allt í fari hans, andi hans gerir mig höggdofa, og viljakraftur hans ruglar mig í ríminu. Það er ekki unnt að bera hann saman við neitt í þessum heimi. Hann var sérstæð vera. Þeim mun meir sem ég nálgast hann, og því betur sem ég virði hann fyrir mér, finnst mér meira til um,'hversu allt, sem hann varðar, er mér of- vaxið. Það er allt þrungið slíkum mikilleika, að það auð- mýkir mig. Trú hans er hans eigin leyndardómur, sprottin úr andlegri uppsprettu, sem þersýnilega er ekki mannleg. Frumleiki hans á ekki sinn líka, og orð hans og megin- reglur eru óviðjafnanleg enn þann dag í dag . . . En hvað heimsveldismök hans þenjast út og framlengjast óendan- lega! Kristur ríkir yfir lífi og dauða. Bæði fortíð og framtíð lúta honum, enda setur raunar lýgin ein sannleikanum nokk- ur takmörk. Jesús hefir náð yfirráðum yfir mannkyninu. Hann hefur gert úr því eina þjóð — þjóð réttsýnna manna, sem hann kallar til fullkomins mannlífs. Ég játa hreinskilnislega, að líf Krists frá upphafi til enda er fullkomin ráðgáta, en sú ráðgáta leysir þau vandamál, er fylgja allri tilveru. Hafnir þú henni, verður heimurinn óskiljanlegur, fallist þú hins vegar á hana, færðu ágætan skilning á mannkynssögunni. Frá því Kristur hóf fyrst upp rausn sína hefir kynslóð eftir kynslóð bundizt honum fastar og innilegar en menn tengjast með nokkrum blóðböndum, samfélag hans er heilagra og alráðara en nokkurt annað samband. Hann tendrar kær- leikseld, sem slekkur sjálfs- ástina og verður hverri ann- arri ást yfirsterkari. Lang- mesta kraftaverk Krists er kærleiksvald hans. Allir, sem einlæglega á hann trúa, finna, hversu undursamlegur, yfir- náttúrulegur og alráður þessi kærleikur er. Hann er óskýr- anlegt fyrirbæri, ofvaxið hugsuninni, á einskis manns valdi. Nýr Promeþevur1 hefir flutt til jarðar þennan heilaga eld, sem hinn mikli eyðandi, tíminn, getur hvorki fölskvað, né sett nein ævimörk. Ég hugsa oft um þetta, og undrast það mest af öllu; og það sannar mér alveg óhagg- anlega guðdóm Krists. Já, kóróna og keisaradæmi hafa varpað sínum skæra ljóma á líf mitt, og ævi ykkar, Montholon og Bertrand, hefir endurvarpað þeim dýrðar- Ijóma, eins og kúpull Invalide- kirkjunnar, sem gylltur var að mínu boði, endurkastar sól- geislunum. En það er nú á þetta fallið, gyllingin hefir smám saman látið á sjá. Ó- hamingjudemburnar og sví- virðingarhretin, sem dynja á okkur daglega, má gyllinguna Framhald á bls. 8

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.