Lögberg - 04.07.1957, Blaðsíða 7

Lögberg - 04.07.1957, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 4. JÚLÍ 1957 7 Orðsending til vina okkar í Blaine íslendingadagurinn á Gimli Okkur hjónunum finst bæði ljúft og skylt að senda öllum okkar kæru vinum í Blaine innilegustu hjartans þakkir fyrir þá óútmálanlegu vin- semd og virðingu, sem þið auðsýnduð okkur, bæði ef^ir að við komum til Blaine fyrir tæpu ári síðan og svo þegar við nú fluttum þaðan aftur í maímánuði síðastliðnum. Við höfðum aðeins dvalið skamman tíma í Blaine, síðast- liðið sumar, þegar okkar gömlu og góðu vinir, með- limir beggja íslenzku félag- anna, Öldunnar og Jóns Trausta, heimsóttu okkur með mikilli rausn og myndar- skap. Milli 30 og 40 menn og kon- ur fyltu litla húsið okkar í Blaine einn mánudagseftir- miðdag. í þeim glaðværa hóp voru fremst í flokki séra Albert Kristjánsson, forseti Öldunnar, og frú s Herdís Stefánsson, f o r s e t i Jóns Trausta; líka frú Anna Krist- jánsson, Dr. Haraldur Sigmar og frú o.f 1. Þegar flestir höfðu fengið sér sæti, kvaddi frú Stefáns- son sér hljóðs og lýsti því yfir, að hér væru á ferð vinir séra Guðmundar og konu hans, og tilgangurinn með þessari heimsókn væri sá, að bjóða þau velkomin aftur til Blaine, og líka til þess að þakka þeim fyrir margra ára samvinnu við þessa íslenzku félagshópa, Ölduna og Jón Trausta, og með mörgum fleiri orðum minntist frú Stefánsson á starf okkar í þágu íslenzkra félags- hópa. Hefðarfrúr fyltu eldhúsið, undir stjórn frú Gísli Guð- jónsson og frú Önnu Krist- jánsson, orðlögðum myndar- og dugnaðarkonum. Þær báru fram hinar ljúffengustu veit- ingar handa öllum, en hinn glaðværi hópur söng fjölda af íslenzkum söngvum, sem þeir prestarnir, Dr. Sigmar og séra Albert, skiptust á með að stjórna, en við hljóðfærið var frú Sigmar, sem spilaði undir söngvana af lífi og fjöri, eins og hennar er vani. Þar skiptust á ræður og söngvar all-lengi fram eftir deginum. Þeir sem tóku til máls voru: Séra Albert Krist- jánsson, Dr. H. Sigmar, Jón Laxdal, frú Anna Kristjáns- son, Sigurjón Björnsson o. fl. Allir fluttu þeir hressandi og hlý orð í garð okkar^ hjón- anna. Líka var le^ið upp ljóm- andi fallegt bréf frá vini okk- ar, Gústa Breiðfjörð, sem ekki gat verið viðstaddur, «0 hans hlýju og vingjarnlegu orð voru okkur mikils virði. Þessu næst afhenti Sigur- jón Björnsson okkur dýrindis skrautmálað „tesett,“ ásamt umslagi með peningum. Þetta var gjöf frá báðum þessum áðurnefndu félögum, og fylgdi Sigurjón þessum ljómandi gjöfum úr garði með fagur- yrtri ræðu, sem okkur verður minnisstæð. — KVEÐJA — Svo var það fyrir stuttu síðan, að atvikin snerust þannig, að okkur fanst réttara að flytja aftur til Seattle vegna augna-lasleika, sem frú Margaret hefir fengið og þarf að ganga til augnlæknis öðru hvoru. Sunnudaginn, 2. júní> flutti sérá Guðmundur íslenzka messugjörð að Stafholti, eins og að undanförnu, fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. Eftir messu settust allir við kaffidrykkju — samkvæmt gömlum, íslenzkum sveitasið. En þegar allir voru sem mest að skeggræða undir borðum, þá kvað Jón Laxdal sér hljóðs og sagði, að sér hefði verið falið að ávarpa prestshjónin, en þó með svolitlum formála, líkt og prestarnir væru vanir að hafa, síðan mælti hann fram þessar ljóðlínur: „Þökk fyrir orð og hlýjan hug, hér á Stafholt talað. Þið hafið sýnt oss drengskap, dug, og drjúgum huga svalað.“ 0 Þökk fyrir liðnar stundir. Beztu framtíðaróskir. J. S. L. Að þessu búnu flutti Jón Laxdal hina ágætustu ræðu fyrir hönd allra vina okkar á Stafholti. Ræðumaður sýnd- ist hafa ótakmarkað úrval af hinum hugljúfu og fögru orð- um, sem hið íslenzka mál er svo ríkt af. öll ræðan var yndisleg og fögur, full af vin- semd og hlýhug. Þá afhenti ræðumaður okk- ur umslag með fallegu korti og myndarlégri peninga-upp- hæð, ásaiht nafnalista yfir vini okkar á Stafholti. Þá tók séra Albert Kristjáns son til máls; hann talaði fallega að vanda og kryddaði tölu sína með mörgum gam- anyrðum, en alt sem séra Al- bert sagði, bar vott um vin- skap og hlýhug í okkar garð. Að endingu þökkum við með fáum orðum fyrir þennan óvænta heiður, sem okkur var þarna sýndur, því að ekkert höfðum við um þetta heyrt, hvorki í fyrrasumar eða núna, hvað til stæði, svo þetta dundi yfir okkur eins og blessuð regnskúr á sólbjörtum sumar- morgni. Við viljum líka senda hjartans þakklæti til' allra, sem hafa gert okkar litla starf á Stafholti svo ánægjulegt, og þá er það fyrst og fremst til frú Marian Wells Irwin, sem spilaði svo yndislega við allar messurnar og gerði þær þar af leiðandi svo ánægjulegar. Þá þökkum við hinni ágætu ráðskonu á Stafholti, Miss Sínu Thomson, sem hefir greitt fyrir þessum messum á margan hátt; hún hefur aug- lýst mesurnar svo vel, að ávalt voru þar allmargir utan að komandi, bæði menn og kon- ur, sem hlýddu messu. Miss Thomson leiddi blessuð öldr- uðu börnin sín inn í messu- salinn og setti þau svo nota- lega í sæti sín, líkt og góð móðir, sem sér um að alt sé í röð og reglu á heimilinu. Svo þökkum við vini okþar Guðbjarti Kárasyni, sem að- stoðaði svo bróðurlega við messurnar á margan hátt. Að endingu þökkum við starfskonunum á Stafholti, sem framreiddu blessað kaffið eftir hverja messu og báru það á borð með gleðibrosi á vörum. Við biðjum Drottinn að blessa og varðveita alla vini vora í Blaine, bæði um tíma og eilífð. Yðar einlægu vinir, Guðmundur P. og Margaret Johnson „Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót. Bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót.“ —St. G. St. íslendingadagurinn á Gimli er nú í aðsigi og mikill undir- búningur hafinn nú þegar. — Fimmti ágúst er dagurinn, og það ber að muna. Þann dag, og reyndar alla daga ársins viljum við vera Islendingar, og erum þá með Island í hug og hjarta, þó ekki höfum við það á milli hand- anna. Þótt íslendingur hafi dvalið þrjá fjórðu parta úr öld og nokkrum árum betur, í ann- ari heimsálfu, þá er hann og verður fyrst og fremst hann sjálfur. Það er því gott og nauðsyn- legt að hafa Islendingadag hér, og loka þá útvarpi og sjónvarpi um stund: draga fram úr löngu luktum hirzlum hugans það mikilverðasta og dýrmætasta, sem í manni bjó frá öndverðu. Sumt af þessu eru minningar frá löngu liðn- um árum og því hjartfólgnar hverjum einum. Með þær fyrir augum mun dagurinn njóta sín bezt í geislaflóði frá liðnum árum, með allt sem þau höfðu til brunns að bera heima á ættjörðinni, og síðan hér í landi. íslendingadagurinn kemur til okkar á hverju ári, og hefir gert það meiri part úr öld. Hann er ávalt velkominn, og vekur hjá okkur sérstakan fögnuð. Hann minnir okkur á svo margt, sem okkur var hjartfólgið í liðinni tíð. Hann er eins og blómstur, sem. springur út á hverju sumri á þeirri rót, sem dregur lífs- kjarna sinn úr íslenzkri mold. Hann er ávöxtur á þeim mikla meið, sem var gróðursettur í fornöldinni og síðari tímar hafa notið skjóls af í nútíðar- sögu okkar undraverðu heima þjóðar. „Eykonan forna, við dimm- blátt djúp“, er einhver sú feg- ursta á þessari jörð. Sem Fjall kona Islendingadagsins hér er hún því að sjálfsögðu ímynd alls þess fegursta, sem geymzt hefir í huga okkar frá barn- æsku. Þarna kemur hún nú fram í hátíðarbúningi hins ís- lenzka sumardags sem móðir okkar allra. Islendingadagurinn er líka sjálfstæðisdagur hins nýja ís- lenzka lýðveldis. Sjálfstæði var og er íslendingum í blóð borið. Sagan ber þess órækan vott hvar sem þeir hafa búið. Landnámssaga okkar hér hef- ir einnig sannað þá staðreynd. Það var aldrei eins og dægur- fluga, sem dó með sólsetrinu, heldur var það eins og sá meiður, sem stóð af sér hvers konar óveður gegnum aldirn- ar. Það á sér því djúpar rætur í eðli og innræti þjóðarinnár frá öndverðu. Þessi hátíðisdagur kemur því til okkar ár hvert færandi hendi. Hann hefir ómetan- legt gildi fyrir okkur öll, í menningar og þjóðræknis- starfi okkar. Hann fræðir okk- ur um sögu landnemanna og síðari kynslóða, og snertir hjörtun með töfrasprota sinn- ar tónlistar. Skemtiskrá dagsins verður auðvitað nákvæmlega aug- lýst á næstunni, en einungis má geta um hana í aðalatrið- um hér. Skrúðganga verður að morgninum og þá íþrótta- mót, sem allir geta tekið þátt í. Eftir miðjan daginn er svo aðalskemtiskrá dagsins í listi- garði bæjarins, með prýðilegri fjallkonu í tignarsæti, og hirð- meyjar til beggja handa. Æfður söngflokkur syngur milli þess sem ræðumenn og skáld flytja sín erindi. I þetta sinn verður ræða fyrir minni Islands flutt af einum snjall- asta ræðumanni íslenzku þjóðarinnar. Er það eitt nægi- leg hvöt hverjum góðum landa að muna stað og stund, og láta sig eki vanta í hópinn. Minnist orða St. G. St. í íslendingadagsræðu hans árið 1904, er hann sagði: „Yfir hauður og himin, hvert sem hugar þín önd, skreyta fossar og fjallshlíð öll þín framtíðarlönd. Fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín, nóttlaus voreldar veröld, ' þar sem víðsýnið skín.“ Margrét- Símonardóftir Sigvaldason frá Framnesi Yfir lífsins ólgu sjó alda brýzt til stundar valda. Hjaðna brátt í heljar-ró hulin spor við stundar kulið. Ólög soga í úthafs kló. Endir lífs sem stundar hending, aðeins blik sem einhver dró, yfir hérað burt er svifið. Sérstakt blik, þá bágstatt var, bræðra sómi og landsins mæðra, dug og hreysti og dygð hún bar. Drengir muna sporin lengi, kærleikslundin kom að þar. Kotung reisti í sinni hreysti, eðal-lundin alls staðar, alla vildi bræður kalla. % Engan rógburð öðrum bar, ætíð vildi málstað bæta, einatt skjöldur aumra var. Orðin birg af kærleiksforða, * stafnverji í stríði þar. Stálsins ómar lengi hljóma, hvar sem orðstírs öldurnar orðróm bera af þessum ljóma. FRANKLIN JOHNSON -S. E. B.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.