Lögberg - 18.07.1957, Blaðsíða 2

Lögberg - 18.07.1957, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. JOLÍ 1957 Fréttapistlar EFTIRFARANDI frétta-pistl- ar eru aðeins svolítið á- grip af öllum þeim mörgu og skemmtilegu mannfundum, 6em haldnir hafa verið á meðal Islendinga hér á Strönd- inni nokkra undanfarna mán- uði. En áður en ég sný mér að hinum nýjustu fréttum, þá langar mig til þess að minnast ofurlítið á sérstaklega merkar samkomur, sem haldnar voru í Blaine seint á síðastliðnu ári. Það var sunnudaginn 7. október 1956, að fjöldi fólks kom saman við morgunmess- una í lútersku kirkjunn'i kl. 11 f. h., sem helguð var 40 ára afmæli hins Islenzka, lúterska kvenfélags. Nú eru aðeins tvær konur á lífi af þeim, sem stofnuðu það félag, þær eru: frú Berta Danielson, ekkja eftir Andrew Danielson, og Jennie Olson, kona Munda Olson, sem búið hafa í fjölda mörg ár í Blaine-byggðinni. Þessar konur hafa skarað fram úr með áhuga og dugn- aði í þessu alíslenzka kven- félagi, og eru þær ennþá vel starfandi, þó nokkuð séu þær nú aldraðar. Félagið telur nú 16 konur sem meðlimi sína og fara allir fundir þeirra fram á íslenzku. — Þessar 16 konur gengu í fylkingu inn í kirkj- una áður en messa hófst, og voru þær allar leiddar til sætis. Þá söng ágætur söng- flokkur undir stjórn frú Margrétar Sigmar, og ræða Dr. Sigmars gekk aðallega út á það að skýra' frá hinu mikla og blessunarríka starfi þessa merka kvenfélags undanfarin 40 ár. Allt fór þetta prýðilega fram, og ánægjulégt var þar að vera. Strax eftir messu var setin vegleg veizla í safnaðarhúá? inu, og stóð fyrir þeim mann- fagnaði hið yngra kvenfélag safnaðarins, undir stjórn for- seta þess, frú Elenoru, dóttur hinna merku hjóna Mr. og Mrs. Mundi Olson. Elenora er nú gift kona og býr með manni sínum nálægt Blaine. Hún hefur verið eiri af þeim allra trúverðugustu ungmenn- um í Blaine-söfnuði frá því hún var barnung stúlka. — fró Blaine Elenora var fermd af séra Guðmundi, þá er hann var þar prestur, og strax á fermingar- aldri var hún sérstaklega vel starfandi í hinu fjölmenna ungmennafélagi, sem þá til- heyrði Blaine-söfnuði. Frú Elenor er gáfuð og vel máli farin. Hið tilkomumikla borðhald hófst með fallegri bæn, er Dr. Sigmar flutti, og að loknu borðhaldi fór fram hin ágæt- asta skemmtiskrá. Þar var ánægjulegur sálmasöngur, og ræður fluttu flestar af konum Eldra kvenfélagsins. Fyrst tók til máls forseti félagsins, frú J. J. Straumfjörð; síðan hver af annari; mátti þar heyra margar og merkilegar sögur af hinu ánægjulega starfi, sem kvenfélagið hafði hrynt í framkvæmd í öll þessi ár. Flestar dáðust líka að því röggsamlega starfi, sem Yngra kvenfélagið er nú að gera í Blaine-söfnuði, enda eru þar margar ungar og duglegar konur að verki. Mrs. Vilhjálmur Ögmunds- son, sem er ein af elztu dugn- aðarkonum eldra kvenfélags- ins skýrði frá uppruna Yngra kvenfélagsins, og kvað starfs- aðferðir þess mjög líkar og hjá hinu eldra, enda hefði Yngra félagið mjög svipuð grundvallarlög, og mætti hið Eldra kvenfélag með réttu kallast móðir þess. Þá tók til máls Mrs. Bertha Wagle, ein af stofnendum yngra félagsins, og trúverðug starfskona í Blaine-söfnuði í fjölda mörg ár. Hún kvað það eðlilegt, að lög hins yngra kvenfélags væru svipuð lög- um hins eldra, því að séra Guðmundur Johnson hefði út- búið lögin og hjálpað til við að stofna hið yngra kvenfélag, og hafi þar verið að verki Margaret kona hans og dóttir, ásamt nokkrum stúlkum og konum, sem kallast mega stofnendur hins yngra kven- félags. — Þá var hinum fyrr- verandi prestshjónum boðið orðið; þau tóku til máls og létu ánægju sína í ljósi yfir hinum verðskúldaða heiðri, sem hinu eldra kvenfélagi væri sýndur með þessu sam- sæti, og báðu þau um blessun Guðs yfir starf beggja félag- anna, og óskuðu þeim langra og blessunarríkra starfsára. Skemmlun fyrir gamla fólkið Þennan sama sunnudag* 7. október, kl. 2 e. h. var annað ánægjulegt samsæti á Elli- heimilinu „Stafholti“, sem íslenzka kvenfélagið í Frí- kirkjunni stóð fyrir. Það er eitt af stefnuatriðum þess fé- lagsskapar að halda eina vel til vandaða skemmtun á hverju hausti til þess að skemmta öldruðu fólki af ís- lenzkum ættum, og var þetta 13. samkoman, sem kvenfé- félagið efnir til fyrir aldrað fólk, sem er komið yfir 75 ára aldur. Þessi hugmynd kom upprunalega frá frú Önnu Kristjánsson, konu séra Al- berts, og hefir hún, ávalt stjórnað slíkum mannfagnaði. Þar var ánægjuleg skemmti- skrá, mikill söngur og ræðu- höld. Hinn góði söngmaður( Elías Breiðfjörð, söng nokkra einsöngva og skemmti hann blessuðu aldraða fólkinu með sínum fagra íslenzka söng. — Allmargir tóku þarna til máls og var þeim klappað lof í lófa. Síðan voru framreiddar ágæt- ar veitingar, og allir skemmtu sér vel. Það má segja, að þetta sé fallegt starf hjá frú Önnu og þeim öðrum, sem hana að- stoða í þessu sambandi. Guð blessi allt sem er gott og göf- ugt og gert er í hreinum, ís- lenzkum anda. Jón (Trausti og Aldan Lesti%rfélagið Jón Trausti og Þjóðræknisdeildin Aldan, halda vel í horfi, og samvinna þeirra er hin ákjósanlegasta. Fjölmennur Trausta fundur var haldinn sunnudaginn 21. október heima hjá ritara fé- lagsins, Sigurjóni Björnssyni. Þar var húsfyllir, fjölbreytt og ánægjuleg skemmtiskrá, mikill söngur og margar ræð- ur. Allt fór þarna fram á hreinu, íslenzku máli. Að endingu voru fram bornar rausnarlegar veitingar, sem Mrs. Calstrom, dóttir Sigur- jóns, stóð fyrir, aðstoðuð af tengdasystur sinni, Mrs. Clöru Björnsson, frá Seattle, hún er tengdadóttir Sigurjóns, gift Barney Björnsson, vélfræðing. Sigurjón hefir vanalega einn Traustafund á hverju hausti, eru þeir ávallt sérstak- lega vel sóttir, sem sýnir hvað Sigurjón er vellátinn meðal íslendinga í Blaine, enda er hann duglegur og ósérhlífinn félagsmaður, sem öllum þykir vænt um. Aldan hélt sína árlegu skemmtisamkomu laugardag- inn 3. nóvember með fyrir- myndar skemmtiskrá og Tom- bólu. Þar var sérstaklega glatt á hjalla og ánægjulegt í alla staði. Þar voru á boðstólum fjöldinn allur af blóðmörs- keppum, lifrarpylsum, vínar- tertum, pium og mörgu fleira. Uppboðshaldarinn v a r Walter Vopnfjörð, skörungur hinn mesti. Hann kvatti fólk til þess að bjóða vel í slátrið, enda fóru blóðmörskeppirnir fyrir býsna hátt verð. Og svo fóru leikar, að Aldan hafði yfir 140 dollara í sjóði eftir þessa samkomu, og hélt hún sinni föstu reglu með að gefa 100 dali til Elliheimilisins „Stafholts", eins og hún hefir gert á hverju hausti síðan heimilið var byggt. Sunnudaginn 21. apríl s.l., héldu Trausti og Aldan sam- eiginlegan skemmtifund til þess að kveðja hin merku hjón, Dr. og Mrs. Sigmar. — Skemmtunin hófst með því að allir sungu Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur. Því næst ávarpaði núverandi forseti Trausta, séra Guð- mundur, heiðurshjónin og skýrði frá tilgangi þessa mann fagnaðar. Þá talaði séra Al- bert Kristjánsson, forseti Öld- unnar; þá varaforseti Trausta, frú Herdís Stefánsson, og margir fleiri tóku til máls. Fjöldi íslenzkra þjóðsöngva voru sungnir af lífi og fjöri. Þá afhenti forseti Trausta heiðurshjónunum myndarlega gjöf frá báðum félögunum — Öldunni og Trausta. Heiðurs- gestirnir þökkuðu með mörg- um fögrum orðum. Þá var sungið mikið meira og allir skemmtu sér ljómandi vel. Þau góðu hjón, Dr. og Mrs. H. Sigmar, gerðust meðlimir í báðum þessum íslenzku fé- lögum strax eftir að þau komu til Blaine fyrir nokkrum ár- um síðan og störfuðu þar mikið öllum til ánægju og mikillar gleði. Mrs. Sigmar spilaði á flestum fundum og samkomum beggja félaganna, og reyndist þannig dásamleg hjálp í öllu félagslífi landanna í Blaine. Þessir íslenzku fé- lagshópar óska hinum merku hjónum lukku og mikillar blessunar á ókomnum ævi- árum, og þakka þeim fyrir vel unnin störf. ----0---- Laugardaginn 27. apríl s.l. hélt Aldan opinn fund, og tóku meðlimir Trausta einnig þátt í honum. Þar var séra Albert Kristjánssyni haldið 80 ára gleðisamsæti; var þar mikið um söng og ræðuhöld, og fjöldi af vinum og vanda- mönnum séra Alberts voru þar samankomnir og skemmtu sér vel. Fríkirkjusöfnuðurinn hélt séra Albert einnig veglegt samsæti, og voru honum af- hentar peningaupphæðir frá öllum félögunum sem vott virðingar og vinarmerkis á- samt þakklæti fyrir vel unnið starf. Allt þetta á séra Albert mjög vel skilið fyrir sinn mikla dugnað og ósérhlífni í ísíenzkum félagsmálum hér vestra. Tvö meiri heiðurssamsæti Elliheimilið „Stafholt“ efndi til mjög myndarlegs kveðju- samsætis fyrir þau Dr. og Mrs. H. Sigmar nokkru áður en þau fluttu frá Blaine. Gáfu þeim gjafir, fluttu þeim árnaðar- óskir og þakklæti fyrir vel unnin störf. — Dr. Sigmar flutti messu á Stafholti einu sinni í mánuði þau ár sem hann var prestur í Blaine. Mjög lilkomumikið kveðjusamsæli Það var sunnudaginn 28. apríl-, að Dr. Sigmar flutti sína síðustu messu í Blaine. Kirkj- an var fullskipuð fólki; mikill og góður söngflokkur, ágæt kveðjuræða, og allt mjög til- komumikið. Strax að lokinni messu var öllum kirkjugestum boðið til veglegs kveðjusamsætis í fundarsal safnaðarhússins, sem söfnuðurinn stóð fyrir til heiðurs og virðingar þeim góðu hjónum, Dr. og Mrs. H. Sigmar. Fundarsalurinn var vel skipaður, dúkuð borð, skrýdd fögrum blómum og hlaðin ágætum matarföngum af alls konar tegundum. Eftir að allir höfðu borðað nægju sína var byrjað á fjölbreyttri og vel niðurraðaðri skqpmt- skrá. Fyrstur tók til máls for- seti safnaðarins, síðan allir formenn ýmsra deilda innan safnaðarins, svq sem forsetar beggja kvenfélaganna, leið- togar ungmennafélagsins — (Luther League) — sunnuu- dagaskólans, söngstjórinn og fleiri. Allir báru þeir prests- hjónunum hinn bezta vitnis- burð, og allir þessir leiðandi menn og konur luku máli sínu með því að afhenda heiðursgestunum hinar mynd- arlegustu gjafir, það má segja dýrindis-gjafir. Þá afhenti söfnuðurinn þeim allmyndar- lega peningaupphæð með fögrum orðum og þakklæti fyrir \æl unnin störf. All- margir fleiri tóku til máls, þar á meðal Meþodista presturinn í Blaine, Rev. C. H. Lund, enn- fremur ráðskonan á Stafholti, Miss Sena Thomson og fleiri. Heiðursgestirnir þökkuðu með mörgum fögrum og vel völd- um orðum. Söngflokkurinn söng mörg hrífandi lög, sem hjálpuðu til þess að gera sam- sætið jafn yndislegt og raun bar vitni. — Var því Dr. og Mrs. Sigmar sýndur verð- skuldaður heiður með þessu tilkomumikla og ánægjulega samsæti. ----0---- VEITIÐ ATHYGLI! Sunnudaginn 11. ágúst held- ur Lestrarféla^ið Jón Trausti í Blaine sitt venjulega skógar- gildi á túnflötinni hjá hinum góðu hjónum, Mr. og Mrs. Gísla Guðjónsson. Frítt kaffi og bakkelsi. Fyllið túnflötina og komið með söng og ræður í huga. Allir velkomnir. Guðm. P. Johnson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.