Lögberg - 18.07.1957, Blaðsíða 5

Lögberg - 18.07.1957, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. JÚLÍ 1957 5 VTTvyvvwvyytvvwwvvTVfv AHUGAHAL rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Við erum búnir að ná öruggri fótfest’u þrátt fyrir samkeppnina Slull samlal við ALFREÐ ELÍASSON íorsljóra Loílleiða D a n s i n n t Ég var kornung þegar ég lærði að lesa íslenzku, svo ung, að ég man nú ekki hver kenndi mér að stauta eða kveða að, eins og það var kallað. Ástæðan fyrir því að mér veittist þetta nám létt er sem hér segir: Gömt^l kona, sem var oft til heimilis hjá okkur, kunni ó- grynnin öll af þjóðsögum og ævintýrum, og hafði hún lítinn frið fyrir okkur • krökk- unum; við eltum hana á rönd- um: „Æ, segðu okkur nú sögu.“ Og þegar hún settist niður við prjóna sína, þyrpt- umst við í kringum hana, og svo komu sögurnar; hún sagði þær svo vel að við höfðum jafnmikla ánægju af því þó hún endursegði sömu söguna oftar en einu sinni. Einn dag kom bók á heimil- ið, sem var heldur en ekki fengur í; það voru Þjóðsögur Jóns Árnasonar. Ég komst að því, að í þessari bók voru margar sögur, er Friðrika hafði sagt okkur. Ég náði þegar í bókina og tók að stauta mig fram úr fyrstu sögunni. Ef mig rak í vörðurnar, þaut ég til einhvers, sem gat sagt mér til. Þannig gekk það dag eftir dag; ég lá*í bókinni þar til ég hafði lokið lestri síðustu sögunnar; þá var ég orðin læs á íslenzka tungu, og nýr töfr- andi heimur hafði opnast fyrir mér, svo að segja fyrirhafnar- laust. Nýlega las ég þessar gömlu sögur á ný; þ^að var eins og endurfundir við gamla vini. En nú skil ég betur hvers vegna þessar sögur hafa verið vinsælar. Málið er einfalt en þróttmikið og fallegt; þær eru margar hverjar há-drama- tiskar og táknrænar — endur- spegla lífsreynslu og lífsspeki þjóðarinnar. Ég man hvernig mér, barn- inu, varð innanbrjósts þegar gamla konan sagði okkur sög- una „Dansinn í Hrúna.“ — Fólkið hafði í léttúð sinni van- virt helgan stað og helga stund, og þetta hafði ægilegar afleiðingar í för með sér. Þetta er þjóðsaga, en samt hefir mér jafart fundist, að það eigi ekki vel við að dansa, spila á spil, yðka bingo og aðra slíka hluti í kirkjum, en e. t. v. er það nú sérvizka hjá mér. Hins yegar finnst mér fel- ast djúpur sannleikur í þjóð- sögunni. Ekkert er háskalegra, mér liggur við að segja synd- samlegra en vanvirðingin — vanvirðing fyrir foreldrum og ættþjóð og því er þau og hún í Hruna hafa látið manni í té; vanvirð- ing fyrir því, sem öðrum er heilagt — vanvirðing fyrir guði og mönnum. Þetta hefir sagan sannað, ekki sízt á síð- ari árum, þar sem harðstjórar hafa komizt til valda, fótum- troðið helgi einstaklingsins og virt að vettugi guðs- og mannalög; afleiðingarnar hafa verið ægilegar að sama skipi. ----0-^- DANSINN í HRUNA (Eftir handritum séra Jóns Norð- manns pg Jóhanns Briems, prófasts I Hruna o. fl.) Einu sinni til forna var prestur í Hruna í Árnessýslu, sem mjög var gefinn fyrir skemtanir og gleðskap. Það var ávalt vani þessa prests, þegar fólkið var komið til kirkju á jólanóttina, að hann embættaði ekki fyrri part næturinnar, heldur hafði dansferð mikla í kirkjunni með sóknarfólkinu, drykkju og spil og aðrar ósæmilegar skemtanir langt fram á nótt. Presturinn átti gamla móður, sem Unai hét; henni var mjög móti skapi þetta athæfi sonar síns, og fann oft að því við hann. En hann hirti ekkert um það, og hélt teknum hætti í mörg ár. Eina jólanótt var prestur lengur að þessUm dansleik, en venja var; fór þá móðir hans, sem þæði var for- spá og skygn, út í kirkju og bað son sinn hætta leiknum og taka til messu. En prestur segir, að enn sé nægur tími til þess, og segir: „Einn hring enn, móðir mín.“ Móðir hans fór svo inn aftur úr kirkjunni. Þetta gengur í þrjár reisur, að Una fer út til sonar síns og biður hann að gá að guði, og hætta heldur við svo búið, en ver búið. En hann svarar ávalt hinu sama og fyrri. En þegar hún gengur fram kirkjugólfið frá syni sínum í þriðja sinn, heyrir hún, að þetta er kveðið og nam vísuna: „[Hátt lætur í Hruna hirðar þangað bruna;2 svo skal dansinn duna, að drengir [megi það1 * 3 4 muna. Enn er hún Una, og enn er hún' Una.“4 Þegar Una kemur út úr kirkjunni, sér hún mann fyrir utan dyrnar; hún þekkti hann ekki, en illa leizt henni á hann, og þótti víst, að hann hefði 1. AÍSrir segja, að prestskonan hafi heitið Una. 1. Pyrir 2 fyrstu hendingarnar frá [hafa aðrir þessar: „Fögur eru hljóð I Hruna, höldar mega við una." 3. Frá [hafa aðrir þannig: „fái að.“ 4. Aðrir hafa hér einnig visuna, sem kölski kvað á Bakka- etað: „Held ég mér I hurðar- hring." Dánarfregn Hinn 27. janúar 1957, and- aðist Mrs. C. Albert (Lilly) Johnson í Nash, Walsh County á sjúkrahúsi í Grafton, N. Dakota, sextug að aldri. Mrs. Johnson var fædd á Blönduósi í Húnavatnssýslu á : slandi 7. des. 1896, en fluttist með foreldrum sínum til Bandaríkjanna 1901. — Hún dvaldi eitt ár í Hallson, N.D., áður en hún fluttist í Walsh County. Hún hlaut góða menntun, og hafði á hendi al- jýðuskólakennslu um 8 ára skeið. 23. júní 1925 giftist hún C. Albert Johnson, manni af sænskum ættum, í Winnipeg. Hún tilheyrði “Our Saviour’s Church” í Grafton, og kven- félagi þeirrar kirkju, svo og kvenfélagi “North Trinity” lútersku kirkjunnar. Auk eiginmanns síns lætur Mrs. Johnson eftir sig einn son, Finlay, búsettan í Nash, þrjár dætur, Carol, Lindu og Kitu, allar heima; eina systur, Mrs. O. M. Cain, í Winnipeg, og tvö barnabörn. — Hún var jarðsungin 30. jan., að miklu fjölmenni viðstöddu, frá Our Saviour’s Church í Grafton, og flutti séra G. Hö Feig síð- ustu kveðjuorðin. Dregist hefir um of að birta þessa dánarfregn í íslenzku vikublöðunum, eingöngu sök- um langvinnra veikinda syst- ur hinnar látnu. ----0--- — ÞAKKARORÐ — Innilegar þakkir vil ég hér með votta öllum þeim mörgu vinum og kunningjum, sem glöddu mig með heimsóknum, blómagjöfum og margvísleg- um vináttumerkjum í veik- indum mínum og langri legu á Grace og King Edward’s sjúkrahúsunum á síðastliðn- um vetri. — Slíkur kærleikur og ræktarsemi mun seint gleymast. Finna Cain kveðið vísuna. Unu brá mjög illa við þetta alt saman, og þykist nú sjá, að hér muni komið í óefni, og þetta muni vera djöfullinn sjálfur. Tekur hún þá reiðhest sonar síns, og ríður í skyndi til næsta prests, biður hann koma og reyna að ráða bót á þessu vandkvæði, og frelsa son sinn úr þeirri hættu, sem honum sé búin. Prestur sá fer þegar með henni, og hefir með sér |narga menn; því tíðafólk var ekki farið frá honum. En þegar þeir koma að Hruna, var kirkjan og kirkjugarðurinn sokkinn með fólkinu í, en þeir heyrðu ýlfur og gaul niðri í jörðinni. Enn sjást rök til þess, að hús hafi staðið uppi á Hrunanum, en svo heitir hæð ein, er bær- inn dregur nafn af, sem stend- ur undir henni. En eftir þetta segir sagan, að kirkjan hafi verið flutt niður fyrir Hrun- ann, þangað sem hún er nú, enda er sagt, að aldrei hafi verið dansað síðan á jólanótt í Hrunakirkju. Þau hafa ekki verið lengi að líða árin 10, sem nú eru að baki í millilandaflugi Loft- leiða, sagði Alfreð Elíasson, framkvæmdastjóri þessa um- svifamikla félags, sem á síð- asta starfsári færði hinum gjaldeyrissnauða landssjóði verulegar gjaldeyristekjur, — því að af um 60 milljón króna veltu,, þá voru sem svarar 80% í erlendum gjaldeyri. Tveir gamlir flugkappar Alfreð Elíasson og Kristinn Olsen eru nöfn, sem frá önd- verðu hafa verið nátengd fé- laginu- Þeir komu hingað heim kornungir menn, sem staðráðnir voru í því að hazla sér braut í flugi á íslandi. Með lítilli Stinson-flugvél, sem hafði bækistöð í hinu gamla flugskýli við Vatnagarðana, var grundvöllurinn lagður að Loftleiðum. Að öðrum framá- mönnum Loftleiða ólöstuðum, þá hafa þessir tveir gömlu flugkappar verið kjarninn í félaginu, sem í dag heldur uppi miklu millilandaflugi með 4 Skymaster-flugvélum, milli Evrópu-landa, Islands og Bandaríkjanna, og hefir nú í, þjónustu sinni rúmlega 200 manns. Kristinn Olsen flýgur enn og mun hafa fleiri flugtíma en aðrir starfsbræður hans. Al- freð hætti flugi að mestu fyrir nokkrum árum, er hann tókst framkvæmdastjórn á hendur. Á skrifborði Alfreðs er líkan af framtíðarflugvélinni, Lockhead Electra-flugvél þeirri, sem Loftleiðir hafa gert pöntun á og hefja á flug sumarið 1960. Reyndar verða það tvær flugvélar, sem koma munu með stuttu millibili. Framlíðarflugvélin — Hví völduð þið Electra? — Við höfum eins og kunn- ugt er lagt alla á herzlu á far- þegaflugið milli Evrópu og Bandaríkjanna, og þar höfum við þegar náð svo öruggri fót- festu,,að ég er þeirrar skoðun- ar, að Loftleiðir séu komnar yfir erfiðasta hjallann þrátt fyrir hina hörðu samkeppni. Við teljum Electra-flugvélina muni henta okkur bezt til þessa flugs. Þær, sem við fá- um, verða fyrir 80—90 far- þega hvor. Þessar flugvélar eru ekki enn f^rnar að fljúga, en flugvélasérfræðingar í Bandaríkjunum binda miklar vonir við þessar flugvélar, og geta má þess, að bandaríska vikublaðið Newsweek skrifaði mjög ítarlega um þessar flug- vélar fyrir stuttu og kemur þar fram hvílíkar vonir banda rískur flugvélaiðnaður bindur við þessar flugvélar. Fyrsta flugvélin verður tilbúin til flugs í janúarmánuði næst- komandi. Fáeinum mánuðum síðar munu hin stóru, víð- kunnu félög, K.L.M. í Hol- landi og American Airlines, fá sínar fyrstu Electra-vélar, en í verksmiðjunni liggja nú fyrir pantanir á um 130 slík- um flugvélum, sagði Alfreð. Reynum að auka jafnt og þétt — Þegar þið fáið þessar nýju vélar aukast möguleik- arnir til enn frekari aukningu millilandaflugsins, er ekki það? — Jú, en við munum reyna að auka flugið jafnt og þétt fram að þeim tíma, því það eru þó 3 ár til stefnu og enn miklír möguleikar. Lönd eins og Canada t. d. og jafnvel hér í Evrópu, því liggur t- d. ekki mikill straumur manna að vestan til Parísar. Norður- rútan, eins og flugmenn kalla leiðina hér um riorðurstóðir, veitir mikla möguleika, og þetta munum við hjá Loftleið- um allt hafa í huga þegar möguleikar eru á því að auka enn við flugnetið okkar um Evrópu-lönd, um Island til Bandaríkjanna, og þeir verða athugaðir. Electra-flugvélarn- ar, sem eru háloftsflugvélar, munu fljúga milli Islands og Evrópulanda og Bandaríkj- anna í 30,000 feta hæð. Flug- tímann héðan til New York áætlum við 8 klukkustundir. 1 þeirri hæð eru háloftsvind- arnir á móti þegar flogið er austur, vindurinn fer með um 100 kílómetra hraða á klst. Að vestan áætlum við flug- tímann um 6 klst. Héðan til Kaupmannahafnar á flugtím- inn að vera um 3.20 klst. Samkeppnisfærir aðalatriðið Allt eru þetta athyglis- verðar tölur, segir Alfreð, en aðalatriðið er að sjálfsögðu fyrir félagið, sem heldUr uppi slíku farþegaflugi, að vera samkeppnisfært við hin stærri félögin með þessum flugvéla- kaupum. Og flugmönnum okkar treysti ég fyllilega, svo að ég myndi á þessum tíma- mótum í sögu Loftleiða, telja það í alla staði rétt og hvergi ofmælt, að framtíðin virðist björt fyrir félagið og það mun kappkosta að gera strangar kröfur til sjálf síns um allt, er lýtur að flugþjónustunni við farþega sína, hvort heldur þeir fljúga frá Islandi, Dan- mörku, Hamborg eða New York, sagði Alfreð Elíasson að lokum. —Sv. Þ. —Mbl., 16. júní Hin gamalkunna kvikmynda stjarna Mae West fór eitt sinn í heimsókn til Italíu og fékk þá tækifæi;i til þess að sjá Vesuvíus gjósa. Fylgdarmanni hennar var mikið niðri fyrir, en hún lét sér fátt um finnast. Er hún hafði rétt aðeins litið á gosið, sagði hún kæruleysis- lega: — Heima í Bandaríkjun- um eigum við vatnsfall, sem gæti kæft þetta eldgos á 5 mínútum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.