Lögberg - 24.10.1957, Blaðsíða 4

Lögberg - 24.10.1957, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 24. OKTÓBER 1957 Lögberg Oefiö flt hvern fimtudag af ITHE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREET, WXNNIPEG 2, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram "Lögberg” is published by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manltoba, Canada Prínted by Columbia Printers Authorised as Second Class Mail, Post Office Department. Ottawa ____________________WHItftmll 3-9931__________________ GUÐMUNDUR FRÍMANN: Söngvar frá sumarengjum 110 bls. — Úlgáfan DÖGUN, Akureyri, 1957 Höfundur þessara ljóða, Guðmundur Frímann, sem er Húnvetningur að ætt, hefir skapað sér virðulegan sess á skáldaþingi íslenzku þjóðarinnar, og ber til þess margt, svo sem frjóleiki í hugsun og hnitmiðuð rímfegurð; á ljóðum Guðmundar sézt hvorki blettur eða hrukka, enda er það auð- sætt, að hann skoðar þau musteri, er hann gengur um sem heilaga jörð. Fyrsta ljóðabók Guðmundar skálds, Náttsólir, æskuljóð, kom út 1922, Úlfablóð 1933, Störin syngur 1937, Svört verða sólskin 1951, Undir bergmálsfjöllum, ljóðaþýðingar 1957, og nú bætist þessi nýútkomna bók í hópinn og prýðir hann að verulegum mun. Ritstjóri Lögbergs er höfundínum innilega þakklátur fyrir að senda honum þessa vönduðu bók, tölusetta og með eiginhandar áritun, sem prýðir hvaða bókskáp sem er. Um ljóðabókina „Svört verða sólskin,“ kemst Bragi skáld Sigurjónsson þannig að orði: „Ef ég ætti að einkenna sterkustu hliðar G. F. sem skálds með þremur lýsingarorðum yrðu þau þessi: Orðvísi, háttvísi og myndvísi. Hann er orðvís í bezta máta og fagurorður. Hann er mjög smekkvís, mér liggur við að segja seiðrænn í háttavali og lýsingar hans eru mjög myndríkar og ljóslifandi11 Helgi Sæmundsson ritstjóri, sem er óvenju fimur rit- skýrandi, lætur sér á svofeldan hátt orð um munn fara varð- andi Guðmund Frímann sem ljóðskáld: -----„Og um það verður naumast deilt, að höfund kvæð- anna í Svört verða sólskin ber að telja meðal beztu núlifandi ljóðskálda okkar. Honum hefir tekist að breyta órum og hugboðum í áhrifamikinn og göldróttan skáldskap . . . Kvæðin reynast því snjallari sem maður les þau oftar og betur.“ Ofangreind ummæli eru hér birt til að veita lesendum Lögbergs kost á að kynnast því, hvers álits Guðmundur skáld nýtur á Fróni án hliðsjónar af þessu nýjasta ljóðperlusafni hans. Guðmundur skáld er tengdur órofaböndum við dýrð fæðingarsveitar sinnar, og í raun og veru við dýrð hins íslenzka sveitalífs í heild; þess vegna verður störin honum áhrifamikið yrkisefni, eins og reyndar annar gróður jarðar; ást hans til sveitarinnar má ljóslega ráða af hinu snildarlega kvæði hans „Úr hafvillu áranna,“ en hér fer á eftir fyrsta erindið og hið síðasta: „Úr hafvillu áranna flý ég enn á þinn fund, þú fagnar mér, sveit mín, sem gömlum elskhuga þínum, sem þrátt fyrir heitrofin sáru unni þér alla stund og aldrei gat fjarlægt þig draumum og ljóðum sínum. Hér þekki ég aftur hvert laufblað, hvert stararstrá, er stígur sinn vordans um mýrina sólskins bjarta.. — Hér gæti ég kveðið mig sáttan við sorg mína og þrá og sungið mig inn í dauðann með vor í hjarta.“ Fagurt og athyglisvert er kvæðið Engið græna, er ber fölskvalaust vitni íslenzkri sonarrækt til móðurmoldarinnar: „Vindar af suðri flosmjúka feldinn þinn strjúka fagnandi höndum, sumarengið mitt græna. Gengur í bylgjum grasið þitt undurmjúka — glitofinn flaumur, hvert sem auga mitt sér. Sólheita angan smáravallarins væna vindurinn langvegu ber.---- Þegar mér hverfur heimsins dásemd um síðir, helzt mundi ég kjósa sumarengið mitt græna, eilífa hvíld undir smáravellinum væna, verðandi eitt með þér, eftir stundar töf. Laufvindar heitir, hugulsamir og blíðir, haustblöðum mundu feykja um mína gröf.“ Meðan þannig er hugsað og ort, er ástæðulaust að óttast um framtíð íslenzkrar sveitamenningar. — Kirkjur á íslandi Framhald af bls. 1 þrjár torfkirkjur eftir: að Hofi í öræfum, Víðimýri og Saurbæ í Eyjafirði. Enda þótti tími torfkirknanna og torf- bæjanna sé nú liðinn og komi aldrei aftur, • þá verður því ekki neitað, að þessi hús áttu sína fegurð og fóru vel í ís- lenzku landslagi. Þegar kemur fram yfir alda mótin 1800 taka timburkirkj- urnar fyrir alvöru að útrýma toríkirkjunum, og heldur þeirri þróun áfram fram á fyrsta tug tuttugustu aldar- innar. Eru enn rúmlega 200 timburkirkjur í landinu, flest- ar gamlar og margar harla hrörlegar. Þó eru til laglegar timburkirkjur og sumar dá- lítið sérkennilegar að stíl- Má þar nefna Húsavíkurkirkju, sem er fögur kirkja, teiknuð af Rögnvaldi Ólafssyni húsa- meistara. Eru og til nokkrar smærri kirkjur byggðar í þeim sama stíl. Elzta steinkirkja hér á landi og um leið elzta kirkjan er dómkirkjan á Hólum, er Gísli biskup Magnússon lét gera úr höggnu grjóti úr fjallinu fyrir ofan bæinn. Var hún vígð 20. nóv. 1763. Aðrar elztu kirkjur landsins eru: Dómkirkjan í Reykjavík, Viðeyjarkirkja og Bessastaðakirkja. — Nokkrar fleiri kirkjur voru og byggðar úr tilhöggnum steini á síðari hluta 19. aldar, svo sem á Þingeyrum, og einnig hér suð- vestan lands. Eftir 1910 hefst svo bygging kirkna úr stein- steypu og hafa flestallar kirkj- ur reistar eftir þann tíma verið gerðar úr því efni. Eru þær kirkjur nú rúmlega 70 talsins, ef með eru taldar þær, sem n úeru í byggingu og ekki enn vígðar. Ýmsar af þessum kirkjum eru hin glæsilegustu hús. Má þar nefna: Akureyrarkirkju, Laugarneskirkju, Siglufjarðar kirkju, Selfosskirkju o. fl. Af stórum kirkjum, sem nú er verið að reisa, má nefna Skál- holtskirkju, Hallgrímskirkju í Reykjavík, Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, Neskirkju í Reykjavík, Sval- barðskirkju á Svalbarðsströnd o. fl., sem skemmra eru á veg komnar. Það er vissulega mikið fagn- aðarefni, að við skulum nú loks eftir 9 aldir vera byrjaðir á því að reisa fagrar og vand- aðar kirkjur úr varanlegu efni, og verður væntanlega svo fram haldið um sinn. En jafnframt því sem nýjar kirkjur rísa, kirkjur, sem standa eiga og staðið geta um aldir, er harla nauðsynlegt, að vel sé til slíkra bygginga vand að utan og innan, og ekki sízt að því er gerð og stíl snertir. Þar má ekki um of apa út- lenda tízku, heldur þarf að skapa þar þjóðlegan og fagran stíl, sem hæfir íslenzku lands- lagi og staðháttum. Ég held, að við séum færir um að gera að fornu og nýju þetta, ef hinir beztu listamenn og byggingafræðingar leggja sig fram til þess- Fyrir allmörgum árum skrif aði ég í Kirkjublaðið grein um þetta mál. Var það tillaga mín, að efnt yrði til yerðlauna keppni um gerð íslenzkra kirkna, einkum hinna minni sveitakirkna, sem verður að endurbyggja á næstu áratug- um og mikið er undir komið, að verði smekklegar og fari vel í sveita-umhverfinu. Ekki er ætlast til, að þessar teikn- ingar verði fullkomnar bygg- ingarteikningar, heldur aðeins útlitsteilcningar af kirkjunni bæði utan og innan. Jafnframt skyldi og bjóða til samkeppni um teikningar af kirkjunum, svo sem altarisstjökum, ljósa- krónum, grátum og altari, prédikunarstólum, kirkjuhurð um og kirkjubekkjum. Skyldi þetta einkum miðað við sveita- kirkjur, vera í senn smekk- legt, listrænt, en þó ekki svo íburðarmikið, að ofvaxið verði fámennum söfnuðum að afla sér þess. Þessari hugmynd er nú á ný beint til kirkjustjórn- arinnar, enda þetta mál sízt miður aðkallandi nú en það var, er ég fyrst bar það fram. Enda þótt það orki ekki tví- mælið, að rétt sé og sjálfsagt að reisa allar hinar stærri kirkjur úr steinsteypu, þá er hitt fullkomnum vafa undir- orpið,. hvort skynsamlegt sé að byggja smákirkjurnar úr því efni. Litlar steinkirkjur, sem ekki taka nema 40—100 manns í sæti, hefir ekki enn tekizt að byggja hér á landi, svo að telja megi fögur hús og aðlaðandi. Auk þess hefir bygging margra þeirra mis- tekizt að því leyti, að þar vill bera allmikið á sagga. Þarf og sérstaklega vandaðan frágang á steinhúsi, svo að það þoli til lengdar að vera með öllu ó- upphitað, án þess að skemm- ast og án þess að það beri á bleytu á veggjum, þegar þær eru hitaðar í fyrsta sinn, eftir að þar inni hefur áður verið frost og kuldi máske vikum saman. En sveitakirkjur eru margar ekki notaðar á vetrum nema einn dag í mánuði og oft enn sjaldnar. Eins og ég gat um í upphafi, voru öll guðshús í landinu upphaflega bænda eign. Og bændurnir héldu sjálfir presta til þess að annast þar tíða- söng.. Gjald fyrir þessa þjón- ustu var 4 merkur á ári fyrir alkirkju, 2 merkur fyrir hálf- kirkju, fjórðungskirkju ein mörk en fyrir bænhús 6 aurar eða 4. Til þess að tryggja prestunum þessar tekjur, þurfti guðshúsið sjálft að eiga fasteign eða gangandi fé„ er gæfi af sér að minnsta kosti það, sem messukaupi svaraði. Auk þess fjár, er kirkjueig- andi lagði kirkju sinni til, eign uðust margar kirkjur snemma mikið fé í sálugjöfum og þess háttar, bæði jarðeignir, kvik- fé, gripi góða og hlunnindi og ítök margs konar. Þar við bættist svo kirkjutíundin, svo að tekjur kirkjubænda voru mjög miklar á hinum stærri stöðum. Á dögum Árna biskups Þor- lákssonar 1269—98 hófust harð vítugar deilur (Staðamál) um yfirráð kirkjueignanna, sem lauk með því, að biskupar skyldu hafa yfirráð þeirra staða, er kirkjur áttu hálfa eða meira. Komust við það allir hinir auðugri staðir undir for- ræði biskups. Við þetta greind ust kirkjurnar í svonefndar lénskirkjur og bændakirkjur- Lénskirkjurnar voru í umsjá prestanna, en bændakirkjurn- ar í umsjá bændanna, sem þær áttu. Flestar lénskirkjur og meginhluti bændakirknanna hafa á síðari árum komizt í eign og umsjá safnaðanna sjálfra, svo að nú er yfirgnæf- andi meiri hluti allra kirkna Framhald á bls. 8 ADDITIONS to Betel Building Fund The T. EATON CO. Employees Benevolent Fund $1,500.00 ---0--- Sigrún J. Johnson 100 — 3rd Ave.. Gimli, Man. $25.00 ---0--- Mr. & Mrs. E. I. Swanbergson Box 608 Atikokan, Ont. $25.00 "Betel"$205,000.00 Building Campaign Fund ---—180 Make your donatlons to the "Betel" Campalgn Fund, 123 Princess Street, Wlnnlpeg 2.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.