Lögberg - 31.10.1957, Side 4

Lögberg - 31.10.1957, Side 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 31. OKTÓBER 1957 Lögberg GefiS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREÉT, WINNIPEG 2, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram "Lðgberg” is published by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa WHitehall 3-9931 Tímarnir breytast of mennirnir með Það er ekki langt síðan að Diefenbakerstjórnin settist að völdum í Ottawa, en þó hafa nokkrir þeir hlutir gerzt austur þar, er sett hafa nýjan svip á þingið og vakið nokkra furðu svo að segja landshornanna á milli. Svo sem þegar er vitað, er það síður en svo að Diefen- bakerstjórnin njóti meirihluta á þingi, því um þingstyrk íhaldsmanna og Liberala munar í rauninni ekki nema hársbreidd. Sú þingvenja hefir gengist við, að megin andstöðuflokkur nýrrar stjórnar veitti henni þegar þungar búsifjar og bæri fram vantraust á hendur henni, og þetta var talið alveg sjálfsagt; flestar stjórnir reyndu að spyrna við broddunum og vildu ógjarna láta kyrkja sig í fæðingunni, en nú hafa tímarnir í Ottawa og mennirnir með breyzt með svo skjótum atburðum, að formaður Liberalflokksins, Mr- St. Laurent, fær ákúrur á þingi fyrir að bera ekki fram vantraustsyfir- lýsingu; hann gerði í framsöguræðu sinni daginn eftir þing- setningu skilmerkilega grein fyrir persónulegri afstöðu sinni og flokks síns til hinnar nýju stjórnar; hann tjáðist ófrá- víkjanlega þeirrar skoðunar, að með hliðsjón af hinum mörgu kosningaloforðum stjórnarinnar, mælti alt með því, að henni veittist svigrúm til þess að hrinda þeim í framkvæmd að svo miklu leyti sem auðið mætti verða; að þessu vildi flokkur sinn vinna, og að hinir andstöðuflokkarnir tæki í sama streng þyrfti naumast að efa. í stað þess að stjórnin fyltist ísraelsfögnuði yfir ákvörð- un stjórnarandstöðunnar, varð mest áberandi í herbúðum hennar grátur og gnístran tanna; gullið augnablik hafði gengið henni úr greipum; hún hafði treyst því eins og nýju neti, að vantraustsyfirlýsingin yrði borin fram og samþykt og þá var hægurinn hjá að knýja fram þingrof og efna til nýrra kosninga. Mr. Diefenbaker var auðsjáanlega sannfærður um, að í því falli að þing yrði rofið/benti margt til þess, jafnvel flest, að flokkur hans myndi vinna hreinan þingmeirihluta, en að svo gæti farið var heldur engan veginn óhugsandi, því þjóð- inni er annara um flest annað en að þurfa að sætta sig við lítt ábyrga minnihluta stjórn; nú er samt sem áður þannig komið, að eigi þarf að gera því skóna, að gengið verði til almennra kosninga fyr en síðla næsta vors eða fyrripart næsta sumars; stjórnin verður þar af leiðandi að þreyja þorrann og góuna og halda á sér hita við neyzlu þeirra náðar- mola, er frá degi til dags kunna að falla af borðum stjórnar- andstöðunnar. Þótt eigi hafi verið hvassviðrasamt í Ottawa það, sem af er þingtímans, væri synd að segja að þar hafi altaf verið logn og sléttur sjór; úr hópi stjórnarandstöðunnar hefir einna mest kveðið að þeim Lester B. Pearson fyrrum utanríkisráð- herra og fyrverandi fiskiveiðaráðherra, Mr. Sinclair; hefir sá fyrnefndi gert margar og alvarlegar fyrirspurnir til stjórnarinnar um eitt og annað varðandi rekstur utanríkis- málanna svo sem um það, hvort ekki væri tímabært að senda lögreglu af hálfu sameinuðu þjóðanna til gæzlu landamær- anna milli Syríu og Tyrklands; að svo stöddu taldi Mr. Diefenbaker litlar líkur á að slíks væri þörf, þótt slíkt yrði vafalaust tekið til íhugunar ef veðurbreyting til hins verra gerðist í austri. Mr. Sinclair hefir verið næsta þungorður í garð hins nýja fjármálaráðherra, Mr. Flemings, og borið honum á brýn hik og stefnuleysi á vettvangi fjármálanna; en þar hefir hart mætt hörðu eins og skrattinn hefði hitt ömmu sína. Mr. Fleming er hreinræktaður íhaldsmaður af hinum gamla skóla; hann er hátollamaður í húð og hár og honum var auðsjáanlega órótt innanbrjósts, er um það var rætt, að stofna til frjálsra viðskiptasamninga milli Bretlands og Canada. MINNINGARORÐ: Pálmi Lárusson Fæddur 6. marz 1865 — Latinn 18. juli 1957 „Þú vannst með dyggð af vilja hreinum, þitt verk um langan ævidag. ' Og tókst með þreki mæðu meinum, og mattist ei um annars hag. Nú verður þreyttum hvíldin hýr, sem heim með sæmd frá verki snýr.“ Með honum er einn af vor- um merkustu eldri Vestur- íslendingum heim snúinn af þessu tilverusviði, eftir langt og dáðríkt ævistarf á meðal vor sem fjölskyldu- og ætt- faðir, er jafnan barðist drengi- legri baráttu fyrir sér og sín- um undir þröngum verka- mannskjörum, — og hefir eftir skilið stóran hóp einkar vel gefinna eiginbarna og afkom- enda. Pálmi Lrusson var fæddur 6. marz 1865 á Smyrlabergi á Ásum, (Kólkumýrum) í Húna- vatnssýslu. Foreldrar hans voru Sigríður Hjálmarsdóttir, skálds Jónssonar frá Bólu, er Einar Benediktsson taldi „svip mestan allra alþýðuskálda,“ og Lárus bóndi Erlendsson, hjón búsett á Smyrlabergi. Síðar fluttu þau að Holta- staða koti í Langadal, og þar ólst Pálmi upp með þeim. Bæði voru þau heilsteypt fólk að skapferli og vel gefin að hæfileikum, Lárus þrek- og stillingarmaður, innilegur trúar- og bænarmaður; Sig- ríður stórbrotin í lund, ágæt- lega gefin og tilfinningarík. Hún var héraðskunn og eink- ar heppin yfirsetukona, stund- aði hún þann starfa árum saman, við mikinn og góðan orðstír. Samband þeirra hafði verið hjartfólgið og innilegt. Af sjö börnum þeirra, en syst- kinum Pálma heitins, er nú Jón einn á lífi til heimilis á Hvammstanga, þjóðkunnur kvæðamaður á íslandi. Elztur þeirra systkina var Lárus, er var bóndi á Islandi. Hjálmar, tréskurðarmaður, er talinn var mikill listamaður, var einnig bróðir Pálma. Ein syst- ir Pálma, Ósk að nafni, kom vestur um haf, og lézt í British Columbia. Guðný syst- ir Pálma giftist ekki; hún annaðist árum saman um Lárus föður sinn, er náði meira en hundrað ára aldri. Ingibjörg systir hans var kona vel ritfær, tvær bækur hennar voru prentaðar heima: Minningar um ættstöðvar, ástvini og liðna tíð. Pálmi ólst upp með foreldr- um sínum í Holtastaðakoti í Langadal til 16—17 ára aldurs, en upp frá því fór hann að hætti þeirrar tíðar að stunda sjó, ýmist norðan lands eða sunnan; mátti segja að það væri megin atvinna hans meðan hann dvaldi á íslandi. Hann kvæntist Guðrúnu Steinsdóttur frá Hryggjum í Gönguskörðum í Skagafjarð- arsýslu, mætri dugnaðarkonu. Árið 1893 réðust þau til Vest- urheimsferðar, með tvær ung- Pálmi Lárusson ar dætur, Sigríði, eins og hálfs árs, og Ósk, þá fjögra mánaða. Settust þau fyrst að í Winni- peg-borg, um fjögurra mán- aða bil, og vann Pálmi þar við skurðgröft, hina einu vinnu er þá stóð til boða nýkomnum mönnum. Um haustið flutti hann með fjölskyldu sína til Gimli og átti þar heimili það- an af um fimmtíu ár, og jafn- lengi stundaði hann fiskiveið- ar á Winnipeg-vatni, að meiru eða minna leyti. Pálmi og Guðrún kona hans eignuðust níu börn, er öll náðu þroska-aldri, eru þau hér talin eftir aldursröð: Sigríður, gift Magnúsi E- Johnson, (látin 5. sept. — 16 dögum síðar en faðir hennar). Mrs. Ósk Hjörleifsson. Pálmi, látinn fullþróska og kvæntur, 1918. Sigursteinn, kvæntur. Benedikt, kvæntur. Anna, skrifstofustjóri. Mrs. Jónína Thorkelsson. Brynjólfur, ókvæntur. Hjálmar Valdimar, kennari á Normal-kennaraskólanum í Winnipeg, ókvæntur. Barna- börnin eru 18 á lífi, en barna- barnabörnin 28. Það má með sanni segja að Pálmi og Guðrún kona hans börðust heiðarlegri, sjálf- stæðri og sigrandi lífsbaráttu með sinn stóra og mannvæn- lega barnahóp, og ávalt til- búin að veita lið þeim, er bág- ara áttu. Samfara fiskiveið- um, er lengst af voru aðalat- vinna Pálma, jafnt sumar og vetur, starfræktu þau dálítið kúabú, er var þeim affarasælt og hagkvæmt. Fullyrða má að Pálmi var bæði harðsækinn og heppinn fiskimaður. Synir has urðu urðu samverkamenn hans er þeir máttu. Hann var harðger verkamaður, og léku mörg verk í höndum hans. Hann notaði hvert tækifæri er gafst til að vinna og sjá sínum borgið. Hann var gæddur miklu líkamlegu þreki, er entist honum að kalla mátti fram að kvöldi hans langa ævidags. Hann var vel hagorður, þótt lítt léti hann á því bera, og á fárra vit- orði væri, utan hans nánustu, og beztu vina hans; alvöru- maður, en þó hressandi í við- móti og framkomu- Hann var sjálfstæður í hugsun og fór ekki almannaleiðir, og „fann ei skyldu sína heldur, að heiðra sama og allir allt.“ — Pálmi var sannur íslendingur. Alla ævi las hann mikið af íslenzkum bókum. Hann hafði alla ævi sérstaka unun af ís- lenzkum ljóðum, kjarnyrtum kvæðum og tækifærisvísum, en hvorttveggja varð að vera svo úr garði gert að hann gæti ekki hugsað sér það betra. Allt íslenzkt var honum hjart- fólgið, og á íslandi lifði og hrærðist hugur hans, þótt lík- aminn dveldi og starfaði hér vestra. — Guðrún kona hans andaðist 26. marz 1936, þrotin að heilsu og kröftum eftir langt og affarasælt ævistarf. Eftir lát konu sinnar var hann um hríð vinnumaður á Elli- heimilinu Betel á Gimli. Um mörg síðari ár átti hann ágætt heimili hjá Ósk dóttur Framhald á bls 5 ADDITIONS lo Belel Building Fund Mr. & Mrs. Henry Gorder, Grafton, N.D. $5.00 In memory of Mrs- J. W. Thorgeirson, 590 Cathedral Ave., Winnipeg 4, Man. "Betel" $205,000.00 Building Campaign Fund ---—180 Make your donatlons to ihe "Betel" Campaign Fund, 123 Princees Street. Winnipeg 2.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.