Lögberg - 31.10.1957, Page 5

Lögberg - 31.10.1957, Page 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 31. OKTÓBER 1957. 5 wwwwwwwwvwwwwwwwwwwwwwww AlilJGAMAL IWCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Eftirminnileng íslenzk skemmtun Manitoba Pool Elevators hefir í allmörg ár beitt sér fyrir því að hvetja almenning í sveitúm fylkisins til að iðka listir og handiðnað alls konar eftir því sem ástæður leyfa. Hefir félagið efnt til sam- keppni og sýninga árlega á málverkum, hannyrðum og ýmis konar listmunum, og eru þessar samkomur nefndar Rural Folk Festival. Fór §ú síðasta fram í fyrri viku á Royal Alexandra hótelinu hér í borg. í sambandi við þessi mót eru haldnar kveld- samkomur, þar sem listafólk af hinum ýmissu þjóðarbrot- um kemur fram og skemmtir með söng, framsögn, hljómlist, dansi eða annari þjóðlegri list. 1 þetta skipti stóðu Islending- ar frá Árborg og nærliggjandi héruðum fyrir skemmtuninni- Ég kom nokkrum mínútum of seint; var þá hér um bil hvert sæti í stærsta samkomu- sal hótelsins skipað; munu þar hafa verið svo skipti hundruðum manna saman- komið, en fátt sá ég þar ís- lendinga fyrr en mér var vísað á eitt autt sæti innar- lega í salnum; þar sá ég fjölda af fallegum börnum, flest ljós- hærð, og var íslenzki svipur- inn auðþekktur. Mr. W. J. Parker, forseti Manitoba Pool Elevators, var samkomustjóri; skýrði hann frá því, að fyrir atbeina Gunnars Sæmundssonar hefði félagið verið svo heppið að fá tvo barnasöngflokka til að skemmta þetta kveld; væru börnin á aldrinum 3 til 16 ára, 70 að tölu. Hefðu flokkarnir verið æfðir af Jóhannesi Páls- syni söngstjóra og systur hans, Mrs. Lilju Martin píanista. — Svo hófst skemmtunin. Yngstu börnin hópuðust upp á pallinn og sungu við raust: Fuglinn í fjörunni; Siggi var úti; Krakkar úti kátir hoppa, og Fyrst allir aðrir þegja. Maður mætti halda að þessir litlu angar væru þreyttir eftir ferðina að norðan, en ekki bar á því; þau voru broshýr, söng- gleðin leyndi sér ekki og hvert orð heyrðist skilmerkilega. Þrjár ungar systur, Gayle, Irene og Feye Finnson sungu: Stóð ég úti í tungsljósi og ensku þýðinguna, Gazing in the Moonlight; Fyrr var oft í koti kátt eftir Friðrik Bjarna- son, og At the Hot Springs of Iceland, lagið eftir Karl ó. Runólfsson, og sungu þær þetta mjög fallega. Nú komu fram eldri börnin og sungu báðir kórarnir í sameiningu bæði á íslenzku og- ensku, Fífilbrekka gróin grund og Nú blikar við sólar- lag. Voru raddir hinna 70 barna furðuvel samstiltar. Johnson-systurnar fjórar, — Christine, Herdís, Ólöf, Lilja og frænka þeirra sungu: — Hreðavatnsvalsinn, Sólskríkj- una, Rokkvísu og Vögguljóð, og var unun að hlusta á þær. Fannst mér þær syngja Úr þeli þráð að spinna sérstak- lega vel, en á meðan sátu á pallinum þær frú Hrund Skúlason og frú Aðalbjörg Sigvaldason, báðar klæddar íslenzkum búningum og var önnur að kemba ull og hin að spinna. Frú Magnea Sigurd- son var við hljóðfærið. Á milli þess sem sungið var léku þau systkinin Jón og Valdína Martin tvíleik á píanóið — Hungarian Dance No. 6 eftir Brahms. Söngstjór- inn Jóhannes Pálsson lék á fiðlu lög eftir vestur-íslenzku tónskáldin Jón Friðfinnsson og S. K- Hall — Tárið og Love’s Rapture. Systurnar Jóna og Rosalind Pálsson fluttu sitt kvæðið hvor, annað eftir Jóhann Magnús Bjarna- son og hitt eftir Einar H. Kvaran, bæði í enskum þýð- ingum Páls Bjarnasonar. Var gaman að heyra, hve þær gerðu skilmerkilega grein fyr- ir hver þessi skáld væru, áður en þær hófu framsögn sína. Eldri kórinn söng að lokum Ó, Gúð vors lands; Ríðum, ríðum rekum yfir sandinn; Svífðu nú sæta; Nú yfir heiði háa; Ó, blessuð vertu sumar- sól og ísland, ísland, Ó, ættar- land. Söngurinn var tvíradda og þríradda, prýðilega sam- stiltur og blæbrigðin góð. Á- nægjulegt hve þau sungu síð- asta lagið hressilega. Þetta er ein sú íslenzkasta samkoma sem ég hefi verið viðstödd í lengri tíð; hér kenndi ekki afsökunar heldur réttmæts • metnaðar yfir því að kynna meðborgurum okkar íslenzkar ljóðperlur og söngva. Samkomugestir, sem flestir voru annara þjóða kunnu líka vel að meta þessa skemmtun svo sem dynjandi lófatak þeirra gaf til kynna hvað eftir annað. Ein af unglingsstúlkunum í flokknum (því miður náði ég ekki nafni hennar) kom fram og þakkaði fagurlega þeim systkinunum frú Lilju Martin og Jóhannesi Pálssyni, er þjálfað höfðu kórana, og frú Sigurdson; ennfremur Mani- toba Pool Elevators fyrir boð- ið og viðtökurnar; ágætur- kveldverður beið gestanna að norðan, þegar þeir komu í óæinn. Samkomustjóri, Mr. Parker, cvað félagið miklu fremur í óakkarskuld fyrir þessa góðu skemmtun, og lauk hann miklu lofsorði á alla þá er hlut áttu að máli. Ennfremur þakkaði hann Gissuri Elías- syni fyrir hans aðstoð við að koma fyrir sýningarmunun- um og að vera í dómnefndinni og bað hann að taka til máls; mæltist Gissuri vel. Að hljómlistarskránni lok- inni flutti Mrs. J. C. Hood, ritstjóri kvennasíðu Tribune, erindi — The Art and Craft of Everyday Living. Þökk sé börnunum og fólk- inu frá Árborg fyrir þessa ágætu skemmtun, sem var því og okkur öllum íslendingum til sóma. —I. J. 2227® LÆGSTU FLUGGJÖLD TIL ÍSLANDS • A einni nóttu til Reykjavlkur. RúmgóiSir og þægilegir farþega- klefar, 6 flugliSar, sem þjálfaöir j hafa veriS I Bandaríkjunum, bjóða j ySur velkomin um borS. • Fastar áætlunarflugferSir. Tvær ágætar máltlSir, koníak, náttverSur, allt án nnkagrciðslu með IAIi. t’rá New York meS viSkomu á ÍSIjAN i)I UI NOREGS, DANMERKUR, SVIÞJÓÐAR. STÓRA BRETIiANDS, ÞÝZKAUANDS. Upplýsingar I öllum ferSaskrifstofum n /~~\ n icelanoíQ 'airunes 15 West 47th Street, New York 36 PL 7-8585 New York . Chicago . San Francisco SILFURBRÚÐKAUP Þann 30. ágúst s-1. komu saman í samkomuhúsi Geysis byggðar milli 2 til 3 hundruð manns til að heiðra þau hjón- in Jónas og Hrund Skúlason í tilefni af 25 ára giftingar- afmæli þeirra. Samsætinu stjórnaði Bill Pálsson frá Winnipeg, fyrrverandi Geysis- búi. Minni brúðarinnar var flutt af Mrs. Herdísi Eiríksson, Árborg. Minni brúðgumans af Heimi Thorgrímsson, Winni- peg. Jón Pálsson, Geysir tal- aði fyrir hönd byggðarbúa og afhenti peningasjóð. Guðrún Mclnnis frá Langruth, mælti fagurlega til foreldra sinna og afhenti þeim gjöf frá börnun- um. Fyrir hönd systra og nán- ustu skyldmenna brúðgumans mælti Tímóteus Böðvarsson og afhenti þeim gjög. Heimir Thorgrímsson afhenti gjafir og mælti nokkur orð fyrir hönd móður og systkina brúð- arinnar. Fyrir hönd Kvenfé- lagsins Freyju talaði Mrs. Ingibjörg Sigvaldason og af- henti Hrund gjöf frá félags- systrum. Bill Pálsson mælti nokkur orð til Jónasar og af- henti gjöf frá safnaðarnefnd Geysissafnaðar. — Þá talaði Björn Bjarnason nokkur orð til brúðhjónanna, og forseti las bréf frá séra Eric Sigmar Pálmi Lárusson Framhald af bls, 4 sinni, er annaðist um hann af fágætri elsku og dótturlegri tryggð. Síðustu fjögur ævi- árin dvaldi hann á heimili Hjálmars Valdimars sonar síns í umönnun Óskar dóttur sinnar og naut friðsællar elli í kærleiksríkri umönnun þeirra. — Eftir stutta dvöl á Almenna sjúkrahúsinu í Win- nipeg andaðist hann þar 18. júlí s.l. — Útför hans fór fram í kirkju Gimli-safnaðar 22. júlí; hann var lagður til hinztu hvíldar í grafreit Gimli-safn- aðar. — Við útförina þjónuðu séra J. Fullmer og sá, er þessar línur ritar. S. Ólafsson og frú. — Á milli ræða var skemmt með söng og hljóð- færaslætti. Jóhannes Pálsson spilaði á fiðlu af sinni alkunnu snild, aðstoðaður af Mrs. Lilju Martin. Kristín Johnson, Ár- borg, söng einsöng, aðstoðuð af Mrs- S. A. Sigurdson, Ár- borg. Almennur söngur var undir stjórn Jóhannesar Páls- sonar og Lilju Martin. — Brúðhjónin þökkuðu bæði með vel völdum orðum heiður sér sýndan og góðar gjafir. — Að lokinni skemmtiskrá voru rausnarlegar veitingar fram- bornar. Jónas er sonur hinna kunnu landnámshjóna Jóns og Guð- rúnar Skúlason frá Fögruhlíð í Geysisbyggð, nú bæði látin. Tók Jónas við búi eftir for- eldra sína. — Hrund er dóttir séra Adams heitins Thorgríms sonar og eftirlifandi konu hans, Sigrúnar, nú búsett í Winnipeg. Hafa þ^u Hrund og Jónas tekið giftudrjúgan þátt í öllum félagsmálum byggðar sinnar. Lestrarfélag Geysis hefir átt samastað í Fögruhlíð í samfleytt 41 ár. Var Jón Skúlason þá settur bókavörð- ur, en hafði verið forseti fé- lagsins frá því það var stofn- að 1911. Jónas tók við skrifara og féhirðisembætti fyrir 37 árum, en Hrund hefir verið bókavörður síðan hún flutti að Fögruhlíð 1932. Þau hafa verið stoð og stytta félagsins í öll þessi ár. I fjölda mörg ár stóð lestrarfélagið fyrir ís- lenzkum leiksýningum. Var Jónas þar ávalt hluttakandi og Hrund einnig í seinni tíð. — Jónas hefir verið í safnaðar- nefnd um 30 ára skeið og for- maður nefndarinnar um margra ára skeið, og Hrund hefir tilheyrt kvenfélagi safn- aðarins síðan 1932, oftast í stjórnarnefnd þess. Hún hefir frá byrjun tilheyrt söngflokk kirkjunnar. Einnig eru þau meðlimir Þjóðræknisdeildar- innar Esjan í Árborg. Fögruhlíðar-heimilið hefir ávalt verið annálað fyrir fram úrskarandi gestrisni og höfð- ingsskap, viðtökurnar þær sömu hver sem í hlut á. Barna lán hafa þau Hrund og Jónas átt í ríkum mæli. Þrjár dætur og tveir synir voru til staðar til að samgleðjast foreldrum sínum á þessu 25 ára hjúskap- ar-afmæli þeitra. H- E. Skuggsjá Bílstjóri einn stöðvaði bíl sinn fyrir framan lögreglu- stöðina í Róm, gekk þangað inn og tilkynnti, að stolið hefði verið kjöti, sem hann hefði geymt í aftursæti bíls- ins. Þegar hann kom út aftur, var búið að stela bílnum. * * * Enski hljómsveitarstjórinn Thomas Beecham sagði eitt sinn í blaðaviðtali, að hann vildi ekki hafa konur í hljóm- sveit sinni. — „Ef þær eru fallegar,“ sagði hann, „trufla þær hljóðfæraleikara mína, en ef þær eru ljótar, trufla þær mig.“ * * * ítalsk blað, sem gefið er út í London, fékk nýlega svo- hljóðandi símskeyti: — Róm, föstudag, kl. 19.02. Ljónatemj- arinn Antoni Guisuppi í sir- kusnum, sem hér er, stingur á hverju kvöldi höfðinu upp í stórt karlljón. í kvöld lokaði ljónið skyndilega kjaftinu- * * * í Huntingdon í Englandi starfar sextugur maður að því, að halda við hinum hvítu um- ferðastrikum á þjóðvegunum, og hefur lengi stundað það starf. En þar sem hann verður alltaf að vera viðbúinn að bjarga lífinu, er bílarnir þjóta fram hjá, hefur það reynt svo á taugar hans, að hann var búinn að fá snert af magasári. Hann ákvað því að binda endi á þann háska, og gerði það með því, að mála með hvítum stöfum á rauðan dúk orðið LÍFSHÆTTA. Dúkinn saum- aði hann síðan á bakhlutann á buxunum sínum, og síðan eru það bílstjórarnir, sem eru að veiklast í maganum af tauga- æsingu. —Heimilisblaðið

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.