Lögberg


Lögberg - 31.10.1957, Qupperneq 7

Lögberg - 31.10.1957, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 31. OKTÓBER 1957 7 Mig hefur ailtaf langað að koma heim og verja fjarveru mína fró landinu — segir JÚLÍANA SVEINSDÓTTIR í rabbi um svari grjói og rauðan hati. Ég hitti Júlíönu Sveins- dóttur uppi í Listasafni ríkis- ins í gær. Þar var hún að leggja síðustu hönd á yfirlits- sýningu sína, sem opnuð verð- ur á laugardaginn. — Það er auðséð, að þetta er stór við- burður í lífi listakonunnar. Hún segist hafa verið kvíðin, þegar hún lagði af stað frá Danmörku, en nú er allur kvíði horfinn. Mér hefur verið tekið tveim höndum. Það er erfitt að lýsa Júlíönu Sveinsdóttur fyrir þeim sem ekki hafa séð hana. Fyrst í stað hefur maður það á til- finningunni, að það sé ekki á- rennilegt að spyrja hana bjánalegra spurninga. Fyrst í stað er eins og það sé óvenju mikið af íslenzkum jökli í andliti hennar. En aðeins fyrst í stað, eða þangað til hún brosir .... Við gengum um salina. Hún sagðist vera þreytt, ég gæti aðeins fengið að tala við sig í nokkrar mínútur- Það getur verið, að líkaminn hafi verið lúinn eftir erfiða daga, en það var enga þreytu að sjá í aug- um hennar, þegar hún sagði við mig fyrir framan eina af Vestmannaeyjamyndum sín- um: — Ég hafði alltaf hugsað mér að koma heim og sýna, áður en kraftana þryti. Mig hefur alltaf langað að koma heim með myndirnar mínar og verja mig. Já, verja þessa fjarveru mína frá landinu, sýna fólkinu, hvað ég hef gert, minna það á, að ég er úr 4s- lenzkara bandi en nokkur annar. Það er gaman að koma heim, víst er það gaman. Ég spyr hana um Vest- mannaeyjar. Þar var hún fædd og alin upp að ferming- araldri. — Þangað fer ég alltaf, segir hún, um leið og hún bendir á eina myndina. Hér eru margar myndir frá Vestmannaeyjum, ég veit ekki hvað þær eru margar. Þeir eru farnir að segja dönsku blaða- mennirnir, að ég sé alltaf með þessi venjulegu mótív, lands- lagsmyndir frá íslandi og upp- stillingar. En ekki er vert að taka það svo hátíðlega. Við skoðum nokkrar mynd- ir frá Vestmannaeyjum. Það er all-löng þögn, þangað til listakonan segir allt í einu: — Vestmannaeyjar sá ég í fyrsta skipti 1946. Ég hafði aldrei séð þær fyrr eins og þær eru í raun og veru. Hafið þér verið þar? — Já. — Á sjónum? — Nei, aðeins komið þang- að. — Það er ekki nóg. Maður á að klifra upp á fjöllin og horfa á sjóinn. Hafið þér tekið eftir þessu svarta grjóti í Vest- mannaeyjum . . . Svart grjót . . . svart grjót, sem veltur út í sjóinn. Alls staðar grjót. Og sjórinn. — Hafið þér tekið eftir litbrigðunum í sjónum? Hann er stundum blár og stundum grænn. Lítið þér á, hér er hann blár og órólegur. Sjórinn er sjaldan rólegur, alltaf eitthvert líf, einhver kraftur. Það er alltaf eitthvað að gerast við sjóinn. Hann breytist. Við erum líka alltaf að breytast. Það er eitthvað í sjónum, sem minnir á menn- ina .... Við göngum að næstu mynd af Vestmannaeyjum. Græni liturinn er óvenjusterkur. — Já, þetta er Yztiklettur, útvörðurinn við höfnina. Sjá- ið þér, hvað hann er grænn. Ég hafði aldrei áður séð hann svona grænan. Það var sum- arið 1954, þegar allt var svo grænt á Islandi. — En hér er grjótið líka svart og hafið o- rólegt- Svarta grjótið er hraun sem hefur runnið úr Helga- felli. — Hafið hefur haft mikil áhrif á yður. Óttizt þér það? — Nei — nei. En það orkar mjög á mig, ég veit ekki,hvers vegna. Hvað er náttúran, hvað er náttúran? ... — Og þarna er Snæfells- jökull, hvað sjáið þér í hon- um? — Ég er ekki skáld, ungi maður, ekki skáld. Ég reyni aðeins að láta aðra sjá það sem hefur hrært mig, reyni að túlka það sem hefur hrifið mig. Er ekki hægt að segja það á íslenzku? Hrifið mig. — En ég forðast alltaf tvennt: að myndirnar séu kaldar og kæruleysislega unnar. Upp úr þessu fer Júlína Sveinsdóttir að segja mér frá því þegar hún fór utan. — Þá vissi ég ekki nokkurn skapað- an hlut, hvorki um listina né annað. Ég gerði allt eins sam- vizkusamlega og ég gat. Það var engin list í blóðinu, ég gat bara teiknað laglega í Kvenna skólanum og var send til Þór- arins B. Þorlákssonar að læra teikningu og síðan út. Þegar ungu strákarnir eru að segja, að það sé svo mikil lit innan í þeim, þá er það ekkert nema rugl. En þetta má maður víst ekki segja nú á dögum. Allir eiga að tala með sem mestri ábyrgðartilfinningu. Er yður ekki kennt það? — Jú, sérstaklega þeim blaðamönnum, sem fást við stjórnmál. — Nú-já. Einmitt það- — Við vorum að tala um utanför yðar. — Já, Ingibjörg H. Bjarna- son kenndi mér teikningu. Það var einkum hún sem ýtti undir það, að ég færi utan tL frekara náms. Henni fannst ég vera mjög efnileg og pabbi lét ekki á sér standa, hann var elskulegur maður. Það var ekkert grín að senda dótt- ur sína til listnáms á þeim árum. Þá voru peningar ekki á hverju strái eins og nú. En hann lét sig hafa það, og svo var ég send til Hafnar. Þar fór ég húsavillt, því ég lærði í tvö ár hjá manni, sem Aka- demían tók ekkert mark á. Hann hafði fjölda nemenda. Þegar ég hafði fallið þrisvar á inntökuprófi inn í Akademí- una, herti ég upp hugann, fór á fund Viggos Johnsens mál- ara, sem þá var prófessor við Akademíuna, og spurði hverju þetta sætti. Hann minntist á lærimeistara minn og sagði: Vi ta’r ikke hans elever. Það var stutt og laggott. En ég lét samt ekki bugast, heldur hélt áfram námi hjá öðrum kenn- ara. Og það hafðist. Ég komst upp í Akademíuna. Maður á ekki að missa kjarkinn, þó að á móti blási. Við staðnæmdumst fyrir framan mynd af manni, sem sat og las í bók. Hann var í þungum þönkum. Júíana segir: — Mér hefur alltaf þótt gaman að mála fólk. Já, ég hef alltaf haft gaman af því- Ef þér farið um salinn, þá sjáið þér alls staðar fólk, nú og svo er ég hérna sjálf hingað og þangað. Elzta myndin á sýn- ingunni er frá 1912. Hún er af gömlum manni, svo að þér sjáið, að ég hef alltaf haft gaman af mannamyndum. Oftast er þetta fólk mitt að hugsa eitthvað, sjáið þér til dæmis þarna hvað hann er djúpt hugsi. — Hverju eruð þér að leita að í andliti þessa fólks? — Leita að? Það veit ég ekki. Ætli það sé ekki eitt- hvað sem enginn skilur? — Dauðinn? — Nei-nei, dauðinn — og það liggur við að listakonan hlæi, svo undir taki í Saln- um. — Dauðinn, það var þá spurning. Og hún sezt. Fær sér sígarettu og kveikir í. stendur síðan upp, gengur til mín og segir ákveðið: — Ungi maður, ég er ekki hrædd við dauðann. Við deyjum öll ein- hvern tíma. En það hefði verið leiðinlegt, ef ég hefði dáið, á meðan ég var að koma upp sýningunni. Þá hefðu mynd- irnar kannski ruglazt .... — En sjálfsmyndirnar? — Hvað sjáið þér í þeim, þegar þér lítið á þær fullgerðar? — Vanmátt. — Það er stórt orð. — Já, en ekki of stórt. Á ég að segja yður, hvenær ég byrjaði að mála fyrir alvöru? Það var 1946. Samt hef ég haldið á pensli í nær hálfa öld. Ég er orðin gömul kona... Við gengum um salinn og það var auðséð að listakonan hafði gaman af, þegar undir- ritaður lét gáfulega athuga- semd falla um myndir hennar. En það var víst ekki oft. Ég spurði hana um arfinn, sem hún tók með sér út í heiminn. Hún minntist þá á seiglu ætt- arinnar og sagði: — Ég hef lif- að þetta af. Það er stundum mikill kraftur í króanum, sagði hún, þótt hann sá ósjálf- bjarga í fyrstu. En svo lifnar hann við einn góðan veðurdag og verður sjálfstæður maður. — Það fylgir því mikil á- byrgð að vera sjálfstæður. — Nú, ég veit það ekki. Mér finnst það sjálfsagður hlutur. Ég held ég viti ekki, hvernig það er að vera „ósjálf stæður.“ Það hefur oft hjálpað mér í Danmörku. Ég leit aftur á eina af sjálfs- myndunum, og áður en ég vissi af, var ég farinn að tauta með sjálfum mér: grænt bak- svið, rauður hattur, svört treyja . . . — Já, og hún er meira að segja sauðsvöri, greip lista- konan fram í. Og brosti þrjózkulega. — Síðan spurði ég hana, hvort það hefði ekki stundum hvarflað að henni að flytjast heim til íslands. — Jú, svaraði hún, það hefur oft hvarflað að mér. En ég held ég yrði afskaplega einmana. Hvern ætti ég t. d- að tala við, sagði hún og leit spurnaraug- um á mig. Ég leit aftur á sjálfs myndina. Andlitið sýndi vel hina alvarlegu tilraun, leitina að sannleikanum. Munnsvip- urinn einbeittur, augun eins og óráðin gáta. Ekkert bros, aðeins alvara. óljós þrá. Van- máttur. — Svo gengum við inn í lítið herbergi með tepp- um á veggjum. Myndirnar voru óhlutlægar, barátta við liti. Hún segir: — Ungu list- málararnir segja, að ég sé abstrakt. — Eruð þér ekki hreyknar af því, spyr ég. — Nei, en ég er ánægð, ef þeir sjá, að ég er ekki dauð. Sumir eru dauðir um sextugt, hvað þá sjötugt. Við göngum út. Júlíana Sveinsdóttir bendir á teppin: — Svavar Guðnason segir, að þetta sé kúnst. —M. —Mbl., 11. sept. Nær nefndarskipun í handrita- málinu ekki fram að ganga? Bseði íhaldsmenn og Vinsiri- menn móifallnir skipun nýrrar nefndar Kaupmannahöfn, 11. sept. (Fréttaritari Mbl.) ÆÐI íhaldsflokkurinn og Vinstri-flokkurinn h a f a hafnað tillögunni um að ný nefnd verði skipuð í handrita- málinu. Er það álit beggja þessara flokka, að skipun nýrrar nefndar sé algerlega þarflaus, þar sem sérstök nefnd hafi þegar fjallað um málið. Berlingske Aftenvis greinir frá afstöðu íhaldsflokksins með þessum hætti: — Afstaða flokksins táknar ekki að hann sé mótfallinn af- hendingu handritanna að hluta. — Hann telur rétt að skila Islendingum þeim hand- ritum, sem fjalla eingöngu um íslenzk málefni, en hins vegar ekki þeim handritum, sem hafa þýðingu í samnorrænni menningar- og bókmennta- sögu. íslendingar gætu verið vel sæmdir af slíkri afhend- ingu að hluta, þar sem í þeirra hlut félli þannig þrátt fyrir allt gjöf, sem væri mikils virði bæði að magni og gæðum. Blaðið segir, að þegar Hvid- berg var kennslumálaráðherra hafi hann samið frumvarp um afhendingu að hluta sam- kvæmt þessari meginreglu, en frumvarp það var aldrei lagt fyrir þjóðþingið. Eigi nú að framkvæma af- hendingu handritanna, heldur Berlingske Aftenvis áfram, verður ríkisstjórnin að leggja skýrar tillögur um það fram í þjóðþinginu, svo sem það, hversu mörgum handritum ríkisstjórnin hyggst að skila. Telur blaðið nauðsynlegt að íslenzku ríkisstjórninni verði afhent endanlegt tilboð og á- kvörðun Dana. Þá geti íslend- ingar annað hvort tekið til- boðinu eða hafnað því og þar með verði þetta útrætt mál. Blaðið bendir að lokum á að það geti verið hættulegt að skipa handritanefndina ein- tómum stjórnmálamönnum, því að meðal íslenzkra þing- manna séu sérfræðingar í handritum, sem ekki séu til í hópi danskra þingmanna. Því geti svo farið að íslendingar verði sterkari en Danir við samningsborðið. ----0--- Kaupmannahafnarblaðið -— Extra bladet segir, að danska ríkisstjórnin verði nú að leggja þetta mál fyrir danska þjóðþingið, svo hægt sé að skera úr því, hvort hún hafi meirihluta þingsins með sér fyrir afhendingu handritanna. Komi handritamálið til at- kvæða, segir blaðið, að Réttar- sambandið kæmist í slæma klípu. Því að sá flokkur virð- ist í fullri andstöðu við hina stjórnarflokkana um hand- ritin- Extrabldet segir, að það yrði til smánar, ef handrita- málið færi enn allt út um þúfur. Menn verði að reyna að skilja, að það leysist aðeins með málamiðlunum. ----0--- Blaðið Information skrifar einnig um handritamálið. Það staðhæfir, að nú sé óvíst, hvort ríkisstjórnin treysti sér til að skipa nefnd, eftir að það hefir mætt sterkri mótspyrnu hjá íhaldsflokknum, Vinstri- flokknum og hjá Viggo Starcke foringja Réttarsam- bandsins. —Mbl. 12. sept

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.