Lögberg - 28.11.1957, Blaðsíða 3

Lögberg - 28.11.1957, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28. NÓVEMBER 1957 3 Frelsisbaráttu Ungverja minnzt um allan heim Landflóiía riisljóri lalar 4 íundi „Frjálsrar menningar" 3- nóvember. — Ný bók um þjóðbyliinguna. Blaðamenn áttu í gær fund með Tómasi Guðmundssyni, formanni félagsins Frjáls menning, og Eyjólfi K. Jóns- syni, forstjóra Almenna bóka- félagsins. — Tómas Guð- mundsson skýrði frá því, að stjórn Frjálsrar menningar hefði gert svohljóðandi á- lyktun í tilefni eins árs af- mælis ungversku byltingar- innar: 1. Félagið Frjáls menning vottar ungversku þjóðinni virðingu sína og samúð, og harmar þá ógæfu frjálsra þjóða, að hafa ekki getað kom- ið henni til liðs í þeirri frelsis- baráttu, sem hún háði við miskunnarlaust ofurefli. 2. Félagið fordæmir árásar- styrjöld Sovétríkjanna á hendur Ungverjum sem hróp- legt afbrot gegn grundvallar- lögmáli í sambúð siðaðra þjóða. Það fordæmir í nafni mannúðar og mannréttinda hinar hryllilegu ofsóknir, mannrán, fangelsanir og af- tökur, sem haldið er uppi gegn ungverskum föðurlands- vinum, körlum og konum, sem hafa unnið sér það eitt til saka að berjast fyrir sjálf- stæðri tilveru þjóðar sinnar. 3. Félagið beinir þeirri á- skorun til íslendinga, að þeir fésti sér örlög ungversku þjóð- arinnar í minni, og láti þau verða sér til varnaðar í skipt- um við þau ofbeldisöfl, sem líkleg eru til þess að grafa undan sjálfstæði þjóðarinnar og búa í haginn fyrir erlenda íhlutun og yfirdrottnun. ----0---- í dag, 23. október, er ár liðið frá því, er ungverska þjóðin reis upp til einhuga baráttu gegn kommúnistastjórn lands- ins og sagði Tómas Guðmunds son, að þeirra atburða yrði minnzt hvarvetna um hinn frjálsa heim. Systurfélög Frjálsrar menningar, sem starfa í fjöjmörgum löndum, senda frá sér ályktanir í til- efni þessara tímamóta og gangast fyrir því, að almenn- ingur um heim allan verði minntur á hina hræðilegu at- burði, sem gerðust í Ung- verjalandi fyrir einu ári. Tómas sagði, að starfsemi Frjálsrar menningar væri mjög víðtæk, ekki sízt í Asíu og hefði hann fengið tækifæri til að kynnast því, þegar hann var staddur í Nýju Delí í sumar. Heimsótti hann aðal- stöðvar félagsins þar í borg og sýndist honum starfsemin þar öflugri en hann hafði gert ráð fyrir. Hann bætti þvfvið, að Frjáls menning væri ekki stofnuð tíl að sundra, heldur til að sætta ólík öfl í heimin- um, en þar sem aðalmarkmið- ið væri að stuðla að því, að allir menn væru frjálsir orða sinna og gerða, gætu félögin ekki haldið að sér höndum, þegar jafnvoveifleigir atburð- ir gerðust og í Ungverjalandi um þetta leyti í fyrra. Samkoma í Gamla Bíói Þá gat Tómas Guðmunds- son þess, að Frjáls menning mundi efna til samkomu í Gamla Bíói sunnudaginn 33. nóvember, en að morgni -4. nóv. í fyrra réðust rússneskar hersveitir inní Búdapest, eins og menn muna. Á samkomu þessari, sem haldin verður til minningar um ungversku bylt inguna, talar George Falúdi, aðalritstjóri blaðsins Uro- dalmy Ujsag, sem nú er gefið út í Lundúnum undir nafninu Hungary Literary Gazette. Þetta var aðalmálgagn ung- verska rithöfundasambandsins fyrir byltinguna, og varð eitt áhrifamesta blað þar í landi. Skömmu áður en byltingin brauzt út, kom blaðið út í 30 þús- eintökum. Stjórn kom- múnista reyndi að bregða fæti fyrir blaðið með því að skammta því pappír og varð það til þess að lækka eintaka- fjöldann, en þá brá svo við, að blaðið var selt á svörtum markaði, svo áfjáðir voru Ung verjar að heyra sannleikann. Falúdi flýði land í bylting- unni og stjórnar nú blaði sínu í Lundúnum, eins og áður er sagt. Þess má geta, að fleiri ræðumenn munu tala á sam- komunni í Gamla Bíói, en ekki er enn ákveðið, hverjir það verða. Þá verður flutt ung- versk músik. Tómas sagði um samkomu þessa: „Ætlunin er, að þetta verði friðsamleg sam- koma, en mjög í áminningar- skyni.“ Á blaðamannafundinum skýrði Eyjólfur K. Jónsson frá því, að Almenna bókafélagið hefði gefið út bókina „Þjóð- byltingin í Ungverjalandi" eftir danska rithöfundinn og blaðamanninn Erik Rostböll. 1 henni eru frásagnir sjónar- votta, sem þátt tóku í bylt- ingunni. Tómas Guðmundsson hefur þýtt bókina og má geta þess, að hún hlaut góða dóma, þegar hún kom út á forlagi Gyldendals í marz s.l. Allur ágóði af bókinni rennur í Ung- verjalandssöfnun Rauða kross íslands. Bókin er tæpl. 160 bls. að stærð með nokkrum mynd- um. Hún kemur í bókaverzl- anir í dag og verður strax send umboðsmönnum Al- menna bókafélagsins úti á landi. —Mbl., 23. okt. Hún: — Fyrir tveimur mánuðum var ég ákaflega hrifin af George. Nú get ég alls ekki liðið hann. Það er einkennilegt, hvernig karl- mennirnir geta breytzt á svona skömmum tíma. Business and Professional Cards ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forsetl: Dll. IUCUAHI) BECK 801 Llncoln Drive, Grand Forks, North Dakota. Styrkið félagið með þvf að gerast meðllmlr. Ársgjald $2.00 — Tfmarlt félagsins frítt. Sendist til fjárm&laritara: MR. GCÐMANN LEVY, 186 LJndsay Street, Winnipeg 9, Manltoba. FJAÐRAFOK Forn brýni Brýni úr flögubergi hafa mjög oft fundizt annars stað- ar en í kumlum, og eru eitt óbrigðulasta kennimark um mannabústaði yfirleitt. Menn hafa brýnt mikið, enda járn of deigt og seyrt. Stærsta brýni, sem fundizt hefir hér á landi, fannst í Rangá eystri skammt frá Stóra-Hofi, 78,8 sentimetra langt og mjög brýnt. Má ætla að slík stór- brýni hafi verið ætlað til brýnslu sverða og annara lang eggjaðra járna. öll eru brýnin úr erlendum steini, svo sem ætíð hefir verið hér á landi, líklega norskum. Kaupmenn hafa flutt flöguberg inn í stór- um stykkjum, er síðan hafa verið klofin niður í brýni. 1 Þverárdal í Húnavatnssýslu fundust fjögur mjög stór brýni, hið lengsta 70 sm., öll óbrýnd og líta út sem hrá- efni. Ekki er vitað frá hvaða tíma þau eru, en vel geta þau verið frá fornöld. í 10. aldar skálarústum í Skallakoti í Þjórsárdal, fannst sams konar flögubergsdrjóli, 49 sm. lang- ur. Sennilegt er að kaupmenn hafi flutt inn flöguberg í þess- ari mynd og selt landsmönn- um til brýna. Enginn nothæf- ur brýnslusteinn er til í nátt- úrunnar ríki á Islandi. (Kuml og haugfé)- Gvendarbrunnar Guðmundur biskup góði sagði svo um vatnsvígslur sín- ar: „Nú þó að allir óvinir mín- ir kalli vígslur mínar engu neytar, þá veit eg þó, að guði þykir eigi svo, og mér þykir mörgum gagn að yfirsöngvum mínum verða, og svo þykir þeim, ér trú hafa til að njóta eftir því, sem guð vill að verði“. Hefir og jafan verið mikil trú á það vatn, er biskup vígði, að það hefði í sér mik- inn kraft, og einkum mikinn læknisdóm, er varð mönnum til mikillar heilsubótar í ýms- um sjúkdómum. — Það er því einn af hinum merkilegu atburðum í sögu Reykjavíkur, er Gvendarbrunnar voru gerð ir að vatnsbóli hennar. Það er að sínu leyti jafn merkilegt og að öndvegissúlur Ingólfs skyldi berast hingað, og að af fyrsta bænum í landinu skyldi verða höfuðborg þess. N j arðvíkur kirk j a Kirkjan í Innri-Njarðvík, orðin altimburkirkja, á ekkert utan það hún á stendur, þar hún fékk ekki kirkjurétt fyrri en í Jóns biskups Vídalíns tíð. Njarðvíkur áttu áður kirkju- sókn yfir heiði, suður í Hafnir, varð (kirkjan) fyrst annexia frá Hvalnesi og þar eftir að Kálfatjörn 1811, þó framar presti til kostnaðar en ábota. —(Sóknarlýs. 1840) KAUPIÐ og LESIÐ —LÖGBERGI Minnist BETEL í erfðaskróm yðar G. F. Jonasson. Pres. & Man. Dlr Keystone Fisheries Limited Wholesale Distrlbutors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise St. WHitehall 2-6227 Van's Electric Ltd. 636 Sargenl Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARV ELECTRIC — MOFFAT SUnsel 3-4890 PARKER. TALLIN. KRIST- JANSSON, PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker. Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker, Clive K. Tallln Q.C., A. F. Kristjansson. Hugh B Parker. W. Steward Martin 5th (1. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. WHitehaU 2-3561 Thorvaldson, Eggerlson. Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg Portage and Garry St. WHitehall 2-82»! CANADIAN FISH PRODUCERS LTD J. H. PAGE, Managlng Directoi Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: Rem.: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917 FRÁ VINI THE MODEL FUR CO. D. MINUK. PROP. Fur Coats Made To Order. Repairing, Remodelling, Relining & Storing, and Sports Wear. Tel. WHitehaU 2-6619 Res. JUstice 6-1961 304 Kennedy St. Winnipeg, Man. JAMES CROFT & SON Phone WH 2-6012 321 Garry St. — Winnipeg 2 t Icclandic Records Pianos & Organs Educational Muslc Musical Instruments — Af hverju viltu ekki leika þér við Villa? — Hann er svo leiðinlegur. — Hvernig? — Hann grenjar alltaf, þegar ég lem hann með hamri.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.