Lögberg - 23.01.1958, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 23. JANÚAR 1958
Frá Tyner, Saskatchewan
Forsetar ísfamls og liandaríkjanna í Flngvallarhótcllnu. Moð þetm á
myndinni er Dýrflnna Oddfreðsdóttir, sem bar fram veitlngar í Islcnzkum
búningi. Kisenhower hafði orð á bví hve fallegur búnlngurinn væri.
(Ljósm. Mbl. Öl. K. Magnúason)
Forsetar íslands og Bandaríkjanna skáluðu
í kampavíni á Keflavíkurflugvelli í nótt
Eisenhower var þreyiulegur, þegar hann kom, — en fór
hress í bragði.
Kæru riisijórar Lögbergs:
Mér var send með flugpósti
að heiman innílögð mynd af
systur minni Dýrfinnu, sem
hefir átt heima í og hugsað um
gamla Ráðherrabústaðinn í
mörg ár.
„Sjáið þið hana systur
mína“ hún er á þessari mynd
á milli Forseta Islands og
Bandaríkjanna. Þetta var í
annað sinn, sem hún hafði
borið á borð fyrir Eisenhower,
og hafði hann áður beðið um
að hafa mynd tekna af sér og
þessari íslenzku konu. Dýr-
finna hefir ef til vill tekið á
móti fleiri gestum, bæði háum
og lágum heldur en nokkur
önnur íslenzk kona og hefir
verið heiðruð með gullmeda-
líum af Forseta Islands og
konungum Danmerkur og
Svíþjóðar; hún klæðist ís-
lenzka búningnum daglega og
hefir haft sér til hjálpar, þegar
þörf er á, konur sem klæðast
þjóðbúningnum.
Gaman þætti mér ef þið
hjónin vilduð setja þetta í
Lögberg, þar sem ég á margt
skyldfólk og vina og venzla-
fólk hérna megin hafsins eigi
síður en heima- Ef það væri
Nýlega er komið út á ísa-
firði „Ársrit Sögufélags Isfirð-
inga“ fyrir 1957, en það er
annar árgangur ritsins, sem
hóf göngu sína í fyrra. Rit-
stjórnina skipa Björn H. Jóns-
son fyrrv. skólastjóri, Jóhann
Gunnar Ólafsson bæjarfógeti
og Kristján Jónsson frá Garðs-
stöðum.
Ársritið, sem er allstór bók
(nærri 200 bls.) og snyrtilegt
að frágangi, hefst á félagatali
Sögufélagsins, og er ánægju-
legt að sjá það, að þeim fer
fjölgandi innan Isafjarðar og
utan, sem styðja jafn ágætan
félagsskap og slíkt héraðssögu
félag er, helgað varðveizlu
sögulegra fræða og minja á
ísafirði og annars staðar á
Vestfjörðum.
Af meginmáli ritsins er því
næst fyrst á blaði gagnfróðleg
grein, einkum um mann- og
ættfræði, „Úr minnisblöðum
Ólafs Ólafssonar skólastjóra á
Þingeyri.“ Segja má þó, að ætt
fræðin sé í rauninni aðeins
umgerð meginefnis greinar-
innar, sem er það, að rekja
feril eiginhandrits Passíu-
sálma séra Hallgríms Péturs-
sonar, og fæ ég ekki betur séð,
en að greinarhöfundi hafi, með
góðum rökum, tekizt að
bregða nýju og sannara Ijósi
á það mál.
Frásögn Valdimars Þor-
valdssonar „Fyrsta ferð mín
með vélbát“ og „Sjóferð“ eftir
Gísla Maríasson eiga sam-
merkt um það, að þær segja
báðar frá minnisverðum sjó-
ferðum frá fyrri árum.
Jóhann Gunnar Ólafsson
31. desember 1957
nokkur aukakostnaður við
það að setja þetta í blaðið,
bið ég ykkur um að láta mig
vita, og væri ég glaður að
mæta þeim aukakosnaði.
Æskuvinur minn, Árni
Árnason frá Austur-Bakka,
sendi mér þessa blaðsíðu
Morgunblaðsins vegna mynd-
arinnar.
Héðan úr sveit er allt gott
að frétta, góðviðri og vellíðan
yfirleitt, því að við erum í
þeim parti af Saskatchewan,
sem góðæri hefir haft í mörg
ár og bændur hafa getað selt
mikið korn, því að þeir fram-
leiða svo gott hveiti — bæði
vorhveiti og einnig töluvert af
hörfræi og smjörkáli (Flax
and Ropeseed).
Við hjónin keyrðum í bíl
okkar þvert yfir fylkið til
þess að halda jólin með ást-
vinum og góðvinum okkar og
var færðin og ferðin hin á-
kjósanlegasta.
Með hugheilum nýárs ósk-
um til ykkar hjóna, með þakk-
læti fyrir það gamla og öll hin
á undan runnin, ætíð blessuð.
Ykkar einlægur,
Krislinn O. Oddson
ritar fróðlega grein um
Byggðasafn Vestfjarða eftir
nýjum heimildum, sem komið
hafa í leitirnar síðan saga
safnsins var rakin í megin-
dráttum í fyrsta árgangi árs-
ritsins. I greininni er einnig
skrá yfir muni, sem Ragnar
Ásgeirsson ráðunautur safn-
aði, er hann ferðaðist fyrir
Byggðasafnið allvíða á Vest-
fjörðum sumarið 1956; hefir
honum sýnilega orðið vel til
fanga.
Eftirfarandi greinar eru all-
ar skilmerkilega samdar og
um margt merkilegar aldar-
farslýsingar, er eiga sér því
sambærilegt sögulegt gildi:
„Aldarháttur í Önundarfirði
á 19. öld“ eftir Guðmund Ei-
ríksson, hreppstjóra á Þor-
finnsstöðum; „Auðkúla í Arn-
arfirði“ eftir Jón Á- Jóhanns-
son frá Auðkúlu; „Bæjarhús á
Vesturlandi á 19. öld“ og „Um
búendur í Mjóafirði við ísa-
fjarðardjúp um aldamótin
1900“ eftir Runólf Þórarins-
son. Sögulegan fróðleik er
einnig að finna í greinunum
„Vestfirzkar veðurfarslýsing-
ar“ og „Fimm gamlir leg-
steinar“; hin fyrrnefnda þeirra
á einnig málsögulegt gildi, því
að þar er talinn upp fjöldi
vestfirzkra veðurheita.
Ágætur fengur er að hinni
ítarlegu og vönduðu grein
Kristjáns Jónssonar frá Garðs-
stöðum um Þorvald Jónsson
lækni; er sú grein skrifuð af
mikilli þekkingu á viðfangs-
efninu og næmum skilningi,
en jafnframt af fullri hrein-
Eisenhower Bandaríkjafor-
seti var í gærkvöldi gestur for-
seta Islands, Ásgeirs Ásgeirs-
sonar, í hótelinu á Keflavíkur
flugvelli og skáluðu þeir í
kampavíni. — Eisenhower var
á heimleið af Parísarfundin-
um og hafði hann óskað eftir
því að koma við á Keflavíkur-
flugvelli, ef tök yrðu á. Þar
lenti flugvél hans, Columbine
III, í stjörnubjörtu veðri kl.
tíu mínútur yfir tíu.
Flugvélinni var ekið rak-
leitt af flugbrautinni inn í
aðalflugskýlið, þar sem for-
seti íslands tók á móti honum,
ásamt Muccio, sendiherra
Bandaríkjanna hér. Heiðurs-
vörður, skipaður mönnum úr
landher, flugher og flota
skilni, og bregður upp einkar
glöggri mynd af þeim athafna-
sama merkismanni, sem þar
ræðir um. Eftir að hafa rakið
ævi- og starfsferil hans, lýkur
höf. frásögn sinni um hann
með þessum orðum: „Þorvalds
læknis Jónssonar má því
minnast meðal hinna fremstu
manndómsmanna og hinna
nýtustu, sem í þessu héraði
hafa starfað.“ Er það bæði
skylt og þakkarvert að halda
á loft minningu slíkra nyt-
semdarmanna.
Þá er framhald (4. og 5.
kafli) af hinni læsilegu og um
margt fróðleiksríku sjálfsævi-
sögu Hallbjörns E. Oddssonar,
sem sögð er á mjög hispurs-
lausan hátt.
Milli greinanna í ritinu er
stráð lausavísum og öðrum
þjóðlegum kveðskap eftir
ýmsa Vestfirðinga, og eykur
það mjög á fjölbreytni inni-
haldsins.
Annars heldur Ársritið, að
öllu athuguðu, prýðisvel í
horfi, og er kærkominn lestur
þeim, er unna sögulegum fróð-
leik, hvort sem þeir eru Vest-
firðingar eða eigi, en vitanlega
talar slíkt héraðsrit sérstak-
lega til þeirra, er þangað eiga
rætur að rekja.
varnarliðsins og ellefu íslenzk-
um lögregluþjónum með hvít-
ar axlarólar og belti, stóð við
landgöngubrúna. Þegar flug-r
vél forsetans var ekið inn í
flugskýlið, fylgdu henni fjórir
stórir slökkviliðsbílar og
brunaliðsmenn í asbestfötum.
Eisenhower steig út úr flug-
vélinni strax og hún nam
staðar. Hann var klæddur í
grá föt, dökkbláan frakka með
gráan hatt á höfði. Yfirmaður
varnarliðsins á íslandi kynnti
hann fyrir forseta Islands og
gengu þeir síðan milli heiðurs-
fylkinganna að bíl sendiherr-
ans. Eisenhower var þreytu-
legur og rjóður í andliti, en þó
skrafhreyfinn. Þegar að bíln-
um kom, vildi forseti Islands,
að Eisenhower stigi'fyrst inn í
hann, en hann var ófáanlegur
til þess, og varð Ásgeir Ás-
geirsson að láta í minni
pokann.
Fylgdarlið forsetans kom á
eftir og skipuðu það m. a.
John, sonur hans, dr- Snyder,
líflæknir Eisenhowers, Strauss
yfirmaður kjarnorkumála-
nefndarinnar og Killian ráð-
gjafi forsetans um vísindaleg
efni. — I flugvél, sem komið
hafði á undan voru m. a.
Twyning herráðsforingi Banda
ríkjanna og Anderson fjár-
málaráðherra, ásamt konu
sinni. Má geta þess, að hún
keypti tvö gæruskinn í minja-
gripasölunni. Á eftir bíl for-
setans óku lífverðir Eisen-
howers, sem komið höfðu í
sérstakri flugvél. — Meðfram
leiðinni, sem ekin var til hó-
telsins stóðu varnarliðsmenn
með 20—30 metra millibili, og
báru þeir hríðskotariffla.
Á efri hæð Flugvallarhótels-
ins voru Eisenhower og föru-
neyti hans bornar veitingar,
sem Pétur Daníelsson hótel-
stjóri annaðist. Voru það
smurðar snittur og kaffi, svo
og vínföng. Forsetarnir rædd-
ust alllengi við einslega, en
þó fylgdi líflæknir Eisen-
howers honum eins og skuggi.
Síðar var Eisenhower kynntur
fyrir Gylfa Þ. Gíslasyni, sem
nú gegnir störfum utanríkis-
ráðherra, svo og nokkrum öðr-
um íslenzkum embættismönn-
um.
Blaðamenn Reykjavíkur-
blaðanna höfðu vænzt þess að
fá tækifæri til að eiga stuttan
fund með Bandaríkjaforseta,
en af því gat ekki orðið, enda
forsetinn þreyttur eftir ferða-
lagið. Ljósmyndarar blaðanna
fengu þó að taka myndir af
móttökunum. Hafði Banda-
ríkjaforseti þá hvílzt nokkuð
eftir ferðalagið, var orðinn
mun hressari í bragði og sagði
gamansögur, m. a. af blaða-
ljósmyndara nokkrum, sem
hugðist taka mynd af honum
í París, en varð fyrir því slysi,
að leifturperan þeyttist út í
loftið og flaug yfir höfuð hans.
Annar ljósmyndari, sem var
þar nærstaddur, náði mynd af
atvikinu, og þótti vel af sér
vikið.
Skömmu áður en Eisen-
hower hélt för sinni áfram
vestur um haf, var honum og
fylgdarliði hans afhent ís-
landsbók Almenna bókafélags
ins og hefir Eisenhower vafa-
laust blaðað í henni, því að
hann ræddi við forseta Islands
um fagrar sveitir og stór-
brotna náttúru, þegar þeir
gengu út úr Flugvallarhótel-
inu, þá var kl. rúmlega hálf
tólf.
☆
Flugvél Eisenhowers hélt
um miðnættið áfram vestur
um haf. Fékk hún töluverðan
mótvind á leiðinni — og á-
ætlaði flugstjórinn 8,55 stunda
flug til Langer herflugvallar-
ins í Maine, en þar var höfð
viðkoma á leiðinni til Wash-
ington. —Mbl. 20. des.
Prófessorinn var að koma
heim úr kvöldgöngu, og þegar
hann nálgaðist húsið sitt, sá
hann, að ljós logaði í skrif-
stofu hans. Hann nam staðar,
horfði undrandi á ljósið, klór-
aði sér í hnakkanum og taut-
aði: — Þetta var þó skrýtið;
um þennan tíma er ég aldrei
vanur að vera heima.
Subscription Blank
COLUMBIA PRESS LTD.
303 Kennedy Street, Winnipeg 2
I enclose $.. for ....... subscr.ption to the
Icelandic weekly, Lögberg.
NAME ....................................
ADDRESS ..................................
City............................. Zone...
Fróðlegt héraðssögurit
Eftir próf. RICHARD BECK