Lögberg - 23.01.1958, Side 6
6
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 23. JANÚAR 1958
GUÐRÚN FRA LUNDI:
DALALÍF
„Méð líður nú bara ágætlega“, svaraði fóstra
hennar. „Náttúrlega hef ég talsverða verki, sem
eðlilegt er, þegar maður kemur aldrei á hestbak.
Kannske hef ég illt af þessum kyrrsetum, eins og
Jón segir stundum við mig. Ég var betri til heils-
unnar, meðan ég hreyfði mig meira. Þá var nú
stundum sprett úr spori eftir dalnum, Dísa mín.
Þá var stundum gaman að sjá til Fálka, þó að,
það væri ekki sama skepnan, sem nú ber það
nafn“.
„Kristín er svolítið hrifin af því að sjá pabba
á hestbaki“, sagði Dísa. „Hún er alltaf að tala um
hann — segist ekkert skilja í því, að hann skuli
vera kvæntur þér. Hún nefnir þig ýmsum nöfnum,
gluggablóm" og „nunnu" — svona rétt til að horfa
á. Svo segir hún, að Jakob verði alveg eins — og
það verði Ella á Ásólfsstöðum, sem fái hann- Hún
dekri við hann alveg eins og pabbi við þig“.
„Þið eruð þá ekki þegjandi við útivinnuna“,
var þá allt í einu sagt rétt hjá þeim. Jakob stóð
úti fyrir opnum glugganum. „Heldurðu að þú
kærðir þig um að hlaupið væri með hvert orð,
sem þú leggur til umræðnanna í garð þeirra, sem
fjarverandi eru, því að varla ert þú þegjandi,
þegar þær ræðast við? Svo að nú getur þú enn
heitið sögusmetta“, eins og Þórður nefndi þig í
gamla daga, þegar þú gekst á milli með klögu-
málin“.
Dísa eldroðnaði, þegar hún heyrði og sá til
Jakobs. „Ég gæti nú hugsað mér, að þér þætti nóg
um, ef þú heyrðir, hvernig Kristín talar um
mömmu", stamaði hún. „Hún segir, að hún geri
aldrei ærlegt handarvik og það sama segir hún
um þig sjálfan“.
„Þó að hún segi það um mig, er það ekki annað
en sannleikur“, sagði hann stuttlega.
„Hún er víst ofboðsleg í munninum“, sagði
Anna Friðriksdóttir. Henni þótti leiðinlegt, að
Jakob skyldi heyra þetta þvaður í Dísu.
„Ef hún talar óviðkunnanlega, ætti Dísa ekki
að hafa það eftir. Mér finnst, mamma, mín, að þú
ættir ekki að leyfa henni að koma með svona
þvætting inn til þín. Það hefur ekki góð áhrif
á þig“.
Dísa fór fram sneypt og gröm. Var hann virki-
lega reiður, þessi geðprúði piltur, sem aldrei skipti
sinni sínu? Það var einmitt nærvera hans, sem
kenndi henni að haga sér öðruvísi en hún hafði
gert um veturinn. í návist hans gat það ekki komið
til mála að vera með geðvonzku eða merkilegheit.
Slíkt fyrírliti hann. Svo yrði þá faðir hans heldur
ekki lengi að koma henni burtu, ef hún semdi sig
ekki að siðum heimilisins. Það var því ekki um
a'nnað að gera en að þræla og vinna, þótt hana
hefði verið búið að dreyma um heimasætustöðu
á þessu heimili. Og svo stóri draumurinn- Hvað var
það að þurfa að þræla, ef hann átti eftir að rætast?
Og hann skyldi rætast! Dísa þorði ekki að koma
inn í hjónahúsið næstu daga, því að þar var Jakob
vanalega, þegar hann var innanbæjar. Hann var
farinn að vinna með hinum karlmönnunum við
fjárhúsbyggingu og fleiri útiverk. Dísa sagðist
ekkert skilja í honum, að láta hafa sig í að flytja
torf og hnausa. Það væri þó andstyggilegt verk.
„Það hljóta að dökkna hræðilega á honum
hendurnar, aumingja piltinum“, sagði Kristín
háðslega.
„Það er aldrei hægt að tala við þig eins og
aðrar manneskjur", sagði Dísa gremjulega. „Þú
ert sífellt að hæðast að mömmu og Jakobi og
lítilsvirða þau“.
„O, þau verða ekki smærri en þau eru fyrir
það, geta tæplega minnkað“, var svar Kristínar.
Þetta var of ósvífið til þess að hægt væri að
þegja yfir því, enda kom Dísa því inn fyrir dyra-
stafinn til fóstru sinnar um kvöldið. Anna varð
því frekar fáskiptin við þessa orðhvötu vinnu-
konu, enda var margt í fari hennar, sem hún gat
ekki fellt sig við. „Verst af öllu er þó, hvað hún
blótar mikið“, sgaði Anna.
„í guðsbænum talaðu ekki svona, manneskja,
þegar börnin eru allt í kringum þig“, sagði Anna
einu sinni, þegar henni ofbauð, hvað Kristín ruddi
út úr sér af blótsyrðum.
„Kannske þau hafi verið flutt hingað til þess
að venja mig af því að bölva? Mér gengur það
víst erfiðlega", svaraði Kristín, „mér finnst tals-
vert hressandi að grípa til þess, þegar ég er að
flýta mér eitthvað, en krakkagreyin eiga sjálfsagt
eftir að læra svona lagað, ef þau eru ekki búin
að því. Slíkt er hægt að læra í kaupstöðunum“.
„Það hefur aldrei liðizt hér á heimilinu að
ganga blótandi um bæinn", sagði húsmóðirin. „Ég
vona, að þú leggir þessi ósköp niður“.
)rÉg er nú orðin þrítug að aldri og býst ekki
við að verða hlýðin eða taka upp nýja siði — og
líklega fell ég illa inn í þennan heimilisramma
hérna“, sagði Kristín kuldalega.
Ekki urðu samræðurnar lengri í þetta skipti,
en fálætið óx að miklum mun við þessi orðaskipti.
Nokkrum dögum síðar kom aftur til árekstra
milli þeirra. Kristín var að búa út nesti til dags-
ins. Nú átti að fara fram að Seli og taka upp mó-
Hún raðaði nestinu ofan í tréfötur og smellti loki
yfir, en annað lokið vildi ekki falla eins fljótt og
hún vildi vera láta, því að hún kærði sig ekki um
að verða á eftir hinu fólkinu úr hlaði. Þá kom
Anna Friðriksdóttir fram rétt í því að fötulokið
fékk vel útilátna dembu af blótsyrðum fyrir
óhlýðnina.
„Ekkert skil ég í þér, manneskja, að láta þessi
ósköp út úr þér“, sagði Anna í vandlætingartón.
„Nú, þá fyrst gekk það þó“, sagði Kristín og
snaraðist út með föturnar og kom þeim á karl-
mennina og flýtti sér svo inn aftur til að hafa skó-
skipti. Dísa mætti henni í göngunum og spurði
hana, hvar húsbóndinn væri, mamma sín þyrfti
að tala við hann.
„Hvað skyldi ég svo sem vita um hann, ekki
er hann undir pilsunum mínum“, svaraði Kristín
afundin.
„Ég get sagt þér það, Kristín", sagði Anna,
þegar Kristín kom inn í eldhúsið, „að ég get ekki
þolað svona tal. Þú verður að leggja það niður á
meðan þú ert hér, þó að þú hafir haft það á tak-
teinum þar, sem engin kurteisi hefur þekkzt“.
Kristín þreif skýluklútinn af stólnum, sem
hún hafði setið á, og Borghildur opnaði dyrnar
fram í göngin, svo að þær losnuðu sem fyrst við
hana, en Kristín var óvön því að hafa ekki síðasta
orðið. Hún sneri sér að húsmóður sinni og sagði:
„Skárra er það nú stærilætið, það tarna. Það væri
ráðlegast fyrir þig að binda manninn þinn við
rúmstuðulinn, svo að þú þurfir ekki að vera að
krefja vinnukonurnar um hann“. Svo var hún
horfin.
Anna tók andköf af vandlætingu. „Hún er
alveg óþolandi, þessi manneskja, svarar bara
skætingi. Þvílík ósköp að fá hana í stað hennar
Gróu“.
„Hún hlýtur að hafa alizt upp með sjóstrák-
um, þessi manneskja“, sagði Borghildur. „En þetta
var nú líka kjánaskapur af Dísu að fara að spyrja
hana eftir Jóni. En það var ólíkt að hafa hana
Gróu. Þó að hún talaði stundum mikið, var það
ekki ókurteisi.
,^Ég skil nú bara ekkert í hjónunum á Felli
að útvega okkur þessa manneskju", andvarpaði
Anna.
„Hún er dugleg sé ég er“, svaraði Borghildur-
„Loksins er ég þó búin“, sagði Kristín, þegar
hún kom út á hlaðið. Dísa og Laufey biðu eftir
henni á hestbaki. Karlmenirnir voru allir horfnir
fram fyrir klif fyrir löngu, nema Jakob, sem var
með kerruhestinn. Allir krakkarnir hans Sigga og
Kristján voru í kerrunni ásamt nestisfötunum og
fleiru.
„Við biðum eftir þér“, sagði Laufey, „annars
hefðum við verið komnar hálfa leið fram eftir".
„Ég gæti trúað því, þar sem Dísa mætti mér
núna rétt í göngunum. Það er ekki mikið, þó að
þið séuð komnar á bak, sem ekki hafið snert á
nokkru verki. Við höfum orðið að útbúa nestið
tvær einar, Borghildur og ég. Þið eruð reglulegar
letidræsur“.
„Við þurfum ekki að flýta okkur“, sagði Dísa,
„þeir verða ekki búnir að stinga ruðninginn,
þegar við komum“.
„Þú ert alltaf ánægð að koma til vinnunnar á
eftir öllum“, sagði Kristín, „en það er ég ekki.
Þótt ég búist ekki við að fá mikið hrós hér á þessu
heimili, skal ekki verða hægt að segja að ég vinni
illa. En ég læt engan setja mér neinar lífsreglur.
Ég bölva, þegar mig langar til, og svara fullum
hálsi, hvernig sem svipurinn verður á þeim bæjar-
frúnum. Og svo skulum við reyna að hafa okkur
áfram“. ,
„Hvernig skyldi Jakobi ganga með kerruna
með öllu þessu drasli í?“ sagði Dísa, þegar þær
voru komnar fram fyrir klifið og sáu ekki lengur
til ferða hans.
„Vertu ekki alltaf með hugann hjá honum.
Hann fer hægt, en þumlungast þó áfram. Það á
líklega bezt við hann, enda er ekki hægt að fara
hart með kerruna", sagði Kristín.
„Mér lízt miður vel á það, ef allir þessir
krakkaormar verða hér í sumar. Pabbi er sífellt
að tala um það við Sigga að láta þau verða eftir,
þegar hann fer. Ég geng þá hreint og beint burtu
af heimilinu", nöldraði Dísa.
„Hvað eiginlega gera þessir angar þér? Mér
sýnist þeir vera hægir og geðfelldir“, sagði Kristín.
„Húsbóndinn er svo ánægjulegur á svipinn yfir
þeim, að það er unun að sjá hann, og húsmóðirin
er alltaf sivinnandi við að þvo fötin af þeim og
pressa þau. Hvað getur verið ánægjulegra? Og
svo er hann svo kátur og spilandi, hann faðir
þeirra".
„Sá er nú skemmtilegur, alltaf að stríða
manni, þetta svín“, sagði Dísa.
„Hvað þarftu eiginlega að láta þér vera stríðni
í því, þó að hann sé að tala um að þú sért með
„postulasvip“?“
„O, ég skil nú ósköp vel, hvað hann er að fara.
Við höfum þekkzt áður. Hann er regluleg ótukt“,
sagði Dísa, en vildi þó ekki segja meira.
Eftir þetta orðakast milli Önnu og Kristínar
fór viðmótið að verða heldur kuldalegt á báðar
hliðar. Samtölin urðu stutt og köld. Þó að Anna
reyndi að t.ala hlýlega til Kristínar, svaraði hún
jafnan með kulda eða jafnvel útúrsnúningi- En
Borghildi datt ekki í hug að rétta fram höndina
til sátta, því að hún fann, að hún hafði fyrir
ekkert að bæta. Samkomulagið varð því heldur
óvanalegt — stutt og köld svör, sem breyttust
með hverjum degi í fálæti eða algerða þögn. Ekki
bætti það heldur, að Dísa færði fóstru sinni allt,
sem Kristín talaði um hana og heimilislífið, þegar
þær voru við útivinnuna, og einnig mörg hrósyrði,
sem húsbóndinn sagði um dugnað Kristínar. Það
leit helzt út fyrir, að bæjarbragurinn ætlaði að
fara að líkjast því, þegar Ketilríður hafði verið
upp á sitt bezta, að því undanskildu, að Dísa var
alltaf í mikilli vináttu við húsmóðurina, en lítið
gefið um húsbóndann. En Kristín gerði sér mikið
far um að ná hylli hans. Hún tók upp þann sið,
að ræða eingöngu við hann, þegar setið var að
snæðingi. Hún bjóst við, að með því móti gæti
hún gert konu hans gramt í geði. En vanalega
þurfti þá Þórður að tala eitthvað við hann, og
stundum varð Jakob líka að fá svar við ýmsu, en
enginn maður getur þó svarað þremur í einu,
hversu greiður sem hann er í svörum, og þess
vegna varð það hlutskipti hennar að fá sjaldan
svör. Hún vissi, að þetta var engin tilviljun,
heldur unnu þessir menn á móti henni. Þá grunaði
sjálfsagt, í hvaða tilgangi hún héldi uppi þessum
fjörugu samræðum, og þeir voru samtaka í því að
vernda húsmóðurina frá að verða afbrýðisjúk, en
til þess hafði þessi grái leikur verið tekinn upp.
Kristínu varð því fljótlega jafnkalt til þeirra og
önnu.