Lögberg - 23.01.1958, Page 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 23. JANÚAR 1958
3
Business and Professional Cards
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA 1 VESTURHEIMI
Forsetl: DR. RICHARD BISCK
801 Llncoln Drlve, Orand Forka, North Dakota.
Styrklð félagið með því að gcrast meðllmir.
Arsgjald $2.00 — Tímarit félagsins fritt.
Sendist til fjárm&laritara:
MR. GCÐMANN LEVY,
185 Llndsay Street, Winnipeg 9, Manltoba.
VARNIR
Af og til að undanförnu hafa
yfirvöldin hér verið að út-
býta upplýsingum um það,
hvernig fólkið í borginni á
að haga flóttanum, ef til þess
kemur að vetnissprengjum
verði kastað hér niður af ein-
hverri ímyndaðri óvinaþjóð —
sem fullyrt þó samstundis er
að sé og verði Sovét-ríkin,
þau rússnesku að minnsta
kosti.
Nú vita allir, sem í Van-
couver eiga heima, að til eru
aðeins tveir akvegir út úr
borginni, og reynslan hefir
sýnt að næstum við hver viku-
lok er umferðar-stíflan þar
svo mikil að allt situr fast svo
klukkustundum skiptir, þó
minna en hundraðasti borgar-
búanna sé þar á ferð. í hina
áttina, út til sjávar, gætu
máske fáein hundruð flúið á
þeim bátum, sem hér eru til,
og ef til vill eitt eða tvö þús-
und kæmust á burt með þeim
þrem járnbrautar-lestum, sem
hér eiga bækistöð. Auðséð er
því að alt í alt yrði það minna
en einn tíundi hluti íbúanna,
sem komist gæti af stað, og
jafnvel honum yrði ómögulegt
að komast út fyrir hættu-
sviðið, þó engin önnur
sprengja félli á umhverfið.
Það fylgir fregninni að fjar-
lægðin til öryggis verði að
vera 20 til 200 mílur, eftir því
hvernig vindstaðan er; og
með því að vitað er að fyrir-
varinn gæti ekki orðið meiri
en fáar mínútur, liggur í aug-
um uppi, að enginn kæmist
þangað sem þyrfti.
Ekki er heldur hugsanlegt
að búa svo um sig innan hins
eitraða svæðis að örugt sé,
því eitrunin endist of lengi til
þess. Engin stórborg gæti
hafst við neðanjarðar án vatns
og vista svo árum skiptir, þó
til væru grafhýsi nægilega
stór til þess að hýsa alt fólkið.
Andrúmsloftið, til dæmis, yrði
að sækja út fyrir hið sýkta
svæði, og það eitt saman yrði
meira en nóg viðfangsefni, þó
allar aðrar nauðsynjar væru
á takteinum — sem auðvitað
gæti ekki átt sér stað.
öllum vísindamönnum ber
saman um að tiltölulega fáar
sprengjur gætu gert álfuna ó-
byggilega með öllu til margra
ára, og einnig það, að engin
vörn gegn þeim sé enn upp-
fundin og sé að líkindum ó-
möguleg. Alt hjalið um við-
búnað gegn þess konar árás-
um er því út í hött og öll
biljónaeyðslan í því sambandi
algeralega til ónýtis. Eina
hugsanlega leiðin til lífs og
friðar er því afvopnun og það
samkomulag um mannréttindi,
sem henni hlyti að fylgja.
Hvorttveggja stendur öllum
til boða, sem þiggja vilja; og
svo er fyrir að þakka að flest-
um þjóðum heimsins er það
orðið áhugamál. Að mínu áliti
eru það aðeins Bandaríkin og
já-lendur þeirra, sem slíkri
hugsjón eru andvíg. Smá-
þjóðirnar myndu fljótt sam-
sinnast þannig stefnu, enda
með öllu ófærar til alvarlegs
ófriðar; og lönd sócialismans,
eins og vitað er, hafa haft
friðinn (með afvopnun) fyrst
og efst á stefnuskrá sinni um
full 40 ár. Þeim er friðurinn
nauðsynlegur, ekki einasta til
vaxtar og velferðar, heldur og
líka er hann samræmur því
fyrirkomulagi, sem þau þrá og
stefna að.
Alt þetta hljóta herrarnir
hér í vestri að vita, og mér er
nær að halda að fæstir þeirra
vilji eða þori að efna til eins
veraldar-stríðsins ennþá. Þeim
mun skiljast að það yrði veldi
þeirra og ríki að falli, og
sennilega öllu mannkyni jarð-
arinnar til tortímingar. En
„kalda stríðinu" vilja þeir
halda við á meðan mögulegt
er, svo að alþýðan haldist
óttaslegin og auðsveip á með-
an gefst. Og svo eru uppgrip
fjár í því að framleiða vopn
og annan viðbúnað á kostnað
hins opinbera-
Margar smáþjóðir heimsins
eru algerlega eða næstum því
vopnlausar og einmitt vegna
þess öruggari um sjálfstæði
sitt en hinar, sem stærri og
sterkari eru. Eina hættan sem
yfir íslandi vofir, til dæmis, er
hinn Ameríski her, sem þar
er staddur, og nálega hið
sama mætti segja með sanni
um ríkið Canada, væri það
einnig vopnlaust að öðru leyti.
Annað veifið er sá sannleikur
játaður, jafnvel af herrunum
sjálfum, en fljótt barinn niður
aftur áður en til neinnar að-
gerðar kemur.
Eitt af því ótrúlegasta og
versta í þessu sambandi er sú
staðreynd, að allir erindrekar
fólksins á þingum stór-þjóð-
anna á vesturhveli jarðar eru
meðmæltir vopna-viðbúnaði.
Sé um nokkurn skoðanamun
að ræða, þá felst hann ein-
göngu í því, hve miklu fé
skuli eytt í þann óþarfa. Má
því með mikilli sanngirni
segja að upp til hópa séu þeir
annaðhvort brjálaðir menn
eða óvandaðir mannhatarar.
Og á meðan svo stendur eru
horfurnar ekki vonvænlegar í
áttina til lífs og friðar. Hið
kalda stríð getur skjótlega
breytzt í alvarlegan hildarleik,
jafnvel að herrunum óvörum,
eins og varð 1914 og nærri lá
við líka í sambandi við ófrið-
inn í Kóreu.
Vopn og vírgirðingar hafa
aldrei náð að hemja eða inni-
loka hugsanir manna, og
renyslan ein verður endanlega
að sanna hvor hinna tveggja
aðallífsstefna, sem nú etja
um yfirráð og aðhald, sé sú
rétta. Vinsamlegri samkepni
um það atriði ætti vissulega
að vera tekið með velþóknun;
en langt er frá að svo sé. —
Herrarnir hér vestra treysta
fólkinu ekki til þess að loka
augunum og dæma sér í vil,
svo tjaldið er dregið fyrir og
áróðurinn aukinn.
Áður en kjarnorkan komst í
notkun mátti með nokkurri
sanngirni segja, að stórþjóð-
irnar þyrftu að eiga sér stríðs-
vopn og varnir, úr því að þeim
lánaðist ekki að þrá samkomu-
lag og frið. Smáþjóðunum,
hins vegar, gat slíkt aldrei
orðið að gagni, því í þannig
átökum er það aflið eitt sem
ræður leikslokum. En héðan
af eru allar varnar-tilraunir
sýnilega til einskis, og því fé,
sem til þeirra er varið, væri
betur kastað í sjóinn. Það yrði
miklu ódýrara, og jafn sigur-
sælt. 1 einu orði sagt er nú
svo komið, að öll stríðsvopn
sem þekkjast eru nothæf að-
eins til árásar en ekki til
varnar.
En svo er fyrir að þakka að
til er önnur aðferð, sem til
mikils öryggis mætti leiða, og
hún er sú, að verja fénu, sem
til hernaðar er eytt, til þess
að byggja upp landið á allan
mögulegan hátt: byggja gott
og fullkomið brautarkerfi í
allar áttir, brýr, stöðvarhallir,
aukin og endurbætt flutnings-
tæki og alt þar að lútandi,
margfalda húsnæðið í landinu
og framleiðslu matvæla og
allra þarflegra hluta, byggja
fleiri og stærri orkuver, á-
veiting, verkstæði, skóla, sam-
komuhallir, íþróttavelli og
fjölmargt annað. Við það auð-
veldaðist ekki einungis flótti
frá einu héraði til annars ef
við þyrfti, heldur og líka gæti
af því stafað svo mikil vel-
megun að land vort gæti langa
lengi staðist samkeppni við
hvaða þjóðfélag sem er, og
þar alið nægjusama, stolta og
friðelskandi þjóð — þjóð, sem
orðið gæti öllum öðrum þjóð-
um til fyrirmyndar og eftir-
dæmis. Það yrði ábyggileg-
asta vörnin. —P. B*
Leynd yfir örlögum
Burgess og MocLean
Kaupmannahafnarblaðið
Palitiken, skýrir svo frá fyrir
skömmu, að mikil óvissa og
leyndardómur sé nú um til-
veru Englendinganna tveggja,
sem hurfu fyrir nokkrum
árum síðan og skutu upp koll-
inum í Rússlandi — hinna
háttsettu embættismanna —
Burgess og MacLean. Blaðið
skýrir svo frá, að er banda-
rískur fulltrúadeildar þing-
maður hafi fyrir skömmu
verið í Moskvu, hefði hann
fundið bréf í frakkavasa sín-
um, sem hann hafði skilið eftir
í anddyri hótels nokkurs í
Moskva, þar sem skýrt var frá
því, að þessir tveir fyrrv. hátt-
settu embættismenn brezka
utanríkisráðuneytisins „hefðu
lent í slysi.“ Þingmaðurinn er
^ierirar skoðunar, að hér hafi
verið gerð tilraun til að segja
umheiminum frá því, að þeim
félögum hafi verið komið fyrir
kattarnef. — Þessi fullyrðing
þingmannsins er dregin í efa
í London. Jafnaðarmaðurinn
Tom Driberg skýrir m. a. frá,
að hann hefði verið í kirkju í
Moskva ásamt Burgess á svip-
uðum tíma og bréfið kom
fram í dagsljósið. —TÍMINN
Minnist
BETEL
í erfðaskróm yðar
— Það eru tveir menn, sem
ég dáist að, sagði ungi maður-
inn við unnustu sína.
— Jæja, svaraði hún — hver
er hinn?
SELKIRK METAL PRODUCTS
Reykh/ifar, öruggaata eldsvörn,
og ávalt hrelnlr. Hltaelnlngar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldl-
vlC, heldur hlta frS. aö rjflka tlt
meö reyknum.—SkriflÖ, stmlÖ tll
KELX.Y SVEINSSON
625 WaU St. Wlnnlpeg
Juat North of Portage Ave. -
SPruce 4-1634 — SPruce 4-1634