Lögberg - 23.01.1958, Side 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 23. JANÚAR 1958
Lögberg
GeflB Ot hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
303 KENNEDY STREET, WINNIPEG 2, MANITOBA
Utanáskrift ritstjðrans:
EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Skrifstoíustjðri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
"Lögberg” is published by Columbia Press Limited,
303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada
Printed by Columbia Prlnters
Authorized as Second Class Mall, Post Offlce Department, Ottawa
WHitehall 3-0931 ______________
Liberalar velja sér flokksforingja
1 vikunni, sem leið, háðu Liberalar flokksþing sitt í
Ottawa til að velja eftirmann St. Laurents, er lét af forustu
flokksins vegna þreytu og fyrir aldurssakir; flutti hann á
þinginu fagra og áhrifamikla kveðjuræðu, en með því lauk
forustu hans af hálfu Liberala, og var hann hyltur ákaft af
öllum þingheimi.
Mr. St. Laurent reyndist hollur og árvakur stjórnarfor-
maður; hann stækkaði landnám Canada bæði út á við og
inn á við. Newfoundland varð tíunda canadiska fylkið, og
rödd þjóðarinnar á vettvangi alheimsmálanna skýrðist að
mun. —
Það var í rauninni aldrei neinum vafa bundið, hver
eftirmaður St. Laurents myndi verða í foringjasessi; mikill
meirihluti flokksins, eins og skjótt kom í ljós á flokksþinginu,
hallaðist á þá sveif, að fylkja liði um Lester B. Pearson,
fyrrum utanríkisráðherra, er í verkahring sínum hafði aflað
sér heimsfrægðar og haft víðtæk áhrif á framvindu heims-
málanna, svo sem meðán á Suezvandræðunum stóð; var Mr.
Pearson ekki lengi að hugsa sig um hvaða stefnu skyldi taka;
að afloknum ráðuneytisfundi í Ottawa, flaug hann rakleitt
til New York, og kom því til leiðar við Sameinuðu þjóðirnar
að stofnaðar skyldu í þeirra nafni löggæzlufylkingar, er send-
ar yrðu til Egyptalands til að koma í veg fyrir hjaðningavíg
og blóðsúthellingar. Mr. Pearson fékk máli sínu framgengt.
Tíu þjóðir úr fylkingu Sameinuðu þjóðanna gengust inn á
að senda hervædda lögreglu til ófriðarstöðvanna í Mið-Austri.
Canadiski mannaflinn varð langstærstur, bæði að fótgöngu-
liði og flugstyrk; og svo rösklega var til verks gengið að hin
hervædda lögregla var komin til stöðva sinna áður en nokk-
urn varði. Áhrif Mr. Pearsons á þessum vettvangi heimsfriði
til öryggis verða ekki metin í hendingskasti, þó Verkin sýndi
merkin, er hann hinn 14. október síðastliðinn var form-
lega sæmdur friðarverðlaunum Nóbels. Og víst er um
það, að stórblöð vítt um heim, leggja meira upp úr um-
mælum Mr. Pearsons en Diefenbakers forsætisráðherra og
dr. Sidney Smiths.
Mr. Pearson er sextugur að aldri, eða rétt að segja
tveimur árum yngri en Mr. Diefenbaker; hann er fæddur í
Toronto af prestakyni, vanur sveitalífi í Ontario frá barn-
æsku, en lauk ungur prófi við Toronto-háskóla; hann tók
þátt í fyrri heimsstyrjöldinni, fór því næst til Chicago og
starfaði þar um hríð við heildsölukjötverzlun; hag sínum
undi hann þar ekki lengi, en lagði þaðan leið sína til Oxford-
háskóla; en er heim kom gegndi hann í nokkur ár prófessors-
embætti við Toronto-háskóla, þar sem hann einkum kendi
sögu; árið 1925 kvæntist Mr. Pearson og gekk að eiga Miss
Maryon Moody, sem var í hópi nemenda hans; þau eiga tvö
börn.
Árið 1928 gekk Mr. Pearson í þjónustu sambandsstjórnar,
og tókst á hendur aðstoðarutanríkisráðherraembætti 1941, en
árið eftir var hann skipaður sendiherra Canadastjórnar í
Washington; hann var í fremstu röð þeirra stjórnmálamanna,
er grundvöll lögðu að sáttmála Sameinuðu þjóðanna í San
Francisco.
Árið 1953 var Mr. Pearson forseti Sameinuðu þjóðanna,
og féll það meðal annars í hans hlut, að hafa víðtæk áhrif á
vopnahlésaðgerðirnar í Kóreu; hann átti einnig sinn mikil-
væga þátt í því, að hrinda í framkvæmd vopnahléi í Indo-
China og að Canada átti sæti í nefndinni, sem falið var að
vernda sættargerðir þar um slóðir. Hinn 10. september 1948
tókst Mr. Pearson á hendur utanríkisráðherraembætti í ráðu-
neyti St. Laurents og gegndi því með miklum ágætum fram
að þeim tíma, er Liberalflokkurinn beið ósigur í sambands-
kosningunum 10. júní síðastliðinn.
Um flokksforustuna gegn Mr. Pearson keptu Paul Martin
fyrrum heilbrigðismálaráðherra og borgarstjórinn í Portage
la Prairie, Mr. Henderson, er fékk á ársþinginu eitt atkvæði;
hann gegnir jafnframt prestsembætti í heimaborg sinni. Mr.
Pearson var kosinn við fyrstu talningu með yfir þúsund at-
Samlal við JAKOB JÓH. SMÁRA:
„Mér þykir gaman að fóst við róðgótu
tilverunnar — jafnvel í Ijóði" . . .
Ný ljóðabók kemur út um
þessar mundir hjá Bókaút-
gáfu Menningarsjóðs. Hún
hefur sérstöðu gagnvart öðr-
um bókum Menningarsjóðs að
því leyti, að hún flytur frum-
ort ljóð eftir núlifandi skáld.
Skáldið, sem þessa heiðurs
nýtur, er Jakob Jóh. Smári.
Útkoma þessarar ljóðabókar,
„Við djúpar lindir“, þykir
sömuleiðis tíðindum sæta
vegna þess, að Jakob Jóh.
Smári hefur ekki látið frá sér
fara ljóðabók í átján ár. Hann
hefur reyndar ekki setið auð-
um höndum þennan tíma.
Hann hefur afkastað miklu á
sviði bókmennta, meðal ann-
ars þýtt feikimikið, bæði ljóð,
sönglagatexta, óperutexta og
sögur-
Jakob Jóh. Smári er nú
hniginn á efri ár, 68 ára gam-
all. Hann er að menntun
magister í norrænni málfræði
og var um skeið íslenzkukenn-
ari við Menntaskólann í
Reykjavík. Hann hefur samið
og gefið út kennslubók í mál-
fræði og setningafræði og
samið orðabók.
Fyrsta kvæðabók Jakobs
Jóh. Smára kom út árið 1920
og hét „Kaldavermsl“, en
næsta bók, „Handan storms og
strauma“, kom út 1936. Þriðja
bókin kom út þremur árum
síðar og hét „Undir sól og
sjá.“
Og nú — átján árum síðar
— kemur út fjórða ljóðabók
Jakobs Jóh. Smára. í tilefni
þess átti tíðindamaður blaðs-
ins viðtal við skáldið, og fer
rabb þeirra hér á eftir:
— Hve langt er síðan sein-
asta ljóðabók þín kom út?
— Það eru átján ár frá því
að seinasta ljóðabók mín kom
út. Hún hét „Undir sól og
sjá.“ 1 nýju bókinni, „Við
djúpar lindir,“ eru 125 kvæði
og er hún 10 arkir að stærð.“
— Eru kvæðin nýlega ort?
— Hér um bil öll kvæðin
eru ort seinustu árin, en örfá
áður. Ég er alltaf að yrkja
öðru hvoru.
— Og þýðir mikið úr er-
lendum málum?
— Síðustu missirin hef ég
unnið að því að þýða söguna
“The Woodlanders” eftir
Thomas Hardy. Ég hef nú lok-
ið við það verk, en sagan er
ennþá óprentuð. Skemmti-
legra þykir mér að þýða
kvæði, og hef ég þýtt mörg
ljóð og nokkrar sonnettur
eftir ensk skáld.
—Þú yrkir tíðum sonnettur?
—Ég hef ort yfir hundrað
sonnettur um dagana. Mér
þykir gaman að fást við
sonnetturnar, en þær eru
vandmeðfarnar.
— Þú hefur ekki þrætt nýj-
ar leiðir í ljóðagerðinni?
— Ég hef aldrei reynt að
þóknast neinum, ekki heldur
almenningsálitinu, heldur hef
ég ort eins og andinn hefur
innblásið mér í það og það
skiptið.
— Yrkir þú órímuð ljóð?
— Ég hef ort nokkur órím-
uð ljóð og eru nokkur slík í
einni eldri ljóðabókinni.
— Hvert er álit þitt á kveð-
skap yngri skáldanna?
— Ég hef ekkert á móti
atómkveðskap, en ég held, að
þeim skáldum liggi lítið á
hjarta, sem þannig yrkja-
Þau fikta við tilfinningar sín-
ar án þess að þeim virðist vera
næg alvara í því. Annars tel
ég sjálfsagt að ung skáld
reyni nýjar leiðir, ef þeim
býður svo við að horfa, en þau
ættu helzt að hafa eitthvað að
segja, sem máli skiptir.
— Hafa yrkisefni þín
breytzt frá því að fyrri kvæða
bækurnar komu út?
— Það fer minna fyrir ásta-
ljóðunum nú en áður, æsku-
blossinn er farinn, en þó er
ég ungur í anda.
— Ortir þú ekki mörg ásta-
ljóð á yngri árum?
— Ég byrjaði fyrst að yrkja
þá er ég var 19 ára gamall. 1
skóla gat ég ekki ort neitt
nema skens og skæting, sem
þótti illa kveðinn.
— Hvaða viðfangsefni eru
þér hugstæðust?
— Ég hef að undanförnu
þýtt óperur og óperettur fyrir
Þjóðleikhúsið. Sem dæmi má
nefna Leðurblökuna og Töfra-
flautuna, sem sýnd hafa verið,
og Rakarann í Sevilla, sem
fluttur verður á næstunni, og
fleira og fleira hef ég þýtt, til
dæmis ótalmarga söngtexta
fyrir karlakóra. 1 þessu liggur
mikil vinna, en kvæðagerðin
er mér kærust.
— Hvað er framundan?
— Ég er nú orðinn svo
gamall, að ég legg ekki langar
áætlanir, en læt ráðast, hver
afköstín verða þann og þann
daginn.
— Ertu ánægður með nýju
bókina?
— Já, ég er fyllilega ánægð-
ur með bókina, og ánægðastur
með það, að hún er með öllu
prentvillulaus. Frágangur er
eftir því. Ég er þakklátur
Bókaútgáfu Menningarsjóðs
og Menntamálaráði fyrir að
vilja gefa bókina út.
— Hvaða kvæði bókarinnar
telur þú bezt?
— Ég held, að kvæðið Fá-
vitar sé bezt. Það er byggt á
sálrænni reynslu. Ég var á
fávitahæli fyrir mörgum árum
og þekki „þjáningabörnin“ af
eigin raun. Annars held ég
einna mest upp á tvær
sonnettur, Mót og Isis.
— Viltu segja nokkuð um
reynslu þína viðvíkjandi
ljóðagerðinni?
— Mér þykir mest um vert
að hafa kynnt mér sálarrann-
sóknir (spíritisma). Þær hafa
orðið mér mikill aflgjafi. Ég
hef gaman af að fást við ráð-
gátu tilverunnar — jafnvel í
ljóði. —U. S.
—Alþbl-, 21. nóv.
ADDITIONS
to Betel Building Fund
Miss Alma Tergesen
P.O- Box 9600,
Selkirk, Man. $25.00
----0---
Gilbart Funeral Home Ltd.,
300 Eveline Street,
Selkirk, Manitoba $50.00
Kaupið Lögberg
VIÐLESNASTA
ÍSLENZKA BLAÐIÐ
"Befel##$205#000.00
Building
Campaign Fund
—180
Make your donations to the
"Betel" Campaign Fund.
123 Princess Street.
Winnipeg 2.
kvæðum, en atkvæðamagn Mr. Martins var nokkuð á fjórða
hundrað; hann er maður mikill fyrir sér og stórmælskur;
mun hann verða foringja sínum og Liberalflokknum í heild
ómetanlegur styrkur, er til kosningabaráttunnar kemur, því
hann vill gjarnan vera í fremstu víglínu og hlífir sér lítt.
Mr. Pearson var fyrst kosinn á þing fyrir Algoma East
25. október 1948, sem liggur í norðurhluta Ontariofylkis, og
vann kjördæmi sitt í síðustu kosningum með álitlegu at-
kvæðamagni, þrátt fyrir ófarir flokksins, þar sem þrettán
ráðherrar féllu í val.
Liberalflokkurinn hyggur gott til forustu Mr. Pearsons,
og slíkt hið sama mun meirihluti þjóðarinnar gera í heild.