Lögberg - 13.02.1958, Qupperneq 3
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 13. FEBRÚAR 1958
3
Frét+ir frá starfsemi S. Þ. febrúar. 1958
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR BOÐA TIL ALÞJÓÐARAÐ-
STEFNU UM SIGLINGA- OG LANDHELGISMAL
— Fulllrúar írá 70—80 þjóðum mæta í Genf —
Sameinuðu þjóðirnar hafa
boðað til alþjóðaráðstefnu í
Genf, sem hefst þann 24.
febrúar, til þess að ræða um
siglingamál og gera tilarun til
þess að setja alþjóðareglur,
eða semja alþjóðalög um þessi
mál. Öllum þátttökuríkjum
S. Þ. hefir verið boðið að senda
fulltrúa og er gert ráð fyrir
að 70—80 þjóðir þekkist boðið.
Gert er ráð fyrir að ráð-
stefnan standi yfir í 9 vikur-
Það er að sjálfsögðu óþarfi,
að taka fram, að þessi ráð-
stefna getur haft mikla þýð-
ingu fyrir Islendinga sem
siglingaþjóð og þjóð, sem
byggir eyland og hefir aðal-
framfærslu sína fa fiskiveið-
um.
Margbrolin dagskrá
Dagskrá ráðstefnunnar er
æði margbreytileg. Ætlast er
til að rætt verði um landhelg-
ismál og önnur fiskveiðimál,
réttindi til landgrunns og rétt
þjóða til að rannsaka og nýta
afurðir hafsins.
Nánar tiltekið er ætlast til
að ráðstefnan láti til sín taka
allar greinar siglingamála.
T. d. er eitt dagskráratriðið
„réttur til saklausra siglinga,“
annað er „Hegningarlöggjöf í
sambandi við árekstur skipa,“
þrælasala, óhreinindi í sjón-
um, sjórán — þar á meðal ef
árás skyldi gjörð á skip á hafi
úti frá flugvélum. — Þá verð-
ur rætt um þjóðerni og skrán-
ingu skipa. Meðal annars
verður tekin afstaða til þess
hvort leyfa skuli skipum að
sigla undir fána Sameinuðu
þjóðanna í verndarskyni.
Loks mun ráðstefnan kynna
sér og væntanlega taka af-
stöðu til réttinda þjóða, sem
ekki liggja að sjó.
Tillögur Alþjóðalaganefndar
Sameinuðu þjóðanna
Alþjóðalaganefnd Samein-
uðu þjóðanna hefir fjallað um
öll dagskráratriði ráðstefn-
unnar að því síðastnefnda
undanskyldu. Það eru tillögur
nefndarinnar, eða uppkast að
alþjóðá siglingalögum, sem
ráðstefnan á að taka afstöðu
til. Uppkastið er í 73 greinum
og er búist við skiptum skoð-
unum á þinginu.
Allsherjarþingið hafði þess-
ar tillögur tilmeðferðar fyrir
tveimur árum og ákvað þá,
að haldin skyldi alþjóðaráð-
stefna til þess, eins og það er
orðað, „að athuga alþjóða sigl-
ingalöggjöf, ekki eingöngu
með lögfræðileg atriði fyrir
augum, heldur einnig á svið-
um tækninnar, líffræðinnar,
efnahagslega og stjórnmála-
lega, og semja um þessi mál
eina eða fleiri alþjóðasam-
þykktir, eða gera þær ráð-
stafanir, sem heppilegar eru
taldar."
Það verða því ekki eingöngu
lögfræðingar, sem sitja Genf-
ar ráðstefnuna heldur og sér-
fræðingar á sviði fiskveiða og
hafrannsókna, ásamt stjórnar-
fulltrúum.
Mörg ágreiningsefni
Síðast þegar tilraun var
gerð til þess að komast að al-
þjóðlegu samkomulagi um
siglingmaál og lög um höfin,
mistókst sú tilraun. Það var á
alþjóðaráðstefnu, sem boðað
var til í Haag 1930. Það er
fyrirfram vitað, að það verða
mörg ágreiningsatriði á ráð-
stefnunni.
Þegar skýrsla Alþjóðalaga-
nefndarinnar var til umræðu
á Allsherjarþinginu 1956 var
nefndinni að vísu hrósað mjög
fyrir vel unnin störf. Talað
var um „mikilsverðan áfanga“
í alþjóðlegri lagasetningu og
mörg önnur viðurkenningar-
orð féllu til nefndarinnar.
Hins vegar fóru fulltrúar
ekki leynt með þær skoðanir
sínar, að vel gæti farið svo,
að erfitt reyndist að samræma
skoðanir og hagsmuni þjóð-
anna í þessum efnum. Bent
var á, að það gæti haft slæm
áhrif, ef illa færi á ráðstefn-
unni og ekki næðist samkomu-
lag- Þá væri meðal annars
hætta á, „að reglur, sem
komnar eru í hefð í alþjóða-
viðskiptum“ yrðu afnumdar.
Umræðurnar á Allsherjar-
þinginu leiddu í ljós, að hætt-
ast er við, að ekki náist sam-
komulag um stærð landhelg-
innar, fiskveiðiréttindi og ráð-
stafanir til þess að varðveita
stofn auðæfa hafsins. Laga-
nefndin lagði til, að ef ekki
næðist samkomulag um þessi
mál á ráðstefnunni yrðu þau
sett í gerð sérstakrar nefndar.
Verður ráðstefnan á sínum
tíma að taka afstöðu til þessar-
ar tillögu.
Það er vitanlega á þessum
sviðum, sem íslendingar hafa
mestra hagsmuna að gæta.
Landhelgismálin
Alþjóðalaganefndin lætur í
ljós það álit sitt í uppkastinu,
að landhelgi eigi ekki að ná
lengra frá ströndinni en 12
sjómílur. Það er hins vegar á
valdi ráðstefnunnar að breyta
tillögunum eftir vild.
í sambandi við þriggja
mílna landhelgina er þess get-
ið í nefndarálitinu, að mörg
ríki vilji ekki viðurkenna
stærri landhelgi en 3 mílur,
einkum þau ríki, sem ekki
hafa stærri landhelgi sjálf en
þrjár mílur.
Fulltrúar Bandaríkjanna,
Bretlands og Hollands létu
allir í ljósi, að ríkisstjórnir
þeirra væru hlyntar þriggja
mílna landhelgi. Aðrir full-
trúar, þar á meðal fulltrúar
I Sovétríkjanna, Póllands, Rú-
meníu og Tékkóslóvakíu héldu
því fram, að það ætti að vera
þjóðunum í sjálfsvald sett, að
ákveða landhelgismörk sín,
eftir eigin þörfum.
Enn aðrir fulltrúar voru
þeirar skoðunar — og var hér
aðallega um að ræða fulltrúa
frá Suður-Ameríku ríkjunum
— að ákveða bæri landhelgis-
takmörk hvers lands fyrir sig,
eftir ástæðum á hverjum stað.
Talsmaður Alþjóðalaga-
nefndarinnar, J. P. A. Francois
prófessor lét svo ummælt eftir
umræðurnar á Allsherjar-
þinginu, að ekki væri ástæða
til að efast um, að þjóðirnar
kæmu sér saman, þótt sumar
þyrftu að slá eitthvað af kröf-
um sínum til hagsbóta fyrir
heildina.
Verndun fiskstofnsins
Það virtist vera almennur
skilningur fyrir hendi meðal
flulltrúa á Allsherjarþinginu
fyrir því, að nauðsyn bæri til
að vernda fiskstofninn gegn
offiski. Hins vegar var nokkur
ágreiningur um hvað væri
rányrkja í þeim efnum.
Fulltrúar þeirra þjóða, sem
ekki ráða yfir nýtízku veiði-
og framleiðslutækjum mæltu
á móti því, að iðnaðarþjóðirn-
ar sendu skip sín með stórvirk
veiðitæki á mið framandi
þjóða. Talsmenn iðnaðarþjóð-
anna héldu því hins vegar
fram, að tilgangur þeirra væri
sá einn, að notfæra eina af
h e 1 z t u matvæla-auðlindum
heimsins og það væri síður en
svo hætta á rányrkju í því
sambandi.
Réttur fiskveiðiþjóða til
þes að gera ráðstafanir til að
vernda fiskstofninn á miðum
sínum er viðurkenndur í upp-
kasti Alþjóðalaganefndarinn-
ar. Er t. d- gert ráð fyrir því,
að þjóð geti gert sínar ráð-
stafanir á eigin spýtur í þess-
um efnum, ef ekki hefir tekizt
að ná samkomulagi við erlend-
ar þjóðir, sem sækja fiskimið
hennar við grynningar- og
uppeldisstöðvar.
Sérsíaða íslands
Fulltrúi Islands í lagadeild
Allsherjarþingsins — (sjöttu
nefndinni) — taldi það óþarfa
drátt, að bíða í työ ár, eftir að
ráðstefnan yrði haldin, með
að gera ráðstafanir til verndar
fiskstofninum.
„Hvers kyns dráttur í þessu
máli,“ sagði hann, „er hættu-
legur. Áður en varir getum
við átt á hættu að stóreflis
móðurskip (verksmiðjuskip),
sem útbúin eru rafmagnsveiði
tækjum, valdi stórkostlegu
tjóni á fiskistofninum. Við
eigum á hættu, að áður en
varir komi fram veiðitæki,
sem gera núgildandi ákvæði
um möskvastærð ónóg og
úrelt.
Breytingar á þessum svið-
um eru ákaflega örar og það
er tími til kominn að við ger-
um okkur þetta ljóst og að
við gerum okkar ráðstafanir
þegar í stað,“ sagði íslenzki
fulltrúinn.
Business and Rrofessional Cards
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ISLENDINGA 1 VESTURHEIMI
Forsetl: DK. RICHARD BECK
801 Llncoln Drive, Orand Forks, North Dakota.
Styrklð félagið með þvi að gerast meðilmlr.
Ársgjald $2.00 — Timarlt félagsins fritt.
Sendlst til fj&rm&laritara:
MR. GUÐMANN LEVY,
186 Lindsay Street, Wlnnipeg 9, Manltoba.
Minnist BETEL í erfðoskrám yðar
G. F. Jonasson, Pres. Sc Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise St. WHitehall 2-6227
Van's Electric Ltd. 638 Saryent Ave. Authorized Home Appllance Dealers .GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT SUnset 3-4890
PARKER, TALLIN, KRIST- JANSSON. PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker, CUve K. TaUln. Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker, W- Steward Martin 5th fl. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. WHltehaU 2-3561
Thorvaldson, Eggerison, Basiin & Siringer Barri*ter* and Solicitort 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage and Garry St. WHitehall 2-8291
CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: Ret.: SPmce 4-7451 SPruce 2-3917
FRÁ VINI
ERLINGUR K. EGGERTSON, B.A., LL.B. BARRISTER, SOLICITOR NOTARY PUBLIC Offices: GIMLI: CENTRE STREET, PHONE 28 RING 2 ARBORG (THURS.): RAILWAY AVE. PHONE 76 566 Mailing Address P.O. BOX 167, GIMLI
Bulganin sem ferðalangur
Fregnir frá ítalíu herma, að
Bulganin sé væntanlegur til
V.-Evrópu í sumar — og muni
hann ferðast sem venjulegur
ferðamaður. Segir í fréttinni,
að hann muni leggja leið sína
til Brussel til þess að sjá
heimssýninguna, einnig muni
hann fara um Italíu ásamt
öðrum V.-Evrópulöndum.
SELKIRK METAL PRODUCTS
Reykh&far, öruggasta eldsvörn,
og &valt hrelnir. Hitaeinlngar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
viö, heldur hlta fr& aö rjúka út
meö reyknum.—Skrtfiö, simlö tll
KELX.T SVEIN88ON
625 WaU St. Winnlpe*
Just North of Portage Ave.
SPruce 4-1634 — SPruce 4-1634