Lögberg - 13.02.1958, Blaðsíða 7

Lögberg - 13.02.1958, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 13. FEBRÚAR 1958 7 Úr ýmsum óttum Póstmálaráðherra Banda- ríkjanna á lítinn skrýtinn hund. Segja má, að sá litli sé heiðursmeðlimur ráðherra- fjölskyldunnar, öllum þykir vænt um hann og hugsað er um hann eins og „litla barnið á heimilinu." Þess vegna er hann bara kallaður Bo-Bo enda þótt hann heiti fullu nafni Beau Brummel. En póstmálaráðherrann veit að hundar eru verstu óvinir hinna 128,899 póstþjóna Bandaríkjanna, því að 6,000 póstþjónar eru að jafnaði bitnir af hundum á hverju ári. Allt hefur verið reynt. Póst- þjónar hafa verið látnir klæð- ast buxum úr sterkara efni — og þeir hafa fengið vatns- byssur til þess að verjast með. Allt hefur samt komið fyrir ekki: Hundarnir eru jafn- ágengir sem áður- Annaðhvori — eða Og að frumkvæði póstmála- ráðherrans var gripið til gagn gerra ráðstafana á dögunum. Nú beindi póstmálastjórnin orðum sínum til hundaeig- enda, en ekki hundanna sjálfra — aldrei þessu vant. Hundaeigendum var sem sé gert það ljóst, að annaðhvort yrðu þeir að sjá til þess að hundar þeirra næðu ekki til buxnaskálma og fótleggja póstþjóna, þegar þjónarnir bæru póstinn til hundaeig- endanna — eða þá að útburði póstsins til hundaeigenda yrði hætt. í ljósi reynslunnar Hvort sem þið trúið því eða ekki — þá er það satt, að bandarískum stjórnarvöldum hafa þegar borizt allmargar umsóknir um vegabréfsáritun til geimferða, frá mönnum úr mörgum fylkjum Bandaríkj- anna. I því sambandi má geta þess, að ekki er vitað til að nein bandarísk tík hafi sótt um svipaða vegabréfsáritun, enda munu örlög rússnesku „geimtíkarinnar" ekki hafa vakið neinar gyllivonir í brjóstum bandarískra tíka um aukna lífshamingju úti í geimnum. Eisenhower dáðastur Gallupstofnunin bandaríska kannaði um áramótin hvaða maður það væri, er Banda- ríkjamenn hefðu dáð mest á árinu sem leið. Eisenhower forseti hlaut vinninginn í fimmta sinn í röð, en af kon- um bar E. Roosevelt sigur úr bítum. Meðal þeirra sem voru ofarlega á blaði voru Truman, fyrrum Bandaríkjaforseti, — Winston Churchill og Elísabet Englandsdrottning. SAS fær samkeppni SAS fær nú brátt harðan keppinaut á flugleiðinni frá Evrópu til Japan, yfir heim- skautið. Það er franska flug- félagið Air France, sem hér um ræðir — og verður það fyrsti keppinautur SAS á þessari flugleið. Fyrsta flug- ferðin verður farin eftir nokkra daga, en reglubundnar ferðir hefjast í apríl, mun fyrr en forstöðumenn SAS höfðu búizt við- Um 5,000 manns hafa flogið með SAS yfir heimskautið — og þykir flug- leiðin hafa gefið góðan arð. Sem kunnugt er varð SAS einnig fyrst til þess að hefja flugferðir milli N.-Evrópu og vesturstrandar Bandaríkjanna með því að fljúga stytztu leið, yfir heimskautssvæðið, en nú eru brezk, bandarísk og kana- dísk flugfélög einnig farin að fljúga sömu leið. Hollending- ar og Þjóðverjar bætast við á næstunni. Dean Acheson handleggs- brolnaðd Dean Acheson, fyrrum utan ríkisráðherra Bandaríkjanna, varð fyrir því óhappi um dag- inn að handleggsbrotna, er hann hrasaði í hálku á götu í Á vegum útgáfunnar Leift- ur í Reykjavík kom út síðast- liðið haust ný bók eftir Axel Thorsteinson rithöfund, er ber hið heillandi heiti Eyjan græna, ferðaþættir frá írlandi, sem segja frá dvöl höfundar og ferðalögum í landi þar haustið 1956. Axel hefir fyrir löngu sýnt það í blaðagreinum sínum og bókum, að honum lætur vel að segja frá, bæði um lipurð í málfari og glöggskyggni í lýs- mgum, og þessir ferðaþættir hans sverja sig í sömu ætt; þeir eru hvort tveggja í senn fróðlegir og skemmtilega rit- aðir. Bókin hefst á einkar greinar góðum almennum yfirlitskafla um írland og Irlendinga, þar sem lýst er landinu, rakin saga þjóðarinnar í megin- dráttum, og jafnframt brugð- ið upp skyndimyndum af skaphöfn hennar. Eins og kunnugt er og höfundur bend- ir réttilega á, eru írar mikil bókmenntaþjóð; ræðir hann því sérstaklega um þá hliðina á merkilegri menningu þeirra, og um annað fram um nútíðar bókmenntir þeirra. Fer hann meðal annars um þær þessum orðum: „Devin A. Garrity segir í inngangi að úrvalssafni írskra smásagna, að írar hafi jafan verið orðhagir, enskt mál hafi í meðförum þeirra fengið á sig hreinan töfraljóma, og komi það hvergi skýrar í ljós en í smásögnum þeirra, þar sem samtvinnast ljóðræn fegurð, einfaldleiki, hugsjóna- auðlegð, vefurinn haglega of- inn, hvort sem um blæ glettni eða harms er að ræða, í lýs- ingum frá sviði hversdagsleik- Washington — og féll endi- langur á götuna. Fregnir herma, að brotið hafi verið slæmt, en hann sé nú heldur að ná sér. Farþegaflug umhverfis jörðu Ástralska flugfélagið Quan- tas hefir nú hafið flugferðir umhverfis hnöttinn. Sex daga vikunnar leggja tvær flugvél- ar upp frá Sidney í Ástralíu. Önnur þeirra heldur í austur, hin í vestur — og tekur hnatt- ferð hvorrar um sig fimm til sex sólarhringa. — Þetta er fyrsta flugfélagið, sem hefur flugferðir umhverfis jörðu. Hins vegar hafa tvö bandarísk flugfélög áður selt farmiða um hverfis jörðu, en farþegar hafa þá þurft að skipta oft um flugvél — og hefir ferðin þá jafan tekið mun lengri tíma. Viðkomustaðir Quantans á nýju flugleiðinni eru: Hawaii, San Francisco, New York, Róm, Istanbul, Karachi, Cal- cutta, Bangkok, Singapore, Jakarta og Darwin, en enda- stöðin er Sidney í Ástralíu, sem fyrr segir. ans, án tilraunar til að mála með sterkum litum, — þær leyni á sér við fyrsta lestur, en við nánari kynni komi í ljós, hve mikið þær geymi. Garrity segir og, að engin til- raun hafi verið gerð til þess að fara yfir allt það, sem eftir írska rithöfunda liggur, við valið í safnið: „Það mundi vissulega verða mjög erfitt, því að næstum allir írlendingar hafi ort eitt eða tvö kvæði, skrifað smá- sögu eða leikrit, einhvern tíma ævinnar- Irsk ljóð og leikrit hafa á síðari árum vakið tals- verða athygli — en írskar skáldsögur ekki sem skyldi. Mörg ágæt sýnishorn írskrar smásagnagerðar eru enn „grafin“ í litlum tímaritum, sem skjóta upp kollinum við og við á írlandi, og hverfa jafnskjótt, og hafa því aldrei orðið víðkunn.“ Hér þarf eengum skýring- um við að bæta, en þessi orð Garrity’s gætu alveg eins vel átt við íslendinga. — „Margt er líkt með skyldum.“ Eins og vænta má, víkur höfundur víðar í bókinni að sögulegum og ætternislegum tengslum íra og Islendinga, og sér í lagi í byrjun meginhluta hennra, ferðaþáttanna frá Norður-írlandi. Lýsir hann fögru og tilbreytingaríku landslagi á þeim slóðum, stór- byggingum, einkum í höfuð- borginni Belfast og nágrenni, landbúnaði og öðrum atvinnu- vegum, ininnisstæðri heim- sókn hjá forsætisráðherra Norður-Irlands og ánægju- legum samvistum við írska útvarps- og blaðamenn, er margs þurftu að spyrja starfs- bróður sinn frá tslandi. Enn- —Mbl. 25. jan. Fræðandi og skemmtilegir ferðoþættir fremur lýsir Axel Drottningar háskólanum í Belfast og öðr- um menntastofnunum, og tel- ur, að á sviði fræðslumála sæki Norður-Irar yfirleitt ör- ugglega fram. Inn í marg- þætta lýsinguna á Norður- írlandi er ofin saga þess lands- hluta, og eykur það drjúgum á fróðleiksgildi frásagnar- innar. En höfundur brá sér einnig til Suður-írlands og er um það einkar hugþekkur þáttur í bókinni, „Dagur í Dyflinni,“ þar sem saga borgarinnar er rakin að nokkuru og sérstak- lega vikið að tengslum hennar við norræna víkinga. Ágæt- lega ber Axel írum söguna fyrir alúðlega framkomu þeirra og hina góðu fyrir- greiðslu, sem hann átti hvar- vetna að fagna á ferðum sínum um land þeirra. Lokaþáttur bókarinnar, — „Þar sem ástin átti sér ekkert griðland,“ er þýðing á hjart- næmri frásögn um ungan ír- lending, sem kröpp kjör heima fyrir knúðu í gæfuleit til Vesturheims, og þarf ekki langt að leita hliðstæðra dæma úr sögu Islendinga og annarra þjóða. Islendingum, sem rennur írskt (keltneskt) blóð í æðum samhliða hinu norræna (þó að fræðimenn greini á um hlut- föllin), munu lesa þessa bók sér til ánægju og fræðslu. Hún er snotur að ytri búningi, prýdd allmörgum myndum. - RICHARD BECK ■ ■ 1 ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ I ■ ■ B B 1 liillBlíllBliilBililBIIIIBIBIIIIBIIIIB'lílBilllBllillBiillBiiílBÍIIIBiiilBlíllBIfflB'illB'iílBiíllBllllBlB I A L • • • ÍSLENZKA MILLILANDAFLUGFÉLAGIÐ —r4h' Lægstu fluggjöld til ÍSLANDS i i H B B B fl B B B B B B * fl Á cinni nóttu til Rcykjavíkur . . . ágætur kvöldverður með koníaki, náttvcrður AI.I/T ÁN' AUKAGREIÐSIitl MEÐ IAL. Rúmgóðir or þa-gilcgir farþegaklcfar mcð miklu fótrýml . . . áhöfnin. 6 Skandinnvar, sem þjálfaðir hafa verið í Randaríkjun- um, býður yður vclkominn um borð. Ekkert flugfclag, sem hcldur uppi föstum flugfcrðiim yflr Norður-Atlantshaflð, býður lægri fargjöld. Eftir sknmina viðdvöl á islandi lialda flugvélarnar áfram til B ■ : ■ B B B : B NOREGS, SVIÞJGÐAR, RANMERKUR, STÓRA-BRETRANDS, M-ZKALANDS. Upplýsingar í öllum feröaskrifstofum. ICEL INES 15 West 47th Street, New York 36 PL 7-8585 NEW YORK . CRICAGO . SAN FRANCISCO m • » ■ u « niBiiuBnnii«iBii«BiiiiaimflniiBmBNBiiiiaiiiBiiiiBiiiiaiii!B!iiiBiiiiBiiiiBiii,l

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.