Lögberg - 13.02.1958, Side 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 13. FEBRÚAR 1958
Lögberg
GeflB Ot hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
303 KENNEDY STRKET, WINNIPEG 2, MANITOBA
Utanáskrift ritstjörans:
EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Skrifstofustjöri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
"Lögberg” is published by Columbia Pres3 Limited,
303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada
Printed by Columbia Printers
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
WHitehall 3-9931
Rafþjónustuvikan
Vikan frá 9.—15- þessa mánaðar, að báðum dögum með-
töldum, er helguð þróun rafiðnaðarins, og kölluð rafþjónustu-
vikan; hún er ekki einskorðuð við Manitoba, heldur er hún
miklu fremur alþjóðlegs eðlls, og þar af leiðandi eins konar
canadisk þjóðhátíð.
Nú eru liðin 78 ár frá þeim tíma, er ljósberinn mikli,
Thomas A. Eddison, gerði sínar sögufrægustu uppgötvanir á
vettvangi rafiðnaðarmálanna og fann upp raflampann; síðan
rak ein upgötvunin aðra, er breytti mannheimi í landamæra-
laust ljósaveldi og skapaði þá tækniþróun, sem engin tak-
mörk virðast sett.
Á áminstu tímabili, sem í rauninni má kallast einungis
örstutt, hefir þróunin orðið það ör og risavaxin, að innan
vébanda canadisku þjóðarinnar, sem enn verður að teljast
tiltölulega fámenn þjóð, njóta 200,000 canadiskra þegna
stöðugrar atvinnu við rafiðnaðinn, auk þess mikla fjölda,
sem þangað á óbeinlínis lífsafkomu sína að sækja.
Svo má segja, að nálega hver einasta og ein iðngrein, sem
starfrækt er í þessu landi eigi vöxt sinn og viðgang rafork-
unni að þakka. Aluminum verður ekki framleitt án raforku;
efnagerðar- og steinolíuiðnaður verður heldur ekki starf-
ræktur nema raforkan komi til sögunnar, því svo sem áður
hefir verði sagt, grípur -hún inn í iðnaðinn á flestum sviðum.
Raforkan leggur jafnt og þétt fram sinn mikla og óverð-
leggjanlega skerf til þjóðfélagslegs öryggis, heilsuverndar og
bættra lifnaðarhátta.
Fjöldinn allur af rafáhöldum, sem fundin voru upp fyrir
löngu, urðu eigi að reglubundinni markaðsvöru fyr en all-
löngu síðar.
Einkaleyfi var fengið fyrir straujárninu 1882, en það var
ekki fyr en tuttugu árum seinna, að farið var að framleiða
slíkt áhald í stórum stíl.
Sjálfvirk rafþvottavél kom ekki á markað fyr en 1937
og fyrsti rafkæliskápurinn ekki fyr en 1913. Smærri rafmunir
komu smátt og smátt á markað, svo sem rafklukkur, vöflu-
járn og þar fram eftir götunum, sem fagnað var mjög og jók
á heimilisþægindin.
Húsmæður hafa af skiljanlegum ástæðum tekið raforku-
öldinni fegins hendi; hún hefir eigi aðeins létt þeim dagleg
störf, heldur einnig fegrað svo umhverfið, að yndi hvarvetna
vekur.
Vísindamennirnir eru velgerðarmenn mannkynsins; í
fararbroddi þeirra á hinum síðari árum var ljósberinn mikli
Thomas A. Edison.
★ ★ ★
Merkir stjórnmólamenn
Hinn mikilhæfi og víðkunni stjórnmálaleiðtogi Norð-
manna, C. J. Hambro, um langt skeið þingmaður og forseti
stórþingsins, hefir nú dregið sig í hlé af vettvangi stjórn-
málanna, dáður og hyltur af þjóð sinni vegna viturlegrar
forustu, hetjulundar og drengskapar; það ber fagurt vitni
hollum þjóðarmetnaði, er þjóðir og opinberar stofnanir þeirra,
skilja og virða í verki forustustarf sinna beztu manna og
auðsýna þeim nokkurn vott þakklætis meðan þeir enn eru á
lífi, og þetta hefir norska stórþingið nú alveg nýverið gert
með því að sæma Hambro 14 þúsund króna eftirlaunum ævi-
langt; frumvarp í þessa átt var samþykkt í einu hljóði í
þinginu og staðfest sem lög af hans hátign, konunginum.
★ ★ ★
Utanríkisráðherrann norski, Halvor Lange, nýtur eigi að-
eins óskiftrar virðingar með þjóð sinni, heldur einnig langt
út yfir hennar eigin takmörk; þykir hann manna vitrastur og
ráðhollastur; hann er ennfremur manna ólíklegastur til að
láta sinn hlut, er mikið liggur við; hann svaraði bréfi til
Séra ÞORBERGUR KRISTJANSSON Bolungarvík:
Og lífið var Ijós mannanna
Fyrir nokkru íhuguðum vér
hér stuttlega orð Jóhannesar
um Krist, — orðið, sem varð
hold: „í því var líf,“ segir Jó-
hannes og heldur síðan áfram
„og lífið var ljós mannanna.“
Já, lífið og ljósið, þetta
tvennt heyrir saman, það
þekkjum vér. En eins og logi
lamþakveiksins sækir ljós-
orku sína í olíuna, sem á hon-
um er, —- eins og ljómi raf-
magnslampans byggist á orku
aflstöðvarinnar, sem hann er
tengdur, þannig verðum einn-
ig vér að eiga rætur vorar í
þeirri lífsuppsprettu, sem var
og er ljós mannanna, eigi oss
að auðnast í einhverjum mæli
að bera birtu og yl til með-
bræðra vorra og systra. En
það er öruggt mál, að svo
fremi sem lífsins ljós nær að
tendrast hið innra með oss,
jafnvel þótt það sé aðeins lítil
týra til að byrja með, þá getur
log þess orðið svo glatt, að
það verði virkilega ljós til
þess að lýsa þeim, er sitja í
myrkri og skugga dauðans,
eða a. m. k. til uppörvunar
þeim, er þykir dökkt í álinn.
Kristur sjálfur er auðvitað
æðsta og ótvíræðasta dæmið
um þetta: „Ég er Ijós heims-
ins,“ sagði hann og hann á-
réttaði þessa staðreynd enn
frekar í orðum sínum til vina
sinna: „Hver sem fylgir mér,
mun ekki ganga í myrkri,
heldur hafa ljós lífsins.“ Og
allar aldir síðan hefir skin
þessa Ijóss verið skærara en
allra annarra, þrátt fyrir ó-
taldar tilraunir til þess að
byrgja það og slökkva. —
Ekkert hefir t. d. sambæri-
legan mátt til þess að fram-
kalla bros í gegnum tár. — Já,
þetta ljós hefir upplýst bæði
Gyðinga og Grikki, og það
hefir einnig varpað ljóma sín-
um á vora vegu, er oss var
dimmt fyrir augum og fannst
dapurt í heimi, — orðið oss
vegvísir, er leiðin gjörðist ó-
greið og villugjörn og vér í
vafa um það, til hverrar áttar
skyldi stefna.
En sé Kristur ljós heimsins,
þá megum vér ekki gleyma
því, að í Fjallræðunni undir-
strikar hann það alveg ótví-
rætt, að einnig allir vér, er
berum hans nafn, erum eða
eigum að vera ljós í umhverfi
voru: „Þér eruð ljós heims-
ins," segir hann, „borg, sem
stendur uppi á fjalli fær ekki
dulizt. Ekki kveikja menn
heldur ljós og setja það undir
mæliker, heldur á ljósastik-
una, og því lýsir það öllum,
sem eru í húsinu, þannig lýsi
ljós yðar mönnunum---------.“
Hér er skýrt og skilmerkilega
að orði kveðið og ekkert um
að villast.
Af leiftrándi andagift og
innsýn í heimana báða, hefir
Kristur hér skilgreint það,
hvert er ætlunarverk vort, er
viljum heyra honum til og
eyða árunum, er oss gefast í
hans nafni, á hans vegum.
Þetta er vissulega mikið hlut-
verk, háleitt og heilagt. Merk-
ið er hér sett hátt, en oss er
um leið boðinn aðgangur að
mætti, sem meiri er en okkar
sjálfra, — elsku, sem innilegri
er og dýpri en allar mannleg-
ar kenndir. Sé Kristur við hlið
vora á veginum, ef ljósið, sem
sækir líf sitt til hans, býr í
hugum vorum, þá getum einn-
ig vér orðið til þess að lýsa
upp, þar sem ljósið skortir og
skuggarnir ógna, auðveldað
þeim, sem dimmt er fyrir
augum að beina sjónum sín-
um sólarátt, og lagt þannig
af mörkum vorn litla skerf til
þess, að það lífsins orð, er varð
hold og bjó með oss, nái að
varpa bjartari bjarma á braut-
ir hins nýbyrjaða árs-
Og það skiptir í þessu sam-
bandi engu meginmáli, hver
aðstaða vor er, eða hvernig
vér erum sett. Vér þurfum
eigi langt að leita til þess að
oss megi auðnast að leggja
vort lóð á metaskálar ljóssins
og lífsins afla. Tækifærin eru
ærin á heimilum vorum og
næsta nágrenni, já í bæjar-
eða sveitarfélagi voru, — í
söfnuði vorum erum vér köll-
uð til starfa, og
„hvað vannst þú Drottins
veröld til þarfa,
þess verður þú spurður um
sólarlag.“
Gleymum því þá ekki á
komandi dögum, að vér eig-
um að ganga erinda hans.
Reynum að sjá ásjónu hans í
andliti þeirra, sem honum er
annast um, — allra þeirra, sem
á einhvern hátt standa höll-
um fæti og finnst svo sem
hart sé í heimi. Gleymum því
ekki, að vér eigum hvert og
eitt að vera verkfæri eða far-
vegur fyrir áhrifin frá hon-
um, sem þetta var sagt um:
„í honum var líf, og lífið var
ljós mannanna,“ já, ég hygg,
að oss sé öllum hollt, að
hyggja aó þessu, er vér hefj-
um göngu vora á nýju ári, að
vér eigum að vera lífsfarvegir
og ljósberar.
Vér höfum ekki áður farið
leiðina, sem fram undan er,
og vér vitum í rauninni harla
fátt um það, hvað þar kann
að mæta oss, vitum eigi, hvað
norsku stjórnarinnar frá Bulganin hinum rússneska nýverið
á þá leið, að Norðmönnum kæmi sízt til hugar að spyrja Rússa
um það ráða, hvort þeir myndu leyfa erlendar herstöðvar í
landi sínu eða ekki; hann kvaðst skilja það þannig að Norð-
menn væri fullmyndug þjóð, er ekki fyndi hjá sér neina hvöt
til að láta segja sér fyrir verkum. „Eigi varanlegur friður að
haldast,“ segir Mr. Lange, verða þjóðirnar að temja sér að
hugsa um frið, tala um frið og semja um frið.“
framtíðin kann að bera í
skauti sér af gleði eða sorg oss
til handa, — skini eða skúr-
um. En ef vér eigum hið innra
með oss hlutdeild í því lífi,
sem var og er ljós mannanna,
þá þurfum vér ekki að óttast
það, sem fram undan kann að
vera. Jafnvel þótt óvinsamleg
öfl mæti, er vilja buga oss,
munum vér sigra fyrir guð-
legan mátt og gleðilega náð.
Og oss mun þá einnig auðnast
að verða að liði þeim, sem eru
oss samferða á veginum og á-
vallt eiga mikið undir því
komið, hvers konar fólk vér
erum. Við skinið frá lífsins
ljósi, mun oss auðnast „að
ganga til góðs götuna fram
eftir veg,“ bæði sjálfum oss og
öðrum.
Já, Guð géfi þér gott ár og
gleðilegt, — ljóssins ár, þar
sem lífið gengur með sigur af
hólmi.
Mbl., 19. jan.
Þingmaður einn sem var
mikill með sig og þóttafullur
hélt einu sinni ræðu fyrir
nokkra bændur undir berum
himni og í miklu frosti. Að
ræðunni lokinni, sýndi hann
lítillæti sitt með því að gefa
sig á tal við einn bóndann og
sagði:
— þetta er meiri kuldinn.
Orðin frustu í munninum á
mér.
— Það verður þokkaleg for
þegar leysir, sagði bóndinn.
Kaupið Lögberg
VÍÐLESNASTA
ISLENZKA BLAÐIÐ
##Bctel"$205#000.00
Building
Campaign Fund
—180
Make your donatlons to th«
"Betel" Campalgn Fund,
123 Prlncess Street,
Winnlpeg 2.