Lögberg - 13.02.1958, Side 5

Lögberg - 13.02.1958, Side 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 13. FEBRÚAR 1958 5 AHIJGAMAL IWENNA S Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON Fréftabréf fró Vancouver KRISTMANN GUÐMUNDSSON skrifar um BÓKMENNTIR Kæra Ingibjörg: — Fyrir fáum dögum var ég að bíða eftir “Bus” hér skamt frá heimili mínu, og þá heyrði ég yndislegan fuglasöng. Það var “Robin” að syngja um komu vorsins, fannst mér. Ólíklegt var það þó, þar sem enn var janúar. Þegar ég svo sagði frá þessu, var mér sagt, að það kæmi oft fyrir, að Robins væru hér vetrarlangt. Ekki meira um það. En eitt er áreiðanlegt! Ég var stödd hjá syni mínum fyrir síðustu helgi, þá segir Peggy við mig: „Komdu með mér út í garð, ég þarf að sýna þér nokkuð.“ Þar voru þá mörg nýútsprungin blóm — crocus, snow drops, narcissus o. fl. í allri sinni dýrð, og grasið fagurgrænt. Nei, nei, ég er ekki að reyna að selja nein- um fasteignir, hús, eða nokk- uð því líkt hér á ströndinni! En ég get ekki annað en dáðst að tíðinni og fegurð náttúr- unnar. Veturinn er sagður ó- venju góður hér, eins og hjá ykkur í Manitoba, og víðar. Vil ég nú reyna að segja eitt- hvað í fréttum, og vil ég þá byrja á jólunum. Þó að ég sé að verða gömul, þá hlakka ég alltaf til jólanna, og þegar við sungum „í dag er glatt í döprum hjörtum,“ þá vöknar mér um augu og ég minnist jólanna heima í Grundar- kirkju. Eiginlega byrjuðu jól- in á föstudaginn fyrir jól, en þá um kvöldið heimsóttu „Sól- skins“konur elliheimilið Höfn, og höfðu þær með sér veiting- ar og gjafir. Var þeim líka vel íekið, ljós í hverjum glugga og upp-puntað jólatré í stof- unni. Forseti „Sólskins“, Mrs. Dagmar Gíslason, ávarpaði heimilisfólk og gesti og óskaði öllum gleðilegra jóla. Svo bað hún séra E. S. Brynjólfsson að koma fram, og hann las jóla- guðspjallið og prédikaði og flutti bæn. Allir sungu jóla- sálmana. Tvær ungar stúlkur skemmtu með harmoniku- spili, og seinast voru sungnir ættjarðarsöngvarnir okkar kæru- Fyrir hönd „Sólskins“ afhenti Mrs. Eileen Smith heimilinu fallega jólagjöf, silfurbakka, eða “tray”, undir silfurborðbúnað. Miss May Stevenson, forstöðukona Hafn- ar, tók við gjöfinni og þakkaði fyrir hana og fyrir heimsókn- ina og allan hlýleik. Var svo setzt að borðum og öllum gefið súkkulaði, kaffi, pönnu- kökur o. s. frv. Gjöfunum, sem voru undir jólatréinu, var út- býtt meðal heimilismanna, og voru þar bögglar fyrir alla. Það var enginn að flýta sér að fara heim, — stundin var skemmtileg, og vissulega skildu konurnar, sem fyrir heimsókninni stóðu eftir „sól- skin“ og birtu í hugum og hjörtum fólksins, sem á heima á „Höfn.“ Svo kom sunnudagurinn fyrir jól. Þá voru tvær messur í íslenzku kirkjunni eins og venjulega, en kl. 3 hélt sunnu- dagaskólinn sína jóla-barna- samkomu. Börnin gengu inn í kirkjuna í fylkingu, syngjandi jólasálma og röðuðu sér upp á pallinn. Þar stóð barnsvagga með brúðu í, sem átti að tákna „Jesú-barnið,“ en ung stúlka í síðri, hvítri skikkju sat hjá (María mey). Tveir ungir pilt- ar lásu jólasöguna á víxl — og börnin sungu, og fór vel á því. Seinast sungu þau öll á ís- lenzku fyrsta versið af „Heims um ból“ — og litla kínverska telpan (sem tilheyrir S. S.) söng af miklum krafti. For- stöðumaður og kennarar S. S. eiga þökk skilið, því það er mikið verk að æfa stóran hóp barna svo vel fari. Veitingar og kaffi handa öllum í neðri sal kirkjunnar á eftir þessari samkomu- Islenzk guðsþjónusta á að- fangadagskvöld var vel sótt. Þar var líka skírt ungbarn þeirra Mr. og Mrs. Brynjólfs- son, afar og ömmur barnsins voru skírnarvottar. Það var eitthvað svo hátíðlegt ða hafa skírnarathöfn um hönd, ein- mitt á fæðingardegi frelsarans. Aðal jólamessan á jóladaginn var hátíðleg, með miklum söng. Á eftir þeirri messu fór kórinn heim að Höfn og söng þar um stund öllum til á- nægju. Sunnudaginn 2. febrúar fóru W. A. kirkjukvenfél. að Höfn, var það þeirra árlega heim- sókn, eða fagnaður. Var þar margt fólk samankomið. For- seti, Mrs. Guðrún Hallson, stýrði skemmtiskrá, og ávarp- aði heimilisfólk Hafnar. Svo kallaði hún á séra Fr. A. Frið- riksson, sem er staddur hér í borg, ásamt konu sinni frú Gertrude, frá Húsavík. Suður- Þingeyjarsýslu, íslandi. Séra Friðrik hélt fjöruga og skemmtilega ræðu, og var vel fagnað- Fjórir ungir menn sungu íslenzka söngva, og Grettir Björnsson spilaði und- ir á harmoniku sína. Grettir skemmtir okkur oft og vel með spili sínu. Þá sýndi Miss Ellen Johnson litmyndir — slides — frá íslandi og Evrópu, en þar ferðaðist hún á síðast- liðnu ári. Myndirnar voru yndislegar, og Ellen útskýrði þær vel. Að skemmtiskránni lokinni voru frambornar hinar beztu veitingar. Nokkru fyrir jólin sýndi Mr. Carl Finnbogason kvikmyndir í neðri sal kirkjunnar. Voru myndirnar teknar á ferðalagi þeirra hjónanna á síðasta sumri um Bandaríkin, til ís- lands og Danmerkur, og svo heim aftur og í gegn um N. Dakota og Winnipeg. Það var mikið gaman að sjá myndirn- ar, og þar sá ég framan í frænku mína Mrs. B. F. 01- geirson, forstöðukonuna á „Borg,“ Mountain, N.D. — og marga fleiri sem ég þekkti. Hér er talað um vinnuleysi. En tvær stúlkur, sem komu frá Islandi nýlega og ætla að vera hér í eitt ár, eru strax búnar að fá góða atvinnu. Það er alltaf að koma hingað fólk að heiman — mesta myndar- fólk, og virðist það kunna vel við sig hér. Á nýafstöðnum fundi þjóð- ræknisdeildarinnar Strandar var Mr. Stefán Eymundsson kosinn forseti, og á fundi hjá elliheimilisnefndinni var Mr- Connie Eyford endurkosinn forseti. Nýlega voru hér í heimsókn hjá ættingjum sínum þeir Mr. Þorsteinn Hallgrímsson, Mr. Hermann ísfeld, Mr. Oscar Josephson og Claire Johnson frá Argyle. Okkur, sem búum hér í „Stefánsson’s Sanctuary“ líð- ur ágætlega. Við heimsóttum hvort annað um jólin og borð- uðum hangikjöt, mysuost o. fl. Rétt núna leit Mrs. Stefánsson inn og sagði: „Segðu þeim að nágranninn sé að slá “lawnið sitt,” — í febrúar. Með kærri kveðju, Guðlaug Jóhannesson ❖ :Jt Bréf fró Dakofa Kæru ritstjórar Lögbergs: Ég vil nú biðja ykkur um lítinn blett í ykkar góða blaði fyrir þessar línur. Hér með sendi ég ársgjald blaðsins með kærri þökk fyrir liðinn tíma og sérlega vandaða og uppbyggjandi ritdóma. Þegar ég las greinina „Kom ekki Lögberg?“, fór ég ða tína saman centin. Vildi eiga þá ósk að geta sent blaðinu pen- ingagjöf, en bið þess meir að þeir sem eru þess færir leggi nú lið, því ekki megum við missa Lögberg. Greinin eftir Rannveigu er ágæt eins og allt hennar ritstarf. — Ætla nú að gamni mínu að senda fáein máltæki: 1. Eins manns tap er annars gróði. 2. Eitt barn er sem tíu. 3. Svo má lofa einn, að ann- ar sé ekki lastaður- 4. Margt er það í húsum haft, sem ekki er á bæi ber- andi. 5. Lengi lifir í kolunum. 6. Ekki veldur einn þar sem tveir deila. 7. Eitt spor í tíma tekið sparar níu. 8. Víða er pottur brotinn. SKAGFIRZK LJÓÐ. Eftir sexlíu óg átta höfunda. Sögufélag Skagfirðinga gaf út. Séra Helgi Konráðsson ritar formála fyrir bók þessari, en með honum í útgáfunefndinni voru þeir Bjarni Halldórsson, bóndi á Uppsölum, Jón Jóns- son, Bessastöðum, Gunnlaug- ur Björnsson, bóndi í Brim- nesi, og Pétur Hannesson, póst- og símamálastjóri á Sauðárkróki. Ef ljóðasöfn slík sem þetta geta bjargað frá glötun fá- einum góðkvæðum, eru þau ekki til einskis út gefin. Og þá er vel fyrirgefanlegt þótt tals- vert fljóti með af rími, sem lítils er um vert- í Skagfirzkum ljóðum rek- ur maður sig strax á þriðju blaðsíðu á ljómandi snoturt ljóð: „Að lifa,“ eftir Andrés Björnsson: „Er dagur rís á fætur, sem dregur allar nætur á tálar, — hann geisar fram í veldi og fer um hugann eldi og brjálar. En drottinn hefur gert mér að gera það, sem vert er, að skrifa um sviðann sem það veldur að vera dagsins eldur og lifa.“ Eftir Andrés eru þarna fimm Ijóð, er sýna að hann er góðskáldsefni, og lætur hann vonandi ekki það ljós sitt hverfa undir mæliker. Næst eru nokkur kvæði eftir Arna G. Eylands, en hann er þegar kunnur fyrir skáldskap sinn. Vel þekktur er einnig Ásmundur Jónsson frá Skúfstöðum. En Bjarni Halldórsson er mér nýr og hann er allgott skáld. „Á hryggjum,“ eftir hann, er mögnuð draugasaga, vel rím- uð. — „Fugl í götu,“ eftir Emmu Fr. Hansen, er laglegt kvæði, og „Ætti ég hörpu,“ eftir Friðrik Hansen, er gull- fallegt ljóð, enda sungið um land allt. Fleira er þarna vel gert eftir Friðrik. — Frímann Jónasson á eitt laglegt ljóð: „Á heimaslóðum.“ — Vísan hennar Guðlaugar Guðna- dóttur: „Ljósir lokkar,“ er 9. Betri eru fá orð í tíma töluð, en ótöluð. 10. Betra er hjá kotungum að dvelja, en í konungshöll. 11. Enginn er sjálfum sér nógur. 12. Enginn verður ágætur af engu. Innilega þökk fyrir þennan greiða. Með beztu óskum til ykkar og allra lesenda um far- sæla framtíð. Ykkar einlæg, M- frá Dakoia-dalnum góð. — Kunnur fyrir þjóðlífs- lýsingar sínar er Guðmundur L. Friðfinnsson, og kvæði hans: „Konan með kyndilinn,“ er allgóður skáldskapur. Þokkalegt kvæði er „Fjall- ræna,“ eftir Gunnar Einars- son, og „Dögun,“ eftir Gunnar S. Hafdal, sem er nokkuð kunnur fyrir kveðskap sinn. „Kolskeggur,“ eftir Gunnlaug Björnsson, er dável ort. Hall- grímur Jónasson á þarna á- gætar „Stökur,“ og „Sléttu- bönd“ prýðileg. „Bláir eru dalir þínir,“ eftir Hannes Pétursson, og „Amma mín,“ eftir Harald Hjálmarsson, eru góð kvæði. „Gömul mynd,“ eftir Helga Konráðsson, er eftirtektarvert ljóð, „Haust- brim“ sömuleiðis. „Minning,“ eftir Hólmfríði Jónasdóttur, ér fallegt- Ingibjörg Jóhannsdóttir á Löngumýri á þarna fjögur kvæði, og þótt þau séu dálítið viðvaningslega ort, vekja þau eftirtekt lesandans og neita að gleymast, einkum „Nótt“ og „Ein á báti.“ „Nótt“ er aðeins eitt erindi: „Hvers vegna er ég að kalla um nótt inni í koldimmu, mannlausu húsi, þar enginn svarar og allt er hljótt nema andardráttur minn. Hún átti hér heima, gleðin mín, með gullastokkinn sinn.“ ísleifur Gíslason, hagyrðing- urinn landskunni, á þarna dá- lítið af skemmtilegheitum. Bezt þykir mér þessi vísa: „Við mæðuveikisfaraldur hann Björn minn lengi bjó, svo búskapurinn illa gekk, en lítið fékkst úr sjó. Svo bólgnaði í honum botn- langinn, sem botlanga er siður, og Björn var skorinn upp, en rollurnar hans niður.“ Jóhannes Örn Jónsson á gott kvæði: „Til íslands," og nokkrar vel ortar vísur. „Þokan,“ eftir Jón Jónsson er dágóð. Allvel hagorður er Jón Þorfinnsson, maður Guðrúnar frá Lundi, eftir hann er þessi vísa: „Nótt að beði sígur senn, sofnar gleði á vörum, samt við kveðum eina enn áður en héðan förum.“ Jónatan Jónsson á fallegt kvæði: „Tagra sa.“ Magnús Gíslason kveður allvel um Bólu-Hjálmar, og María Rögn valdsdóttir um áramótin. Eftir Ólínu er eitt forkunnar gott kvæði: „Guð er minn styrk- Framhald á bls. 8

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.