Lögberg - 27.02.1958, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27. FEBRÚAR 1958
3
Vinarbréf og rabb
— Manhallan Beach, California, 13. febrúar 1958 —
Ég var að raka lauf á bak
við hús það, sem ég bý í, en
það er veggur þar á milli lóð-
anna, svo að þeir sem þor voru
á tali urðu ekki varir við mig,
en þar sem mér fannst tal
þeirra dálítið einkennilegt, þá
þýddi ég það lauslega, þegar
ég var búinn með mitt verk.
Ég held þú hafir gaman af því,
svo ég set það hér með ásamt
stuttum fréttagreinum.
Kæri vinur, Einar Páll!
Þó að ég hafi aldrei álitið
mig færan um að rita eða
mæla á málfundum, þá hef ég
orðið var við það, að sumt
gamalt fólk hefir ánægju af
mínu bulli, og ég álít að hvað
lítið sem maður getur gjört
því til ánægju og dægrastytt-
ingar, sé rétt að gjöra það,
og því er ég að böglast við að
senda þessar smáfréttir, af
því að ég hef hvort sem er
ekkert sérstakt fyrir stafni.
Héðan legg ég af stað heim
13. marz og fer norður strönd,
kem við í Heywood, Kelso og
Seattle- Beri eitthvað fyrir á
þeirri ferð, má vera að ég
sendi þér það síðar.
Um þessar mundir er hér
rigningarsamt og svalt veður-
lag, en þó vel unandi við það.
Mér og mínum hér líðiu- á-
gætlega.
Kær kveðja til þín og þinn-
ar góðu konu, og annara kunn-
ingja.
í friði,
Þinn einl.
H. Ólafsson
P. S. Fékk nýlega ágætt bréf
frá dr. Beck, berðu honum
þökk mína, ásamt kærri
kveðju. —H. Ó.
— SAMTAL —
Nilly: — Mikið geta þessir
karlmenn verið skrítnir.
Dilly: — Já, ég hef svo sem
æði oft orðið vör við það.
Nilly: — Þegar ég var að
þvo þvottinn í gær, þá tók ég
af mér giftingarhringinn, og
gleymdi svo er ég var búin að
setja hann á mig aftur.
Dilly: — Þetta hefur oft
komið fyrir mig, en auðvitað
af ógáti. En kom nokkuð sér-
stakt fyrir?
Nilly: — Já, ég hafði mælt
mér mót við mann minn á
kaffihúsi niður í bæ, en þar
sem tíminn til þess var ekki
kominn, þá settist ég þar við
borð og bað um kaffi, en þeg-
ar ég er rétt sezt kemur þar
inn anzi myndarlegur maður
og gengur að mínu borði og
spyr, hvort honum sé leyfi-
legt að setjast við það. Auð-
vitað gaf ég jákvæði við því.
Þetta var bæði fyndinn og
skrafhreyfinn náungi. En ég
tók eftir því að á meðan á
samtalinu stóð var hann að
smáþokast nær mér, og allt í
einu fór hann að pota fingrun-
um í síðuna á mér, en þar sem
mig kitlar ákaflega, ef komið
er við mig, þá fór ég að skelli-
hlæja, en rétt í því verð ég
vör við það að karl minn er
kominn að borðinu- Og þú
getur rétt ímyndað þér hvern-
ig mér hafi orðið við.
Dilly: — Hvað skeði þá?
Nilly: — O, það varð nú
minna úr því, en ég átti von á,
því þú veizt hversu mikil
meinleysis-gufa maðurinn
minn er.
Dilly: — Ég er nú ekki viss
um, að honum geti ekki runn-
ið í skap.
Nilly: — En það sem mér
sárnaði mest við að hann
skyldi koma rétt þá, var að
ég var rétt að byrja að njóta
þessarar skemmtilegu tilfinn-
ingar, sem ég naut svo oft á
unga aldri.
Dilly: — Já, er það ekki
annars óskaplegt fyrirkomu-
lag þetta, að verða að binda
trúss við sama manninn alla
ævi !
----0----
Á ferð suður með strönd sá
ég kirkju alla úr gleri. var hún
að sjá mjög skrautleg að inn-
an, en hún var læst, svo að
lýsing hennar verður að bíða
betri tíma. En heyrt hef ég
sagt, að þangað komi oft þess-
ar fínu dömur frá Hollywood
til þess að láta binda sína
bráðabirgða hnúta. Skammt
þaðan er talið vera eitt stærsta
lifandi fiskisafn þessa lands,
og eru þar þegar nokkrar
byggingar, en að sögn er mik-
ið enn óbyggt, enda sá ég þar
marga menn við vinnu. —
Stærsta byggingin er hring-
myndað 3 lyft steinhús, og
meðfram veggjunum að innan
eru smávatnsgeymar með
fiskum af ýmsum tegundum
og með margvíslegum litbreyt-
ingum, eru þeir frá hitabelt-
inu. Stórir vatnsgeymar taka
upp mestan hluta af ummáli
hússins og í þeim er aragrúi
af fiskum af ýmsum stærðum
og litum, nokkrir mjög stórir.
Fæstar af þessum fiskitegund-
um voru mér kunnar og munu
þær flestar vera úr Kyrrahaf-
inu og suður-höfum.
Sérstaklega var gaman að
horfa á kafara fara niður í
þessa geyma með fæðu handa
Subscription Blank
COLUMBIA PRESS LTD.
303 Kennedy Street, Winnipeg 2
I enclose $ for subscrlption to the
Icelandic weekly, Lögberg.
NAME .....................................
ADDRESS ..................................
City.............................. Zone...
fiskunum, því það tók bæði
fimleik og þrek til þess að
komast undan þeim aragrúa
sem þar var, því að þeir sóttu
fast eftir sinni fæðu, og einn
fiskur var þar svo stór, að
hann gat vel við mann ráðið,
ef hann hefði haft skap til.
Meðfram byggingunni að
utan eru sundlaugar og gefur
þar að líta nokkrar tegundir
sela, sá ég þar tamda seli
leika listir sínar, en þar sem
ég hafði séð slíkt áður, gekk
ég þar að sem hvaltegund ein
hafði verin tamin til að fram-
kvæma ýmsa leiki, og var
unun að horfa á hversu fimir
þeir voru og hversu marg-
breytilegt það var, sem þeim
hafði verið kennt.
Það er margt hér á Kyrra-
hafsströndinni, sem gaman er
að sjá og athuga. En það sem
mér fynnst hrífa huga minn
mest, er það að sjá aldini,
ýmsar jurtir og blómategund-
ir í fullum blóma um miðjan
vetur. Mest af þessum gróðri
var áður fyrr á hinu öldu-
myndaða láglendi neðan við
fjöllin, en er nú að færast
lengra og lengra um í fjalla-
drög og hlíðar og út á eyði-
mörk sökum hinna miklu
húsa og iðnaðarbygginga sem
fer alltaf fjölgandi með ári
hverju. En þegar kemur upp
fyrir mið fjöll eru þau þakin
hvítri mjöll, og sé maður
staddur þar um sólarupprás
er fögur sjón að sjá sólar-
geislana endurspeglast í frost-
perlum þeim, er þekja lauf
trjánna.
í þessum fjöllum eru víða
háar og brattar brekkur og
eru þær óspart notðar af þeim
mönnum, sem hafa áhuga fyr-
ir hinni hollu og fögru skíða-
íþrótt. Hér verða menn ekki
að vaða snjóinn í mitti til þess
að komast upp á hjallana eins
og við urðum að gjöra í gamla
daga. Nú flytur rafmagns-
straumur þá þangað.
t
Oft reynist þessi leikur
hættulegur, en einnig má sjá
margt broslegt koma fyrir.
Einn kom niður í hendings-
kasti og fyrr en varði hafði
hann stungist á hausinn og
þar sat hann fastur, en fát
hefur hlotið að vera á þeim,
sem fyrst náðu til hans, því
allt, sem þeir höfðu að sýna
eftir fyrsta átakið, voru buxur
haps, og þá fór kur um hinn
blandaða hóp, sem á horfði,
en við næsta átak kom hann
allur upp úr, og þá gall við
fagnaðaróp, og hann náði sér
undrafljótt eftir volkið-
Annar missti fótanna á
brekkubrún og rann á rassin-
um allgóðan spöl, en svo kút-
veltist hann það sem eftir var
niður á jafnsléttu, og þá leit
hann meira út sem stór snjó-
bolti en maður, og hann slapp
án þess að meiðast, en það
sem mest gaman var að í
þessu sambandi var að sjá,
hversu fimlega skíðamönnun-
um tókst að komast fram hjá
honum án þess að hitta hann
Business and Profestiona 1 Cards
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA 1 VESTURHEIMI
Forttetl: DR. RICHARD BECK
801 Llncoln Drive, Orand Forks, Morth Dakota.
StyrklO félaglð með því að gerast meðUmir.
ArssJald $2-00 — Tímarlt félagslns fritt.
Sendist til fj&rm&laritara:
MR. GUÐMANN IiEVT,
ÍSS Ldndsay Street, Winnipeg 0, Manitoba.
Minnist
BETEL
í erfðaskróm yðar
O. F. Jonasson, Pres. íc Man. Dlr.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Diatributor* of
FRESH AND FHOZEN FISH
80 Loulse St. WHltehall 8-5227
Van's Electric Ltd.
•36 Sargenl Ave.
Authoriztd Homt Appllance
Dealert
GENERAL ELICTRIC — ADMIRAL
McCLARY ELECTRIC — MOFFAT
. SUnaat 3-4880
PARKER. TAI.I.IN. KRIST-
JANSSON, PARKER AND
MARTIN
BARRISTERS — SOUC1TOR8
Ben C. Parker, Q.C.
(»10-1991)
B. Stuart Parker, Cllve K. Tallln.
Q.C., A. r. Krlstjansson. Hugh B.
Parker, W. Steward Martln
Sth fl. Canadlan Bank of Commerce
Bulldlnc, 389 Maln Street
Wlnnipec 8, Man. WHltehall 2-3341
Thorvaldson, Eggerlson,
Bastin & Stringer
Barristere and Solicitors
209 BANK or NOVA SCOTIA Bldg.
Portage and Garry St.
WHlteh&U 2-8891
CANADIAN FISH
PRODUCERS LTD.
J. H. PAGK, Managlng Dlrector
Wholeeale Dlatrlbutors of Fresh and
Frozen Fish
311 CHAMBERS STREET
Offlce: Bes.:
BPrnce 4-7431 SPruce 2-3917
ERLINGUR K. EGGERTSON,
B.A., LL.B.
' BARRISTER, SOLICITOR
NOTARY PUBLIC
Offices:
GIMLI: CENTRE STREET,
PHONE 28 RING 2
ARBORG (THURS.J: RAILWAY AVE.
PHONE 76 566
Mailing Address
P.O. BOX 167, GIMLI
á meðan hann var á leiðinni
niður.
Já, það getur margt komið
fyrir þar sem margmenni er.
Haraldur Ólafsson
Lilla: — Er afi þinn ekki úr
allri hættu núna?
Dengsi: — Nei, ekki ennþá,
læknirinn á eftir að koma einu
sinni enn-
SELKIRK METAL PRODUCTS Reykh&far, öruggasta eldsvörn, og ftvalt hreinir. Hltaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldl- viC, heldur hita fr& aC rjflka At meö reyknum.—SkrlflC, simlö U1 KELLY SVEINSSON 625 WaU St. Wlnnlpeg Just North of Portage Ave. SPruce 4-1634 — SPruce 4-1634
S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTAftY & CORPÖRATE SEALS celliTloid buttons 324 Smifh St. Winnipeg WHltehaU 2-4624
A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur llkklstur og annast um dt- farir. AUur útbflnaöur s& bezti. Stofnaö 1894 SPruce 4-7474
P. T. Guttormsson BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC 474 Graln Exchange Bldg. 147 Lombard Straet Offloe WHltehaU 2-4829 Resldence 43-3864
SPruce 4-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shlngles Inaul-Bric Slding Venta Installed to Help Eliminate Condensation 632 Simcoe St. Winnipeg 3, Man.
Muir’s Drug Slore Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS SPruce 4-4422 EUlce & Home
S. A. Thorarinson Barrister and BoUcitor 2nd Floor Crown Trust Bldg. 364 MAIN ST. Office WHitehall 2-7051 Res.: 40-6488
Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accountant* WHiiehall 2-2468 100 Princess St. Winnipeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENQHA FORT FRANCES - ATIKOKAN
The Business Clinic Anna Larusson Office at 207 Atlantic Ave. Phone JU 2-3548 Bookkeeping — Income Tax Insurance
Dr. ROBERT BLACK SérfræÖingur I augna, eyrna, nef og h&lssjflkdömum. 401 MKDICAI, ARTS BDDG. Graham and Kennedy St. Office WHitehall 2-8861 Res.: 40-3794