Lögberg - 27.02.1958, Blaðsíða 2

Lögberg - 27.02.1958, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27. FEBRÚAR 1958 RÖDD AÐ VESTAN ,Þú erí alíaf efst og fyrst, / AUSTURLAND í huga mínum.' Kvenskörungurinn Hagelia Þessar hjartkæru ljóðlínur eftir skáldið og ritstjóra Lög- bergs, Einar P. Jónsson, hvísla svo milt og ljúft í eyra, þegar ég hugsa til vina minna, sem ég þekkti og átti samleið með, bæði heima á íslandi og svo sérstaklega eftir að ég flutti vestur og kom til Winnipeg 1904, og kynntist þar mörgum ágætis íslendingum, sem þá voru forustumenn í þjóðlífi voru í þessari canadísku höf- uðborg íslenzku. Ég var þá á æskuskeiði, fullur fjörs og áhuga og fylgd- ist vel með öllu, sem fram fór meðal landanna, sem þá voru ekki allir á sama máli, og hefir það lengi fylgt sögu þjóðar vorrar að fornu og nýju. Þá voru þrjár íslenzkar kirkjur; þrjár íslenzkar Good- templarastúkur; tvö íslenzk vikublöð, og svo Breiðablik, Sameiningin, Freyja, Heimir og Almanak Ólafs S. Thor- geirssonar; Hagyrðingafélagið, stofnað 1906, sem nú finnst engin skýrsla um að hafi verið til, en þar voru þó oft fjörugir fundir og margir merkir menn, sem síðar komu víða við sögu íslendinga vestan hafs. Skal nefna tvo — Þ. Þ. Þ. og Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Mynd af meðlimum félagsins kom í jólablaði Heimskringlu stuttu eftir stofnun þess, og hefi ég reynt að grafast eftir hvort nokkur kunni að eiga það blað, og skyldi ég borga sanngjart verð fyrir. Mig langar til að skrifa sögu Hag- yrðingafélagsins, því ég var einn af stofnendum þess; þarf ég áðurnefnda mynd til að muna nöfnin öll. Ég hefi nú ásett mér til dægrastyttingar að skrifa nokkrar smásögur með fyrir- sögninni — Nokkur atvik úr lífi íslendinga í Winnipeg fyrir 50 árum. — Þar kemur margt til greina, sem skoplegt er, sérstaklega kunnáttuleysi landans, sem nýkominn var að heiman, á ensku máli, og fastheldni við ýmissar venjur að heiman; hér verður þó ekki skertur „karakter“ nokkurs manns persónulega, heldur haldið í heiðri norrænni menn- ingu, þori og þrótti, sem margsinnis kom í ljós í dag- legu lífi íslendinga í sam- keppni þeirra við aðrar þjóðir á þessum frumbýlingsárum. — Svona sögur, líkar þeim sem ég hefi í huga, munu aðeins leiða bros fram á varir þeirra, sem lesa og kannske minna þá á margt, sem þeir voru búnir að gleyma — svo ekki meir um það — að undan- teknu því, að ég sjálfur mun verða þar eins hlægilegur og nokkur annar. — Þjóðræknisslarfið Óðum fellur nú frumskógur fslendinga í Vesturheimi, með hverju ári sem líður, og er þar margra mætra manna að minnast. Á síðastliðnum 10 árum hafa um 20 leiðandi for- ustumenn íslenzkrar menm ingar vestan hafs gengið fyrir ætternisstapa í Winnipeg — höfuðborg íslendinga hér í álfu, og svo fleiri hingað og þangað um borgir og byggðir, bæði í Canada og Bandaríkj- unum, svo augljóst er hvað bíður framhaldi íslenzkrar tungu hér í álfu — og þetta stef til skýringar: Þjóðræknin fer hér þverrandi, þeir ganga nú flestir hnerrandi, sem reyna að halda í horfinu- Hvíla nú undir torfinu þeir, sem áður börðust bezt. beittu viti og þori mest, unnu því heit, að etja kapps um íslenzka þjóðrækni vestan hafs. Nú sitja hér einir efst á bekk, Einar, Stefán og Richard Beck. Svo eftir nokkur ár til minningar um íslenzka tungu í Vesturheimi, megum við spyrja: Æskan er braut og blómin dauð, borgirnar hrundar og löndin auð. Þetta má kalla bölsýni, en við hverju er að búast — mannkynið og heimurinn virðast vera á helvegi, ekkert talað um annað en Sputnik og sprengjur, spæjara, svik og undirferli í stjórnmálum; — Austrinu og Vestrinu skipt í tvennt þar sem hatur og tor- tryggni kynda elda. Seattle Hér kemur fegurra útsýni og öllum kærara umtalsefni; það er veðurblíðan, sem hér hefir verið á þessum vetri fram að þessu. Nú í febrúar springa út allslags blóm og rósir; fuglar syngja ástar- söngva í trjánum; aldrei kom- ið frost á jörð; hitamælir vanalega 10 til 20 stig fyrir ofan frostmark. Af þessu leiðir að hér hvílir friður Guðs og velþóknun yfir mönnunum, og taka íslend- ingar fullan þátt í þeim fagn- aði; þó er aldrei svo bjart og ekkert svo fagurt, að ekki beri á ský og skugga; og minnist ég nú þess sorglega og ó- gleymanlega slyss, sem átti sér stað hér á sundinu í sum- ar, þar sem átta Islendingar drukknuðu á smábát í straum- röst inn á milli eyja. Þetta var fólk á bezta aldri og æskuskeiði, nýlega flutt hing- að frá N. Dakota. Myndir og umsögn um þetta hörmulega slys hafa nýlega birzt í ís- lenzku vikublöðunum, Lög- bergi og Heimskringlu, en skyldmenni og vinir þessa fólks, sem hér eru búsettir, finna eðlilega sárast til. Þj óðræknisdeildin VESTRI Hvað sem bölsýni minni og annara viðkemur viðvíkjandi örlögum íslenzkrar tungu hér vestra, þá vil ég segja þetta: Þjóðræknisdeildin Vestri hér í Seattle, sem nú er 57 ára, líklega ein sú elzta stofnun af því tagi hér í landi, situr enn við arineld íslenzkrar menn- ingar og heldur reglulega fundi í hverjum mánuði, og sitja þar í öndvegi þrír góðir menn: séra Guðmundur P. Johnson, forseti, prúðmenni og sannur og ósvikinn íslend- ingur; þar næst er ritari fé- lagsins, ritstjóri Geysis og skáldið Jón Magnússon; svo gjaldkerinn, J. J. Middal, þessi jötun í þjóðræknismálum okk- ar hér í Seattle um 35 ára skeíð; hann hefir staðið eins og klettur úr hafinu um allt sem íslenzkt er og þjóð vorri getur orðið til sóma hér í hringiðu samsteypu allra þjóða. Meðan svo gengur þá er nokkur von um framhald enn. En, „nú er hann farinn að árum, fuglinn minn“ o. s. frv., segir Þ. E. um Pál Ólafs- son. Hér eru fremur illa sóttir „Vestra“ fundir og ekki neitt líkt því sem áður var, þó eru hér fjölda margir Islendingar búsettir um holt og hæðir í þessari fögru borg, Seattle, en þeir bera engan áhuga fyrir neinu, sem ætt þeirra eða ís- landi er tengt- Sumir þeirra — ég veit ekki hvað á að nefna þá — voru þó fæddir heima og komnir langt yfir miðaldur; aðrir fæddir hér í landi og aldir upp í alíslenzkri byggð, geta talað íslenzku ef einhver höfðingi kemur að heiman, en þegar hann er farinn þá rugl- ast víravirkið í höfðinu og þjóðræknishugsunin k e m s t ekki að — og þess vegna er svo fámennt á „Vestra“ fundum. Við höfum átt fáum íslenzk- um góðgestum að fagna að heiman á árinu sem leið, en í byrjun þessa árs heimsótti okkur hinn góðkunni prófast- ur, séra Friðrik Friðriksson frá Húsavík, sem áður var þjónandi prestur hér vestan hafs um nokkur ár. „Vestri“ hélt samkomu hér í tilefni af komu hans og var hún vel sótt. Það bezta, sem getur hjálp- að þjóðrækni okkar íslend- inga, eins og nú standa sakir, er heimsókn ágætra íslend- inga sem oftast, annað hvort að heiman eða þá frá Þjóð- ræknisfélagi íslendinga í Vesturheimi; þeir verða að senda góða menn annaðslagið til allra sinna þjóðræknis- deilda út um landið og gefa þeim þjóðernisskot í hand- legginn, þ. e. vítamín, svo að þær sofni ekki út af í doðasótt. Jæja, hér endar nú þetta spjall, en þess vildi ég óska, að hver sannur Islendingur, hvar sem hann er, vildi, þegar hann gengur til hvílu að kveldi, hafa yfir og mæla þessi orð af munni fram, á undan faðirvorinu: U T A N ÚR HEIMI: Þegar hinir nýkosnu full- trúar norska stórþingsins koma til fundar í janúar, verð- ur það kona, — Magnhild Hagelia, — sem fyrst tekur til máls í sameinuðu þingi, og biður forseta að stjórna um- ræðunum þangað til Stórþing- ið sé löglega sett. Áður fyrr var það fulltrúi Álasunds og Molde, sem fyrstur tók til máls á þingi, þar eð Álasund var þá ritað „Aalesund“ og því fyrsta kjör dæmi í stafrófinu. Nú er það ritað Alesund, samkvæmt nýj- um stafsetningarreglum, og nú er því kjördæmið Austur- Agður fyrst í stafrófinu, og Magnhild Hagelia er kosin fyrsti fulltrúi þess kjördæmis. Hún er einnig fyrsta konan sem setið hefur á þingforseta- stóli, raunar ekki sem forseti, heldur sem aðalritari Stór- þingsins. í þriðja lagi er hún fyrsta konan, sem alþýðu- flokkurinn hefur sett fyrsta og efsta á landslísta. Hún er víða fyrsta konan sú kona, — það má bæta því við að hún er fyrsta konan, sem tekið hefur sæti í Norðurlandaráðinu. Illmálgir telja að konur séu öðru hvoru kosnar á þing fyrir þá sök að ekki verði hjá því komizt að hafa þær í fram- boði. Enginn hefur þó víst hreyft því í sambandi við kjör Magnhild Hagelia að hún hafi náð kosningu vegna þess að hún var kona. Hún gefur hvergi eftir dugmestu stéttar- bræðrum sínum. 1 blaðaviðtali var „Hagelia" eitt sinn fyrir skemmstu að því spurð, hvort nokkur grund völlur væri fyrir því að stofna sérstakan stjórnmála- flokk fyrir konur. Hún svaraði því til að fæstar konur ættu enn nægt sjálfstraust til að standa upp í hárinu á karl- mönnum í félagslegri starfs- semi. Ekki verður þessa skorts á sjálfstrausti þó vart hjá henni sjálfri. Ekki má þó skilja þetta þannig að hún of- treysti hæfileikum sínum, heldur er hún gædd geðró og öryggi og framkoma hennar Þú ert móðir vor kær, þá er vagga okkar vær, þegar vorkvöldið leggur þér barn þitt að hjarta. Og hve geiglaus og há yfir grátþrungri brá berðu gullaldarhjálminn á enninu bjarta. Við hjarta þitt slögin þín hjörtu okkar finna, þinn hjálmur er gull okkar dýrustu minna, en þó fegurst og kærst og að eilífu stærst ertu í ást og í framtíðar vordraumum barnanna þinna. —Þ. E. Með beztu óskum um far- sælt ár. H. E. Magnússon, Seattle, Wash. öll látlaus og eðlileg. Hún vindur sér ævilega útúrdúra- laust að kjarna hvers máls, hvort heldur er í samtölum eða hún stendur í ræðustóli á þingi. Enginn dregur í efa hreinskilni hennar og heiðar- leika, og afstaða hennar ein- kennist alltaf af heilbrigðri skynsemi og raunsæi sveita- fólksins. Magnhild Hagelia er ekki ofstækisfull kvenréttindakona fyrst og fremst. Hún hefur á- huga á hverju því máli, sem þjóðfélagið varðar. Þó hefur farið svo að stjórnin hefur einkum skipað hana í þær opinberar nefndir, sem falið var að leysa mál er fyrst og fremst vörðuðu konur, — sam- sköttun hjóna, jafnrétti til launa og atvinnumála giftra kvenna, sem taka vilja þátt í lauriuðum störfum eftir að börn þeirra eru orðin svo full- vaxta að þau geta séð um sig sjálf. Því er nefnilega þann veg farið að margar konur á milli fimmtugs og fertugs, sem ekki þurfa lengur barna að gæta, finnst það of lítið verk að hugsa aðeins um húsbóndann og heimilið, — og helzt til fá- breytilegt að auki. En þeim gengur oft illa að fá vinnu, þar sem þær hafa ekkert ann- að numið en heimilisstörfin, eða þær hafa að mestu gleymt því sem þær kunnu. Magnhild Hagelia hefur alltaf haldið því fram af sterkri sannfæringu að þjóðfélagið verði að sjá svo um að konum veitist auðvelt að fá atvinnu utan heimilisins- Hún er formaður nefndar sem leita skal heppilegrar lausnar á því máli. Magnhild Hagelia er ekki smeyk við að segja meiningu sína í hverju máli og taka sjálfstæða afstöðu. Hún var til dæmis sú eina af þingfulltrú- um alþýðuflokksins norska, sem árið 1952 greiddi atkvæði gegn því að úr gildi væri num- ið það ákvæði stjórnarskrár- innar, sem tryggði sveitunum 2/3 þingsæta í stórþinginu. Margir töldu þá afstöðu henn- ar ranga, en hún var sannfærð um hið gagnstæða. Og hún greiðir ekki atkvæði gegn sannfæringu sinni. —Alþbl. Tveir stjórnmálamenn voru á fundi úti á landi. Þegar ann- ar var að flytja sína ræðu greip hinn fram í fyrir honum og sagði: — Þetta er ekki satt! — Víst er það satt, svarar ræðumaðurinn. — Mér ætti nú að vera kunnugt um það, því ég var í stjórninni þá, kallaði sá sem fram í hafði gripið. — Það er rétt hjá þér, svar- aði ræðumaðurinn, þitt var ríkið, en hvorki mátturinn né dýrðin.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.