Lögberg - 27.02.1958, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27. FEBRÚAR 1958
7
Bretar virkja
Sú fregn, að Bretar séu
komnir nokkuð áleiðis að hag-
nýtingu vetnisorkunnar, vek-
ur gífurlega athygli víða um
heim. Að vísu er þarna aðeins
um byrjunaráfanga að ræða,
en um leið sennilega örðug-
asta áfangann, að því er ráða
má af umsögnum vísinda-
manna. Telja þeir sumir að nú
muni ekki líða meira en tíu til
fimmtán ár þangað til Bret-
um hafi tekizt að beizla vetnis
orkuna sem orkugjafa, en þeg-
ar því takmarki er náð hafi
mannkyninu opnazt svo að
segja óþrjótandi orkulind í
fljótum, vötnum og úthöfum.
Ekki eru þó Bretar einir um
að vera komnir þarna nokkuð
áleiðis. Bandaríkjamenn vinna
af kappi að lausn sama við-
fangsefnis, og talið er víst að
rússneskir vísindamenn hafi
náð svipuðum árangri og þeir
brezku. Þá hefur og komið á
daginn að sænskir kjarnorku-
vísindamenn hafa í Uppsölum
gert sér svipað tæki til hita-
mögnunar og þeir brezku, en
þó minna, og er talið að ekki
líði á löngu áður en þeir verði
komnir jafn langt brezkum og
rússneskum starfsbræðrum
sínum.
Lítill flokkur valdra
vísindamanna
Átta undanfarin ár hefur
lítill, en valinn hópur brezkra
kjarnorkuvísindamanna unnið
að lausn þessa ævintýralega
viðfangsefnis undir stjórn og
forystu Sir John Cockcroft, en
hann er nú að komast á sjö-
tugsaldurinn- Og fyrir nokkr-
um dögum gat hann skýrt
fréttamönnum blaða og út-
varps frá því að við tilraunir
með samruna þungra vetnis-
frumeinda við hita hefði að
öllum líkindum fundizt leið
til að beizla þá orku, er losn-
aði við það úr viðjum, og
hefði hitamögnunin við slíkar
tilraunir oft náð fimm miljón
gráðum á Celsíus nokkurt brot
úr sekúndu, — eða mun hærra
hitastigi en er á yfirborði sól-
ar eða nokkurrar stjörnu, svo
vitað sé. Hitastigið hið innra
í sólinni er hins vegar talið ná
fimmtán milljón gráðum. —
Bandarískir vísindamenn telja
hitastigið við slíkar tilraunir
hjá þeim hafa náð sex milljón
gráðum, en mun skemmri
tíma í einu en við brezku til-
raunirnar. Og Sir John Cock-
croft kvaðst ekki í neinum
vafa um að brátt tækist að
beizla hitaorku, mun meiri en
sólarinnar.
Kjarnorkustöðvar úreltar
Hráefnið, þunga vetnið, sem
notað er við þessar tilraunir,
kalla vísindamenn deuterium,
og fæst eitt gramm af því úr
tuttugu lítrum vatns. Vinnsl-
an kostar rúmar fimm krónur
á gramm, en grammið jafnast
á við tíu smálestir af kolum
sem orkugjafi.
vetnisorkuna
Svo hefur reiknazt til að
kol í námum og olía í neðan-
jarðarlindum muni endast
mannkyninu sem orkugjafi
næstu hundrað árin, en úran
það og thorium, sem fyrir-
finnst muni síðan duga því til
orku í 200—300 ár. En deuter-
ium það, sem fyrirfinnst í út-
höfunum ætti að nægja mann-
kyninu sem orkugjafi í allt að
eitt þúsund milljónir ára. Með
virkjun vetnisorkunnar verða
það því ekki aðeins kola- eða
olíuknúnu raforkuverin sem
úreltast, heldur og þær kjarn-
orkustöðvar, sem Bretar og
ýmsar aðrar þjóðir keppast nú
við að reisa. Þá verður ekki
framar spurt um úraníum,
heldur deuterium.
En til þess að þessi gerbylt-
andi uppgötvun komi að til-
ætluðum notum verður hita-
stigið að komast upp í 100
milljón gráður, — sumir segja
jafnvel þrefalt það. Sir John
telur ekki neinum vafa bundið
að það megi takast, og verði
það næsti áfanginn. Þriðji á-
fanginn verði svo í því fólginn
að reisa fyrstu vetnisorku-
stöðina, og sá fjórði að hag-
nýta hina miklu orku hennar
til að knýja með rafstöðvar.
Tuliugu ár
Um fimm hundruð blaða-
menn, — brezkir og erlendir,
þeirra á meðal frá Sovétveld-
unum, Kína og mörgum lepp-
ríkjum, — voru viðstaddir
þegar Sir John skýrði frá
þessum furðulega árangri. Og
er hann var spurður hvenær
búast mætti við að fjórða og
síðasta áfanganum lyki, hugs-
aði hann sig um nokkra stund
áður en hann svaraði: — Eftir
svona um tuttugu ár.
Tilraunatækinu, — gervisól-
inni, — þar sem þungavetnis-
frumeindirnar eru bræddar
saman við hita, er komið fyrir
í einu af skýlum flughersins
og er um tvö hundruð smá-
lestir að þyngd. Þar er vetnis-
gasinu hleypt inn í bogna
alumínpípu, þrjá metra að
þvermáli, og hitað unz hið
gífurlega hitastig næst, — að
vísu aðeins þúsundhluta úr
sekúndu, en hins vegar hefur
tilraunin verið endurtekin
hvað eftir annað með aðeins
tíu sek. millibili. Við það
myndast samruni þungvetnis-
frumeindanna og skapar orku
með sama hætti og verður við
vetnissprengingu, og í sólinni.
Fyrstu tilraunirnar voru
ekki ýkja stórfenglegar, en
smám saman var hert á. Fyrsta
gervisólin var mun minni en
sú, sem nú er notuð, rafstraum
urinn, sem beitt var til hitun-
arinnar, nam ekki nema
80,000 ampérum og náðist
ekki hærra hitastig en 140,000
gráður. Við gervisól þá, sem
nú er notuð, er beitt 200,000
amp- straumi, og nú er undir-
búningi að smíða nýtt til-
Mrs. Laura Burkett
Mrs. Laura Burkett, Flin
Flon, Man. died Nov- 15th 1957
at a Hospital in Flin Flon fol-
lowing a lengthy illness.
Born in Arnes 1899 Laura
married Earl Burkett 1923,
and came with her husband
to Flin Flon in 1935.
Mrs. Burkett was a member
of the Eastern Star Lodge and
the church of England. Sur-
viving are her husband Earl a
druggist of Flin Flon, also two
sons, James a druggist of Flin
Flon and Robert a druggist of
Lynn Lake. Her parents pre-
deceased her some years ago.
There are also two brothers
and four sisters left to mourn
her death, they are:
Oscar Erickson of Arnes,
Man.; Harry Erickson of
Prince Rupert, B.C.; Mrs. H.
Thordarson of Gimli; Mrs. Á.
P. Jóhannson; Mrs. J. Swann;
Mrs. F. Frisk; all of Winnipeg.
Mrs. Burkett had a very
charming personality and
leaves a wide circle of friends-
—G. E. J.
raunatæki, allt að því tíu sinn-
um stærra, en öllu í sambandi
við það er enn haldið leyndu.
Um fimmtíu manns hafa
starfað að þessum tilraunum,
en eftir því sem þeim miðar
lengra verður að auka starfs-
liðið og verja meira fé til
þeirra.
Bandaríkjamenn verja
miklu fé . . .
1 Bandaríkjunum hófust
svipaðar tilraunir 1951, og eru
þær á mun stærri mælikvarða.
Þar hafa starafð að þeim um
fimm hundruð manns, og er
varið gífurlegu fé í því skyni.
Vitað er að þeir hafa í smíð-
um mun stærri gervisól en þá,
sem Bretar nota nú við til-
raunir sínar. Þá er og vitað
að Rússar vinna af kappi að
slíkum tilraunum. Einnig
vinna sænskir kjarnorkuvís-
indamenn að sama viðfangs-
efni, er árangri þeirra haldið
mjög leyndum, og jafnvel talið
að þeir hafi náð svipuðum ár-
angri og Bretar.
—Alþbl., 30. janúar
Stóraukinn bustofn landsmanna
ó síðastliðnum fimm órum
Sauðfjáreign íslendinga hef-
ur aukizt stórkostlega á und-
anförnum árum, eða úr 445
þúsund fjár í árslok 1952 í 706
þúsund fjár í árslok 1956.
Nemur þessi aukning 260
þúsund fjár á aðeins 5 árum
eða meir en um einn þriðja
alls sauðfjárstofns landsins.
Á árinu 1956 fjölgaði sauðfé
í öllum sýslym landsins, mið-
að við árið á undan nema í
Dalasýslu og Strandasýslu, en
í þeim sýslum var niðurskurð-
ur vegna mæðiveiki í nokkr-
um hreppum. Jafnvel í sum-
um kaupstöðum fjölgaði sauð-
fé.
Fjárflesta sýsla landsins var
í árslok 1956 Húnavatnssýsla
með nær 77 þúsund fjár og þar
næst Þingeyjarsýsla með rúm
lega 74 þúsund fjár. Fæst var
féð í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu, aðeins 12 þúsund fjár,
enda land þar hrjóstrugt víða
og ekki fallið til sauðfjár-
ræktunar.
í Reykjavík voru hátt á
þriðja þúsund fjár í árslok
1956, en Akureyri var þá fjár-
flesti kaupstaður landsins með
á 4. þúsund fjár.
Sauðfjáreigendur á öllu
landinu eru rösklega 12 þús-
und talsins og koma því tæpar
70 kindur til jafnaðar á hvern
framteljanda-
Nautpeningi hefur nokkuð
fjölgað í landinu á sama tíma-
bili. Árið 1952 (í árslok) voru
tæplega 43 þúsund nautgripir
í landinu, en 47 xh. þúsund
fimm árum síðar.
Hefur nautgripum fjölgað í
öllum þeim sýslum á árinu
1956, þar sem mjólk er fram-
leidd til sölu í verulegum
mæli. Mest varð fjölgun naut-
gripa í Árnessýslu og Rang-
árvallasýslu, en einnig veru-
leg í Borgarfjarðarsýslu og
Mýrasýslu, enda hafði naut-
gripum fækkað í öllum þess-
um sýslum árið áður vegna
óþurrkanna sumarið 1955.
Langflestir nautgripir eru í
Árnessýslu af öllum sýslum
landsins, eða á 9. þúsund og
þar næst koma svo Rangár-
vallasýsla með tæpt hálft sjö-
unda þúsund og Eyjafjarðar-
sýsla með rúmlega fimm þús-
und nautgripa. í Reykjavík
voru um hálf fimmta hundrað
nautgripa og yfir 500 á Akur-
eyri. Hrossaeign landsmanna
fer stöðugt minnkandi. í árs-
lok 1952 voru rúmlega 38 þús-
und hross á landinu, en fimm
árum seinna ekki nema tæp
34 þús.
Geitfé er að deyja út, aðeins
til 105 geitur á öllu landinu
og hefir þeim fækkað frá ári
til árs.
Svínum hefir fjölgað úr 457
í 746 á þessu fimm ára tíma-
bili. Refir og önnur loðdýr
voru aðeins til 10 í eigu lands-
manna í árslok í hitteðfyrra og
getur það ekki minna verið.
I landinu eru til rúmlega 93
þúsund hænsni, en sáralítið af
öðrum alifuglum, eða rétt rúm
lega 200 endur og álíka mikið
af gæsum.
—VISIR, 29. jan.
VITRUN
Enski leikarinn frægi, Sir
Charles Hawtrey, var háskóla-
genginn maður og enginn
veifiskati. Hann ritaði endur-
minningar sínar og nefndi
bókina “The Truth at Last”
(Sannleikurinn um síðir). Þar
segir hann frá merkilegri
vitrun:
„Það var í febrúar 1920 að
ég veiktist. Ég þjáðist mjög og
mér leið illa, en það sem ég
minnist alla ævi er vitrun,-
sem mér birtist rétt áður en
mér batnaði. Hún var svo ljós-
lifandi og hafði svo mikil á-
hrif á sál mína, að þessum
endurminningum væri mjög
áfátt ef henni væri sleppt.
Mér fannst ég vera hrifinn
á loft og borinn hærra og
hærra upp í geiminn. Og ég
varð gagntekinn af innilegum
fögnuði, slíkum fögnuði er
enginn maður getur gert sér í
hugarlund.
Eftir nokkurn tíma varð ég
þess var, að ég stóð á gljáandi
stétt úr svörtum marmara,
framan við mig voru þrep og
þar yfir djúpblátt hvel. Og
sem ég nú stóð þarna fann ég
ósjálfrátt að ég var í návist
guðdóms, enda þótt ég sæi
engan.
Ég varð þess var að ég var
með nokkrar gullkúlur í hönd-
unum og ég vissi að ég átti að
raða þeim á þrepið fyrir fram-
an mig. Það var erfitt að koma
þeim fyrir, því þær vildu velta
alla vega. Ég kraup því á kné
til þess að geta raðað þeim
sem bezt. Og að lokum tókst
mér að raða þeim, og þarna
lágu gullkúlurnar og glóðu
fagurlega við svartan marmar-
ann. Ég var enn krjúpandi, leit
yfir þær og sagði: „Mér þykir
leitt að mér skuli ekki hafa,
tekizt þetta betur.“ Þá heyrði
ég rödd, sem svaraði: „Farðu
þá og reyndu aftur!“
Og nú varð ég þess var, að
ég var aftur borinn um geim-
inn á leið til jarðarinnar, og
sami fögnuður og áður fyllti
sál mína.
Skömmu seinna fór mér að
batna, og bráðlega gat ég far-
ið að starfa. En endurminn-
ingin um þessa vitrun hefir
alltaf vakað í sál minni, og
jafnframt rík meðvitund um,
að mér hafi verið gefið nýtt
tækifæri „að reyna aftur.“
Þessi orð voru blátt áfram, en
þrungin af ástúð og hvatningu.
Og ég hefi reynt • . . .“
Báru vinir Sir Charles vitni
um, hve gagnger áhrif þessi
vitrun hafði á líf hans þau 2 Y2
ár, er hann átti eftir ólifað.