Lögberg - 27.02.1958, Blaðsíða 1

Lögberg - 27.02.1958, Blaðsíða 1
71. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 27. FEBRÚAR 1958 NÚMER 9 Ársþing Þjóðræknisfélagsins Þrítugasta og níunda árs- þing Þjóðræknisfélagsins tók til starfa kl. 10 á mánudags- morguninn undir stjórn for- seta þess, Dr. Richards Beck. Samkvæmt venju fór fyrst fram stutt guðræknisathöfn; Dr. Valdimar J. Eylands flutti bæn og sungnir voru sálmarn- ir: Þú, Guð, ríkir hátt yfir hverfleikans straum, og Faðir andanna; Gunnar Erlendsson var við hljóðfærið. Þar næst flutti forseti ýtarlega ræðu yfir starf félagsins á árinu og birtist fyrri hluti hennar í þessu blaði. Þingið var allvel sótt. Voru þessir fulltrúar við þingsetningu: Frá deildinni Frón: Marja Björnson Hlaðgerður Kristjánsson Elín Hall Soffía Benjamínsson Sigríður Jakobsson Jakobína Nordal Rósa Jóhannsson Jóhanna Jónasson Oddný Ásgeirsson Jón Jónson. Frá deildinni á Gimli: Kristín Thorsteinsson Guðm. B. Magnússon Emma Von Renesse Elín Sigurdson. Esjan, Árborg: Halldór J. Austmann Anna Austman Herdís Eiríksson Tímóteus Böðvarsson. Brúin í Selkirk: Gestur Jóhannsson Þórunn Jóhannsson Kristinn Goodman Margrét Goodman. Lundar: Kári Byron Gísli Gíslason. Ströndin, Vancouver: Stefán Eymundsson. Meðal langt aðkominna gesta, er sátu þingið, auk Stefáns Eymundssonar, voru Rósmundur Árnason frá El- fros, Sask., og Páll Guðmunds- son og Ásgeir Gíslason frá Leslie, Sask- Aðrir utanbæjar- gestir, er vér urðum vör við: Walter Johannson, Pine Falls, Man.; Thorsteinn S. Mýrman, Oak Point; Svava Bonnell, Lundar; Thorarinn Jóhanns- son, Selkirk, og Sæunn Bjarna son, Gimli. Kveðjur til þingsins höfðu forseta borizt frá þessum: — séra Benjamín Kristjánssyni; Society for the Advancement of Scandinavian Studies (Dr. Beck er formaður þess félags); Ríkisháskóla N. Dak. og for- seta þeirrar stofnunar, og frá séra Ólafi Skúlasyni. — Hin fagra kveðja frá Thor Thors sendiherra birtist á öðrum stað hér í blaðinu. Féhirðir, Grettir L. Johann- son, og fjármálaritari, Guð- mann Levy, lásu skýrslur sín- ar um fjárhag félagsins og var þeim útbýtt meðal þing- manna til yfirvegunar. Um morguninn lásu þessir fulltrúar skýrslur frá deildum sínum: Jón Jónsson, forseti Fróns, Gestur Jóhannson fyrir Brú í Selkirk og Stefán Ey- mundsson frá Ströndinni í Vancouver. Báru skýrslurnar vitni um að vel hafði verið haldið í horfinu hjá þessum deildum. Samkvæmt venju flutti full- trúinn frá Ströndinni lofræðu um dásemdirnar við Kyrra- hafið, og verður það ekki þeirra sök, ef allsherjar fólks- flutningar hefjast ekki þang- að vestur. Býður sig from í Selkirk Eric Slefanson Á fjölmennum fundi, sem haldinn var í samkomuhúsinu að Teulon, Man., var Eric Stefanson kaupmaður á Gimli, útnefndur sem merkisberi í- haldsflokksins í Selkirkkjör- dæmi við sambandskosning- arnar hinn 31. marz. Það var ekki fyr en að lokinni fimtu talningu, að Mr. Stefanson var lýstur kjörinn umfram næsta keppinaut sinn Mr. Valda Árnason á Gimli. Mr. Stefanson taldi sig til C.C.F.-flokksins svo að segja fram um elleftu stundu og var um eitt skeið frambjóðandi hans til fylkisþings í St. George kjördæmi. Merk kona lótin Frú Vigfúsína Beck Á miðvikudaginn í vikunni, sem leið, lézt á dvalarheimili hinna öldruðu íslendinga, Betel á Gimli, frú Vigfúsína Beck frá Litlu Breiðuvík í Reyðarfirði 87 ára að aldri, hin mesta skýrleikskona, er alls staðar kom fram til góðs; hún lætur eftir sig tvo sonu, Dr. Richard Beck rithöfund og Mr- Jóhann Th. Beck, fyrrum forstjóra The Columbia Press Limited; einnig tvö hálfsyst- kini, Jóhönnu Pálsson og Vig- fús í Vancouver. Frú Vigfús- ína var gift Hans Kjartani Beck, en missti hann, er hann enn var í blóma lífs. Útför frú Vigfúsínu var gerð frá Fyrstu lútersku kirkju á laugardaginn að við- stöddu fjölmenni. Mrs. Lincoln Johnson söng einsöng en Dr. Valdimar J. Eylands flutti kveðjumál. Þingmannsefni Liberala í Selkirk Á afarfjölmennum fram- boðsfundi, sem haldinn var að Inwood hinn 13. þ.m., var Mr. William J. Wood útnefnd- ur sem þingmannsefni Libe- rala í Selkirkkjördæminu við kosningar þær til sambands- þings, sem fram fara þann 31. marz næstkomandi. Mr- Wood bauð sig fram í Selkirkkjör- dæmi í fyrra og fékk þá mikið fylgi þótt eigi nægði það til að koma Mr. Bryce fyrir kattar- nef. William J. Wood er búsett- ur að Teulon hér í fylkinu og nýtur almennra vinsælda í héraði; hann er gagnkunnur staðháttum kjördæmisins og manna líklegastur til að gæta dyggilega hagsmuna þess á þingi. Faðir frambjóðandans átti um hríð sæti á sambandsþingi fyrir Selkirk við hinn ágæt- asta orðstír, KVEÐJA tll þjóðræknisþingsins 19. febrúar, 1958 Hr. ræðismaður Grettir L. Johannson 76 Middle Gate Winnipeg, Manitoba Kæri herra ræðismaður: Ég vil hér með biðja þig að flytja ársþingi Þjóðræknis- félags íslendinga í Vestur- heimi, er kemur s^man í Win- nipeg hinn 24. þ.m., alúðar- kveðjur mínar og allar góðar óskir um áframhaldandi giftu- ríkan árangur í hinu veglega starfi Þjóðræknisfélagsins að efla samúð, skilning og sam- band Islendinga vestan hafs og austan. Það er nú orðið langt síðan, að mér hefir unnizt tími til að heimsækja byggðir Islendinga í Kanada, því að leið mín sem sendiherra íslands í Kanada liggur oftast nær til höfuð- borgarinnar, því að þangað ber mér að leita í erindum ríkisstjórnar íslands. Þau er- indi sækjast jafan greiðlega vegna hins vinsamlega sam- bands milli landanna og vel- vildar og skilnings stjórnar Kanada á sameiginlegum hags munamálum. Margt bendir til þess, að sambandið milli land- anna fari vaxandi; nýjar stofnanir á sviði stjórnmála, viðskiptamála og menningar, hafa verið settar upp, heim- sóknum fjölgað, svo og ís- lenzkum námsmönnum í Kanada, og leiðin milli land- anna verður stöðugt styttri og auðsóttari- Öll slík mál láta Vestur-lslendingar og Þjóð- ræknisfélagið til sín taka, og sé þeim mikil þökk fyrir. Eigi skal gleymt hinum stór- merka þætti íslenzku blaðanna beggja, Heimskringlu og Lög- bergs, í því að tryggja tryggða böndin. Með innilegum kveðjum. THOR THORS Góður drengur lótinn Síðastliðinn föstudag lézt á sjúkrahúsi hér í borginni Mr. Thorbergur Thorbergsson járn brautarþjónn, starfsmaður hjá Canadian National Railways; hann var 65 ára að aldri, fædd- ur í Churchbridge, Sask., ætt- aður úr Skagafirði, dreng- skaparmaður, er eigi vildi vita vamm sitt í neinu; hann lætur eftir sig eina systur, Mrs. Gíslason í Churchbridge. Kveðjuathöfn, er Dr. V. J. Eylands stýrði, fór fram frá Bardals á laugardaginn, en þaðan var líkið sent til jarð- setningar í Churchbridge. Frónsmótið Mikill mannfjöldi sótti hið vinsæla Miðsvetrarmót Fróns á mánudagskveldið, enda jafnan vandað til þeirrar sam- komu eftir föngum, og hefir forseta, Jóni Johnson tekizt að safna góðum og kunnum kröftum á skemmtiskrá og finna nýja. Það er ekki of- sögum sagt af dugnaði frú Elmu Gíslason við að kenna og æfa söng, og ekki má gleyma hvílíkan hauk í horni söngelskir íslendingar eiga þar sem frú Jóna Kristjánsson er, jafnan reiðubúin að leika á hljóðfærið. Eiga þessar konur miklar þakkir skilið fyrir mikilvægt tillag sitt til söng- menningar Islendinga hér í borg. Söngur kvartettsins var ánægjulegur. 1 honum tóku þátt fjórar unglingsstúlkur, Joy Gíslason, Janet Reykdal, Heather Sigurdson og Shirley Johnson, og hinir góðkunnu söngvarar, Fjelsted-bræðurnir, Hermann’og Thor, ennfremur Gunnsteinn Martin og Denriis Eyjolfson. Sungið var nýtt lag eftir Helga S. Helgason við kvæði Guttorms J. Guttorms- sonar, Áróra. Oft er það að maður verður að heyra ný lög oftar en einu sinni til að meta þau, og lét þetta sönglag betur í eyra, þegar það var sungið í seinna skiptið. Hið fallega, einfalda lag, Vel er mætt til vinafunda, tókst ljómandi vel, raddirnar þýðar og samstiltar. Áheyrendur höfðu ánægju af hinum léttu fjörugu ein- söngvum ungu stúlknanna og þá ekki sízt af tvísöng frú Elmu og Gústafs Kristjáns- sonar; sungu þau Visnar vonir, kvæðið eftir Dr. Beck, lagið eftir Louisu Gudmunds; enn- fremur Sólsetursljóð eftir séra Bjarna Thorsteinsson. Hafa þau bæði ágætar raddir, og var þeim klappað lof í lófa. Sigrid Bardal lék fagurlega á píanóið nokkur lög. Aðalræðu mótsins flutti próf. Haraldur Bessason; sagð- ist honum margt vel og vitur- lega, svo sem vænta mátti. William Pálsson flutti kvæði eftir séra Jónas A. Sigurðsson, hvöt til að leggja rækt við ís- lenzkuna, en próf. Haraldur flutti frumsamið kvæði eftir Dr. Svein E. Björnsson. Var að öllu þessu gerður hinn bezti rómur.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.