Lögberg - 06.03.1958, Síða 8

Lögberg - 06.03.1958, Síða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 6- MARZ 1958 Úr borg og bygð Höfðingleg gjöf Mr. Randver Sigurðsson, 898 Banning Street, Winnipeg, hefir auðsýnt Betel á Gimli þá góðvild, að gefa stofuninni allan húsgagnaútbúnað í eina íbúð byggingarinnar. Þess er æskt, að þessi íbúð verði helguð minningu foreldra gef- andans, Sigurði Sigurðssyni og frú hans Ragnheiði Thor- veigu Sigurðsson og minningu sonar þeirra Jóns Sigurðs- sonar. Skjöldur verður settur við innganginn, þar sem þess er getið, að íbúðin sé helguð minningu Sigurðar Sigurðs- sonar, frúar hans og Jóns sonar þeirra. Fyrir hönd fjársöfnunar- nefndar Betels, Greííir Eggeríson ☆ • Meðal utanbæjargesta, er komu á þjóðræknisþingið í fyrri viku voru þessir: Kristín Pálsson, Lundar; Veiga Jó- hannesson, Árborg; E. J. East- man, Elfros, Sask.; Árni Brandson, Hnausa; J. Melan, Transcona; Aðalbjörg Sig- valdason, Árborg; Th. G. Sig- valdason, Árborg; Ásgeir Möller, Riverton; Gunnar Sæ- mundsson, Árborg. ☆ Á þriðjudaginn um hádegis- bil efndi W. J. Lindal dómari til ríkmannlegrar máltíðar í salarkynnum Hudson’s Bay verzlunarinnar hér í borginni; var þetta gert í heiðursskyni við Dr. B. N. Árnason, aðstoð- arráðherra samvinnustofnana í Saskatchewan, sem hingað var kominn til að fiytja ræðu á samkomu Icelandic Canad- ian Club. Lindal dómari bauð gesti sína velkomna með fögrum og hlýjum orðum, en auk hans tóku til máls Senator Thor- valdson, séra Eric H. Sigmar, Grettir Eggertson og heiðurs- gesturinn, Dr. Árnason. Um sextíu manns munu hafa setið boðið. ☆ Auk þeirra kveðjuskeyta til þjóðræknisþingsins, er getið var um í síðasta blaði bárust félaginu kærkomnar kveðjur frá biskupi íslands, Ásmundi Guðmundssyni, og frá Árna G. Eylands og frú, sem um þessar mundir dvelja í Noregi. ☆ Próf. Haraldur Bessason flutti nýlega erindi um ís- lenzkar bókmenntir á 12. og 13. öld fyrir Saturday Club, félag prófessora við Manitoba háskólann. Embællismenn endurkosnir Á nýafstöðnu ársþingi Þjóð- ræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, voru allir em- bættismenn félagsins endur- kosnir í einu hljóði fyrir hið nýbyrjaða starfsár. ☆ Einhver hafði orð á því á nýafstöðnu þjóðræknisþingi, að af þinggestum væri meiri- hlutinn ekkjur- Alt í lagi. — Okkur virtist ágæt þjóðræknin. En áberandi á því birtist ekkjusvipurinn. —R. ☆ Jon Sigurdson Chapter, I.O.D.E. will meet at the home of Mrs. P. J. Sivertson, 497 Telfer St. Friday March the 7th. ☆ — DÁNARFREGN — Nýlega er látinn Theodore Vatnsdal, bóndi í Henselbyggð inni í N. Dakota, nálega sex- tugur að aldri, sonur Elíasar heitins Vatnsdal, er búsettur var um hríð í Vatnabyggðun- um í Saskatchewan, San Diego, Calif. og Hensel, N. Dakota. Mr. Vatnsdal lætur eftir sig konu sína og þrjú uppkomin börn. ☆ Mrs. Petrun Kristjanson, a pioneer of the Bredenbury, Sask., district, died Dec. 5, 1957 at the home of her daughter, Mrs. B. Bjarnason, Minnedosa, Man. Mrs. Krist- janson was born in Iceland and came to Canada in 1900. In the same year she married Kristjan Kristjansson and they homesteaded in the Bredenbury district, where they farmed for many years. Survivors are a son, Johann, of Winnipeg, her daughter, Mrs- Bjarnason, and four grandchildren. Funeral was at Concordia Lutheran Church, burial in the Concordia ceme- tery. ☆ Til kaupenda Lögbergs Um þessar mundir berst blaðinu mikið af ársgjöldun- um; við breytum ártalinu á listanum, þegar gjaldið kem- ur og er það nokkurs konar kvittun. Gerið svo vel og at- hugið nafnmiðann á blaðinu og látið okkur vita, ef láðst hefir að breyta ártalinu. Ef á nafnmiðanum stendur Jan. ’58, þá þýðir það, að greitt hefir verið fyrir blaðið fram að þeim tíma, en ekki fyrir yfirstandandi ár. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Betel-samkoman á mánu- dagskvöldið tókst með af- brigðum vel, var vel sótt og skemmtileg- — Samskotin til arðs fyrir Betel námu $190.00. Wynyard, Saskatchewan, 27. febrúar 1958 Kæri Einar minn: Mig langar mikið til að láta prenta í blaðinu Lögbergi dánarfregn Guðbjargar systur minnar. Hún lézt 27. janúar 1958 mjög snögglega að 1140 Beacon Street, Brooklin 46, Mass., U.S.A. Hún var gift Dr. Maurice E. Peters, sem nú á á bak henni að sjá. Guðbjörg var dóttir hjónanna Jóhannes- ar Kr. Péturssonar og Þor- bjargar Hósíasdóttur, sem námu land og bjuggu lengi skammt frá Wynyard-bæ í Sask., en fluttu síðan til Win- nipeg og eru nú bæði látin. Guðbjörg var fædd 23. janúar 1905 í Wynyard-byggð; hún var allvel mentuð og skóla- gengin eftir því, sem gerðist í þá daga. Hafði hún fyrir nokkrum árum umsjón með Sunnudagaskólum Sameinaða kirkjufélagsins og söfnuðum þess og var mjög mikils metin í því starfi. Liljan hreina ljós er deyr legst að torfu jarðar. Minninganna mikli reyr mönnum leiðið varðar. Hósías B. Peierson TILBÚNIR AUGASTEINAR Talið er að tuttugasti hver maður missi sjónina vegna þess að ský kemur á auga- steininn. Hefir það verið venja að taka augasteinana úr þeim mönnum og láta þá síð- an ganga með mjög þykk og kúpt gleraugu, sem brjóta ljósið líkt og augasteinninn. En svo kom brezkur læknir, Harold Ridley til sögunnar, og bjó til augasteina, sem hægt var að setja í stað þeirra, sem teknir voru. Hefir þetta gefizt mjög vel, að því er tveir læknar í Filadelfíu segja. Þeir hafa skipt um augasteina í 115 sjúklingum, og hafa flestir þeirra fengið ágæta sjón á eftir. ----0--- Milljónamæringur var á ferð í bíl sínum í fjallaskarði nokkru. Þá kom bíll á móti honum. Vegurinn var svo þröngur, að hvorugur komst áfram, klettaveggur á aðra hönd en hengiflug á hina. — Milljónamæringurinn var á hraðri ferð. Hann keypti því hinn bílinn og lét velta honum út af hengifluginu. NOTICE T O CREDITORS In the matter of the Estate of HALLGRIMUR SIGURDSON, late of the City of Winnipeg, in the Province of Manitoba, Retired Employee, Province of Saskatchewan, deceased. All claims against the above estate, duly verified by statuary declaration, must be filed with the undersigned at 389 Main Street, Winnipeg 2, Manitoba, on or before the 15th day of April, A.D. 1958. Dated at Winnipeg, in Manitoba, this 26th day of February, A.D. 1958. Messrs. Parker, Tallin, Krisljansson, Parker & Mariin, Solictors for the Administratix, Sigrid Sigurdson. STEFNUSKRA PEARSON’S I VARÐANDI W. J. (BILL) WOOD þingmannefni í Selkirk VELMEGUN LANDBÚNAÐUR 1. Korn (a) Verðlagsstuðningur — $1.50 fyrir hveiti. (b) Greiðslur fyrir korn, sem geymt er á bújörðum. 2. Verðlagsstuðningur við smjör hækkaður — frá 58c. til 63c. FÉLAGSLEGT ÖRYGGI 1. Sjúkdómar — Atvinnuleysisstyrkur verði greiddur sakir vinnu- taps af völdum veikinda. 2. Fjölskyldustyrkur handa stúdentum framlengdur til 18 ára aldurs. Núgildandi innflutningstollur á bílum, er nemur 7^% verði afnum- inn, en slíkt sparar að minsta kosti $120 á nýjum bíl. MENTUN Námsstyrkir af ýmissum upphæðum handa háskólastúdentum. Kjördagur, mánudagur 31. marz Kjörsiaðir opnasi kl. 8 f. h. — lokasi kl. 6 e. h. LÁTIÐ ÁHRIFA KJÖRSEÐILS YÐAR GÆTA - KJÓSIÐ LIBERAL Merkið kjörseðilinn þannig: WOOD By aulhorily Selkirk, Liberal Aisocialion

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.