Lögberg - 13.03.1958, Page 2

Lögberg - 13.03.1958, Page 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 13. MARZ 1958 Þrítugasta og níunda ársþing Þjóðræknisfélags fslendinga í Vesturheimi (Úídráiiur úr FYRSTI FUNDUR (kl. 10 f. h. þann 24. febr. 1958) 1. Þingsetning (forseti, dr. Richard Beck). 2. Bæn (dr. Valdimar J. Ey- lands). Sálmar voru sungnir fyrir og eftir bænina. 3. Forseti, dr- Beck, flutti ársskýrslu sína, sem var bæði mjög ýtarleg og vel samin. Forseta var þökkuð skýrslan, svo og starf hans á árinu í þágu Þjóðræknisfélagsins með skýrslu riiara) því að fundarmenn risu úr sætum. 4. Að fenginni heimild frá þinginu skipaði forseti eftir- taldar nefndir: Dagskrárnefnd, en hana skipuðu þessi: Dr. Valdimar J. Eylands Elín Hall Kristín Þorsteinsson. Kjörbréfanefnd, sem var þannig skipuð: Guðmann Levy Herdís Eiríksson Rósa Jóhannsson. 5. Féhirðir, Grettir L. Jo- hannson, flutti hjárhags- skýrslu félagsins og skýrslu um húseign þess á Home Street. Var báðum skýrslun- um vísað til væntanlegrar fjármálanefndar, um leið og þær voru viðteknar og sam- þykktar. 6. Fjármálaritari, Guðmann Levy, las skýrslu sína, og var hún viðtekin og samþykkt. 7. Forseti, dr. Beck, flutti kveðjur, sem borizt höfðu þinginu frá eftirtöldum mönn- um og stofnunum: Sr. Benja- mín Kristjánssyni á Lauga- landi, Félagi til eflingar nor- rænum fræðum í Bandaríkj- unum, en forseti Þjóðræknis- félagsins er formaður þess fé- lagsskapar. Sérstök kveðja barst og frá Ríkisháskólanum í Norður Dakota og forseta þeirrar stofunar. Munnleg kveðja barst og frá sr. Ólafi Skúlasyni á Mountain, North Dakota. 8- Þá var tekið fyrir næsta mál á dagskrá, sem var skýrsl- ur deilda. Jón Jónsson forseti „Fróns“ í Winnipeg flutti skýrslu deildar sinnar, sem bar þess órækan vott, að sú deild hafði verið mikilvirk á árinu. Ritari las skýrslu þjóð- ræknisdeildarinnar „Aldan“ í Blaine, Washington. Gestur Jóhannsson las ársskýrslu deildarinnar „Brúin“ í Sel- kirk, en Stefán Eymundsson, fulltrúi „Strandamanna“ á þinginu las skýrslu deildarinn- ar „Ströndin“ í Vancouver. ANNAR FUNDUR (kl. 2 e.h., 24. febr.) 1. Frú Herdís Eiríksson flutti ársskýrslu þjóðræknis- deildarinnar „Esjan“ í Árborg, en sú deild hefir mikið gert á árinu sem kunnugt er. Frú Kristín Þorsteinsson las skýrslu deildarinnar „Gimli“. 2. María Björnsson flutti skýrslu milliþinganefndar í skógræktarmálum. Var skýrsl- an hin hin fróðlegasta, enda frú María mjög ötul í starfi sínu sem formaður skógrækt- arnefndar. Nokkrar umræður urðu um þessa skýrslu, og sýndist öllum, að skógræktar- málið væri hið mesta nauð- synjamál. 3. Frú María flutti einnig skýrslu milliþinganefndar í minjasafnsmálinu. — Skoraði frúin eindregið á þinggesti að ljá því máli stuðning. 4. Forseti skipaði þriggja manna milliþinganefnd í minjasafnsmálið, eftirtaldar konur voru skipaðar í þá nefnd: Frú María Björnsson Frú Kristín Johnson Frú Herdís Eiríksson. 5- Ræðismaður íslands í Winnipeg, Grettir L. Johann- son, las kveðjur til þingsins frá hr. Thor Thors ambassador íslands í Washington, D.C. Var þeim kveðjum mjög vel fagnað. 6. Gísli Gíslason las skýrslu þjóðræknisdeildarinnar á Lundar. 7. Forseti skipaði í allsherj- arnefnd sem hér segir: Sr. Philip M. Pétursson Anna Austmann Gestur Jóhannsson. ÞRIÐJI FUNDUR (kl. 10 f. h., 25 febr.) 1. Samþykkt var, að þingið sendi Ríkisháskólanum í N. Dakota heillaóskir í tilefni af 75 ára afmæli skólans. 2. Forseti skipaði í nefndir sem hér segir: Útbreiðslumálanefnd: Sr. Philip M. Pétursson, Stefán Eymundsson Guðmundur B- Magnússon Margrét Goodman, Gísli Gíslason. F j ármálanef nd: Guðmann Levy Jón Jónsson Halldóra Austmann. F ræðslumálanef nd: Hólmfríður Daníelsson Herdís Eiríksson Elín Sigurðsson Þórunn Jóhannsson Soffía Benjamínsson. GREIÐID ATKVÆÐI MEÐ SKIPULAGNINGU AÐ LÆKKA SKATTA - AUKA ATVINNU ENDURVEKJA TRAUST LÁTIÐ LIFNA YFIR CANADA Á NY MEIRI ATVINNA FYRIR CANADAMENN vegna fjölgaðra viðskipta dollara • 50% skattlækkun á árlegum ágóða alt að $10,000, styrkir hinar smærri viðskiptastofnanir. • 50% hækkun á afskriftargjöld- um hvetur til fjárframlaga til nýrra fyrirtækja í ár. Þessi tímabæra skattívilnun, er enn önnur aðferð til þess, að peningar komist í veltu á ný og almenningur komist aftur til iðju. ÞESSI ÁKVEÐNU ÁTÖK TIL AÐ AUKA ATVINNU EINMITT NÚ HRINDIR í FRAMKVÆMD HINNI STAÐREYNDU LIBERAL STEFNU: AÐ LÆKKA SKATTA, AUKA KAUPMÁTTINN ÞEGAR ÞUNGT ER YFIR VIÐSKIPTALÍFINU OG ATVINNULEYSI FÆRIST í VÖXT. VEGNÁ aBYGGILEGRAR FORUSTU NÚ ÞEGAR GREIÐIÐ LIBERAL ATKVÆÐI NATIONAL LIBERAL COMMITTEE MEIRI PENINGAR HANDA YÐUR vegna lægri skatta • 25% skattlækkun á alla cana- diska þegna með skattskyldar tekjur alt að $3,000! • 100% hækkun á undanþágum fyrir gift fólk fyrstu þrjú giftingarárin! • Enginn sérstakur innflutnings- skattur af bílum! MEIRI PENINGAR FYRIR ALLA $400,000,000 til aukaafnota Þessi aukni kaupmáttur aflar mönnum og konum vinnu þegar í stað — hvetur viðskiptafrömuði til framkvæmda — eykur notkun hrá- efna, sem nota þarf til bygginga og annara stórvirkja, sem vaxandi Canada þarfnast.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.