Lögberg - 13.03.1958, Side 8

Lögberg - 13.03.1958, Side 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 13. MARZ 1958 Úr borg og bygð Séra Robert Jack, prestur að Tjörn á Vatnsnesi er ný- kominn til Bandaríkjanna, þar sem hann ferðast á vegum National Lutheran Council og flytur erindi og fyrirlestra um ísland víðsvegar í austurríkj- unum. Býst hann við að þess- um fyrirlestraferðum verði lokið um 20. maí, en þann dag er ráðgert að hann flytji er- indi í Minneapolis- Gerir hann ráð fyrir að skreppa hingað norður til að sjá gamla kunn- ingjá, áður en hann hverfur aftur til Islands í byrjun júní- mánaðar. ☆ Góðar gjafir gefnar Betel Mrs. F. Kristjánsson 122V2 Garfield Sreet, Winnipeg, hefir auðsýnt Betel þann höfðingsskap, að gefa fullkom- inn húsgagnaútbúnað í eina íbúð byggingarinnar í minn- ingu um mann sinn, Friðrik heitinn Kristjánsson; verður skjöldur festur á dyr íbúðar- innar, þar sem þess er getið, að íbúðin sé helguð minningu hans. Þjóðræknisdeildin „FRÓN“ í Winnipeg hefir, undir for- ustu Jóns Johnson, sýnt þá góðvild og þann dugnað, að afla á stuttum tíma nægilegs fjár fyrir húsgagnaútbúnað í eina íbúð á Betel, og hefir nú afhent stofnuninni þessa góðu gjöf. Með innilegu þakklæti, Fyrir hönd fjársöfnunar- nefndarinnar, Grettir Eggertson — DÁNARFREGNIR — Mrs. Guðrún Friðrika Bristow lézt að Gimli, Man. á fimmtu- daginn 6. marz, 86 ára að aldri, mæt kona, ein af frumherjum Gimli-byggðar. Hana lifa þrír synir, Arthur, George og Frank, allir búsettir á Gimli; sex dætur, Mrs. Joe Sigurgeir- son, Steveston, B.C.; Mrs L. M. Vezey, Winnipeg; Mrs. R. W. Bowyer, The Pas; Mrs. S. Thoísteinson, Vancouver; Mrs. E- S. Einarson og Mrs. B. Thordarson, báðar til heimilis á Gimli; 19 barnabörn og 23 barna-barnabörn. Ennfremur einn bróðir Paul Olson á Gimli. Útförin var gerð á mánudag- inn frá lútersku kirkjunni og hin látna lögð til hinztu hvíld- ar í Gimli-grafreit. John Hendrickson, 375 Lang- side Street, Winnipeg, lézt í Deer Lodge spítalanum á mið- vikudaginn 5 marz. Hann var 66 ára, fæddur á Islandi, en fluttist hingað á unga aldri; hafði átt heima í Winnipeg í 56 ár. Hann var í herþjónustu í fyrra stríðinu. Hann lætur eftir sig þrjá bræður, Thomas og Percy í Winnipeg, og Thor í Springfield, Ohio; þrjár systur, Mrs. W. D. Crawford, Mrs. J. Miller og Miss Inga Thornson, allar í Winnipeg. Útförin var gerð frá Bardals á luagardaginn. KAUPIÐ og LESIÐ —LÖGBERG MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. HOME COOKING SALE A sale of Home Cooking and Cooked Meats (rúllupylsa and lifrapylsa) will be held by the Women's Association of the First Lutheran Church on Friday March 21st. The Sale will be from 2 p.m. to 5 p.m. in the lower auditor- ium of the church. There will be a coffee table. General Convenors—Mrs. A. Blondal, Mrs. G. J. Johnson. The Jon Sigurdson Chapter of the I.O.D.E. will hold their annual birthday Whist drive and Bridge, Friday March 21st, at 8.15 p.m. in the lower Auditorium of the First Federated Church, Banning St. Prizes as usual for both Whist and Bridge, also Door prize. Refreshments will be served. ☆ Mr. og Mrs. W. J. Sigurgeir- son frá Minaki, Ont. voru í borginni í fyrri viku. Komu þau úr tveggja vikna skemmti ferð austur um Canada til Montreal og þaðan til New York og til baka um Chicago og Minneapolis; fóru þau hringferðina flugleiðis- ☆ — ÞAKKARÁVARP — Með þessum línum viljum við hjónin votta börnum okk- ar, barnabörnum, öðrum ætt- ingjum og fjölmörgum vinum hjartanlegar þakkir fyrir dýr- mætar gjafir, heimsóknir og allan virðingarvott auðsýndan okkur í tilefni gullbrúðkaups okkar 2. marz s.l. Þórunn og Hannes Anderson Ste. 4, Karlston Apts. Bernard Shaw sagði eitt sinn, að Englendingur væri ekki ánægður nema hann ætti sitt eigið hús. Hvað þá með okkur Amerík- ana? sagði einn slíkur, er hjá stóð. Jú, sagði Shaw, ég verð að játa, að til eru nokkrir Ameríkana, sem vilja byggja slík hús við bílskúrana sína. I PROVINCE OF MANITOBA PUBLIC NOTICE Public hearing will be held regarding the distribution of natural gas in the Greater Winnipeg Area. Anyone desiring to present their viewpoint regarding this subject will have an opportunity to do so. They must first present their views in the form of a letter or written brief on or before APRIL 2nd, 1958. The time and place for public hearings will be announced at a later date. Address all communications to the secretary, The Natural Gas Distribution Enquiry Commis- sion, 511 Power Bldg., Winnipeg. The Nalural Gas Disíribution Enquiry Commission of Greater Winnipeg Commissioners: Chairman: J. J. DEUTSCH E. F. BOLE STEPHEN JUBA Til fróðleiks og skemmfunar Lagið Heims um ból Þetta heimsfræga lag var fyrst sungið á jólunum 1824. Lagið er þannig til orðið, að prestur að nafni Mohr kom einn dag til kennarans, Hans Gruber, og sýndi honum jóla- sálminn „Stille Nacht“, er hann hafði ort. — Gruber, sem var tónskáld varð svo hrifinn af sálminum, að hann settist þegar við hljóðfæri sitt, og samdi lagið, er eitt gerði hann heimsfrægan mann. Hans Gruber var fæddur árið 1787 í litlu þorpi, Hallein í Tyrol. Hann andaðist árið 1863. Milljónir manna hafa síðan sungið þetta yndislega lag á hverjum jólum, og vafa- laust verður það sungið meðan nokkur maður og þjóð heldur jól- Á þessu ári eru því 170 ár liðin frá því þetta fræga tónskáld fæddist. ----0---- HAUST Falla blóm um foldarvang, fækka gleðihljómar. Á lofti sólin lækkar gang, lúður haustsins ómar. Tímans rennur hjólið hart, haustar í sálu minni. Náttúrunnar skýra skart skyggir að þessu sinni. Lóan fer að breyta um bú, býst við kuldahretum, eftir sitjum eg og þú, ekki flogið getum. —Kr. H. Breiðdal GLÆÐUR Andans sölna blóm á Björk. Breiðdal starir glæður í. Eru þetta ellimörk? Ekki vil eg trúa því. Vetur færir flest í dá, fræ um klaka lifa sæl. Lífið mikla auðlegð á undir landsins frera hæl. Þegar vorar vaknar ný von, er gróður þekur Mörk. Andans laupa læt ég í lauf, er falla’ af Skilnings- björk. Brestur ís er brennur sól, bæinn lýsir nótt, sem dag. Andinn rís, sem Ótta fól, orkt er vísa í nýjan brag. Himinsmóðu Máninn tróð. Mökkinn hlóð á tinda. Báran óð um varir vóð, en Vafurglóðin rinda. —Kr. H- Breiðdal ----0---- Góð síldarmið Arnarstapi í háan hrygg og Hólar í miðju kafi. Ekki er síldin afar stigg oft þó brugðizt hafi. (G. S. 1905) Esjan frí við Akrafjall, og eyðið í kafi að vestan, sagði gamall sjávarkall, síldar afla beztan. Arnarstapi í hnúk, sem við köllum „miðhnúk“, og kemur inn uppi af Jöklinum þegar siglt er vestur í Jökuldjúpið, sem er olnbogi sem gengur inn milli Lóndranga grunnt og Kanta. Eyðið í kafi er sundið milli Lóndranga og Hólahóla. 25/8—1955, —Geir Sigurðsson Nýlega rakst ég á þessar vísur, er vinur minn Geir Sigurðsson sendi mér 1955. Hann ritaði afbragðs hönd, en á þeim miða, er hér um ræðir, er hún farin að gefa sig dá- lítið, svo að ég er ekki alveg viss um að skýring hans á vísunum sé alveg rétt. Vona ég að hann geti enn leiðrétt þetta ef rangt væri með farið. Um leið vil ég þakka Geir fyrir þessar vísur. Þakka hon- um gamalt og gott og óska honum gleðilegra jóla. —Ó. B. B. ----0---- LÍFIÐ Svona er lífið, verra en vildi, vonbrigðin flestir hljóta í arf. Þó er tvennt, sem gefur því gildi, gagnkvæm ást og heilbrigt starf. Margan ástarörlög hrjá alla lífsins daga, valda angri þraut og þrá, en það er önnur saga. —G. B., Arkarlæk Einni stjórn þarf ekki að lá, allar góðu lofa, en loforðunum löngu á, liggja þær og sofa. —G. B. að sunnan —-0------ Vakandi maður og röggsamt yfirvald Hér koma smáútdrættir úr Dagbók Akraneshrepps frá hendi Hallgríms Jónssonar hreppstjóra: 7/1 1878: „Lýsing á flugu, sem skemmir jarðepli, og er þetta birt almenningi til eftir- tektar.“ 13. jan. 1879. „Til sýslu- mannsins, uppástunga við- víkjandi póstferðum og gufu- bát milli Akraness og Reykja- víkur.“ 27. okt. 1879. „Tilkynning til hreppsnefndar Akraneshrepps um að Jón á Kúlu, Hallsteinn á Krossi, Hákon á Háteig, Þorsteinn kaupmaður, Ólafur á ólafsvöllum, Guðbjarni í Teigabúð og Jón í Garðhúsum, séu sektaðir um 1 krónu, fyrir rirðuleysi; að koma ekki á hreppskilaþing, og beri hrepps nefndinni að innheita þetta.“ —AKRANES Maður nokkur var að tala um landeyðu eina og spurði annan mann, er þekkti hana vel: — Er það satt, að hann sé mill j ónamæringur? — Hm, hljóðaði svarið. — Ef allar whisky-verksmiður borguðu eina krónu fyrir hverja tóma flösku, sem skilað er, mundi hann vera það, en þar sem þeir borga ekki svo mikið, skal ég ekki um það segja.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.