Lögberg


Lögberg - 20.03.1958, Qupperneq 3

Lögberg - 20.03.1958, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. MARZ 1958 3 Sígaunar — þjóðflokkur á faraldsfæti EVRÓPUSAGAN segir frá tveimur þjóðflokkum, sem löngum hafa verið ofsóttir: Gyðingum og Sígaunum. Báð- ir þessir kynþættir hafa mynd að ríki í ríkinu, og hvorum tveggja hefir tekizt að varð- veita séreinkenni sín, siði og tungu. En fleira eiga þeir ekki sameiginlegt. Gyðingar voru ofsóttir vegna fastheldni sinn- ar við trú forfeðranna og fé- söfnun, en Sígaunarnir fyrir trúleysi, fátækt og iðjuleysi. Enn þann dag í dag eru Gyð- ingar og Sígaunar ofsóttir víða um heim. Sígaunar eru enn á flakki. Það er öllum kunnug meðferð nazista á Gyðingum, en það hefir minna verið gert úr þjáningum Sígauna í þeim löndum, sem Þjóðverjar réðu, og munaði minnstu, að þeim tækist að útrýma með öllu þessu söngelska fólki. Það er ógerlegt að fá vit- neskju um, hversu fjölmennir Sígaunar eru. Þeir eru á sí- felldu flandri frá Evrópu til Ameríku, frá Ameríku til Asíu og Ástralíu og aftur til Evrópu. Flestir fræðimenn hallast að því, að Sígaunar hafi verið frá einni til þrjár milljónir að tölu. Þær tölur eru miðaðar við 1939. Enginn veit með vissu hversu margir þeirra misstu lífið í síðari heimsstyrjöldinni. Af þeim 7000 Sígaunum, sem bjuggu í Þýzkalandi fyrir stríð, eru nú eftir aðeins 700. í þeim löndum, sem Þjóðverjar hernámu voru Sígaunar of- sóttir af mikilli grimmd. Fyrir 1940 lifðu Sígaunar góðu lífi í Lithauen. Þeir, sem vildu vinna fengu starf við sitt hæfi, þeir, sem ekki nenntu að vinna, voru látnir í friði. Þegar Rússar hernámu Eystra saltslöndin voru allir Sígaun- ar settir í vinnu, en þeir hlutu góða meðferð, og fengu að ganga í skóla eins og aðrir. En þegar Þjóðverjarnir komu til Lithauen hallaðist á ógæfu- hlið fyrir Sígauna. Þeir voru settir í fangabúðir og tugþús- undir beinlínis sveltar í hel. Aðeins örfáir Sígaunar lifðu af hörmungarnar í hinum her- numdu löndum Austur-Ev- rópu- Margar ágizkanir eru uppi um uppruna Sígauna. Fræði- menn telja, að þeir hafi komið frá Indlandi fyrir um það bil 500 árum. Evrópuríkin tóku þeim illa og var víða sett lög- gjöf, sem meinaði þeim land- vist. Eina landið, sem tók þeim vel var Ungverjaland. Á 18. öld var þeim leyft að ferðast um alla álfuna, og þurftu hvergi að eiga borgararétt. Þeir stunduðu ýmsar iðn- greinir á milli þess sem þeir flökkuðu land úr landi. Flest- ir fengust við hnífagerð, vefn- að, skósmíði, og í Tyrklandi voru Sígaunarnir konunglegir böðlar, en fyrst og fremst voru þeir tónlistarmenn. — Karlmennirnir fengust við hestaprang. Konurnar spáðu og unglingarnir stálu öllu, sem hönd á festi, en almenn- ingur naut góðs af kunnáttu Sígaunanna í meðferð jurta til lækninga. — Eftir fyrra stríð- ið reyndu mörg lönd að fá Sígaunanna til þess að setjast um kyrrt og taka upp borg- aralega háttu. Tékkar settu á fót skóla fyrir Sígauna, og þeir urðu brátt í hópi beztu leikhúsmanna landsins. í Rúmeníu, Júgóslavíu og Rúss- landi voru gefin út blöð á Romani, máli Sígaunanna, og þeir sóttu æðri skóla í þess- um löndum og gátu sér gott orð sem lærdómsmenn. Marg- ir snjallir rithöfundar komu úr þeirra hópi. Sígaunarnir eru deyjandi kynþáttur, sem smám saman er að missa öll sérkenni sín. Á Norðurlöndum eru mjög fáir hreinir Sígaunar eftir. eru flestir orðnir mjög bland- aðir, en þó iðka þeir ennþá sínar kærustu iðnir fiðluleik og söng. Margt er gert til að vernda dýrategundir og jurtir, en ekk- ert er gert til verndar Sígaun- unum. Það er verið að reyna að temja þá, en uppeldisfræð- ingar verða að gera sér ljóst, að þeirra lífstaktur er annar en Vesturlandabúa. Þeir halda kyrru fyrir á vetrum og senda börn sín í skóla, en samtímis fyrstu vorleysingum fella þeir tjöld sín og reika um byggðir og óbyggðir til hausts. Sígauna rithöfundurinn Mateo Max- inoff sagði eigi alls fyrir löngu: — Sígaunar vilja hafa fullt frelsi til þess að fara sinna ferða hvert á land sem er, og fara hindrunarlaust yfir öll landamæri. Enginn getur bannað blómunum að opna krónur sínar, og enginn mein- að Sígaununum að reika að vild um allan hnöttinn- Við erum hluti af náttúrunni. Hvar sem við komum vekjum við gleði og söng, og leyndar- dómur uppruna okkar og eðlis er fólkinu sífellt umræðu- og umhugsunarefni í fásinni hversdagslífsins. —Alþbl., 7. febr. Raforka hjartans Framhald af bls. 2 aðstoðar, og getur hann jafn- vel myndað rafverkanir, ef aðalhnúturinn bregst. En hvað myndar þá sjálfar rafverkanirnar? Það eru efna- breytingar, sem eiga sér stað í blóðinu og byggingu frum- anna í þessum hnútum. Frum- urnar í líkama mannsins eru ekki jafn móttækilegar fyrir öll efni, sumum hleypa þær inn, öðrum ekki. Til dæmis taka þær á móti kalíum-frum- um en ekki natríum-frum- eindum. Nú eru fleiri natríum frumeindir í blóðinu en kalí- um-frumeindir, og skapast þannig jákvæð afstaða utan við frumurnar en neikvæð inni í þeim. Það er ennfremur kunnugt, að frumurnar í áðurnefndum hnútum er ráða fyrir hjart- slættinum, hleypa natríum- frumeindum inn í sig. Þegar visst magn þeirra er komið inn í frumuna, opna þær hana, svo að natríum-frumeindirnar geta streymt inn, en kalíum- frumeindirnar eru reknar út. Afleiðing þess verður breyt- ing frá neikvæðu ástandi í frumunum til jákvæðs, en af því myndast raföldurnar. Þessi hleðsla myndar „spreng- ingu“ vegna vissra efna í blóðinu, en það eru t. d. kalí- um, natríum, kalsíum, súrefni og sykur í einhverri mynd. Þessi sprenging myndar svo keðjuverkun, er breiðist um Við sambandskosningarnar 31. marz Greiðið C.C.F. atkvæði Endurkjósið BRYC E, ' M f. Scottie X Published by Authority of Selkirk C.C.F. Federai Elcction Committee Business and RroSessional Cards ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA 1 VESTURHEIMI Foraetl: DR. RICHARD BECK 801 Llncoln Drive, Qrand Forks, North Dakota. StjrkiS félaslS meS þvl að gerast meSllmir. ArsKjald $2.00 — Timarit féliMfsins frítt. Sendist til fj&rm&larltara: HR. GUÐMANN DEVT, 185 Undsay Street, Wlnnipeg 9, Manltoba. Minnist BETEL í erfðaskróm yðar SELKIRK METAL PRODUCTS Reykhfiiar, öruggasta eld*vörn, og 'fivalt hreinlr. Hltaeiningar- rör, ný uppfynding.. Sparar eldi- viC, heldur hlta frfi aC rjðka öt meB reyknum.—SkrifiB, BlmiB til KELLY SVEINSSON 625 WaU St. Winnlpeg Just North of Portage Ave. SPruce 4-1634 — SPruce 4-1634 G. F. Jonasson. Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Dlatrlbutors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise St. WHitehali 2-5227 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTAKY & CORPÖRATE SEALS CELLlTLOID BUTTONS 324 Smilh 82. Winnipeg WHltehaU 2-4624 Van's Electric Ltd. 836 Sargenl Ave. Authorized Home Appllance Dealert GENERAL ELECTRIC — ADMIIiAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT SUnsel 8-4890 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur likkistur og annast um öt- farir. Allur ötbönatSur s& bezti. StofnaÖ 1894 SPruce 4-7474 P. T. Guttormsson BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC 474 Sraln Exchonge Bldg. 147 Lombard Stroot Offlce WHltehaU 2-4829 Residence 43-3864 PARKER, TALLIN, KRIST- JANSSON, PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOUCITORS Ben C. Parker. Q.C. (1910-1951) B. Stuart Pariter, Clive K. Tallin, Q.C., A. F. Kristjansson. Hugh B. Parker, W. Steward Martin 5th fl. Canadian Bank of Commerce Buildlng, 389 Maln Street Wlnnipec 2, Man. WHltehaO 2-1551 SPruce 4-7855 ESTlMATgS J. M. Ingimundson Re-Rooflng — Asphalt Shingle* Inaul-Bric Sldlng Vents Installed to Help EUmlnate Condensation 632 Sinicoe St. Winnlpeg 3, Man. Thorvaldson, Eggertson. Bastin & Stringer Barrittert and Solicitort 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage and Garry St. WHlteball 2-8291 Muir's Drug Store Lid. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOE 27 YEARS SPruce 4-4422 EUice A Home CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managlng Dlrector Wholesale Distrlbutors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: Bes.: SPraee 4-1451 SPruce 2-3917 S. A. Thorarinson Barrister and Bollcitor 2nd Floor Crown Trnst Bldg. 364 MAIN ST. Offlce WHltehall 2-7051 Res.: 40-6488 FRÁ VINI Dunwoody Saul Smiih & Company Chartered Accountantt WHilehall 2-2468 100 Princess St. Winnlpeg, Man. And offíces at: FORT WILLIAM - KENQRA FORT FRANCES - ATIKOKAN ERLINGUR K. EGGERTSON, B.A., LL.B. BARRISTER, SOLICITOR NOTARY PUBLIC Offices: GIMLI: CENTRE STREET, PHONE 28 RING 2 ARBORG (THURS.): RAILWAY AVE. PHONE 76 566 Mailing Address P.O. BOX 167, GIMLI The Business Clinic Anna Larusson Offíce at 207 Atlantic Ave. Phone JU 2-3548 Bookkeeping — Ineome Tax Insurance framhólf hjartans og síðar allt hjartað, á broti úr sekúndu. Meðan þetta hefur átt sér stað, befur aftur skapazt neikvæð afstaða í frumunum, en hvern- ig og hvers vegna það verður, er enn ekki að fullu ljóst. Þessar verkanir fara síðan fram um það bil sjötíu og tvisvar sinnum á mínútu, allt lífið út í gegn! —Sunnudagsblaðið Dr. ROBERT BLACK SérfræBingur I augna, eyrna, nef og hfilssjökdömum. 401 MKDICAI. ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Office WHitehall 2-8851 Res.: 40-3794

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.