Lögberg - 11.09.1958, Blaðsíða 5

Lögberg - 11.09.1958, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. SEPTEMBER 1958 5 W AHLGAHAL rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Bréf fró Voncouvcr, B.C. Kæra Ingibjörg: — Ég sendi þér hér með borg- un fyrir Lögberg. Áreiðanlega fæ ég hvergi jafn mikla skemmtun fyrir $5.00, eins og að fá blaðið í hverri viku, og geta þannig fylgzt með því sem gjörist meðal Islendinga hér og á Islandi. Mér finnst að íslenzku blöðin séu sú taug, sem tengir okkur saman — okkur, sem elskum „ástkæra, ylhýra málið“ — sú taug, sem við ,af annari kynslóð íslend- inga í Vesturheimi, þurfum að halda öruggri sem lengst. — Þá hef ég líka gaman af að lesa DALALÍF og fylgjast með Jóni og Önnu í þeirra vandræðum — og gaman að líta inn til Línu og Þórðar, þegar þau fara að búa í Sel- inu. Mér finnst sem þetta gæti verið Dalurinn hennar mömmu, en hún ólst upp á Sandhaugum í Bárðardal. Nú er ég aftur komin heim í íbúðina mína í Stefansson’s Apts. Heim, þar sem mér líð- ur svo vel. Já — ég er komin heim og að „heiman,“ því að þegar ég er hjá bræðrum mín- um í Argyle ,þá finnst mér ég virkilega vera komin heim, en þar hef ég dvalið að mestu leyti í síðastliðna þrjá mán- uði, hjá Ingólfi Helgason í Glenboro, Kristjáni á gamla heimilinu í Grundarbyggð. Einnig heimsótti ég Erl. bróð- ir í Winnipeg. Aðallega var ferðin gjörð til að vera við- stödd giftingu bræðradætra minna. Erla, dóttir Kristjáns, gifti sig 3. maí, James Wank- ling. Og Margrét, dóttir Ing- ólfs, giftist W. J. Flynn 24. maí. Það var yndislegt fyrir mig að vera þarna hjá ástvin- unum á þessum hátíðlegu gleðistundum, og taka þátt í fagnaðinum. Seint í maí fór ég suður til Cavalier og dvaldi þar hjá bróðursyni mínum, Dr. Nor- man Helgason, um tíma, og heimsótti þá um leið ættingja og vini í Mountain, Milton og víðar mér til mikillar skemmt unar. Snemma í júní fór ég til Winnipeg og sat þar kirkju- þing Hins ísl. lúterska kirkju- félags, 8. til 11. júní. Þar hitti ég séra Eirík S. Brynj- ólfsson, Mrs. V. Baldwinson og Miss Hildi Árnason, en við sátum þetta þing sem full- trúar fyrir Vancouver-söfn- uðinn. Þingið var fróðlegt og skemmtilegt. Gestrisni og alúð Dr. V. J. Eylands og safnaðar hans var sem bezt gat verið. Það var ánægjulegt fyrir mig að vera þarna kom- in, þar sem ég hafði í rúm 20 ár sótt guðsþjónustur til Dr. Eylands — og tekið þátt í safnaðarstarfinu. — Ferðin til Betel, síðasta dag þingsins, var sérstaklega skemmtileg. Þar beið Betel-nefndin til að bjóða þinggesti velkomna; og Gimli-konurnar báru fram kaffi og veitingar, sem voru vel þegnar. Og þegar maður skoðar hina nýju byggingu, sem þarna hefir verið reist, virðist sem kraftaverk hafi gjörzt — og að Guð hafi verið með í verki. En það krafta- verk hefði ekki orðið, nema fyrir frammistöðu hinnar á- gætu nefndarmanna — og þökk sé þeim. Já, það er bjart yfir sólsetrinu — og sólseturs börnunum á Betel. Að kirkjuþinginu loknu fór ég svo aftur til Argyle. Seint í júní kom Rev. Donald Olsen, hinn nývígði prestur, til Glen- boro, og á sunnudaginn 22. júní var hann settur í em- bætti sem prestur Argyle- búa við hátíðlega guðsþjón- ustu í Grundarkirkju. Séra Erie Sigmar, forseti íslenzka kirkjuíélagsins, setti hann í embættið með aðstoð Dr. V. J. Eylands. Var þar margt fóik saman komið — í bezta veðri. Ég óska Rev. Olsen allrar blessunar í starfinu, , og ég óska söfnuðunum til ham- ingju með hinn unga og efni- lega prest. 29. maí áttu þau Jón og Lára Christoferson 25 ára giftingarafmæli. Það kvöld komu ættingjar þeirra saman á heimili Mr. og Mrs. Chris Helgason til að samgleðjast þeim og óska þeim til ham- ingju. John er einkasonur Mr. og Mrs. Will Christoferson og sonarsour Sigurðar heitins Christofersonar, og býr á gamla Grundarheimilinu. — Lára kona hans er dóttir Mr. og Mrs. Hannes (sál.) Ander- son, Wynyard, Sask., og sonar dóttir Skúla heitins Árna- sonar ,sem nam land og bjó í Brúarbyggð í Argyle allan sinn búskap. Jón og Lára eru mjög vinsæl og taka góðan þátt í félagslífi Grundar- byggðar. Þau eiga tvö börn, Donnu (Mrs. Norman Skar- dal) og Bobby, heima — og 3 barnabörn. Ættingjar þeirra gáfu þeim vandað “Chest of Silver Flatware.” Börnin gáfu þeim kaffiborð. Nágrannar og vinir “Cut Glass” blómstur- vasa, og fleiri gjafir munu þau hafa fengið — skeyti og ótal hamingjukveðjur. Einn góðan veðurdag ók ég með Kristjáni bróðir og fjöl- skyldu hans til “International Peace Gardens” — en það er stórt landflæmi á landamerkj- um Manitoba og N. Dakota. Við hliðið, þar sem gengið er >inn, stendur stór varða úr grjóti — Cairn — og á hana er fest bronze-plata, sem á er grafið: “To God in His Glory — we two nations dedicate this garden and pledge our- selves that as long as men shall live we will not take up arms against one another.” — Þarna er mikil náttúrufegurð, hæðir, skógar og smátjarnir; góðir vegir og pallar með borðum og bekkjum, eldavél- ar og vatn, svo að fólk geti útbúið sér máltíðir — eða sezt niður við picnic lunch. Mikið hefir líka verið gjört til að slétta jörðina og planta trjám og blómum. Þetta er yndis- legur skemmtigarður — og fögur friðarhugsjón, sem þar kemur í ljós. Seint í júlí fór ég að hugsa til heimferðar. Þá vildi svo vel til, að Friðrik bróðir og kona hans, frá Edmonton, voru á ferð og þau komu í byggðina einmitt daginn, sem ég var að fara. Varð þá mikill gleðifundur með okkur syst- kynunum. Kvaddi ég svo ástvinina og fór með “The Canadian” — C.P.R. lestinni til Vancouver. Eins og fyrr var líka gotc að koma heim — og bezt af öllu að sjá aftur son minn George, Peggy og Jim. 27. júlí var ég á íslendinga- deginum við Friðarbogann í Blaine. Veðrið var hlýtt og bjart og margt fólk saman komið. Mr. Stefán Eymunds- son, forseti þjóðræknisdeild- arinnar Ströndin stjórnaði skemmtiskránni, sem samsett var af ræðum, kórsöngvum og einsöngvum. Dr. Richard Beck flutti aðalræðuna. En þótt skemmtiskráin væri á- gæt ,var þó enn meira gaman fyrir mig að hitta þarna frænku mína Fríðu, Mrs. J. W. Lindal, og mann hennar frá Los Angeles — og Larry Lindal frá Bend, Ore., Mrs. Olavíu Green, Portland, Ore., Chris Sigurdson og systur hans Esther, Mrs. Paul Hall- dórsson og mann hennar frá Bellingham; en móðir eða amma þessa fólks var María Sigurdson systir mömmu. Ég hitti líka ótal góða og gamla vini þarna. Líka voru þau þarna Dr. og Mrs. Bob Helga- son og börn þeirra frá New Westminster — og mættu þau þessu frændfólki sínu í fyrsta sinn. Þjóðræknisdeildin Ströndin í Vancouver hefir nýlega staðið fyrir tveimur skemmti- fundum. Sá fyrri var haldinn til að fagna Dr. R. Beck, en sá síðari til að mæta fólki frá Islandi, þeim Árna Bjarnar- syni og frú og Gísla Ólafssyni frá Akureyri, en Árni er hér, eins og menn vita, til að safna æviágripum íslendinga í Vesturheimi. En Gísli hefir myndavélina sína og tekur ó- tal myndir af fólki hér og öðru því sem fyrir augu ber. Þá var líka frú Marja Björns- son með þessu fólki og var henni vel fagnað. Kvenfélag Islenzka safnað- arins hélt gleðimót á Höfn 24. ágúst. Mrs. Guðrún Hallson, forseti félagsins, stýrði pró- gramminu .Kirkjukórinn söng og Mrs. Anna McLeod söng einsöng. Ræður fluttu séra E. S. Brynjólfsson, Árni Bjarn- arson og Mrs. Marja Björns- son. Svo gáfu kvenfélagskon- ur öllum heimamönnum og gestum kaffi og brauð vel úti látið. S.l. föstudagskvöld , 29. ág., var þeim hjónunum Mr. og Mrs. Guðlaugur Hólm haldið veglegt samsæti í tilefni af 50 ára giftingarafmæli þeirra, en þau voru gefin saman í hjóna- band af séra N. S. Thorlakson í Selkirk 25. okt. 1908. Þau stofnuðu heimili sitt á bújörð nálægt Árborg, Man. og bjuggu þar í 35 ár. Hér í Vancouver hafa þau átt heima í 12 ár. Þau eiga 4 börn, Mrs. Paul Pearson og Mrs. Percy Helgason, Winnipeg, Mrs. Hans Hansen, Ainsworth, og Garðar Hólm, Brooks Brook, Y. T., sem öll voru hér mætt til að taka þátt í gullbrúð- kaupsf agnaðinum. Kirkjustarfið hjá okkur hér í Vancouver gengur vel sem fyrr. Séra E. S. Brynjólfsson prédikar tvisvar á hverjum sunnudegi, á íslenzku og ensku; aðsókn er vel sæmileg. Oft koma gestir langt að til messu, og er þeim vel fagnað af prestinum sem öðrum. Síðan ég kom heim hef ég orðið vör við eftirfylgjandi fólk: Mr. og Mrs. Herbert Vigfússon, Edmonton, Miss Fríðu Johnson (Hólmi), Los Angeles, Calif.; Mrs. Ingi- björgu Eggertson, Winnipeg, Man., hún er hér að heim- sækja dóttur sína; Mrs. F. X. Frederickson, einnig hjá dótt- ur sinni; og margir fleiri, sem ég kann ekki að nefna. Eins og flestum er kunnugt, þá hefir þetta fylki, British Columbia á þessu ári minnst 100 ára afmælis síns, og hafa allar borgir og þæir hér stofn- að til hátíðahalda í sambandi við þetta “Centennial.” Það hefir verið stofnað til sam- keppni í íþróttum, í söng og leiklist, og mikið verið um dýrðir. Með kærri kveðju til þín og manns þíns. Þín einl. Guðlaug Jóhannesson Til kaupenda Lögbergs Lögbergi berast stöðugt bréf um, að fá send blöðin frá 7. og 14. ágúst, en eins og tilkynnt var í blaðinu 31. júlí, kom blaðið ekki út þessar tvær vikur, vegna þess að starfslið þess tók sér hvíldar- daga. Við biðjum lesendur Lögbergs góðfúslega að muna þetta, því að okkur vinnst ekki tími til að svara öllum bréfunum. WHERE THERE’S A TELEPH0NE Þó þér séuð margar mílur frá öðrum, komist þér í samband á nokkrum mínútum, ef þér hafið síma. Hugsið um — langar nokkurn til að heyra rödd yðar í dag? Athugið í símaskránni verðið á sím- tölum — það er sennilega lægra en þér hélduð. MANIT0BA TELEPHONE SYSTEM

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.