Lögberg - 16.10.1958, Blaðsíða 4

Lögberg - 16.10.1958, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. OKTÓBER 1958 Lögberg GefiB tlt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREET, WINNIPEG 2, MANITOBA Utan&skrift ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjðri: INGIBJÖRG JONSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram “Lögberg” is published by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa WHitehall 3-9931 Þakkargerðarhátíðin Þó því sé vitaskuld ekki eins almennt að fagna og æski- legt hefði verið, ber því ekki að neita að bjartara sé allmiklu umhorfs þennan þakkargerðardag en suma aðra fyrirrennara hans, og þó að vopnin hafi að vísu eigi verið kvödd, hefir þeim verið beitt með nokkru meiri varkárni en að undan- förnu; erjurnar sem geisað hafa undanfarið í kínversku sundunum út af smáeyjunum, sem þar eru, eru vægari nú en þær áður voru og er engan veginn óhugsanlegt að vopna- hlé komist þar á. Dynkirnir milli stórveldanna eru engan veginn jafn háværir og þeir voru, og meiri líkur á en áður var, að takast megi áð miðla málum hér og þar. Hvaða skoðanir sem menn hafa og hvernig svo sem menn skiptast í andstæða flokka, eru lítt skiptar skoðanir um það, að Sam- einuðu þjóðirnar hafi leyst af hendi stórvirki með því að koma í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina. Frá hvaða sjónarmiði, sem skoðað er, verður ekki um það vilst, að einn af þeim stærstu menningarlegu sigrum síðari alda sé stofnun Sameinuðu þjóðanna. Þær eru stofnaðar í anda Hans og undir merki Hans, sem skildi gildi þakkar- innar öllum betur. Að kunna að þakka er að kunna að elska og kunna að lifa. Það er ekki einasta að okkur, jarðarinnar börnum, beri að þakka hinar margbreytilegu gjafir Guðs okkur sjálfum til handa, heldur ber okkur engu að síður að þakka þá lífs- fegurð og þá óumræðilegu mildi, sem nú við þessi tímamót varpar dásamlegum þakkarbjarma út yfir gervalt mannkyn frá einu skauti jarðar til annars. Það er dýrðlegt og undursamlegt til þess að hugsa, að finna sjálfan sig dálítinn part of hinni undursamlegu þakkar- hátíð. —E. P. J. ★ ★ ★ Greiðið atkvæði 22. okf-óber Á miðvikudaginn 22. október verður gengið til kosninga í Winnipeg til að kjósa borgarstjóra og bæjarráðsmenn. í kjöri verða núverandi borgarstjóri Stephen Juba, Stan Carrick bæjarráðsmaður og W. A. Kennedy formaður lífs- ábyrgðarfélags. Talið er að núverandi borgarstjóri muni bera sigur úr býtum. Hann hefir jafnan haft lag á því að fá umsagnir um sig á forsíðum dagblaða borgarinnar, og hefir reynzt allvel í stöðu sinni. í annari kjördeild, þar sem flestir íslendingar eru bú- settir, sækja þessir um sæti í bæjarstjórn: Mrs. Lillian Hallon- quist; hún hefir átt sæti í bæjarstjórninni í 6 ár og hefir verið formaður í mörgum aðalstarfsnefndum og virkur meðlimur í flestum nefndum bæjarstjórnarinnar. Hún er ötul og sam- vizkusöm ,enda hlaut hún fleiri atkvæði en nokkur annar bæjarráðsmaður fyrir tveim árum. Á hún sannarlega skilið að vera endurkosin. Mr. Charles H. Spence býður sig fram í fyrsta sinn. Er hann talinn af þeim, er til hans þekkja, ágætur maður og efni í góðan bæjarráðsmann. Mr. William Steíanik bauð sig fram í fyrra og fékk tals- vert fylgi, þótt ekki næði hann kosningu. Hann hefir ekki trú á því að sama fólkið eigi að sitja í bæjarráði ár eftir ár; telur hann að nýir vendir sópi bezt, og væntir hann stuðnings íslendinga. Art Coulter býður sig fram á ný af hálfu C.C.F. flokksins og er sá eini í kjöri frá þeim flokk í annari kjördeild. Þá leitar og Mr. H. B. Scolt endurkosningar. ★ ★ ★ Fjárveitingarlögin Greidd verða atkvæði um fern fjárveitingarlög: $2,500,000 fyrir vegina að hinni fyrirhuguðu Disraeli-brú; $3,000,000 fyrir nýjar skólabyggingar; $300,000 fyrir 3 ný bókasöfn og $150,000 fyrir barnaleikvelli. — Væntanlega greiða sem flestir atkvæði með þessum umbótum, sem eru nauðsynlegar borg- inni til framfara. Fréttabréf frá California Kæri Einar Páll! Mér þótti það slæmar frétt- ir að þú værir lasinn; mér finnst aðeins að ég geti hugs- að um þig sem hraustan og hressan og hinn góða íslend- ing. Ég vona að þú fáir skjót- an bata, þar sem þú ert okk- ur, hinum hálftýndu íslend- ingum, alveg ómissandi! — Greinin, sem ég sendi þér nú hefur inni að halda mörg nöfn, en ef til vill eiga þessir menn náin skyldmenni í Vesturheimi. Beztu kveðjur til ykkar hjónanna. — Sami og ætíð, —SKÚLI íslendingar í Suður- Californíu! Þrátt fyrir heitasta septem- ber í manna minnum í Los Angeles var nefnd frá hinum mörgu Norðurlanda félögum í Californíu vel að verki með undirbúning hinnar árlegu Leifs Eiríkssonar samkomu, sem fram fór laugardags- kveldið hinn 4. október s.l., var samkoman vel sótt og fór hið bezta fram á allan hátt. íslendingar lögðu fram sinn skerf af dugnaði og myndar- skap með frú Guðnýju Thor- waldson í fararbroddi. — Skemmtiskráin var mjög góð: Kórsöngur, einsöngur og tví- söngur, ræðuhöld og skraut- dansar; ennfremur spiluðu á harmonikur þrjár ungar ís- lenzkar stúlkur, Erla, Hanna og Inga Erlendsson; þær eru dætur Erlendar Erlendssonar og Þórdísar konu hans í Hollywood. Þær spiluðu eins og þeir sem valdið hafa; æska þeirra og yndisþokki heillaði alla; var það nautn að horfa á hinar björtu og sviphreinu dætur Reykjavíkur, sem nú eru að gjöra garðinn frægan hér á yztu ströndum. — Edda Karlsson bar íslenzka fánann og sómdi sér vel í hinum ís- lenzka búning. — Dansað var til kl. 1 um nóttina í hinum vistlega sal, en úti undir beru lofti voru hinar beztu veit- ingar á boðstólum. — Án efa voru þarna 75 íslendingar ásamt vinum sínum. Frá Is- landi var þarna Hrefna Egils- dóttir hjúkrunarkona, hún er náskyld Fred Friðgeirsson; Heima, 6. oklóber 1958 ennfremur margir ungir menn alveg nýkomnir til skóla- göngu; nöfn þeirra eru: Karl Rasmussen, Páll Johnson, Arnar Jörgensen, Yngvi Guð- mundsson, Elías Guðmunds- son, Siggeir Sverrisson og Jóhann Erlendsson. — Á för- um til íslands eru þessir: Jón Sigurðsson, Stefán ólafsson, Stefán Bjarnason, Ingimar Þorgeirsson og Kristján Valdi marsson; sömuleiðis Reynir B. Oddsson leikari, sem fer til London í Englandi; einnig er farin heim frú Anna Long, sem dvalið hefur hjá dóttur sinni Guðríði Watts. Þau hjónin Fisher Níelsson lyfjafræðingur og Hallbjörg Bjarnadóttir leikkona eru nú stödd í Hollywood. Hallbjörg er alin upp á Akranesi, en ættuð af Snæfellsnesi, og al- systir Steinunnar Bjarna- dóttur leikkonu í Reykjavík. Þrátt fyrir margra ára dvöl erlendis er hún mjög íslenzk í anda og glæsileg kona; eink- um er hún kunn fyrir eftir- hermur sínar á hinum óskyld- ustu röddum. Maður hennar talar jöfnum höndum ís- lenzku og ensku, auk móður- máls síns. Þau hugsa sér jafn- vel að ílengjast í Ameríku. Þá eru hér á ferð Hörður Jóhannesson með frú sinni, eru þau í heimsókn til annars sonar síns; nú sem stendur eru þau í Seattle hjá Dr. Jó- hannesi Jóhannesson föður Harðar. Laugardaginn 20. sept. s.l. voru gefin saman í hjónaband Miss Freda Johnson og Gavin John Boyd í St. Columba Presbyterian Church í Van- couver, B.C.; eru þau bæði ættuð frá Manitoba í Canada. Hinn 23. ágúst höfðu ís- lendingar hér “Picnic” í hin- um fagra Echo Park. Um 150 manns voru þar saman kom- in; veðrið var hið ákjósanleg- asta. Guðný Thorwaldson veitti ókeypis kaffi allan dag- inn við tjörnina lygnu og stóru með fuglum, fiskum, bátum og fögrum gróðri allt frá smáblómum til himin- hárra pálmatrjáa. — Frá ís- landi voru Sveinn Thordar- son og kona hans frá Kópa- Við Rangalon Hálfgrónar tættur, hér er mikil saga um heiðar skráð með alda-þungu letri, tún koma ennþá tönnuð undan vetri, traðkaða velli hross og sauðir naga. Fallinn er garður, fúinn sérhver raftur, fátækleg minning stríðs er lengi háðu konur og menn er kosti litla þáðu, kotbóndans leið var jafnlöng fram og aftur. Bíll fer um veginn, bjart er yfir landi, blikar á silungsvatn og lækjarósinn, rúmt e rtil veggja, há er Herðubreið. Langt er á milli stráa á Stórasandi, sterk er mín jörð með hrís og norðurljósin, fátæk en rík með töp og sókn og seið. Árni G. Eylands vogi, hann er hér við nám. Sennilega fáum við hér fleiri gesti frá íslandi en nokkur önnur borg í Vesturheimi, ætti þetta að vera hinn bezti blóðgjafi þjóðernislega séð, því að undatekningarlaust er allt þetta fólk hið gjörvuleg- asta og tekur mikinn þátt í íslenzkum félagsskap og er án efa hinir beztu fulltrúar til þess að efla sambandið yfir lönd og höf. Skúli G. Bjarnason Announcement The building and furnishing of the Betel Old Folks Home is now complete. This has been made possible by the generous donations made by many friends of the Home as well as special gifts from organizations and grants from the Provincial Government. A recent additional grant from the Province of Mani- toba was made in the amount of $13,622.00. The Board of Directors of Betel wish to publicly ex- press their appreciation to Frank R. Lount & Son Ltd. who donated their services as architects and contractors. For the record this is con- servatively estimated as a donation of $15,500.00. In ad- dition to the above Mr. Frank R. Lount donated the large picture window in the library of the Home. As previously announced the furniture for the library was a special gift from Iceland. The total cost of the project now is $250,000. The major portion of the increase from the original estimate is due to the purchase of furniture, equipment and automatic ele- vator. The amounts collected and the balances required are indicated below on the two thermometers. The Campaign must con- tinue until these deficits have been paid. Your assistance is urgently needed. BETELCAMPAIGN $250,000.00 223.015 218^569 26, 985 Sd 15, 665 « a a S 1 0. 5 o s 13 ~ o s ö t o 5 S 9 a c ~ - P 3 cr § 3 w ca Make your donations to the "Betel" Campaign Fund. 123 Princess Street. Winnipeg 2.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.