Lögberg - 16.10.1958, Síða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. OKTÓBER 1958
vwvwwvww
wwwwwwwwwwwwwwww
ÁliUCAAiÁL
rVENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Svöluhreiður er góður matur
Ef íslenzk húsmóðir skyldi
komast yfir kínverska mat-
reiðslubók og fara að lesa í
henni, gæti verið að hún hitti
á þetta: „Svöluhreiðurssúpa.
Takið 2—3 svöluhreiður og
látið í vatn svo að vel fljóti
yfir og látið suðuna koma upp
á þessu . . . .“ Lengra mundi
húsfreyjan sennilega ekki
lesa. Hun mundi skella aftur
bókinni og segja við sjálfa
sig eitthvað á þá leið, að
skárri væri það nú vitleysan
að ætla sér að fara að gera
súpu úr fuglshreiðrum, og að
það hljóti að vera skrítnar
skepnur þessir Kínverjar, sem
éti slíkt.
Þetta er vegna þess, að ís-
lenzk húsmóðir mundi ekki
geta hugsað sér fuglshreiður
öðru vísi en dyngju af strá-
um, mosa, laufum, hárum og
fiðri. Og það er svo sem ekk-
ert aðgengilegur matur. En
hið sama mundi nú Kínverj-
um líka finnast. Það eru ekki
slík hreiður, sem þeir leggja
sér til munns. Svöluhreiðrin
eru allt öðru vísi. Þau eru
ekki gerð úr mosa, stráum og
fiðri, heldur úr vökva úr háls-
kirtlum fuglsins.
Það eru aðallega tvær svölu
tegundir, sem gera sér slík
hreiður, og er önnur kölluð
Hvítsvala en hin Brúnsvala.
Báðar verpa þær í hellum og
líma hreiðrin við grjótið. Þær
eiga aðallega heima í norður-
hluta Borneo, og þangað hafa
framtakssamir Kínverjar sótt
sér svöluhreiður um 1000 ár.
Það er gróðavegur, því að
svöluhreiðrin þykja hið mesta
hnossgæti og eru mjög eftir-
sótt. Enginn veit nú með vissu
hvernig menn komust upp á
að eta þessi hreiður. Senni-
legt þykir, að þeir hafi lært
það af villisvínum. Það kem-
ur þráfaldlega fyrir, að svölu-
hreiðrin detta niður, því að
þeim er tildrað sem tæpast á
hellisveggina og jafnvel loft-
ið. Villisvín sækja í hellana
til þess að tína upp þessi
hreiður og éta þau af mikilli
áfergju. Þegar menn hafa séð
þetta, munu þeir hafa hugsað
sem svo, að úr því að svínun-
um þætti þetta svo mikið
lostæti, þá hlyti það einnig að
vera gott mönnum. Og svo
hafi þeir farið að éta hreiðrin
hrá, en þá hafi verið skammt
til þess, að farið hafi verið að
matreiða þau á ýmsan hátt.
Nokkur munur er á hreiðr-
unum. í hreiðrum Brúnsvöl-
unnar er oft talsvert af fjöðr-
um, sem þarf að hreinsa burt
áður en hreiðrin eru mat-
reidd, en hreiður hvítu svöl-
unnar eru alveg hrein.
Svölurnar verpa í óteljandi
hellum á víð og dreif um
Borneo, en langmest í hinum
svonefndu Gomatong-hellum.
Þessir hellar eru inni í frum-
skógi, sem er svo þéttur, að
ekki er hægt að komast í gegn
um hann nema eftir smástíg-
um, sem haldið hefir verið
við um aldaraðir. Stærsti hell-
irinn heitir Simud Hitan og
um stærð hans geta menn gert
sér ofurlitla hugmynd, er þeir
heyra að hann er rúmmeiri
heldur en St. Páls kirkjan í
Lundúnum. Þarna gera Brún-
svölurnar sér hreiður þúsund-
um saman, hátt uppi í hvelf-
ingu hellisins og er ekki auð-
hlaupið að þeim. En Hvítsvöl-
urnar hafast aðallega við í
helli, sem nefnist Simud
Putch. Þar er kolamyrkur,
enda kunna Hvítsvölurnar
bezt við það.
Hreiðrunum er safnað
tvisvar á ári, eftir að ungarn-
ir eru farnir úr þeim. Menn
hafa gert ýmsa glugga á hell-
ana og síga þar niður til þess
að ná í hreiðrin, eða þeir hafa
langa stiga, allt að 250 fet á
lengd. Vegna myrkursins
verða menn að hafa með sér
Ijós, og þykir það ekki gott
verk að standa efst í þessum
stigum, verða að halda á ljós-
inu með annari hendi, en
safna hreiðrunum með hinni
hendinni. Þeir, sem gefa sig
að þessu eru aðallega menn
af Dusuns-þjóðflokki á Norð-
ur-Borneo. Hafa þeir stundað
þessa tvinnu mann fram af
manni kynslóðum saman, og
eru orðnir mjög leiknir í list
sinni, og enda þótt atvinnan
sé stórhættuleg, verða mjög
sjaldan slys.
Þegar hreiðrunum hefur
verið safnað saman, eru þau
bundin í bagga og borin út úr
frumskóginum niður að sjó.
Þaðan eru þau flutt á bátum
til Sandakan. Skógmálanefnd
ríkisins á öll hreiðrin, því að
þau eru talin með hlunnind-
um skógarins. Hún tekur nú
við þeim og geymir þau í sér-
stökum skemmum, þangað til
kínverskir kaupmenn koma
til þess að bjóða í þau. Hér
er ekki um svo litla verzlun
að ræða. Baggarnir eru nefnd-
ir „pikuls“ og vegur hver
þeirra um 130 pund, en rúm-
lega 200,000 slíkir baggar eru
seldir árlega, og er venjulegt
verð á þeim 20—30 dollarar
fyrir hvert pund.
Annað er merkilegt við
Gomantong hellana, að inni í
þeim hefir um árþúsundaraðir
safnast svo mikið af fugladrít,
að nema mun um 5000 smá-
lestum. Er þetta hinn ágæt-
asti áburður þegar hægt verð-
ur að ná í hann.
S
MINNING
Franklíns Sigfússonar Péfurssonar
frá Skógargarði við íslendingafljót
Hefur nú siglt
út í hafsauga
hins ókunna
einn á báti
vinum svo kær
og vandamönnum,
að sjá þeir máttu
sízt af honum.
Hvenær sem ég heyri
í hreinni alvöru
góðs manns getið
göfugs sonar,
verður mér hugsað
til vildardrengsins
samferðamanns míns,
Sigfúsar Franklíns.
Engann vissi eg
öldnum föður
umhyggjusamari,
ástúðlegri,
nærgætnari,
ei neinn betri, —
enga sonarást
á æðra stigi.
Gagnkvæm var ást
og umhyggja þeirra
vinnu-glaðværra
sem í víngarði,
þó annars ævi
væri upp að renna
en hins að síga
að sólarlagi.
Gróða af sjálfsánum
sólarakri
miðlaði hinn eldri
úr miklum sjóði,
en hinn yngri galt,
óafvitandi,
lífsgleði að launum,
lán og hamingju.
I vetrarhörkum
og vorharðindum
lofts og lands
og lífsins sjálfs,
áveðurs hrörnaði
engin þöll
í skjóli Franklíns
frá Skógargarði.
Eins og fyrr er sagt gera
Kínverjar súpu úr svölu-
hreiðrunum, og þeir eru
mestu snillingar heimsins í
allskonar súpugerð. Norður-
álfumaður, sem eingöngu
hafði vanizt vestrænu matar-
æði, hefir sagt, að hann hafi
aldrei bragðað betri súpu en
úr svöluhreiðrum, nema ef
vera kynni súpu af hákarls-
bakugga — en hana fékk hann
líka í Kína. — Lesb. Mbl.
Umliðnu árin,
sem auðkend voru
sálufélags
fjölskyldulífi,
geymd í minningum
gefa tilefni
harmsárra, innfjálgra
eftirmæla.
Sifjaliðs óskrifuð
sambandslög
hefur ný-tíminn
numið úr gildi;
aðeins sem afbrigði
er hin gagnkvæma
ást og umhyggja
ungs og gamals.
Ellin er fráskilin
æskuleikum,
ilmi rjóðra
æskuvanga,
blómvara brosum,
barna auglitum,
æskuljúflinga
léttu hlátrum.
Sagt er að sumir
sviftir frelsi
sættist við ófrelsi
sitt og venjist.
Hitt er ei síður
satt, að aðrir
semji sig aldrei
að siðum nýjum.
í dimmum námum
dýrra steina,
fastmótaðra,
án framþróunar,
svo eru harðir
svartir demantar
að þeir verða aldrei
um eilífð fægðir.
Ellin einangruð
í ellihæli
bíður fölleita
ferjumannsins,
gengur einmana
út til strandar
er legst að sandi
hinn svarti nökkvi.
Gullormur J. Gutiormsson
KAUPIÐ og LESIÐ
—LÖGBERG!
(Allan ársins hring)
L£GSTU
FLUGFARGJÖLD
TIL
ÍSLANDS
frá NEW YORK um REYKJAVÍK til
STÓRA - BRETLANDS, NOREGS, SVIWÓÐAR,
DANMERKUR, ÞÝZKALANDS
IAL (ICELANDIC AIRLINES LOFTLEIÐIR) bjóSa lægri fargjöld en
nokkurt annað áætlunarflugfélag, lægst allan árslns hring . . . lægri
en öll önnur flugfarrými (Deluxe, First, Tourist eSa Econoray) auk
þess ,,Fjölskyldufargjöldin“ hagstæöu til 31. mal ár hvert..
IAL býíSur fyrsta flokks farþegaþjónustu fyrir lægri gjöld en á
“Economy”-farrými . ... 2 ágætar máltíöir, auk koniaks og nátt-
veröar — allt yöur aö kostnaöarlausu. Færri farþegar, þægilegri
sæti .... stytzta flug yfir öthaf frá New York (aldrei lengra en 400
mílur frá flugvelll).
30,000 farþegar fljúga árlega meS IAL.
UPPLÝSINGAR í ÖLLUM FERÐASKRIFSTOFUM
15 WEST 47TH ST„ NEW YORK 36, PL 7-8585
NEW YORK • CHICAGO • SAN FRANCISCO