Lögberg - 04.12.1958, Síða 2

Lögberg - 04.12.1958, Síða 2
2 WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 4. DESEMBER 1958 „Sviptnyndir af Suðurlandi" og fleira — A svifi um fjarlægar tíðir og staði — Eitt af tíðum umræðuefn- um í mínu umhverfi og á mín- um uppvaxtarárum á íslandi, var hið fyrverandi biskups- setur, Skálholt, ásamt tíðind- um, er þar um léku fyr meir. Ritverk frú Torfhildar Þor- steinsdóttur Hólm áttu sinn stóra þátt í upplýsingu um þau mál. Og sjaldnast var rætt þar um með hlutleysi. Maður drakk í sig svo mikið og glögt af þeim tíðindum, að maður lifði í anda með löngu horfnu fólki, og marga og margvíslega vegaspotta af lífsbraut þeirra er um ræddi, grét eða gladdist með aðal- þáttunum úr vegferð þess. Það var því af þessum á- stæðum, máske fyrst og fremst, að þegar ég sá auglýs- ingu Dr. Richards Beck, „Svipmyndir af Suðurlandi," í Lögbergi, að ég ákvað að fá mér eintak af bókinni. Sömu- leiðis verðskuldar Dr. Beck það, fyrir það marga og góða, sem hann hefir sagt um ætt- land vort og erfðir þess, að máli hans sé veitt eftirtekt, einkum þegar það kostar eins lítið og bókin „Svipmyndir af Suðurlandi" gerir. Andvirði bókarinnar skal ganga í sjóð þann, sem myndaður er á ís- landi til endurreisnar höfuð- staðarins Skálholts í tilefni af því að níu hundruð ár eru liðin frá því að biskupssetur var stofnað þar. Þegar pró- fessor Beck sendi mér eftir beiðni, nefnda bók, sendi hann einnig okkur hjónunum tvö rit. Kvæði, sem hann orti eftir Dr. Sigurgeir Sigurðsson biskup og rit á enskri tungu, dregið í sérprentun “Off- print” úr The Icelandic Cana- dian og nefnist: “Bishop C. Venn Pilcher and His Trans- lations From The Icelandic.” Með endurteknu þakklæti fyrir sendinguna vil ég nú biðja ritstjóra Lögbergs að gera svo vel að birta eftirfar- andi grein. Fyrsta grein mín um þetta hefir einhvernveg- inn farið út um þúfur. Líka hefir skuggi dauðans svifið inn á heimili Dr. Richards Beck síðan bókin um ferð þeirra hjónanna var skrifuð og hrifið frú Kristbjörgu Beck heim til föðurhúsanna. Fylstu samúð vil ég votta Dr. Beck og fjölskyldu hans. En þrátt fyrir þær sorglegu kringumstæður óska ég að mínar fátæklegu línur um áminst rit, sérstaklega „Svip- myndir af Suðurlandi,“ komi fyrir almenningssjónir. Minningarljóðið, sem nefn- ist Dr. Sigurgeir Sigurðsson biskup, er bæði fallegt í anda og vel kveðið. Það lýsir hjarta sorg eftir horfinn vin, viður- kennir dygðir hans og dáðir, og umvefur minningu þess látna „sólskinstrafi sumar- dýrðarinnar.“ Annað ritið í þessari sér- stöku bókasendingu er fyrir- lestur Prófessor Richards Beck um Dr. Charles Venn Pilcher biskup og þýðingar biskupsins á þáttum úr ís- lenzkum bókmentum. Fyrir- lesturinn nefnist: Bishop C. Venn Pilcher and his transla- tions from the Icelandic, by Professor Richard Beck. — Fyrirlesturinn fjallar um þá djúpu og göfugu trygð, sem þessi stórhæfi og ágæti maður, Dr. Charles Venn Pilcher biskup, hefir tekið við Island og íslenzkar bókmentir, og nokkurt yfirlit yfir starf biskupsins í þágu þess máls. Einnig nokkrir drættir úr ævi sögu hans. Dr. Pilcher er Eng- lendingur að uppruna, prests- sonur og það var móðir hans, sem fyrst beindi athygli hans að „sögu Krossins og fólkinu á íslandi.“ Og hjá henni byrj- aði hann að læra íslenzka tungu. Herra biskupinn hefir skrifast á við marga af leið- andi kirkjumönnum íslend- inga austan hafs og vestan, fyr og síðar, og minnist heim- sókna sinna til íslands með velvild og virðingu. — Dr. Pilcher hefir, sem kunnugt er, þýtt mikið af Passíusálmun- um og sálminn Alt eins og blómstrið eina og fleira. Þýð- ingarnar eru gerðar af fram- úrskarandi vandvirkni, sam- vizkusemi og djúpum skiln- ingi. Svo eru ummæli hans á lífi og örlögum hins íslenzka, norræna manns. Fyrirlestur- inn er bæði fróðlegur og upp- byggilegur. Líka ánægjulegur til aflestrar. — Þá kemur hér aðalritið, sem ég gat um í upphafi þessa máls, og sem er fyrsta ástæð- an fyrir því, að þessar línur eru skrifaðar: „Svipmyndir af Suðurlandi." Aðalinnihald þessa rits er ferðalag Dr. Richards Beck og frúar hans til íslands og þar um árið 1954. En innan um ferðasöguna er að finna ýms atriði, er gefa upplýsingar um land og þjóð. Dr. Beck og frú hans var vel tekið af vinum og vandamönnum, — undrar mann það ekki, því að það er í fullu samræmi við það bezta í íslenzku eðli. Persónulega virðist mér það sem laun góðra ^erða, að þessi hjón urðu aðnjótandi svo mikillar ánægju sem ferðasagan lýsir. Frúin, sem er hjúkrunarkona að mentun, — fædd, uppalin og mentuð í Canada, — fór til Evrópu í líknarliði Canada, er mikið lá við, og mun hafa getið sér góðs orðstírs. Pró- fessor Richard Beck hefir ferðast til Islands oftar en einu sinni í því skyni að styðja góð mál, má sérstaklega nefna ferð hans 1944 þar sem hann var fulltrúi Vestur-íslendinga á hinni miklu hátíð sjálf- stæðisins, sem Island hafði svo lengi þráð og þá öðlast, — að maður ekki tali um þau mörgu og margþættu rit og ræður og ljóð, sem Dr. Beck hefir látið af hendi upplýs- andi um ísland í allan góðan máta, bókmentir þess og sögu. En það gleður mig, að ferð þessara hjóna lukkaðist svo vel sem „Svipmyndir af Suð- urlandi” segja frá. Höfundur tileinkar konu sinni þetta sérstaka rit. I for- málsorðum getur hann þess, að hann hafi gefið viðreisnar- félagi Skálholtsstaðar ritið til ágóða þess máls. Nýtur bæði Skálholtsstaður þess og einnig það, að frú Beck, er ættuð af Suðurlandi. Á hvítasunnumorgun, í Reykjavík, hlýddu hjónin á messu í Dómkirkjunni. Minn- ist höfundur þess, hve vel presturinn, sem embættaði, talaði í garð Vestur-Islend- inga og beiddi þeim blessunar. Maður þakkar það hér með. Prófessorshjónin komu víða við og á mörg stórmyndarleg heimili, bæði bænda og em- bættismanna, sum fræg að fornu og nýju. Fegurð lands- ins hreif þau og sögulegar minningar ekki síður. Lýsir höfundur því ágætlega með tilfærðum ljóðum sem og eigin orðum. Heilsuhælinu í Reykja- lundi er fagurlega lýst. Þar er sagt frá að sé: „Vinnuhæli Sambands íslenzkra berkla- sjúklinga, að Reykjalundi.“ Viðtökur voru þar ágætar undir stjórn læknis og með ritstjóra í för. Dáist bókar- höfundur að öllu, er hann sér þar. Hér skulu tilfærð fáein orð úr bókinni: „Munu þeir fáir vera, sem þangað koma, er eigi verður efst í hug aðdáunin á húsa- kynnum og öllum aðbúnaði, og á því ágæta og göfuga starfi, sem þar er unnið.“ Einnig tilfærir höfundur tvær málsgreinar um stofnun þessa eftir herra biskupinn Dr. Ásmund Guðmundsson. Skal seinni málsgreinin hér tilfærð, þó báðar séu góðar. Segir herra biskupinn: „Tel ég þá stofnun á vorum dögum eina fegurstu eða allra feg- urstu greinina á meiði kristn- innar á Islandi, sem vér skul- um biðja Guð að vernda og blessa, og jafnframt styðja sem fremst vér megum.“ Höfundur segir einnig frá, Tilkynning fil búcnda á Gimli, Arborg og umhverfi The School Divisions Boundaries Commission mun halda almenna fundi Gimli Legion Hall Arborg Community Hall á FIMMTUDAGINN, 15. DESEMBER 1958 kl. 10 f.h. á Gimli — 3 e.h. í Arborg. Nefndin ráðgerir að mæla með því við fylkisstjórnina, að myndað verði skólaum- dæmi, er nefnist Willow Point School Division No. 40. Svæðið og deildir, ef nokkrar, eru sýndar á kortinu og þannig tilgreindar: 1. Delld Sk61ahéru8in Big Island B89 Grund 2343 Homer 2078 Lee Lake 2294 Iyowland 1684 McMaster 1864 Mennville 2341 Norweena 2020 New Valley 2106 Okno 1789 Progress 2115 Rosenburg 1773 Shorncliffe 1851 Sylvan Glade 1804 Washow Bay 2060 W'oodglen 1722. 2. Deild SkólahéruBin Ardal 1292 Bjarmi 1461 Finns 2225 Framnes 1293 Geysir 776 Hayek 1788 Hnausa 588 Island 2105 Jaroslaw 1649 Laufás 1211 Riverton 587 Tarno 1741 Veetri 1669 Vidir 1460 3. Deild Sk61ahéru8in Adam 2012 Cavendish 1866 Cumming 2076 Devonshire 1865 Felsendorf 1096 Fraserwood 1666 Fyrer 1676 Hastings 1853 Malonton 1653 Meleb 1665 Park 1491 Polsen 1523 Rembrandt 1570 Sambor 1791 Sandridge 1363 Striy 1424 Zbrueh 1496. 4. Deild Sk61ahéru81n Arnes 586 Arnes South 1054 Berle 1482 Bradbury 1481 Dnister 1463 Foley 1125 Gimli 685 King Edward 1291 Kjarna 647 Lilac 2282 Minerva 1045. 5. Deild Sk61ahéruSin Melnice 1295 Prout 1821 Whitewold Beach 1386 Winnlpeg Beach 1331. Gert er ráð fyrir 7 skólaráðsmönnum, 1 fyrir hverja deild, utan 2. og 4. deild, en fyrir hvora þeirra verða 2 skólaráðs- menn. Hverjum þeim, er óskar þess að bera fram uppá- stungur varðandi fyrirhugað skólaumdæmi eða öðru því viðvíkjandi, verður veitt áheyrn, persónulega eða mála- færzlumanni hans, ef hann er viðstaddur á stund og stað tilgreindum í þessari tilkynningu. C. K. ROGERS Secretary G. M. DAVIS Secretary

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.