Lögberg - 04.12.1958, Side 5

Lögberg - 04.12.1958, Side 5
5 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 4. DESEMBER 1958 ’áhlgamál LVENNA lirtstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Kærleikurinn sigraði Það var fundur í Kven- félagasambandi Austurlands, og voru þar margir fulltrúar samankomnir. — Máttu allar konur koma þangað. — Frú Sigrún Blöndal stýrði fund- inum, en auk hennar voru margar ágætar konur staddar þarna. — Það gerðist ekkert sögulegt á þessum fundi, að mér fanst, og þótti mér meira gaman að athuga konurnar, sem þarna voru, en hlusta á ræðurnar. Ein þeirra var sérstaklega fögur og horfði á mig mildum, bláum augum. — Hún var ung, á peysufötum, með gló- bjartar fléttur ofan í mitti. — Hver skyldi hún vera, þessi fallega, unga kona, hugsaði ég, og brátt fékk ég að vita það. — Þetta var Droplaug á Arn- heiðarstöðum, heimasæta og einkadóttir Sigríðar, er þar bjó. Þegar fundi var slitið, sat ég alein eftir, og enginn mundi eftir, að ég var lömuð. — Þó voru þarna margar konur úr Seyðisfirði, sem vissu hvernig ég var. — Saln- um var lokað, og ég hugsaði með mér: „Guð almáttugur, á ég að sitja hér ein í nótt!“ — En þá var hurðinni lokið upp og inn kom fallega stúlkan mín, hún Droplaug, og gekk beina leið til mín. — „Ertu hérna ein?“ spurði hún. „Já,“ svaraði ég. „Mikið var fallega gert af þér að koma til mín.“ — Og síðan leiddi hún mig niður stigann og út, þar sem stóllinn beið mín, svo ók hún mér út alla götu og út á Búð- areyri, þangað sem heitir Ár- blik, en þar hélt ég til um nóttina. — Þar kvaddi þessi elskulega stúlka mig, og ég sá hana aldrei framar. Mér var oft hugsað til þessarar ungu stúlku, og að það myndi vera betra að lifa, ef allar manneskjur væru eins góðar og hún var. — En nokkru eftir að ég kom suður, heyrði ég lát hennar, og fanst mér þjóðin vera mun fátæk- ari en áður. Svo liðu árin, en oft varð mér hugsað til góðu stúlkunn- ar, sem hjálpaði mér. Svo var það eitt sinn, er ég kom niður í Gróðrarstöð, að frú Kristín, kona Einars Helgasonarr gaf mér hvít- dropótta Germaníu, sem var dásamlega fögur. — Þá var eins og fallega stúlkan stæði ljóslifandi hjá mér, og því skírði ég þetta fagra blóm „Droplaugu," og hefur það haldist við hjá mér árum sam- an með því að endurnýja það. — Um skeið var ég þó „Drop- laugar“ laus, því ég gaf allar í burtu. En í hitteð fyrra kom hjúkrunarkona, sem ég hafði gefið græðling af „Drop- laugu,“ og hún gaf mér aftur græðling í potti, svo að ég eignaðist „Droplaugu“ að nýju. En það blóm varð ekki lengi fallegt, blöðin féllu hvert á fætur öðru, og stilkur- inn varð kolsvartur. — Þvílík eymdarsjón! En samt yddi á eitthvað grænt í toppnum. — Og ráðgjafarnir hérna, sem alltaf eru svo hollráðir, komu hver á fætur öðrum og sögðu: „Mikill dæmalaus kjáni ert þú að vera að halda upp á þennan vesaling, hann er dauður.“ — „Nei,“ sagði ég, „hann er lifandi." — Þær voru svo náðugar, blessaðar dömurnar, að þær komu með pottinn upp í rúmið til mín, til þess að reyna að sannfæra mig um þetta. — Ég kastaði ekki blóminu, og viti menn, um haustið, þegar sumarið minntist við veturinn og kuldinn nísti alt, ja, hvað haldið þið að hafi þá skeð? Einn góðan veðurdag var mér sagt, að „Droplaugar“-stilkur- inn ætlaði að fara að blómstra, og það reyndist rétt. — Fimm yndisleg blóm, en ofursmá, voru á þessum eina stilk. — Þau voru dásamlega fögur og hrein, en þó miklu minni en þau eiga að sér að vera. — „Ó,“ hugsaði ég, „nú deyr hún alveg, hún „Droplaug“ mín, þetta afber hún ekki.“ —- En það fór á aðra leið. Þegar blómin voru fallin, leit hún enn aumlegar út, og ráðgjaf- arnir birtust enn. „Þú ert vit- laus,“ sögðu þeir, en ég þver- tók fyrir að kasta þessum vesaling. — Svona leið allur veturinn. En um vorið kom til mín kona, sem var grasa- fróð. — Eitt hið fyrsta, sem ég gerði, var að sýna henni blómið og spyrja ráða. — „Neggið lifir,“ sagði hún, „þá er altaf einhver von.“ — Og svo kom okkur saman um, að hún tæki blómið í fóstur um tíma .— Hún kom með blómið að nokkrum tíma liðnum. — En sú breyting! — Plantan hafði hækkað að mun og var nú með fallegum blöðum, og meira að segja fullt af blóm- knúppum á kvistunum. — „Guð minn góður,“ hrópaði ég, „er þetta hún „Droplaug“ mín?“ — Já, þetta var hún. — „Þú ættir að kalla hana „Stellu“,“ sagði konan, „því hún er svo fögur.“ — En ég vildi ekki sleppa „Droplaug- ar“-nafninu, og síðan kölluð- um við hana „Droplaugu Stellu“. — En við ráðgjafa Bréf fró California Framhald af hls. 3 en þið vitið hvað kvenfólk yfirleitt verður hrætt sjái það mýs, og kippa þær þá óvart upp pilsunum. — Já, það er ráðgáta! — En eftir að kenn- arinn hafði komizt að raun um að þetta voru aðeins mein lausir froskar og tekizt að sefa stelpurnar, þá fór þær að gruna hvar fiskur lægi undir steini, og eftir stutta stund varð aftur dúnalogn. — En skemmtun strákanna varð skammvinn, því að kvöldið eftir vöknuðu þeir við það af værum blundi, að þeir voru dregnir út úr rúmunum, og sá bardagi, sem þá hófst varð allskringilegur, en hon- um lauk þannig að stúlkurnar gengu sigrandi af hólmi, því það eru sárafáir karlmenn, sem ekki veigra sér við að beita þeim brögðum við kven- fólk sem duga til að leggja það að velli. — Margt fleira gáskafullt var leikið á báðar hliðar, en það yrði of langt mál að lýsa því nú. mína sagði ég: „Þarna sjáið þið, hvort kærleikurinn sigrar ekki. — Hefði ég farið að ykkar ráðum, ætti ég nú enga „Droplaugu.“ Meðan hjartað lifir, er altaf von.“ Þessi saga er skrifuð í minningu Droplaugar. Eva Hjálmarsdóttir —„HLÍN“ Ég minnist þess ekki fyrr á milli forsetakosninga að hafa séð jafn harða kosningabar- áttu og hér var háð í haust, eða jafn miklum peningum eytt, og hún endaði þannig, að stórhveli Demókrata gleyptu aumingja Républi- cana líkt og forðum er stór- hvelið gleypti Jónatan; en hvenær þeir skila þeim aftur er enn óvíst; liggur því þungt sorgarský yfir ekkjum þeirra nú. Ég tel ólíklegt að ég skrifi ykkur aftur fyrir jól, og gríp ég því tækifærið nú og óska ykkur gleðlegra jóla og far- sæls komandi árs. Kær kveðja, í friði, H. Ólafsson Tveir skipbrotsmenn kom- ust á fleka. Annar þeirra starði í örvæntingu út yfir autt hafið. Þá klappaði hinn öxl hans og sagði: — Vertu ekki að örvænta, góði, þeir eru vissir með að finna okkur, ég skulda nefnilega útsvar frá því í fyrra. hring FLUGGJÖLD TIL LÆGSTU ÍSLANDS • Fyrsta flokks fyrlr- greiðsla meS tveim ókeypis máltlðum, konfaki og náttverði. • ILA flýgur stytztu áfanga yfir úthafi — aldrei nema 400 mílur frá flugvelli. IAL (ICELANDIC AIRLINES LOFT- LEIÐIR) bjóSa lægri fargjöld til Evrópu en nokkurt annaS áætlunar- flugfélag I sumar, og á öðrum árs- tímum. LÆGRI en "tourist” e'öa "economy” farrýmin — aÖ ógleymdum kostakjörum ,,fjölskyldufargjaldanna." Fastar áætlunarferöir frá New York til Reykjavíkur, Stóra-Bretlands, Noregs, Svíþjóðar, Dannterkur og Þýzkalands. l'pplýsingar í ölluni ferða-skrifstofum n n ICELANDICl AIRLINES U ZnJ / 1 1 15 West 47th Street, New York 36 PL 7-8585 New York • Chicago • San Francisco WHICH WEIGHS MORE WITH YOU ? MANITOBA COMMITTEE on ALCOHOL EDUCATION Department of Education, Room 42, Legislative Building, VYinnipeg 1.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.