Lögberg - 01.01.1959, Blaðsíða 3

Lögberg - 01.01.1959, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. JANÚAR 1959 3 sem eftirmála við þessa sam- komu, að frú Herdís Eiríks- son heldur áfram að skrásetja þá er þess óska, taka á móti myndum og öðru er að ævi- skrársöfnuninni lýtur, og óskar eftir að menn og konur, sem hafa hug á þessu, snúi sér til hennar við fyrstu hentug- leika. Þriðja samkoma 23. október 1958 Vegna góðvilja frú IJólm- fríðar Danielson urðum við þess aðnjótandi að fá hina víð- frægu söngkonu Guðrúnu Á. Símonar hingað til Árborg. I fylgd með henni var hinn snjalli píanóleikari Snjólaug Sigurdson; lék hún undir með Guðrúnu. — Það kom blóðinu jafnvel í okkur gömlu körlun- um til að streyma örar, er þessar glæsilegu stúlkur komu fram á sviðið. Þrótturinn og öruggleikinn var svo áber- andi og samvinnan í bezta lagi. Þegar maður fær að heyra og sjá íslenzkt lista- fólk af þessu tagi, hefur mað- ur sjálfur gaman af að vera íslendingur og fáir aðrir voru þarna samankomnir en ís- lendingar — þess vegna hafði söngskráin öll mátt vera ís- lenzk. Söngkonunni var vel fagnað og hún kölluð fram hvað eftir annað. Eftir að söng skránni lauk söng hún nokkur íslenzk lög, sem fólkið kann- aðist við, og ætlaði fagnaðar- látunum aldrei að linna, allir vildu fá meira að heyra. Þökk sé þeim öllum er stuðluðu að hingað komu hennar, því að það má kallast stórviðburður að jafn víðfræg söngkona og Guðrún Á. Símonar ferðist út í smáþorp til þess að láta þá fáu, er þar búa, verða aðnjót- andi listar sinnar. Fjórða og slærsla samkoman 11. nóvember 1958 Hinn ötuli og áhugasami forseti „Esjunnar“, Gunnar Sæmundsson, sá þess getið í íslenzku blöðunum, að von væri á Vilhjálmi Stefánssyni ásamt frú hans til Winnipeg. Tókst Gunnari að ná sam- bandi við Prófessor Harald Bessason og fyrir aðstoð hans heppnaðist að fá Vilhjálm til að koma hingað norður og sitja kveldverðarboð í Geysir Hall, ásamt nokkrum vinum hans frá Winnipeg og ýmsum aðdáendum hér nyrðra; kveld- verðinn sátu 40 manns. Undirbúningur fyrir þessa samkomu var því miður styttri en æskilegt hefði verið, aðeins 36 klukkutímar, — þó tókst samkomunefndinni að ná saman 500 manns, og er það meira fjölmenni en nokkru sinni fyr hefir komið saman innan húss hér í Norð- ur Nýja-íslandi. Sýnir það öllu öðru betur í hve miklum metum Viihjálmur er hér á sínum fyrstu bernskuslóðum. Eitt þótti þó skorta á full- komna ánægju, það að frú Stefánsson gat ekki vegna lasleika verið viðstödd. Fólk sem sé grunar að frúin sé mjög æskilegur félagi hins aldna víkings og hefði því viljað hafa tækifæri til að fagna henni. Jóhannesi Pálssyni, sem er og hefir verið söngstjóri Norður Nýja-íslands í mörg ár, og getið sér góðan orðstír, tókst að ná saman meirihluta söngflokks síns og hafa eina æfingu á nokkrum gamal- kunnum lögum; voru þau sungin á samkomunni og þóttu takast vel. Lilja Martin, systir Jóhannesar, var við hljóðfærið eins og ævinlega; samvinna þeirra systkinanna er frábær; á Nýja-Island þeim marga skemmtistund að þakka. Þau eru bæði mjög vel menntuð í hljómlist; hann sem fiðluleikari og hún sem píanó leikari. Að kveldverði loknum hófst samkoman; henni stjórnaði Gunnar Sæmundsson, en hann hefir stjórnað öllum öðr- um samkomum „Esjunnar“ — tókst honum það vel að vanda. Séra Philip M. Pétursson kynnti heiðursgestinn, en Sigurður Vopnfjörð þakkaði dr. Vilhjálmi komuna og ræð- una mjög skörulega. Að frá- skildum söngnum annaðist dr. Vilhjálmur alla skemmti- skrána. Enda kom fólk þarna saman til þess eins að sjá hann og heyra. Dr. Vilhjálm- ur talaði í klukkutíma, og hef ég aldrei vitað ræðumanni veitt jafnmikil athygli, enda hefir það lengi verið þrá fjölda íslendinga hér nyrðra að fá að heyra þennan heims- fræga landa sinn flytja ræðu. Vonum við að dr. Vilhjálmur hafi haft nokkra ánægju af komu sinni hingað — þó við vitum, að hans ánægja jafnist ekki á við okkar, að fá lang- þráðan draum uppfylltan. —T. B. Annara stjarna menn — Hvernig munu þeir vera í háli? — Fyrir nokkru hafa menn hér á jörð komið gerfihnött- um út í geiminn. Talað er um að á þessu ári muni menn sendir með flugtæki út í geiminn. Sumir vísindamenn segja að vér getum nú þegar skotið rákettu alla leið til tunglsins. Og því er spáð, að eftir 10—20 ár muni það verða alsiða að menn ferðist um geiminn. En þegar svo er komið vaknar sú spurning: Verðum vér þá einir á ferð þar? Eða verða aðrar skyni gæddar verur þar einnig á ferðinni, og ef svo er — hvernig eru þær þá í hátt? Vér getum ekki lýst því nákvæmlega, en vitum þetta þó hér um bil. Setjum svo að í kvöld komi geimfar frá einhverjum öðr- um hnetti og lendi skammt frá oss. Setjum ennfremur svo, að vér sjáum þrjár mann- verur koma út úr því og stefna heim til vor. Munum vér þá fyllast skelfingu, rjúka í tal- símann og kalla á lögreglu- vernd? Nei, það eru mestar líkur til þess að við virðum þá varla viðlits. Vér getum verið alveg viss- ir um, að þessir gestir vorir eru ekki með þrjú augu, froskfætur og skeytafálmara út úr enninu. Þvert á móti, vísindamenn segja að þeir muni vera eins og fólk er flest hér á jörð. Þessa stað- hæfingu sína byggja þeir á því, að það er engin tilviljun að mannslíkaminn er eins og hann er. Því ráða lífeðlisleg náttúrulögmál. Vér getum því lýst þeim gestum sem til vor koma utan úr geimnum. Vér skulum ekki hugsa oss að þeir séu frá neinni ákveð- inni stjörnu eða ákveðnum hnetti. Vér skulum kalla hnött þeirra X. Maður frá þessum hnetti dregur andann, eins og vér. Því aðeins væri þeir færir um að smíða sér geimfar og ferð- ast hnatta milli. Ekki er ó- hugsandi að á einhverjum hnetti sé vatnabúar, en þeir gæti ekki smíðað neinar vélar. Maðurinn frá X-hnetti hefir lifað bæði á grænmeti og kjöti. Ef hann og forfeður hans hefði alltaf lifað á græn- meti, þá mundi menningin ekki vera komin á það stig, að þeir gæti smíðað sér geim- för. En ef þeir hefðu lifað ein- göngu á kjöti, þá mundu þeir fyrir löngu útdauðir. Gesturinn er sennilega á stærð við meðalmann hér. Hann getur varla verið mikið hærri. Þetta byggist á sér- stöku lögmáli, því að ef menn- irnir væri nokkuru stærri en þeir eru, yrði þeir svo klunna legir, að þeir gæti ekki unnið hin vandasömu verk, en það er auðvitað vandasamt verk að smíða geimfar. Heilinn í honum vegur sennilega 2 pund og þó líklega meira. Það þarf sérstaka stærð og lögun á heila til þess að geta gert uppgötvanir á borð við þá að smíða geimfar. Þess vegna getur heilinn í gestun- um ekki verið minni en 2 pund á þyngd. Hann er með hauskúpu. Viðkvæmasta og þýðingar- mesta líffæri mannsins þarf að vera vel varið. Þess vegna hefir maðurinn höfuðkúpu og gesturinn hlýtur að vera út- búinn á sama hátt. Hann hefir tvö augu og tvö eyru. Oft hefir heyrzt talað um „þríeygða“ menn utan úr geimnum, en það er harla ó- líklegt að gestur vor hafi þrjú augu. Tvö augu eru betri en eitt til þess að greina fjar- lægðir og hluti, en þriðja aug- að væri ekki til bóta. Sama máli er að gegna með eyrun. Segja mætti að gott væri að hafa augu og eyru til vara, ef eitthvað bilaði. En náttúrunni Business and Professional Cards ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forsetl: I»lt. IUCHAKD BIiCIÍ 801 Linooln Drive, Grand Forks, North Dakota. Styrkið íélagið með því að gerast meðlimir. Ársgjald $2.00 — Tímarit félagsins frítt. Sendist til fjármálaritara: MR. GUÐMANN IÆVY, 18B Lindsay Street, Winnipeg 9, Manitoba. Minnist BETEL í erfðaskróm yðar SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viÖ, heldur hita frá a8 rjúka út meö reyknum.—Skrlfiö, símiÖ U1 KELLY SVEINSSON 625 Wall St. Winnlpeg Just North of Portage Ave. SPruce 4-1634 — SPruce 4-1634 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors oí FRESU AND FROZEN FISH 60 Louise St. WHitehall 2-5227 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPÖRATE SEALS CELLULOID BUTTONá 324 Smith St. Winnipeg WHltehall 2-4624 PARKER, TALLIN, KRIST- JANSSON, PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker, Clive K. Tallin. Q.C.. A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martin 5th íl. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. WHitehall 2-3561 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur titbúnaöur sá beztl. Stofnaö 1894 SPruce 4-7474 P. T. Guttormsson BARRISTER, SOUICITOR, NOTARY PUBLIC 474 Groin Exchange Bldg. 167 Lombord Stroet Offioe WHltehall 2-4829 Residence 43-3864 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: Res.: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917 SPruce 4-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Reroof Aphalt Shingles. Roof repaire, install vents, aluminum windows, doors. J. Ingimundson. SPruce 4-7 855 632 Simcoe St. Winnipeg 3, Man. FRÁ VINI Thorvaldson, Eggerison, Basiin & Slringer Barristers and. Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage and Garry St. WHitehaU 2-829 í ERLINGUR K. EGGERTSON, B.A., L.L.B. BARRISTER and SOLICITOR DE GRAVES & EGGERTSON 500 Power Bulldlng Winnipeg 1, Manltoba WHitehall 2-3149 Res. GLoee 2-6076 S. A. Thorarinson Barrlster and Sollcitor 2nd Floor Crown Trust Bldg. 361 MAIN ST. Office WHitehall 2-7061 Res.: 40-6488 Gleym mér ei HÖFN Icelandic Old Folks Home Socieíy 3498 Osler St., Vancouver 9, B.C. Féliirðir, Mrs. Emily Tliorson, 3930 Marine Drive West Vancouver, B.C. Simi Walnut 2-5576 Ritari Miss Caroline Christopherson 6455 West Boulevard Slmi Kerrisdale 887 2 Dunwoody Saul Smiih & Company Chartered Accountants WHitehall 2-2468 100 Princess St. Winnipeg, Mai> And offices it: FORT WILI.IAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN hefir nú ekki sýnst að skapa menn þannig, og litlar líkur eru til þess að hún hafi breytt út af því á öðrum hnöttum. Augun og eyrun hljóta að vera á höfðinu. Það er nauð- synlegt að augu og eyru sé sem næst heilanum, til þess að geta komið skilaboðunum til hans samstundis. Þessu mun eins farið á öðrum hnött- um. Gesturinn hefur hendur og fætur. Til þess að geta smíðað geimfarið verður gesturinn að Framhald á bls. 7 The Business Clinic Anna Larusson Office at 207 Atlantic Ave. Phone JU 2-3548 Bookkeeping — Income Tax Insurance Dr. ROBERT BLACK Sérfræöingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdðmum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Office WHitehall 2-3851 Res.: 40-3794

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.