Lögberg - 01.01.1959, Blaðsíða 2

Lögberg - 01.01.1959, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. JANÚAR 1959 GÖTUSTELPAN FRAMHALD Þetta átti nú að vera upp- örfun fyrir mig, að í þessu myrkri væru líka tvær hættu- legar tröppur og það, að ég gæti reitt mig á hana! Ég hló og fylgdi henni upp stigann. Hún varaði mig við lausu tröppunum, þegar að þeim kom, og slysalaust komumst við upp á þriðju hæð hússins. Hún sleppti þá. handlegg mínum og hvarf inn í myrkr- ið. Ég heyrði að marraði í hurð, sem var opnuð einhvers staðar nálægt mér, og um leið kallaði hún: „Komdu hingað!“ Ég gekk á hljóðið, og fyrr en mig varði, vissi ég að ég hafði farið gegnum einhverj- ar dyr og ég fann hönd henn- ar hvíla á handlegg mér, og kaldur rakasúgur barst að nösum mér frá þessu her- bergi, sem ég hafði gengið inn í. „Bíddu,“ sagði hún, og ég heyrði fótatak hennar fjar- lægjast mig yfir berar gólf- fjalirnar. Hálfgerður geigur greip mig, og um leið ásetn- ingur, að vera við því versta búinn. En þá opnaðist hurð og út um dyrnar kom dálítil ljós- glæta frá næsta herbergi og ég sá skuggamynd stúlkunnar í dyrunum, og á sama tíma heyrði ég veika rödd frá þessu herbergi: „Ert það þú Sylvia? Ó, ég var svo hrædd um að eitt- hvað skaðlegt hefði komið fyrir þig.“ „Nei, mamma, — ég er hér og ég hefi lækni með mér!“ „En Steve — hvar er hann?“ „Hann kom ekki“, sagði stúlkan, sem ég vissi nú að hét Sylvia. Það varð þögn um stund, en svo snéri Sylvia sér að mér, þar sem ég stóð í myrkrinu í nokkurra feta fjarlægð frá henni. „Doktor,“ sagði hún, „viltu koma hingað og líta á mömmu?“ Ég sá enga ástæðu til þess að mótmæla því, að ég væri læknir. Ef ég hefði gert það' sá ég að það mundi hafa orðið vonbrigði fyrir þær báðar. Ég ásetti mér því að leika hlut- verk mitt svo vel sem ég ætti kost á. Ég gekk inn í her- bergið, þar sem sjúklingurinn lá undir tveimur allt of þunn- um ábreiðum, því að and- rúmsloftið í merberginu var bæði kalt og rakt. Ég þreifaði á slagæð konunnar, sem var mjög veik, en samt virtist mér augu hennar og hið föla andlit bera það með sér, að með góðri aðhlynningu gæti ég haft von um bráðan bata fyrir hana. Eftir að hafa spurt nokkurra spurninga gerði ég sjálfum mér grein fyrir því, að það væri mögulegt, að hún hefði haft væga lungnabólgu, og að betri aðbúnaður fyrir hana væri<í raun og veru allt, sem hún þarfnaðist, án læknis hjálpar. Ég sneri mér því að Sylvíu og sagði mjög alvar- lega, eins og góðum lækni sæmir: „Hvar getum við keypt kol? ’Við verðum að hita herbergin upp.“ „En — en,“ stamaði hún, og ég sá fljótlega að hún ætlaði að segja, að hún hefði ekki ráð á því að kaupa kol. „Sleppum því,“ sagði ég al- varlega, „er það í raun og veru mögulegt að kaupa kol á þessum tíma á sjálfri jóla- nóttunni.“ Ég leit á úrið mitt. Klukkan var 8.30. Það varð þögn um stund, en svo sagði hún í hálfum hljóðum, eins og hún væri að tala við sjálfa sig: „Jakobsbúðin er alltaf opin, nótt og dag, — og hann selur alla hluti á öllum tímum.“ „Það er gott,“ sagði ég eftir stundarþögn, „en getur þú matreitt?“ Hún leit niður á gólfið, og ég skildi fljótlega, að hún vildi segja, að það væri ekk- ert til að matreiða, svo ég flýtti mér að benda henni á, að ég mundi sjá um allt sem til matreiðslu heyrði mundi verða til staðar, ef hún vildi fylgja mér til einhverrar búð- ar, sem seldi á þessum tíma allar nauðsynjar. Það væri að- eins eitt atriði, sem ég gerði ráð fyrir af hennar hendi, en það væri að hún framleiddi góðan mat. Ég væri sjálfur matarþurfi, og ég mundi ekk- ert til spara. Ég heyrði að móðir hennar var að segja, að Sylvía væri ágætis matreiðslu kona, og ég gæti reitt mig á hana í þeim efnum. Rödd kon- unnar var fremur veikluleg, en samt gerði ég mér góðar vonir um það, að læknisað- ferð mín myndi reynast vel. Ég gaf nú Sylvíu bendingu um að fylgja mér, en hún stóð þarna við hliðina á mér án þess að hreyfa sig. Svo leit hún upp og benti á móður sína, sem lá þar í rúminu og starði á mig undrandi. „Þetta er Mrs. Bowman, mamma mín,“ sagði hún að lokum, „en hvert er nafn þitt?“ Svo hún vildi gera okkur kunnug. Þetta var atriði, sem ég mat við hana. Hún kunni auðvitað ekki vel við þessar ástæður, en hún gleymdi þó ekki al- gengum kurteisisreglum. Ég hló með sjálfum mér, en þar sem ég var nú í læknisstöðu, varð ég að finna viðeigandi nafn fyrir sjálfan mig og án nokkurrar frekari umhugs- unar, sagði ég henni að nafn mitt væri Jólakarl. Hún sneri sér þá að móður sinni og sagði: „Dr. Jólakarl.“ Ég hneigði mig og svo, eftir dálítil um- svif, lögðum við af stað út í snjóinn og hríðina. Til allrar hamingju var búð- in hans Jakobs ekki langt frá, og eins og hún hafði sagt mér, voru þar hér um bil allir hugs- anlegir hlutir til sölu. Annar endi búðarinnar var járnvöru deild en hinn hlutinn var matvörubúð. Mestu örðugleik- arnir fyrir mig, var að, fá kol afgreidd. Að lokum voru þessir örðugleikar yfirstignir, og varð ég að borga einum búðarþjöninum meira fyrir að afgreiða kolin, heldur en ég borgaði fyrir þau. Ég keypti hálft tonn af kolum og hluti af þeim átti að greiðast þá samstundis, en hitt daginn eftir. Þegar ég hafði lokið við matarkaupin ,sá ég að ég hafði tvo stóra sekki fulla af mat- vörum, og þar á meðal tvær flöskur af góðu víni, kelti og ljósbúlba. Þetta læknisævin- týri virtist því vera talsvert kostnaðarsamt. En þetta var nú jólakvöld, og góðgerðar- fyrirtæki geta aldrei átt betur við en þá. Ég gerði mér líka grein fyrir því, með sjálfum mér, að matarbirgðirnar mundu endast sjúklingi mín- um meira en eina viku, og á þeim tíma bjóst ég við, að allt mundi stefna til betra horfs fyrir Mrs. Bowman. Þegar við komum til baka til steinhússins, með aðstoð eins búðarþjónsins, beið mað- urinn, sem hafði tekið að sér að afgreiða kolin, sem hann hafði í dálitlum handvagni, þar fyrir framan húsið. Var nú umsvifalaust tekið til við að koma öllum þessum vörum fyrir upp á þriðju hæð húss- ins, og fljótlega lagði þægi- legan yl frá ofninum um her- bergin. Ég gaf sjúklingi mín- um dálítið glas af víni og ráð- lagði henni að dreypa á því með hægð. Það voru aðeins til tvö glös í herbergjunum, svo ég beið eftir glasinu, sem Sylvía drakk úr, en að því loknu fyllti ég það, og tæmdi án nokkurrar varúðarreglu. Ljós voru nú kveikt í hverju horni á herbergjunum og Sylvía fór að hita upp dálítið af niðursoðinni súpu fyrir sjúklinginn, og svo góða mál- tíð fyrir okkur bæði. Mér leið nú ágætlega og ég gerði mér beztu vonir um góð og gleði- leg jól. Hitinn og svo vínið, sem ég hafði drukkið, leiddi til þess að ég varð syfjaður og lagði ég mig því niður á legubekk, sem var þar í herberginu. Þó að fjaðrirnar væru margar brotnar í þessum legubekk var hann langt frá því að vera óþægilegur. — Auðvitað varð ég að bíða eftir matreiðslu Sylvíu, og þar sem ég var í raun og veru þreyttur virtist mér allt vera eftir óskum. Ég heyrði að Sylvía var eitthvað að eiga við diska og matreiðslu áhöld og við það féll ég í væran svefn. —FRAMHALD Skáldið: — Ég veit ekki hvað ég á að gera. Á ég að brenna kvæðin mín — eða senda þau til útgefenda? Vinurinn: — Manni dettur venjulega það bezta í hug fyrst. Frá Árborg „Þess ber að geta, sem vel er gert,“ er haft eftir Gretti Ásmundarsyni. Á hann sjálf- sagt með því við einhver frægðarverk sín og annara, til dæmis að berjast við aftur- göngur, fella berserki og afmá annað illþýði. En þessi stutta umsögn, er hér fer á eftir, er annars eðlis, og í raun og veru engin frægðar- saga. — Aðeins stutt og ófull- komin lýsing á fjórum sam- komum, sem haldnar voru hér í Árborg á umliðnu sumri undir umsjón Þjóð- ræknisdeildarinnar „Esjan.“ Þessi félagsskapur hefir starf- andi samkomunefnd, sem kos- in er árlega og starfar ár- langt. Nefnd þessari er falið að koma af stað einni sam- komu á ári í það minsta, og hefur nefndin aldrei brugð- ist deildinni í þeim efnum í mörg ár, og alltaf heppnast að gera þær vel úr garði; hafa þessar samkomur verið vel sóttar af byggðarbúum vegna þess að þeir vita, að þeir eiga von á einhverju góðu. Á þessu umliðna sumri má segja, að hlaupið hafi á snær- ið fyrir þessari árvöku sam- komunefnd, þar sem henni auðnaðist að halda fjórar samkomur, hverja annari betri, á síðastliðnu sumri. — Vegna þess að enginn hefur getið um þetta „afrek“ í blöð- unum, að undantekinni fyrstu samkomunni datt mér undir- rituðum í hug að reyna að segja frá þessu í stuttu máli, geta hverrar samkomu fyrir sig, einnig þeirrar fyrstu — þó hennar hafi verið getið aður — svo það geymist allt í sama blaði. Fyrsta samkoma 14. maí 1958 Snemma á umliðnu sumri heimsótti séra Robert Jack þetta gamla prestakall sitt. Hann á hér marga vini síðan hann var prestur hér. Sam- komunefnd „Esjunnar“ fannst því sjálfsagt að efna til sam- komu í Árborg Hall. Með því var séra Robert gert hægara fyrir að mæta ýmsum vinum sínum, sem hann að öðrum kosti hefði átt örðugt með að sjá. Aðalástæðan mun þó hafa verið sú að fá hann til að segja okkur fréttir af íslandi á sinn létta og lipra þátt, sem honum er svo sérstaklega vel lagið, enda varð enginn von- svikinn af ræðu hans, eins og fyrirfram var vitað. Sömuleið- is sýndi hann myndir frá Is- landi, er hann hafði sjálfur tekið og þóttu margar þeirra góðar. — Einnig sungu John- son’s systurnar fjórar nokkur lög og var þeim tekið af mikl- um fögnuði eins og oft áður. í nafni „Esjunnar“ vil ég þakka séra Robert Jack kær- lega fyrir komuna og óska honum og hans allra heilla í framtíðinni. Þessi samkoma var vel sótt; ágóði af henni varð $125.00 og var hann gef- , Manitoba inn í byggingarsjóð Betel. — Nokkru áður gaf „Esjan“ í sama sjóð $100.00. Önnur samkoma 28. ágúsl 1958 Eins og almenningi er kunn- ugt voru hér á ferð í sumar, sem leið, æviskrár-safnendur, 4 að tölu, undir forustu Árna Bjarnarsonar bókaútgefanda á Akureyri. Voru þeir mörg- um aufúsugestir, því þetta mátti heita mannval. Lengst dvaldist á þessum slóðum Steindór Steindórsson yfir- kennari við menntaskólann á Akureyri. Var hann hér í gistivináttu þeirra Mr. og Mrs. Ingvi S. Eiríksson og vann hann að æviskrársöfn- un sinni út frá heimili þeirra. Óku þessi mætu hjón honum víða um byggðina og leiðsögn þeirra mun mikið að þakka hversu vel söfnunin gekk hér í Norður Nýja-íslandi — enda eru þau alltaf reiðubúin að vinna að þjóðræknismálum hér, og standa ef til vill fremst í flokki „Esjunnar", á þó sá félagsskapur ýmsa á- gæta og starfshæfa meðlimi, til dæmis forsetann Gunnar Sæmundsson og fleiri. Áður en Steindór Steindórs- son fór héðan gat hann þess að hann hefði nokkuð af myndum í fórum sínum, sem hann væri viljugur að sýna ef einhver hefði gaman af því. Auðvitað sá hin vakandi sam- komunefnd þarna leik á borði, setti af stað samkomu, sem var allvel sótt þrátt fyrir vonda vegi vegna undanfar- andi úrkomu. Steindór sýndi ágæta kvikmynd og skýrði hana mjög vel; einnig flutti hann ræðu á eftir og þakkaði móttökurnar og hvatti íslend- inga til samheldni og sam- bands við ísland. Steindór er afburða ræðumaður, hefur íágætan og persónuleika að auk. — Á sama tíma var hér á ferð George Hansson frá Chicago, er hann skólakenn- ari þar í borg. Hansson fór til íslands síðastliðið sumar og ferðaðist þar víða um land- ið ásamt móður sinni, Vigdísi, fæddri Guðmundsson. Bjuggu foreldrar hennar hér fyrir vestan Árborg; móðir Vigdís- ar er enn á lífi og er nú á Betel, komin yfir nírætt en samt allhress. Þessi ungi efnismaður bauðst til að sýna myndir, er hann hafði tekið á ferðalagi sínu um Island; þóttu þær afbragðsgóðar, flestar af merkum sögustöð- um landsins og fannst fólki mikið til um hversu kunnur hann var sögunum og skýrði vel frá; hafði hann mjög gam- an af ferðinni og lofaði bæði land og þjóð. — Þakkir séu honum fyrir komuna, góð- viljann og ræktarsemina. Sömuleiðis sungu Johnsons systurnar á þessari samkomu, og var þeim vel fagnað eins og ævinlega. Þess skal getið

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.