Lögberg - 16.07.1959, Qupperneq 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. JÚLÍ 1959
Hinn hugséði heimur
— Vilranir manns í draumi of vöku —
FRAMHALD
Draumur
Guðmundur þóttist staddur
inni á Seyðisfirði á svonefndri
Wathnsbryggju, eða „Engros-
bryggju", ein og hún var
stundum kölluð. Rennir þá
lxtið gufuskip að bryggjunni,
og þegar í stað gengur maður
á land, ef mann skyldi kalla.
Var hann gríðar mikill vexti,
skuggalegur mjög og svip-
illur.
Þessi maður byrjar þegar á
því að kynda bál þar á bryggj-
unni. Ræðst hann síðan á
hvern mann, sem þar er nærri,
og geti hann fellt einhvern,
kastar hann honum þegar á
bálið. Tækist honum ekki að
fella einhvern, hætti hann við
það og réðist að hinum næsta.
En suma lét hann þó afskipta-
lausa.
Síðan þótti Guðmundi sem
risi þessi færi um allan Seyðis
fjörð, og þóttist Guðmundur
fylgjast mð honum. Komu
þeir þá meðal annars að
Stekk hjá Þórarinsstöðum,
þar sem Guðmundur átti
heima. Réðist hann þar á allt
fólkið, nema Guðmund, en gat
ekki komið neinum undir.
Eins fór á Þórarinsstöðum.
Þar var gamall bær, og kynti
gesturinn bál mikið í löngum
moldargöngum, sem þar voru.
Réðist hann síðan á alla heima
menn, nema Jón Jónsson
frænda Guðmundar. Engum
kom hann þó undir, og hvarf
frá við svo búið.
Þegar Guðmundur sagði
móður sinni þennan draum,
réð hún hann svo, að hann
væri fyrir veikindum og
manndauða.
Skömmu síðar kom frá út-
löndum lítið gufuskip, sem
Otto Wathne átti, og lagðist
það að bryggju hans í Seyðis-
friði. Með því barst inflúensa,
sem alltaf var nefnd „Þorra-
inflúensan" á Seyðisfirði,
vegna þess að hún barst þang-
að á þorranum. Fengu hana
flestir, en þó ekki frændurnir
Guðmundur og Jón. Lagðist
veikin þungt á fólk og nokkr-
ir dóu í Seyisfriði, og þó enn
fleiri uppi á Héraði eftir að
hún barst þangað, og var um
kennt harðri veðráttu. Þess
má geta að enginn dó á Stekk
né Þórarinsstöðum.
Hugboð
Þegar Guðmundur var 25
ára að aldri var hann eitt sinn
við smalamennsku að haust-
lagi inn á Austdal í Seyðis-
friði. Var þetta stutt ganga.
Mönnum var þannig skipað,
að Guðmundur var neðstur
og gekk fram dalinn. Þar var
enginn snjór, en Guðmundur
fór hægt yfir og var með öllu
óþreyttur.
Allt í einu heyrir hann kall-
að hárri rödd:
„stanzaðu!"
Hann var þá kominn fram í
miðjan dalinn. Hélt hann fyrst
að einhver hinna gangna-
mannanna væri kominn á
hæla sér og hefði kallað. Snéri
hann sér því snarlega við, en
þar var engan mann að sjá.
Tók hann þá að svipast betur
um. Var hann staddur á barði
nokkru, sem var vaxið lyngi
og grasi, en framundan var
gróðurlaus, smágrýttur melur
og varla meira en 30 metrar
að þvermáli. Guðmundur ætl-
ar nú að halda áfram, úr því
að enginn mennskur maður er
nærri. En um leið og hann
stígur fyrsta skrefið er sem
hvíslað sé að honum: „Það er
melurinn!“
Þetta hlýtur að vera ein-
hver vitleysa, hugsar hann
með sjálfum sér, og jafnframt
kemur upp í honum einhver
þrákelkni að láta ekki undan.
Gengur hann því rakleitt að
melnum, en ekki hefir hann
fyrr stigið fæti út á melinn,
en undarlega bregður við. Er
þá sem dragi úr honum allan
mátt, svo að við liggur að
hann lyppist niður. Þá beit
hann á jaxlinn og hugsaði:
„Ég skal yfir melinn“.
Og yfir melinn komst hann,
en aldrei kveðst hann í annan
tíma hafa roðið að beita vilja-
krafti sínum eins mikið og þá.
Og varla þykist hann vita
hvernig hann komst þennan
stutta spöl. En um leið og
hann steig út af melnum hin-
um megin, rann þetta ómegin
af honum á svipstund. Ekki
hafði hann orðið hræddur, og
um leið og hann hafði endur-
heimt þrek sitt, snéri hann sér
við og virti fyrir sér melinn,
en sá ekkert nema grátt
grjótið.
„Þú hefir lent á melnum,
þar sem karlinn varð úti
hérna um árið“, sögðu félagar
hans, er hann skýrði þeim frá,
hvað fyrir sig hafði borið. Var
svo ekki meira um það rætt.
Hver var gesturinn?
Nú kemur einkennileg saga,
og bezt að láta Guðmund segja
frá með eigin orðum:
Ég er fæddur 22. júní 1880
að Grund í Seyðisfirði. Þaðan
fluttumst við í hus, sem faðir
minn hafði þá reist, og nefnd-
ist það Efra-Hátún. Þessi hús
tók bæði af í snjóflóðinu
mikla, sem féll á kaupstað-
inn á öskudaginn 18. febrúar
1885. Snjóflóð þetta eyðilagði
14 íbúðarhús, og í þeim fórust
24 menn, en margir særðust
og meiddust. Vorið eftir flutt-
ust svo foreldrar mínir út í
hreppinn og reistu sér lítið
hús í Þórarinsstaðalandi, með
leyfi og forsjá Þórdísar Páls-
dóttur er var hálfsystir föður
míns og bjó þar þá. Var þessi
nýi bær með háum veggjum
úr torfi og grjóti á þrjár hlið-
ar, en timburstafn að norðan.
Dyr snéru því í norður, en
fram af þeim var skúrbygg-
ing til skjóls gegn norðanátt-
inni, sem jafnan er köld í
Seyðisfirði, og snéru dyrnar á
skýlinu mót austri.
Systir mín hét Þóranna.
Móðir okkar kenndi okkur að
lesa litlu síðar en að tala. Hún
kenndi okkur einnig að skrifa,
og undirstöðuatriði í reikn-
ingi. Kver og biblíusögur
lærðum við heima ‘og höfðum
lokið því um 10 ára aldur. Þá
var kominn barnaskóli á Þór-
arinsstaðaeyrum (1889) og
gengum við tvo vetur í hann
og lærðum mikið, því að
kennarinn var ágætur, Steinn
Jónsson, sá hinn sami, er Þor-
steinn Þ. Víglundsson skóla-
stjóri í Vestmannaeyjum skrif
aði svo lofsamlega um í Les-
bók Morgunblaðsins 1945. Það
varð snemma venja heima, að
við Þóranna lásum upphátt á
kvöldvökum öðrum til
skemmtunar. Helzt sá siður
enn, er sá atburður gerðist, er
nú skal frá sagt.
Eigi alllangt frá heimili
okkar bjuggu hjón, sem við
getum nefnt Jón og Guðrúnu.
Það eru algeng íslenzk nöfn.
Jón hafði verið hið mesta
hraustmenni til líkama og sál-
ar meðan han var yngri, en
stórgeðja. Nú var hann um
áttrætt og þrotinn að heilsu og
kröftum. Lá hann oftast rúm-
fastur. Konan var um fimm-
tugt, mesta myndar- og gæða-
kona og vildi allra vandræði
leysa. Hún var geðgóð og
strangheiðarleg til orðs og
æðis, og lét sér mjög annt um
mann sinn í veikindum hans.
Þau áttu eina dóttur, og þegar
hún var á tíunda ári var ég
fenginn til þess að kenna
henni lestur, skrift og reikn-
ing. Gekk ég þangað einn
vetur og varð brátt sem einn
heimamanna. Féll sérstaklega
vel á með mér og gamla mann
inum. Sat ég löngum við rúm-
stokk hans og ræddum við um
daginn og veginn.
Að lokum er þá að geta þess
mannsins, sem að mínu áliti
var hin raunverulega orsök
þess atburðar, er gerðist á
heimili foreldra minna, en það
var vinnumaður þeirra Jóns
og Guðrúnar. Sigurður hét
hann og var sunnlenzkur.
Hann var um þrítugt, bezti
drengur og lét sér mjög annt
um heimilið. Varð því að vera
náin samvinna milli hans og
húsfreyjunnar, því að hún
varð að treysta á hann til
allra aðdrátta, og allra ann-
arra heimilisstarfa.
Þetta misskildi gamli mað-
urinn algerlega. Hélt hann að
samdráttur væri milli þeirra
og leiddi það til svo margra
geðsofsakasta, að mæðgurnar
urðu skelfdar og sóttu mig
eigi ósjaldan til þess að tala
um fyrir gamla manninum.
Hafði ég ávallt sefandi áhrif á
hann, og þakkaði hann mér
jafnan fyrir, er hann hafði
áttað sig. En einn atburður er
mér sérstaklega minnisstæð-
ur. Kom þá dóttirin hágrát-
andi heim til okkar og biður
mig að koma fljótt, því að
pabbi sinn hafi náð í gæru-
hníf, sem geymdur var undir
súðarsperru í baðstofunni. Ég
mun hafa brugðið nokkuð
fljótt við, og er ég kom á bæ-
inn, ana ég þegar inn í eldhús
án þess að berja að dyrum.
Guðrún var ekki í eldhúsinu,
svo ég held rakleitt til bað-
stofu. Og um leið og ég opna
baðstofuhurðina, sé ég hjónin
vera að togast á um gæru-
hnífinn.
Þeim varð báðum hverft við
og varð það til þess að Guðrún
hélt hnífnum. Ég ætlaði að
láta sem ekkert væri og spyr
um stúlkuna og bækur henn-
ar. Þá segir Jón gamli:
„Vertu nú ekki að fela þig,
Guðmundur. Það hefir verið
sent eftir þér og það var gott
að þú komst, það kemur alltaf
eitthvað með þér, sem ég ræð
ekki við. Annars var djöfull-
inn hérna og ég ætlaði að
drepa hann“.
„Heldurðu að þú hefðir get-
að það með busanum", sagði
ég eins og í glettni. „Ég er
hræddur um að það þurfi
meira til. Annars veit ég að
hann er ekki hérna, og hvergi
að ég held“.
En það var ekki við það
komandi, að Jón vildi fallast á
það, hann þóttist viss í sinni
sök.
Ég dvaldist hjá honum
þar til hann hafði jafnað sig
nokkuð.
Þá var það eitt kvöld á jóla-
föstu, að barið var að dyrum
hjá okkur svo að allir heyra.
Sigurður vinnumaður Jóns
var þá staddur hjá okkur. Ég
VITURLEG UMHUGSUN
UM ÁFENGISNAUTN
á frídögen sínum
Góðir frídagar auka umferð á þjóðvegum. Vanstiltir
og skeytingarlausir ökumenn eru hættulegir. Druknir
ökumenn auka á hættuna.
EE ÞÚ STJÓRNAR BÍL, DREKTU EKKI!
Strandirnar, bátar og sund, eru hluti af sumarskemtun-
um. En áfengisneyzla þá getur verið blandinu. Hún
leiðir oft til druknunar.
EFLIÐ EKKI VÍN-NEYZLU!
Á hverju sumri spillir drykkjuskapur mikið skemti-
dögunum. Virtu skemtun annar og skemtu sjálfum þér,
án þess að hafa í frammi nokkuð sem til ama er. Heil-
brigð skynsemi og kurteisi eru áríðandi á hvíldar-
dögunum, sem á öðrum tímum árs.
EYÐILEGGIÐ EKKI HVÍLDARDAGANA MEÐ
HUGSUNARLAUSRI ÁFENGISNEYZLU!
One in a series presented in the pubJic interest by the
MANITOBA COMMITTEE
on ALCOHOL EDUCATION
Department of Education, Room 42,
Legislative Building, Winnipeg 1.
JÁ
n-7