Lögberg - 16.07.1959, Page 6
6
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. JÚLl 1959
GUÐRÚN FRA LUNDI:
ÞAR SEM
BRIMALDAN
BROTNAR
Það var farið að dimma, þegar lagt var af stað
heimileiðis. Báturinn rann mjúklega yfir sléttan
hafflötinn. Þegar leiðin var tæplega hálfnuð var
komið glaða tunglskin. Gunnar bauð föður sínum
að taka við stýrinu. Hann hafði alltaf setið við
það og var orðinn stirður. Hann færði sig framar
og settist við hlið konu sinnar. Hún hjúfraði sig
að honum.
„Er þér hálf kalt, elskan mín?“ spurði hann.
„Ónei, veðrið er svo gott“, sagði hún.
Hann var í þykkri kápu, sem hann hneppti frá
sér og skýldi henni með. Þau hugsuðu bæði um
það sama, þegar þau yrðu flutt inn að Steinnesi
í síðasta sinn.
„Helzt vildi ég að þið flyttuð mig sjóveg inn
eftir síðustu ferðina, piltar mínir“, sagði hann svo
hátt að allir heyrðu til hans. „Ef ég fæ þá ekki
votari gröf, sem mér þætti ekki lakara“, bætti
hann við.
Þorbjörn á Stekknum varð fyrir svörum: „Það
er nú ekki gott að segja hverjir af þessari skips-
höfn lifa þig, Jóhann minn. Það er farið að halla
undan fæti fyrir okkur flestum. En líklega verða
þó synir þínir á eftir þér“.
„Það verður sjálfsagt reynt að koma þér inn
eftir sjóveg“, sagði Gunnar þyrkingslega.
„Ójá, hver skyldi verða fluttur næst inn eftir“,
andvarpaði Þórey. „Fyrir þrem árum bjóst ég við
að verða sú næsta, en Guðrún mín varð á undan
mér. Ég þakka Pálínu minni það, að ég komst á
fætur þá“.
Litli frakkaklæddi maðurinn kjökraði miðskips.
Það var kominn venjulegi háttatíminn hans.
„Þetta er bráðum búið, Tómas minn. Þá flýtum
við okkur heim og förum að hátta“, sagði Helga.
„Það er vont að fara á sjóinn“, sagði drengurinn.
„En þessi bölvuð vitleysa að láta barnið fara
þetta“, sagði Jóhann gamli. „Þennan anga á
fimmta ári, sem þar að auki er algerlega kjark-
laus“.
„Það er margt, sem henni dettur í hug, þeirri
konu“, sagði Þórey. „Þvílíkt lán, að sjóveðrið er
svona gott“.
„Hvað skyldi henni svo sem hafa gengið til ann-
að en hégómagirnin“, hrein í Lilju á Stekknum.
„Hún hefur þurft að sýna hann þarna inn frá.
Hér koma allt of fáir til að sjá hann. Hún var
alltaf að sýna drenginn einhverjum og rekja
ættartöluna við þá“.
Hún hirti ekkert um það, þó að Helga væri svo
nærri að hún heyrði til hennar og segði svo hús-
móðurinni hvert orð.
„Hann verður gerður að monthana, anginn litli“,
sagði afi hans, „og líklega verður hann aldrei
bóndi í Látravík. Það er áreiðanlegt“.
Þegar allir voru komnir heim að Látravík og
búnir að hressa sig á kaffi, fóru Grímur og Jórunn
að búast til ferðar.
„Þú ferð ekkert í kvöld, Grímur“, sagði for-
maðurinn. „Nú verður sjóveður á morgun. Það
verður ekki nema ferð og gangur fyrir þig“.
„Hann fer þó líklega ekki á sjóinn í spariföt-
unum“, sagði Stína.
„Eins og það séu ekki til einhver föt til að lána
honum“, sagði Jóhann.
„Ég kann ekki við að láta Jórunni fara eina
heim“, sagði Grímur. „Ég hef hestinn á túninu og
skal ekki láta standa á mér“, bætti hann við.
Þóreyju þótti vænt um, að ekkert var minnzt
á Pálínu. Hún gat sér þess nærri hvað maður
hennar yrði reiður yfir því, að hún væri komin
í nágrennið, en vildi ekki vinna hjá honum, sem
honum fannst hún alltaf skyldug til. Þar að auki
átti hún þar alltaf fáeinar kindur. Það var heldur
ekki laust við, að henni fyndist það líka hálf-
skrítið, að hún skyldi ekki vilja vinna hjá þeim
að sumrinu, þó að hún væri að sauma á veturna,
sem átti óefað bezt vði hana, þar sem hún var
svo bráðlagin í höndunum.
Það var siður, að hásetarnir fengu kaffi hjá
húsbændunum, áður en þeir fóru á sjóinn. En
næsta morgun kom Grímur með kaffi á brúsa og
brauðpakka og lét hvort tveggja á borðið í eld-
húsinu, meðan þeir voru að beita.
„Hvað á þetta að þýða?“ spurði Þórey. „Hélztu
að ég væri orðin svo aðgætin að ég sæi eftir kaff-
inu handa þér“.
Grímur brosti sínu geðprýðisbrosi. „Nú, það
datt mér ekki í hug, en bústýran fékk mér þetta.
Hún bjóst við því, að Maríanna væri ekki vöknuð
til að hita kaffið handa mér“.
„Það er hún nú ekki, en þú hefur nú stundum
drukkið kaffi hjá mér“, sagði Þórey og deplaði
svo skrýtilega augunum framan í Grím, ekki ólíkt
því að hún vildi vara hann við að segja meira.
Feðgarnir tóku ekkert eftir því, sem þau voru
að skrafa sín á milli. Um kvöldið, þegra búið var
að ganga frá aflanum, fylgdist Grímur inn með
Halli. Þar hafði hann alltaf fæði yfir haustver-
tíðina. Það kostaði einnar viku vinnu á slættinum.
Því hafði Maríanna stungið upp á strax fyrsta
haustið, sem hún var þar. Það þótti báðum gott.
En samt fannst Grími það nokkuð mikið, þegar
sjaldan gaf á sjóínn. í þetta skipti var ný kjöt-
súpa með gulrófum á borðum hjá Maríönnu.
Hún talaði ekki um annað en hvað allir hefðu
dáðst að Tómasi litla við kirkjuna daginn áður.
Enginn þó eins og prestshjónin. Frúin hafði sagt,
að það væri auðséð, að barnið væri komið af stór-
mennum. Og presturinn hafði svo sem heyrt talað
um hann langafa hans, hann Tómas sýslumann. —
Þá kom vikadrengurinn frá Hvanná inn í eldhúsið,
kastaði kveðju á fólkið og sagðist vera með mat
handa Grími.
„Ég er nú af gömlum vana farinn að éta hérna,
Siggi minn“, sagði Grímur.
„Ertu búinn að láta fiskinn 1 pokana, sem eiga
að fara heim?“ spurði Siggi.
„Já, ég er búinn að því, Þú dokar við eftir mér“.
„Þetta er ómögulegt fyrir þig að ríða heim á
hverju kvöldi. Geta þau ekki hugsað um heimilið,
strákurinn og kerlingin, enda getur þú lítið gert
heima, þegar gefur á hverjum degi“, sagði Hallur.
„Ég þarf ekki að kvíða því, að heimilinu sé ekki
vel borgið“, sagði Grímur borginmannlega, „því
að nú er ég búinn að fá mér ráðskonu og hana
duglega. En ég kann ekki við að sofa annars
staðar en heima í rúminu mínu“.
„En hvað það er gott, að þú skulir vera búinn
að ná þér í ráðskonu“, sagði Maríanna áhugasöm.
„Hvar gaztu náð í hana svona fljótt?“
„Inni í kaupstað. Hún var stigin á land af skips-
fjöl fyrir tveimur klukustundum, þegar fundum
okkar bar saman. Finnst þér það ekki skrítið?“
„Þetta er fyrirboði einhvers mikils“, sagði Marí-
anna. „Líklega verður þetta konan þín, ef hún er
þá ekki orðin of gömul fyrir þig. Það verður
gaman að fá nýja nágrannakonu. Hvað heitir
frúarefnið?"
Grímur skríkti af hlátri. „Þú þarft ekki að
spyrja hana að heiti, þegar þú sérð hana“.
„Nú þykir mér þú dálítið skrítinn, Grímur
minn. Það er eins og þú búir yfir einhverju.
Kannske er það Sigríður gamla Einars eða ein-
hver önnur háöldruð kerlingarhrota?“ spurði
Maríanna forvitin.
Hallur var allt í einu orðinn kaldur á svip. „Það
er þó líklega ekki Pálína Pétursdóttir?“ sagði
hann.
„Jú, reyndar er það Pála mín“, sagði Grímur.
Brosið hvarf af andlitinu á Maríönnu. „Því í
ósköpunum ertu að fara á f jörur við hana, Grímur.
Ég hefði getað útvegað þér ráðskonu að sunnan,
sem hefði verið heldur betur við þitt hæfi“, sagði
hún næstum ásakandi.
„Það ætlaðir þú líka að gera í fyrravor, og hún
er ekki komin enn“, sagði Grímur og hélt áfram
að hlæja. „Ef þú hefðir farið að reyna það núna,
hefði hún ekki komið fyrr en eftir margar vikur.
Það hefði orðið áþægilegt fyrir mig“.
„Þú hefðir getað fengið einhverja aðra þarna
inn frá, en auðvitað hefur hún troðið sér upp á
þig. Ég ætti að þekkja frekjuna í henni“, sagði
Maríanna.
„Ég fór nú fljótlega til hennar, þegar ég heyrði
að hún væri í kaupstaðnum. Ég þekki hana vel og
verkin hennar og hafði ekert á móti því að njóta
þeirra“, sagði Grímur.
„Þú verður búinn að fá nóg af henni í vor“,
sagði Hallur. „Þá verður Maríanna búin að útvega
þér einhverja gallalausa af Suðurnesjum“.
„Það eru margar vikur til vorsins og því fleiri
dagar“, sagði Grímur. „Ég er nú ekki búinn að
gleyma þeim sunnlenzku. Þær voru víst ekki álit-
legri en norðlenzku stúlkurnar okkar. Ég efast
um, að ég kæri mig um skipti, ef hún á annað
borð vill vera hjá mér áfram“.
Þegar Grímur var farinn úr eldhúsinu, setti
svo ofsalegan hlátur að Maríönnu, að tárin
streymdu úr augum hennar.
„Hvers konar fjandans fliss er þetta“, sagði
Hallur vonzkulega. „Hvað kætir þig svona allt í
einu?“
Hlátur hennar stöðvaðist jafn skyndilega og
hann hafði vaknað. „Mér finnst þetta svo hlægi-
legt. Þessi manneskja hefur ekki verið nefnd á
nafn í þrjú ár ,ekki síðan hún stalst burtu héðan
í seinna skiptið, án þess að kveðja nokkra mann-
eskju. En nú er hún allt í einu komin hingað út í
heiðina“, sagði hún með andþrengslum. „Ég býst
við, að það þyki mörgum gaman að stanza á
Hvanná í smalamennskunni í haust og vor“.
„Ætlarðu ekki að verða búin að útvega honum
ráðskonu fyrir vorið. Þá verða engar smalmennsk-
ur byrjaðar“, sagði Hallur og kvað fast að orðun-
um. „En það verður líklega lítið annað en ráða-
gerðin eins og vant er. En þú þarft ekki að verða
hálfvitlaus út af því, að ég þiggi góðgerðir á
Hvanná þetta haustið“
Hann skellti hurðinni harkalega á eftir sér. Þá
fóru tárin að renna á ný niður vangana á Marí-
önnu, en nú fylgdi þeim enginn ofsahlátur, heldur
þungur ekki. „Það verður til einshvers góðs, eða
hitt þá heldur, að fá hana í nágrennið. Ég geng
þess ekki dulin, að hún reynir að gera mér allt til
ills“, sagði Maríanna hálf hátt við sjálfa sig.
RÁÐSKONAN Á HVANNÁ
Eftir stutta stund var hún búin að ná hinu
vanalega rólyndi sínu. Hún fór inn í vesturbæinn
til að vita hvort fósturforeldrarnir væru búnir að
heyra fréttina. Feðgarnir sátu enn yfir matborð-
inu. Hún óskaði þess, að þeim yrði maturinn að
góðu með hinni vanalegu kurteisi sinni. Einhver
þakkaði fyrir ávarpið, en ekki allir. Maríanna
gekk beina leið til Þóreyjar og hvíslaði að henni
svo hátt að allir heyrðu: „Veiztu, að Grímur á
Hvanná er búinn að fá sér ráðskonu?"
„Já“, sagði Þórey í hálfum hljóðum. „Hann
verður ekki einn við búskapinn, meðan hún er
hjá honum“, bætti hún svo við.
„Þetta er alveg ómögulegt fyrir hann að hafa
þessa manneskju hjá sér. Hún verður ekki lengi
að rífa hann í sig, þessi dómadagsvargur“, sagði
Maríanna og var mikið niðri fyrir.
„Hver er hún eiginlega, þessi nýja ráðskona?"
spurði Þorbjörn á Stekknum, sem hafði gaman af
að færa konu sinni nýjar fréttir.
„Það er hún Pálína, sem er þér vel kunnug,
býst ég við“, flýtti Maríanna sér að segja, og með
sælubrosi athugaði hún gaumgæfilega svipbrigðin
á andlitinu á Gunnari mági sínum. Hún sá, að
það dimmdi yfir svip hans af vonzku, og hann
setti fótinn undir kviðinn á kattargreyinu, sem
var að læðast inn eftir gólfinu og kastaði honum
svo langt sm hann gat.
„Getið þið ekki haft þennan kattaróþverra
annars staðar en hérna inni í borðstofunni“,
hvæsti hann.
Stína greip köttinn og sagði með kjökurhljóði:
„Þetta er nú meiri mannvonzkan að fara svona
með blessað dýrið, alveg komið að því að gjóta“.
„Það væri bezt að hengja ykkur báðar í sama
spottanum", sagði Gunnar miskunnarlaus á svip.
„Ósköp er að heyra hvað þú lætur út úr þér,
maður“, sagði Þórey ávítandi.