Alþýðublaðið - 27.08.1960, Side 4

Alþýðublaðið - 27.08.1960, Side 4
r í SÍÐUSTU GREIN ræddi . 2 “banSSLrlfu'X": Gy/rí Þ. Gíslason, viðskipfamálaráoherra: ur á því sviði hlutu að vera ein megin forsenda þess, að , ásiand í gj aldeyrismálum þjóðarinnar gæti breytzt til i 'batnaðar. iHvernig skyldi nú vera um- . horfs á því sviði? Til þess að i mynda sér rétta skoðun á á- hrjfum stefnubreytingarinnar . í efnahagsrnálum á gjaldeyris- . afjstöðuna verður að taka til- lit til margs. í fyrsta lagi má . að sjálfsögðu ekki bera á- , standið í dag saman við á- , standið um síðastliðin áramót, heldur verður að bera það saman við þann tíma, er . stefnubreytingin kom til framkvæmda. En á þessu • tyennu er mikill munur, : vegna þess. að síðustu mán- . uðirnir fyrir gengisbreyting- ; una, þ. e. fyrstu mánuðir árs- ; ins, voru sérstaklega erfiðir : einmitt vegna þess, að hið , gallaða kerfi var þá að syngja . sitt síðasta vers. En staðhæf- . ingar blaða stjórnarandstöð- , unnar undanfarið um gjald- , eyrismálin hafa einmitt ver- . ið byggðar á því, að bera á- , standið nú saman við ástand- j ið um áramótin, þ. e. a. s. á því að gera hina nýju stefnu ábyrga fyrir vandræðum, sem áttu sér stað, meðan gamla kerfið var enn við líði, og voru afleiðingar þess. í öðru lagi verður að taka tillit til þess, að gjaldevrisstaða landsins versnar yfirleitt alltaf á tíma- bilinu febrúar—júlí, vegna þess að gjaldeyrisnotkun er þá mikil, en gjaldeyristekjur minni en verður síðar á árinu. 4. GREIN í þriðja lagi verður að taka tillit til þess, að aukið frelsi í viðskipta- og gjaldeyrismál- um hlaut að leiða af sér aukna gjaldeyrisnotkun fyrst í stað, og að ríkisstjórnin hafði gert alveg sérstakar ráðstafanir til að afla varasjóða, er mætt gætu þeirri aukningu. W Mb&dsskrilstGSur Xaoftleida, á íslandi AKHANES: AKUREYEI; HOSAVIK: ESAFJÖHÐUH: KEFLAVÍK: UESKAUPSTAÐUH: K..TKEKSFJÖHÐUR: HEYKJAVÍK: SELFOSS: SIGLUFJÖRÐUR: STYKKISHÓLMUR: VESTMAX'JNAEYJAR; 'Magnús Guðmundsson, fulltrúi, c/o Haraldur Böðvarssoa <S Co. Jón Egilsson, iorstjóri, Túngötu l. Ingvar Þórarinsson. bóksali. Ami Matthíasson, umboðssali. Siliurtorgi 1. Sakarias Hjartarson. kaupmaður. Greniteigi 2, Bjöm Bjömsson, kaupmaður. Ásmundur B. Olsen, kaupmaður, Aðalstrœti 5, Ferðaskrifstofan SAGA, Hverfisgötu 12. Ferðaskrifstofan SUNNA, Hverfisgötu 4. Ferðaskriistofa riidsins, Gimli v/ Lœkjargöiu. Gunnar A. Jónsson, skriistofumaður, Skólavöllum S. Gestur Fanndal, kaupmaður, Suðurgötu 6. Ámi Helgason, pósimeistari, Höfðagötu 27, Jakob ó. Óiafsson, skriistoiustjóri, Faxastig 1, P m m Oiangreindir umboðsmenn Loítleiða annast útvegim farseðla og veita allar upp- lýsingar um ferðir félagsins. Vœntaniegir farþegar geri svo vel að haia samband við umboðsmennina eða (M/WHUBWIJÍÆ J| LÆKJARGÖTU 2 OG REYKJANESBRAUT 8 • SlM 18440 Jj LOFTLEÍÐIS L A N D A M I L L I —i § n maammm - 27. ágúst 1960 — Aíþýðufeiaðið m Hvernig er þá ástandið í gjaldeyrismálunum, þegar allt þetta er haft í huga? í vöru- skiptagjaldeyri hefur gjald- eyrisstaða bankanna batnað um 122 millj. kr. frá febrúar- lokum til júlíloka. Hér verður þó að hafa það í huga, að á þessu tímabili hefur olía frá Sovétríkjunum verið keypt með þriggja mánaða gjald- fresti, en að þau kaup munu aftur breytast í sitt fyrra horf fyrir áramót. Sé tillit tekið til þessa, má gera ráð fyrir, að gjaldeyrisstaðan við vöru- skiptalöndin hafi í raun og veru batnað um því sem nær 60 millj. kr. Þessi bati hefur þó takmarkaða þýðingu vegna þess, að staðan í vöruskipta- gjaldeyri var tiltölulega góð áður en gengisbreytingin var íranakvæmd. í frjálsum gjaldeyri var gjaldeyrisstaða bankanna að heita mátti hin sama í júlílok og í febrúarlok. Það sem af er ágústmanaðar hefur hún síðan farið nokkuð batnandi. Þetta er athyglisverður árang ur, þegar það er haft í huga, að í júlílok voru einmitt liðn- ir tveir fyrstu mánuðir hins nýja skipulags á viðskipta- málunum og að júlímánuður er einnig sá tími árs, þegar gjaldeyrisstaðan yfirleitt er hvað lökust. Benda má á, að á sama tíma ársins 1959, frá febrúarlokum til júlíloka, versnaði gjaldeyrisstaðan í frjálsum gjaldeyri um 140 millj. kr. miðað við núverandi gengi. Nú mun verða spurt, hvort skuldbindingar, sem ekki eru taldar með í gjaldeyrisstöð- unni, hafi ekki aukizt veru- lega, vegna þess að innflutn- ingur með þriggja mánaða greiðslufresti hafi nú verið leyfður skilyrðislaust, en slík- ur greiðslufrestur hafi ekki tíðkast rnikið áður. Er því þá fyrst til að svara, að slík aukn ing skuldbindinga hlaut auð- vitað að verða afleiðing hinn- ar breyttu stefnu í viðskipta- málum, og var alltaf við bví búizt. Slík aujcning var þó ekki talin varhugaverð vegna þess, að viðskipti með briggja mánaða greiðslufresti tíðkast um heim allan, og er hægt að halda þeim áfram, meðan það frjálsræði ríkir í viðskiptamál um, sem nú hefur verið l,agð- ur grundvöllur að hér á landi. Sé aftur á móti á þess ar greiðsluskuldbindingar lit- ið, kemur í ljós, að þær hafa aukizt furðu lítið, þegar tillit er tekið til árstímans. Þann- ig voru ábyrgðarskuldbind,- ingar bankanna í frjálsum gjaldeyri að heita má hinar sömu í júlílok 1960 (97 millj, kr.) og í júlílok 1959 (96 millj, kr.), og er þá miðað við nýja gengið. Greiðsluskuldbind- ingarnar voru hins vegar 48 millj. kr. hærri í júlílok 1960 en í júlílok 1959 (186 millj. kr. samanborið við 138 millj, kr.). Þessi hækkun stafar fyrst og fremst af því, að inn- flutningur með þriggja mán- aða gjaldfresti hefur rutt sér til rúms, og má gera ráð fyr- ir, að þessi hækkun verði að mestu, ef ekki öllu leyti, var- anleg. Af því, sem hér hefur verið rakið, má vera ljóst, að gjald eyrisstaðan hefur þróazt með eðlilegum hætti, síðan efna- hagsráðstafanirnar voru fram kvæmdar. Hrakspár stjórn- arandstöðunnar um það, affi allt mundi kollsteypast vegna gífurlegrar gj aldeyrisnotk- unar, hafa síður en svo rætzt. Gjaldeyrisstaðan í vöruskipta gjaldeyri hefur batnað, og gjaldeyrisstaðan í frjálsum gjaldeyri haldizt óbreytt ein- mitt á þeim tíma, sem erf- iðastur var, bæði vegna árs- tímans og afnáms innflutn- ingshafta. Hvergi nærri hef- ur reynt á að nota þyrfti að fullu þá varasjóði, sem aílað hafði verið til þess að mæta þessum fyrirsjáanlegu erfið- leikum. Nú .fer sá tími að nálgast, að búast mætti við, að árangur efnahagsráðstafan anna færi að koma fram í batnandi gjaldeyrisstöðu, Hið mikla verðfall mjöls og lýsis og hin lélega síldarver- tíð hlýtur þó mjög að draga úr þeim árangri, frá því, sem ella hefði orðið. Nýstárleg skákkeppni TAFLFÉLAG Reykjavíkur mun halda skákmót með all- nýstárlegu sniði uni næstu helgi. Tefldar verða 5 umferðir eftir Monrad-kerfi í einum flokki, og er öllum lieimil þátt- taka. Verður þetta hraðkeppni, því Ijúka á mótinu á 4 dögum. Mun mótið hefjast á föstudagskvöld kl. 8. 2. umferð verður tefld á laugardag kl. 2, 3 umferð á sunnudag kl. 2, 4. umferð sunnu dagskvöld kl. 8 og 5. umferð á mánudagskvöld kl. 8. Taflstaður verður Breiðfirð- ingabúð, niðri. Umhugsunar- tími verður 2 klst. á 40 leiki og síðan V2 klst. til lúkningar skákinni. Verðlaun í mótinu verða þrenn: 1000 kr., 500 kr. og 300 kr. Efstu mer.n úr 1. og 2. flokki flytjast upp um flokk. Þess skal getið, að fyrirhug- aðri för Taflfélags Reykjavíkur til Norðurlands verður írestað

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.