Alþýðublaðið - 27.08.1960, Síða 15
Það tók okkur svo til heilam
klukkutíma að komast til Ken
sington High Street. Ég varð
að halla mér út um gluggann
og lesa götunöfn þangað til
við fundum Princes Gate. Þá
fórum við úr High Street og
snigluðumst inn á torg. Ted
lagði bílnum og fór með mig
inn í eitt húsið.
Þar hengdum við upp yfir-
hafnir okkar áður en við fór-
um yfir þykkt rautt teppi og
upp stiga.
„Englendingar hafa einnig
sína „Leynideild", sagði hann.
„Við vinnum oft saman. í dag
færðu að sjá yfirmann okkar
deildar og þeirra deildar. Þeir
segja þér allt, sem þú mátt
vita. En eitt verðurðu að
muna — þegar þú ferð héðan
út áttu að gleyma því að þú
hafir nokkru sinni séð þetta
hús og þú mátt aldrei muna
að þú hafir séð þessa menn!‘s
En þegar við vorum að
verða komin upp stigann
þrýsti hann arm minn; „Vertu
ekki hrædd við þá. Þeir eru að
vísu tveir þýðingarmesiu
menn heimsins í dag, en engu
að síður eru þeir menn eins
og ég og þú“. .
'Við komum upp á efstu
hæð. Þar var þung eikarhurð.
Ted barði að dyrum og beið:
Innan að heyrðum við djúpa
rödd: „Kom inn!“
Ted opnaði dyrnar og við
gengum inn. Tveir menn stóðu
við arininn. Annan þekkti ég
á svipstundu, hann var mjög
frægur Ameríkumaður. Ég
hafði oft séð andlit hans á for-
síðum blaðanna, einu sinnl á
Times Magazine og hann var
oft í fréttamyndum dagblað-
anna.
Englendinginn hafði ég
aldrei séð fyrr. Hann var lít-
ill og feitlaginn, hár hans var
járngrátt og strítt og hann bar
Htið yfirskegg. Augu hans
voru dimmblá.
Ted þrýsti handlegg minn
áður en hann sagði: „Hér er
Bertha Pangloss, herrar mín-
ir“.
Ameríkaninn sagði: „Þér
sögðuð satt, Fleming. Hún er
fíh! Alveg eins og hin var! Vel
gert!“
Englendingurinn brosti til
mín. Ég brosti á móti. Hann
var vingjarnlegur þótt augna-
ráð hans væri stingandi. „Já,
þetta er hún“, sagði hann á
mjög fallegri ensku. „Yður
hefur tekist það, Fleming! En
ég vissi ekki að Bertha hefði
verið svona falleg í lifanda
lífi“.
Ég hlýt að hafa roðnað, því
Ameríkaninn flýtti sér að
segja: „Það er ekki tími til
þess arna. Útvegið stúlkunni
stól, Fleming!11 Hann leit á
mig. „Fyrst vildi ég fá að
þakka yður, unga kona, fyrir
þann greiða, sem þér gerið
landi yðar með þvi verki, sem
þér hafið tekið að yður. Setj-
ist þér. Það er um margt að
ræða.
yður um núna“, sagði Englend
6. ingurinn, „er aðeins eitt dæmi
Við sátum fjögur umhverf- af mörgum. En í þetta skipti
is arininn, við Ted vorum, í stóðum við verr, það er að
miðjunni, eldri mennirnir segja þangað til að við fund-
tveir sinn á hvora hlið okkar. um yður. Óvinurinn hefur yf-
Þung gluggatjöldin voru dreg irhöndina núna. Það er viss
in fyrir gluggana. Herbergið maður, við getum kallað hann
var búið gömlum bungum hús milligöngumann, sem hefur
gögnum og mér fannst þau imikið með alþjóðaleyndarmál
hlusta á okkur með ákefð. Ég iað gera. Hann er Grikki og
leit á Ted og sá að hann \nrt- nafn hans eða það nafn, sem
ist ánægður og rólegur. Allur hann notar, er 'Venizelos. Ég
spenningur var horfinn úr vona að þér eigið aldrei eftir
andliti hans. Hann kveikti sér að kynnast honum, því hann
í pípu og leit á mig undir hálf er óvenjulega óviðkunnanleg-
luktum augnalokum. Ég fann ur maður. Venizelos verzlar
að ég hefði viljað að hinir með leyndarmál, eins og aðrir
tveir hefðu ekki verið við- með vörur. Hann hefur áhuga
staddir. Aðeins við Ted, ein fýíir peningum og auk þess
hérna fyrir framan arininn. hatar hann Vestrið. Sérstak-
En þetta var ekki rétta lega hatar hann England og
augnablikið tii að dreyma dag Bándaríkin. Og það er ástæða
drauma. Ameríkaninn tók til fyrir þessu hatri hans. Við
máls. rákum hann frá Englandi og
að tala um að gjalda í sömu
mynt hér“.
Englendingurinn tók aftur
til máls: „Þessi Bertha Pan-
gloss hefur verið sendimaður
óyinarins lengi, Land yðar
hefur vitað um hana, en hún
hefu? af vissum ástæðum ver-
ið látin f friði. Það sama höf-
um við gert. Hún hefur vega-
bréf, getur ferðast um og þyk-
ist vera blaðakona, sem vinn-
ur sjálfstætt“.
„Hún hefur líka unnið“,
skaut Ted inn í. „Sem skálka-
skjól“.
„Vissulega11. Englendingur-
inn strauk yfir yfirvararskegg
sitt. „En svo við víkjum nú
að aðalatriðunum. Bertha
Bertha Pangloss kom hingað
til London til að hafa sam-
band við einn af mönnum
Venizelosar. Við höfum gnin
um að hún hafi átt að sækja
•!-v;
★
eftir
Helen
Sayle
„Hve mikið hafið þér sagt
henni, Fleming?11 Hann leit á
Ted.
„Ekki mikið, herra. Ég sagði
henni hver ég væri og hvern-
ig við hefðum fundið hana.
Ég sagði henni líka frá „Leyni
deildinni”. Og hún veit að hún
á að leika Berthu Pangloss.
Annað hef ég ekki sagt henni“
„Hmmm, ég skil. Það er
kannske eins gott“. Ameríkan
inn leit á Englendinginn.
„Kannske vilt þú byrja?“
„Ef þú heldur að það sé
rétt“. Énglendingurinn færði
stól sinn nær hitanum og leit
á mig með sínum skörpu sí-
vökulu augum. „Þér hljótið að
vita hvað kalda stríðið er?“
„Já, herra. Ég á við — vita
það ekki allir?“
Hann hummaði við. „Kann-
ske, En að mínu áliti tekur
fólk það ekki nægilega alvar-
lega. En það er þar — og það
verður í lengri tíma, ef við
erum ekki svo heimsk eða ó-
heppin að það verði að „heitu“
stríði“.
„Jæja, unga kona, við ger-
um ráð fyrir að þetta kalda
stríð standi í fimmtíu ár enn-
þá! Allan þennan tíma, iá,
núna líka, stendur baráttan
um völdin í heiminum. Ég
þarf víst ekki að segja yður
hver óvinurinn er?“
Nei, ekki þurfti hann að
segja mér það.
„Þetta, sem ég ætla að segja
land yðar hefur neitað honum
um landvistarleyfi. Við vitum
að Venizelos hefur náð í ó-
venjulega þýðingarmikið
leyndarmál. Ég get ekki sagt
yður núna, hvers konar það
er, en það hefur mikil áhrif
á mannslíkamann efnafræði-
lega. Efnasamband þetta get-
ur breytt algjörlega ástand-
inu í heiminum. Ef óvinurinn
fær það en við ekki, mun
’Vestrið ekki vera til eftir fá-
ein.ár“.
„Þjetta er satt!“ skaut Ame-
ríkaninn inn í. „VIÐ VERÐ-
UM AÐ FÁ ÞESSA FOR-
MÚLU! Ef við náum í hana
verður allt í lagi! ‘Við verðum
aö fáliana ef óvinurinn hef-
ur náð í hana til að við getum
gert okkar varúðarráðstafanir.
Skiljið þér þetta, unga kona?“
Ég var hálf ringluð, en ég
skildi aðalatriðin. „Hindrar
það óvininn að nota það, ef
við höfum það? Eigið þér við
það, herra? Er það eins og með
eiturgasið í síðustu heirns-
styrjöld, hvorugur aðilinn
þorði að nota það af ótta við
að fá það greitt í sömu mynt“.
Ted kinkaði kolli til mín í
viðurkenningarskyni. „Það er
ekki þanng, en það er ekki
fjarri sanni. Af því litla, sem
vi,ð vitum tim þetta efni, er
það ótrúlega áhrifaríkt og dýr
mætt, Ef annar aðilinn hefði
það; myndi borga sig’ að nota
það. En það er ekki beint hægt
formúluna, borga manninum
og koma svo formúlunni í
sendiráð óvinarins hér. Til að
öruggara yrði að senda hana
til föðurlandsins“.
Mér datt dálítið í hug. „En
hvers vegna geta Bandaríkin
ekk keypt formúluna af þess-
um manni? Þér sögðuð að Ve-
nizelos elskaði peninga. Og
við erum ríkasta þjóð í heimi!
Mér finnst...“
Ameríkaninn greip fram í
fyrir mér: „Peninga metur
Venizelos mikils en aðeins að
vissu leyti. Þrátt fyrir að það
er aldrei hægt að nota ótak-
markaða peninga, hefur hann
sett upp hátt verð fyrir for-
múluna — tuttugu milljón
dollara!11
Ég greip andann á loft.
„Tuttugu milljónir!11
Ted hló. „Það eru margar
kökur! En óvinurinn borgar
það með gleði. Allt sem við
getum gert, er að bjóða Veni-
zelosi það sama. En Venizelos
vill heldur selja óvinunum en
okkur, því hann hatar okkur
og því er ekki til neins að yf-
irbjóða“.
Ameríkaninn gretti sig.
„Við vitum að það er þannig,
.....
9
við buðum honum meira ea
tuttugu milljónir en Venize-
los neitaði því þegar hania
komst að því að óvinimir voru
fúsir til að greiða. En við verð
um að ná í formúluna! Það er
ekki verið að tala um það þó
óvininir nái líka í hana. Ég
efast ekki um að Venizelos
selji óvinunum formúluna
líka, ef okkur tekst að ná í
hana! En bað gerir ekkert til,
því við viljum fá hana líka!“
Ég skildi það mjög vel.
Englendingurinn tók til
máls: „Eftir því sem við vitum
bezt, er Venizelos nú í Tangi-
er. Hann a stórt hús á Cape
Malabata. Hann getur ekki
komið til Englands sjálfur,
það væri of mikil áhætta fyr-
ir hann, og hann hættir aldr-
ei á neitt! Því sendir hann
mann í sinn stað. Við höfum
grun um að þessi maður komi
hingað innan skamms, það höf
um við komizt að með því að
fylgjast vandlega með ferðum
Berthu Pangloss. Hann eða
’hún er kan.oski þegar kom-
inn“.
„Þetta skil ég ekki, herra“r
sagði ég. „Hvers vegna fer
umboðsmaður óvinanna ekki
beint til Tangier og hittiff
þennan Venizelos? Hvers
vegna allir þessir milligöngu-
menn?“
Ted leit reiðilega á mig.
Hann var mér reiður fyrir að
grípa fram í, svo sagði hann:
„Venizelos kemur aldrei beint
til neins. Hann er háll eins og
óvinirnir. Hann ihefur skipu-
lagða starfsemi og hann not-
ar sér það. Hann er öruggur í
Tangier og þár getum við ekki
náð til hans og kannske hefuff
hann einnig aðrar ástæður,
sem við þekkjum alls ekki“.
Englendingurinn kinkaði
kolli. „Passar. Ég held að 'ég
viti hver aðalástæðan er núna.
Hann hatar okkur Englending
ana enn innilegar en Amerík-
anana. Það væri mikils virði
fyrir stolt hans að selja þessa
formúlu hér í London alveg
við nefíð á okkur. Hann hefur
sínar veiku hliðar eins og allir
þorparar. IIann er hégómleg-
ur. Ekki útlitsins vegna, því
hann er óeðlilegur í útliti,
heldur vegna gáfna sinna. Ég
held að Venizelos álíti sig gáf-
aðasta mann heimsins“.
^ „Nóg um það“, sagði Ame-
ríkaninn. Hann leit á okkuff
Ted. „Þér hljótið að skilja
bvað það er, sem erfiðast er
í áætluninni, Fleming?“
„Já, herra. Ég hef hugsað
mikið um það. Rödd hennar!“
„Einmitt“. Ameríkaninn tók
sígarettuhylki upp úr vasa
sínum „Því höfum við ákveð-
ið að ungfrú Pangloss kvefist
illilega. Ég get ekki séð neina
aðra leið en láta hana vera
hása“.
Ted leit á mig. „Reyndu
það, Bertha. Reyndu að vera
hás. Þér er svo illt í hálsin-
um og þú getur alls ekki tal-
að!“
Það var ekki fátt, sem ung
Alþýðublaðið — 27. ágúst 1960