Lýður - 17.10.1888, Blaðsíða 3

Lýður - 17.10.1888, Blaðsíða 3
— 11 og bcrjast við hret og hafísa: menn purfa líka að læra að lúto að litlu, eins og Gfrettir gamli. Allt er dýrt, sem á land er komið og afli heitir, ef hirðing og hagsýni kemur til, og margt smátt gjörir eitt stórt, enda er ekki minni vandi eða fremd að pæta fengins fjár en að afla pess Bræðslugrút- ur Odde y rarmanna mun smámsaman og innan skamms hafa framleitt par mörg kýrfúður af beztu töðu — höfuðstóll arðberandi fjár. Af lxverju kemur júgurbólga? Hingað til hafa menn optast haldið að júgurbólga kæmi af kulda (innkulsi), ellegar af pvi að mjólk hefði staðið kyr í mjólkuræðunum. A landbúnaðarfundi peim, sem haldinn var í sumar i Khöfn, varð niðurstaðan sú, að sannað vœri að bólga pessi kæmi af bakteríum (hinum skæðu smákvik- indum, sem nú er svo mikið umtalað). Einn fundarmanna tók fram, að vara skyldi menn við að mjólka ekki úr veiku júfri niður á jörðina, eins og opt sé gjört, lieldur beri að mjólka í ílát sjóða síðan mjólkina og hella svo niður. moð pví máti drepist bakteríurnar, og verði ekki fénaði eða mönnum að meini. Hvað mundi sá inaður liafa sagt, hefði honum dottið í hug, að dæmi væri til að slík mjólk væri til matar liöfð? — Af líkri orsök pykjast læknar nú vita með vissu að brjóstveikin (bólgutæringin) komi, sú veiki, sem sagt er að muni leggja sjötta hvern mann í gröfina. Ýmislegt. TEITUR TEMPLARI OG BJAKNI BINDINDIS3IAÐUR. T, Hvaðan ber pig að, laksi? B. Kem úr brúðkaupi norðan úr Brúnklukkudal, kom ekki fyr en eptir miðaptan og búið var að gefa saman, enda nógu snemma upp á pann grund að gera. T. Já, pú náðir í veizluna? B. Veizluna! Heldurðu ég kalli pað veizlur’ — grýtis hé- gómann panu arna? að bjóða manni prjár pingmannaleiðir til brúðkaups og fá svo ekki nema kafíibollann og annan af pessu svo kallaða súkkulade, sem enginn almennilegur mað- ur kaupir fyrir fimmeyring, jú, og nokkrar lummur, en peim hef ég aldrei.gert mikinn kostnað síðan ég át pær yfir migí búrinu hjá lienni fóstru minni heitinni í Hlíðarseli. T. Svo pið fenguð ekki annað, já, en petta er farið aö verða alsiða hér norðanlands, sveitirnar 'hafa tekið pað eptir kaupstöðunum, pví pað pykir bæði fínna og kostnaðarminna, að purfa ekki að vera að fara með mat. B. Bíuna! |>ar komstu með pað! Er pað fínna, að bjóða mönnum upp á að klára sig í hungri ? Miklu iná nú skipta. A Suðurlandi var viðast hvar gamalt sauðarfallið ætlað fimnx mönnum í brúðkauputn, en fjórum suinstaðar, og var pað hvorki af pví að Sunnlendingar byði færri fyrir pað eða af pví, að peir væri allir efnaðri menn, pví pekki ég hjón, sem buðu 100 manns og skáru handa peim 20 kindur vænar, en purftu að leita sveitarstyrks að tæpum máuuði liðnum. T. Er pá petta fínna? B. Ég sver pér tii, að hvorttveggja er hnífjöfn ógegnd og vitleysa, en samt álít ég, svo lengi sem ég er boðsmaður, að hálfu verra sé að hýma hungraður, en pó ég pyrfti að leggj- ast fyrir sakir góðgjörða. það er pó ætíð eitthvað hölðing- legra að veita vel og enda of vel, en að veita illa, eða ver en illa. Og eitt vildi ég sagt hafa: hefði ég séð brennivin á fiorðinu, hefði ég sjálfsagt bindindi mitt brotið. T. Vegna sultar? B. Já, sakir sultar. Fullir kunna fiest ráð, laksi, og ég vorkenni engum vel kristnum og vel söddum manni, að halda hóf og reglu, en svöngum mánni er, eius og hungruðum hesti, aldrei til neius góðs að treysta. T. (hugsandi) Við petta er ekkert anuað að gera en stinga því í hann „Lýð“. B. Já, par er ni\ blaðið, sem borgar sig! Sveinn Sunnlendingur: Er petta rautt eða hvítt blað, sem pú heldur á. Lási ? Nikulás Norðlendingur (með „Lýð“ í hendinni): Ja, jeg er í standandi vandræðum að geta svarað pér, Sveinki, hygg helzt að blaðgreyið sé flekkótt eða höttótt eða hosótt eða spreldótt eða golsótt, eða — hvað heldnr pú Halldór Horn- firðingur? Halldór: væri jeg heirna mundi jeg halda pví upp við mánann. Lof mér að sjá (bregður blaðinu fyrir tunglið); mörgrátt, — nei. mórennt — nei, mórautt, mórautt! Vermundur Vestfirðingur: Ef pið viljið sjá pann sanna lit á blaði, verðið pið að sjá pað fyrir sólinni. N. Nei, fyrir sólinni blessaðri sýnast öll blöð rauð. Sjálf" ur sá sálaði Fróði sýndist með roða í kinnum í sólinni og var hann pó af sumum sagður andvana fæddur. V. Vera má að svo sé, en miklu xnunar hver rauðiliturinn er, t. d. frá kúa-rauðu og kolmórauðu að rós-og purpurarauðu. það er t. a. m. „Norðurljósið“ (tekur upp eitt blað af pví). Hvern lit segið pið nú piltar að petta gersemi hafi? N. ]?að á og skal beinlínis og bersýnilega blóðrautt að vera Norðlendingar eiga ekki, vilja ekki, piggja ekki, kaupa ekki, borga ekki nema blóðrauð blöð, en pau borga peir líka prefalt, til dæmis „Ljósið“. V.: Ef ,.Norðurljósid“ bæri nafn með rentu, ætti pað að liafa alla regnbogans liti og enda fleiri, og hveríafyrir sólinni. (Sólin er að koma upp.) H.: jpar fáið pið nú sólina, speglið pið nú bæði blöðin, og bíðið pið við : hjerna á ög líka slitur af honum Austra okkar> N.: Og hér eru sunnanblöðin öll og einn fjóðvilji af ísafirði. (jpeir bera öll blöðin upp við sólina). Allir á víxl: Dimmrautt! Dökkrautt! Ljósrautt! Lif- rautt! Mórautt! Blóðrautt! Blárautt! Itósrautt! Glóðrautt! Gul- rautt! Hárautt! Hálfrautt! — (J>á dagar uppi yfir dælunni og verða að steinum. Blöð- in fjúka. Fjórir hrafnar setjast á steinana og kveða sitt vísu- orðið hver): Viti menn að pessi þjóð þorir enn að líta blóð, Glepur pó sitt greindarvit Gangi hún eptir tómum lit. Loptbátar og fallhattar. Baldvin nokkur frá Ameríku reyndi nýjan fallhatt í sum- ar í Lundúnaborg. Hann steig á loplbát sinn og paut í hon- um 1500 fet í lopt upp. |>á tók hann fallhattinn, pandi vængi hans, stökk út og lét sígast til jarðar og kom stand- andi niður. Uppflugið varaði rúman l/3 lir mínútu, en á leið niður var hann 1 inínútu og 38 sekúndur. — Nú pykir fyrst vera komið lag á að geta stýrt loptbátum, en allt um pað pykir sem peir eigi enn all langt i land áður en peir verði almenuings meðfæri. — í Vesturheimi ber stundum við að prestum ber margt á góma í stólnum og pykir sem kirkjur par séu stundum hafðar að leikhúsum. En einkum pykja svertingja-prestar optlega kýinilegir i kirkjun.un. fað er sagt um einn peirra, að hann hafi optlega skotið siná-sögum inn í ræður síuar, sem miður póttu uppbyggilegar, en jafnan vitnaði hann pó urn leiö til biflíunnar. f>essi er ein: ,,í kirkjunni par (sem hann tiltók) datt einu sinni kona ofan af efri svölunum nið- ur á gólf — og fór í púsuud mola. Síðan söfnuðu peir sam- an leifunum og fylltu 12 körfur. Hvers eiginkona verður hún nú í upprisunnr' ? (

x

Lýður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lýður
https://timarit.is/publication/133

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.