Lýður - 05.11.1888, Síða 4

Lýður - 05.11.1888, Síða 4
— 16 — annar að þér sé aldrei heitt af því þú sjaldan gjörir neitt utan að lesa lygasögur; priðji, þú kunnir að eins eitt, að kveða sléttubandabögur. Einn segir þú Bért kaffikvörn, og kaffidrykkja skemmi þín börn, gjöri þau óvær og glysvöru gjörn. Annar, að þú eigir ósköp af bórnum og einslöku þeirra sé fædd með kvörnum, en þeim standi öllum opnir vegir til Ameríku — sem Gröndal segir. — Einn segir þér sé randlega veitt, að vita flest en kunna ekki neitt, hvert félag hjá þér og fyrirtekt sé fúið skip, bæði hverft og lekt, og ekkert standi nema ein hún Grána, þóAustBrðingana langi i hána. Einn segir það sé ekkert að marka í>ó öíugt gangi, þú munir slarka, það gjörir ei — segir hann — grand né par, því gullöld er þetta hjá því sem var, er geysaði tímans grimmd og harka. Og loks segir einn þú eigir í vonuin indælis fagra lukkustund: eínn dýrðlegan hóp af dætrum og sonum! |>á fagnar þú, mín fríða frú, og bendir á börn þín og brosandi lund ! Trúin missta. ]peir vita bezt hver blessun trúin er, sem barnatrúna missa óviljandi; með trúnni sanna sælan burtu fer og sálin er sem vilt á eyðilandi. Og æðstur Guð og andageimur hans af efasemda skýjum verður hulinn ; með söknuð leitar sálaraugað manns að sælugeim, sem bak við hann er dulinn. Og stöku sinnum sér það gegnum ský að sælugeimur ennþá ljómar nærri, þá skin hans fyrri fegurð eins og ný, en fullkomnari, yndislegri, stærri. Með undragleði sjónin fyllir sál og sálin þykist eilífð höndum taka, en sjónin hverfur svo sem leypturs bál og sýnist nær því draumur þeim er vaka. En er þá svoddan sælugeimur til, og sannur Guð, sem dregur ei á tálar? unz loks eg finn, eg leita þessa vil með löngun, spurning, bænogþekking sálar. þótt flest öll þ e k k i n g flytji andann skamt, liann flytur spurning gengnum veröld alla, en hún ei nægir hjarta voru samt, og hún ein finnur sælugeiminn valla. En bæn og löngun ljær oss vængi þá, er lyft oss geta flestri þekking hærra, þá getur slcéð að Guð vér fáum sjá og gleðihnoss, er var oss öllu kærra. ]?ótt örðugt verði optast bænarflug, í efans völund samt erhættan meiri í sannri bæn er bezt að sýna dug og biða þess að Drottinn loksins heyri. I annan heim ef andinn kemur manns sem ókunnugur, bláfátækur gestur, þá reynist bezt að vera vinur hans, sem vina beztur talinn er og mestur. Og sannizt þá að sé hann ekki til, ei sizt þarf neinn að iðrast guðrækninnar, hún verður þó ei viltra drauma spil, hún verður tignun mannkynsdyggðarinnar. G. Hjaltason. Akureyri 5. nóv. 1888. Mannslát. I fyrra mánuði lézt á Kjarna i Eyjafirði Jón Kristjánsson, tengdafaðir Jónasar bónda þar. .Jón íeitinn hafði í mörg ár raeð sóma búið að Teigi í Eyja- lirði. en var fyi'ir nokkrum árum hættur búskap og kominn til tengdasonar síns. — Nýlega er dáinn ágætismaðurinn Erlendur Pálmason í Tungunesi, ein merkasti bóndi í Húnavs. Veðrátta. Um 20. f. m. brá til norðaustan áttar með snjókomu, dimmviðri og óstilling, sem hélzt til mánaðar- oka, birti þá upp með frosti og hreinviðri. Afli. Agætur hafsildarafli var hér á pollinum næst- iðna viku í net, með því allmargir stunda þá veiði, komu íér á land fleiri hundruð tunnur. í verzlun var verð síldartunnunnar ósaltaðrar 4 krónur. — Reitingsafli af smáíiski hefir og verið hér á pollinum. Skipströnd. „Christine“ , haustskip Gránutélagsins til E.aufarhafnar strandaði þar á innsigling snemma í haust. — Skipið „Herta“, eign Gránufélagsins, skipherraPeter- sen (einn af sonum Gránu-Petersens), brotnaði á svip- stundu í spón og fórust allar vörur undir Hvann- dalabjargi (milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar) nóttina fvrir 24. f. m. Hafði skipið fyrir fám dögum lagt út héðan, hlaðið lýsi og kjöti, en komizt ekki norðaustur fyrir sakir þvervinda. Nóttina, er strandið vildi til, var norðaustan hörku-bálviðri. Ætlaði skipstjóri að hitta Eyjafjörð, en sakir ofsa og myrkurs varð við ekkert ráðið. Vissu þeir eigi fyrri en skipið bar óðfluga uð bjarginu. Yar hlaupið til segla, en i sömu svipan skall skipinu landbrimið. Hinu fyrsti brotsjór mölvaði rár og rengur og slöngdi stýrimann- inum af miðju þilfari og aptur á stýrishún. Skipherrann, sem er hinn mesti sjógarpur, eins og allir þeir feðgar, sýndi stakan dugnað við mannbjörgina. Bárust þeir á kaðli til. lands, og fór skipherrann sjálfur síðastur ; var skipið þá og nálega komið í spón. Stýrimaðurinn hafði brotið bringbeinið, kom skipherrann honum á land, en hann bað hann láta sig þar kyrran, bað hann bera kveðju lconu sinni og börnum, og andaðist síðan. J>ví næst reyndu þeir að komast upp bjargið, og tókst skipherra Petersen það við illan leik. Yildi þeim félögum það enn til lifs, að þar uppi á skriðunum heyrði skipherrann hundgá, geklc á hljóð- ið og hitti mann, sem leitaði að íé. Fékk hann þá hjálp hans og drógu þeir hina sjólirökktu menn uppá klifið, og burgust svo allir til byggða. — Eitt var og það, sem mönu- um þessum vildi til lífs, að þetta sinn er byggð í Hvann- dölum, en optast nær hefir þar enginn búið Er sá bær úr byggð og ófær hamrabjörg beggja vegna, en bratt klif til sjávar að fara; lending erþar engin nema í logni. Gufuskip það, er laskaðist á Hrútafirði í sumar, lá þar til þess í haust, að annað gufuskip kom frá Englandi, og setti fyrir það stýrið, sem bilað hafði. Fóru síðan bæði skipin norður á Sauðárkrók og ætluðu að taka hesta og sauði Knudsens kaupmanns. 24. f. m. rak annað skip þetta i land á Sauðárki ók og strandaði til fulls, það var skipið, er lengst hafði legið á Hrútafirði Ofsastormur á Austurlandi 12 f. m. gjörði stórskemdir áhúsum (stórt sildarveiðahús fauk alvegi, skipum og bátum. Tliyra miss i bát og 90 sauði af þilfari héðan til Seyðisf. PÓstur kom í gær að vestan. góðviðri var á Suðurlandi í haust og mokfiski við Faxafl. Lausfrétt segir að „B.ósa“ hafi lagt inn til Leirvikur á Setlandseyjum eitthvað löskuð. — Munið eptir að enginn hér selur eins ódýr litar- efni t. d. Castorsvart fyrir 25 aura til pundsins Víólett til pundsins fyrir aðeins 10 aura og allt eptir því. Ágæta skósvertu, 10 st. fyrir aðeins 55 aura. sápu, sinnep og gerpúlver fyrir afarlágt vet ð. Akureyri 15. okt. 1188, Jakob Gíslason. Á næturnar er Horðurljós nógu bjart fyrir meðal fjói En hvað ertu að rýna við rauðan glampann ? — - Isei — rektu’ ekki uppi mig griitiu’lampann! Ritstjóri: Mntth. .Tochunisson. Prentsmiðja: Björns Jónssouar

x

Lýður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lýður
https://timarit.is/publication/133

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.