Lýður - 22.01.1889, Blaðsíða 2

Lýður - 22.01.1889, Blaðsíða 2
nærri eða þótt menn lepgi peninga inn. |>etta mundi lagast nieð verzluninni sjállri, en með þvi ólagi, sem nú er, lagast það ekki. í raun og veru er erfitt fyrir almenning að skilja rétt þetta verzlunarmál, enda sjá menn síður allra hag cn sinn eiginn. Samt er hverjum manni innan handar að skilja, að livorki kemst þjóðin af án fastra verzlana né peninga. En skilji menn það, ættu menn þar næst að geta skilið, að pen- ingaskorturinn er af engu öðru beinni afleiðing en hrörnun föstu verzlunarinnar. Eru þá smá-sölumennirnir (borgararnir), sem tóma peninga taka, skaðlegir? Já, að því leyti, semþeir svipta landið þess litlu peninguin, en gefa þvi enga aptur nema í tollgjöld sín (og ef þeir keyptu fé og hross); einnig, og einkum, að því leyti, sem þeir eru eitur í verzlun liinna föstu kaupmanna. Menn meiga ekki svara: „fari þessir föstu kaupmenn! við þurfum þeirra ekki, þeirra verzlun er of dýr íyrir landið og verður ávallt, eins og hún hiugað til hefir verið, kúgun fyrir þjóðina. Látum oss panta, panta, panta“ Ojá, látum oss panta; í harðæri og þegar líkt stendur á og nú hefir staðið um hrið, getur þessi pöntun og pöntunarfélög vel hjálpað — um stundarsakir, og þar hjá orðið eitt af með- ulunum til að losa almenning og kaupmenu sjálfa við skulda- súpumar og annað ólag, svo sem eyðslu, prjál og skeytingar- leysi um fjárhag sinn og viðskipti við náungann. Yér játum að hin seinustu pöutunarfélög hafi það sem af er heppnast furðu vel og liafi stórum afstýrt vandræðum í svipinn, og sýnt töluverða menning hjá bændum og samheldni. En — hve langt eiga þessi félög að ná, og hve lengi myndu þau geta staðizt? J>etta þarf vel að athuga í tíma; þegar nýjar gull- uámur eru boðaðar, hafa menn allt of opt hinn tilvonandi á- góða fyrir texta, en útlista allt of sjaldan hið tilvonandi tap, sem lika getur orðið ofaná og — optar en hitt verður ofan á. pað er nóg efni i margar ritgjörðir að meta eða geta sér til um ábata og skaða pöntunarfélaganna, að sýna mögulegleik þeirra og skiJyrði, en hér skal einungis vekja athygli manna á því, að hvorki mun verzlun landsins í heild sinni og ekki htddur peninga-umsetning batna nema laudsins fasta verzlunarstétt eflist og rétt- ist við. Án fastra kaupmanna getur engin þjáð þrifist, engin atvinna fengið nokkurt bolmagn, engir höfuðstólar skapast né birgðir, og hvorki bankar staðist né peningamark- aður myndast. jpetta er nú svo einföld setning að allir hljóta að skilja, en þar af leiðir, að almenningur verður að verzla við fasta kaupmenn og skilja að svo hlýtur að vera. Nú er livorttveggja, að pöntunarfélög geta eptir eðli sínu varla orðið almenn eða staðið nema um stundarsakir, enda meiga þau ekki standa lengur en meðan harðærið varir. Kaup- keppnin mun fella þau, og á það að gjöra (þegar í ári batn- ar). Til þess að greiða úr peningaeklunni, til þess að láns- traust og birgðir vaxi, til þess að bændur og aðrir dugandi menn þurfi ekki að veðsetja bankanum með afarkostum aðra hverja þúfu í landinu, og til þess að verzlunin geti orðið eiiis innlend eins og kostur er á, þarf hin fasta innlenda verzlun- arstétt að komazt í lag. En þar til þarf hún inargs við. Iíugsunarbáttur manna þarf að leiðréttast; menn verða að læra að sjá hag allra eins og sinn eigin, og bæði stjórn og þjóð þarf að fara að hlynna að þessum atvinnuvegi betur en gjört hefir verið. Að heimta að kaupmenn séu búsettir hér, ef þeir reki hér verzlun, er ekki að hlyntia að verzluninni, héldur gæti það bann ste)rpt góðri verzlun á höfuðið. Að eigandinn sé hvar hann vill, er sjálfsagt, og hvað hann gjörir við gróða sinn, er ekki heldur hægt að banna ; það er veral- un hans, að hún sé hagfeld og arðsöm fyrir alla — það er ]iað, sem þarf að styðja, ef auðið er, með hagfeldum lögum. Itéttur kaupmaður mun og venjulega nota gróða sinn, ekk|i til að ka9ta honum út úr landinu, heldur einmitt til að efla tneð og auka sörnu verlun. Menn skulu ekki ætla að vér tölutn eingöngu máli kaupmanna, þó vér bendum á þá alls- herjar-nauðsyn að halda og liiynna að fastri kaupmannastétt, né að vér viljum veikja traust manna á pöntunum. Vér viljum reyna að benda á það sanna hlutdrægnislaust. En vér neitum ekki, að oss gremst opt þegar kaupmönnunum einum er kennt um nálega allar syndir: kúgun og pretti, skuldir bænda, kramið, skeytingarleysi manna að vanda vörur sínar, matarbirgðaskort, peningaleysi, o. s. frv. Sökin eða sakirnar, ef þær eru ekki gersakir, eru líka hjá bændum. |>að er t. a. m. satt, að kaupmenn hafa gjört marga menn að sveitar- limum með því að lána þeim vörur og kannske kram og glys, sem þeir gátu ekki eða prettuðust um að borga, en kaup- menn liafa lika gjört marga fátæka menn efnaða með lánum. J>að eru til ríkisbændur um allt land, sem einmitt kaupmenn hafa sett undir fæturnar. Og hve mörgum skiptavinum lán- uðu ekki kaupmenn fyrrum peninga meðan þeir stóðu sig og peningar fengust hjá þeim? Á þetta er nú sjald- an litið, enda liefir nú um hrið tíðskan verið sú, að gjöra sem minnst úr öllu eldra fyrirkomulagi og stéttum ú landí þessu, en lofa því fremur hið nýja, þó óþekkt væri, og hringla með það. Flest gainalt þarf og leiðréttingar og umbóta við, en þá liggja öfgarnar nærri, En svo vér enduin á pöntun- arfélögunum, viljum vér minna menn á, að þegar þau taka að fyrnast og menn þykjast vera búnir að græða nóg á þeim, þá eru til önnur kaupfélög og það þau, sem margir skynsam- ir bændur nú þegar munu álíta hentust fyrir land vort, og það eru samtök bænda og úttekt eins fyrir inarga, eða félagsverzlanir við fastakaupmenn. Að vísu kann sá beini liagur þá að verða nokkru minni stundum, en þá er ábirgð, kostnaðurog umstang bænda nálega ekkert. í annan stað getur föst verzlun staðizt fyrir því og sjálfsagt lagt nokkuð út af peningum, er magnið ykist og viðskiptin gengi greitt og með minna kostnaði en ella. |>að eru til bændur, sem vörumagn hafa og slanda sig vel, sem kjósa heldur að verzla á vissum tíma við vissan kauptnann lieldur en að panta. Hvað mun þeim ganga til? Ef þeir sjá sör hag í því, láta þeir þar hyggindi sín ráða fyrir hagsmunalönguu- inni, sem, ásatnt þörf og tíðsku, ræður inestu bjá flestuin. Um Möðruyallaskóla Eptir Halldór Briem. Um Möðruvallaskóla er margt skrafað nú á dögum. Mönnum þykir liann næsta litið sóttur, sem ekki er heldur ástæðulaust, og vilja því íá einhverja breytingu á þessu. Sum- ir vilja láta breyta skólanum, gjöra hann kostnaðarminni fyr- ir landið, með því að fækku kennurunuin. Sumir vilja láta flytja hann í bæ, til Akureyrar eða Reykjavíkur, og sumir sleppa ölluin tökum og vilja láta leggja hana niður, eins og niðurstaðan varð á jpingvallafundinum í sumar. |>ví verður ekki neitað, að skólinn hefir verið langt um ver sóttur en ætlandi væri um gagnfræðaskóla, sem árlega er kostað svo miklu til, enda heyrist nptur og aptur spurt: hverju er þetta að kenna? ástæðurnar kunna að vera fleiri en ein, en hverjar þær muni vera, ætla eg sem mínnst að fara út í. Aðalástæðan hefir verið hið bága árferði, setn nú í nokk- ur ár liefir gengið yfir landið. Ilvaða von er til þess. þegar heilar sveitir hafa orðið fynr stórkostlegum skepnufelli optar en einu sinni, þar sem ís liefir lukt uin niikinn liluta lands- ins uin mestallan bjargræðistímann, og valdið ótíð og liept siglingar, og þar sem verð á innlendri vöru hefir verið undir það heliningi minna en hin árin áður, og laudsinenn þar af leiðandi átt fullt í fangi ineð að geta að eins dregið fram líf- ið — hvaða von er þi til þess, að skóli sé sóttur að mun, þar sem að vísu er veitt almenn menutun, en engin sérstök staða eða peningaleg atvinna er í aðra hönd? Hér við bætist einnig það, að þangað til í fyrra vetur urðu piltar að kaupa fæði af bóndanum á Möðruvöllum fyrir 1 kr. á dag, og þó.tti það nokkuð dýrt, þegar vöruverð var svo lágt, en nú hetir verið gjörð sú breyting á þessu, að piltar mega fæða sig sjálf- ir, þannig að |>eir leggja sér sjálfir til vistiruar, en bóndinn

x

Lýður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lýður
https://timarit.is/publication/133

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.