Lýður - 31.01.1889, Blaðsíða 4

Lýður - 31.01.1889, Blaðsíða 4
þess að ná „Lady Bertliu11 á flot, og er mælt að það hafi tekizt, Yaagen komin í gær hér á fjörðinn, en Wathne fór sjálfur með Lady Bertha til Seyðisfjarðar. 2. sunnudag í jólaföstu hneig örendur frá starfi sínu Skúli prófastur Gíslason á Breiðabólstað i Fljótshlíð. Yér munum seinna geta betur fráfalls hans. Andaður er séra Vigfús Sigurðsson á Sauðanesi, á 78. aldurs ári, og hafði verið 49 ár í prestskap. 23. p. m. andaðist hér á Oddeyri verzlunarmaður Eggert Snorrason (lcaupm. Pálssonar frá Siglufirði), 24 ára gamall, kærasta von móður sinnar og frænda, og hvers manns hugljúfi. Ý[MISL EGT. Eptirfylgjandi auglýsing stóð I dagblaði einu: Kammóða cr til sölu fyrir stúlku með rendnum fótum. Húseigandi nokkur, taldi það ásamt öðrum blurinindum leiguhérbergja sinna’: að miðdegissólin skini þar allan daginn. Gömul svertjngjakona talaði mikíð um sína andlegu við- burði og þar á meðal það að hún befði verið í bimnariki. ,.Sástu þá ekki neina svertingjakonu þar?“ spurði yngri staltsystir lienDar „Skammastu þín ekki! 1 eldur þú kannske að ég hafi verið að snapa í eldhúsinu, þó ég kæmi þar sem snöggvast?“. Maður einnsem var í fangelsi, skrifaði beim til foreldra sinna á þessa leið: ,.Mér ii'nr vel og er beilbrigður, en eg heii lieyrt að það eigi bráðum að hengja mig, og óska ég að frétta pað sama af ykkur“-. f Arnlijörg Sigurðardóttir húsfreyja sí Dagverðareyri. Öðfara svífur andí minn frá Ameriku hverdagsglaumi undan hraðíieygum æfistraumi til fósturlandsins forna inn, þangað sem minning mærra tíða mér veitti forðum unað lífs með vinati'yggð og velgjörð hlíða, varma og skjól í stormum kifs. Man ég Dagverðareyri enn og ástarsælu hjónin góðu, er fremst og bezt í fiokki stððu að gleðja og fæða ferðamenn, húsviltum veita hjálp og skjól, hungraða seðja, þyrstuin svala, mestan þeim hjartans unað ól andstreymi létta og heimsins kala. J>essi tvöfalda blóma björk, blessuð par stóð í langa tíma, haglstorma við sig herti glíma, óblíðunnar á eyðimörk; iiéttuðust rætur foldu í, fræinu sjálfur Gfuð þar sáði, ávextir hennar urðu því ylmsætir þeim sem neyta gáðí. Nú er Dagverðareyri á umskipti vorðin fyrri tíða, og lmsfreyjan Arnbjörg hjartabliða ástvina numin flokki frá, líkt eins og þegar svásleg sól sumars uni kveld við aðför nætur um hinnstu stund á hauðurs ból hverfandi geisla slegið lætnr. Ó! þá varð dimmt og dauðans kalt og döpur hjörtu harmi þrungin, því lífæð varmans var sem sprungin, á heimilinu hún var allt. Askær móðir og ektalfjóð. athvarf og traust þeim lijálparfarna, hreinskilin, trygg og hjartagóð, heiðurs kóróna manns og barna. Sem hetja traust. í heimi kífs hún stóð sem klettur brimi sleginn, því tállaus von og trúar megin ól henni fögnuði æðra lífs. Hvar sá ég fi-amar göðlátt geð og glatt viðmót en þar í, ranni, opt skornum bita skipta með í skorti bjargar þurfamanni. Sé ég nú feiskna og fölna eik — fjörmennið (Jdd hinn hjartaprúða — titra sem hríslu hretum gnúða við heljarstorma hrikaleik. Hjartað þar berst í hryggum barnj, liugsjón ellinnar veldur kvfða, því hann er sviptur. öflgum arm, einnsaman hlýtur nú að striða. En skammvinn er bið að skilja og sjást, skeiðið á enda fljótt mun runnið; striðið er háð og yfir unnið, hjörtun samtengir aptur ást. J>á muu örmagnað aptur brjóst ódáins sælu njóta tíða, skilnaðarsárið liér sem lijóst liættir með öllu þá að sviða. Bráðum mín æfi- sezt er sól, sveínskuggar nálgast hinnstu nætur, lífsvonar fölna liljurætur, hrollgusti slfBr um hugarhól. |>rá’ ég því mjög þann feginsfund forna vini þá næ að líta, samfagna mér á sælli stund, samfund þann engir tímar slít i. Lof sé þér, Guð! þú lézt oss sjá ljóssins og dýrðar sælu bjarma gegnum skúra og hretin harma liérvistar dimmu dögnm á. Yeit þú oss trúarþrek og þor, þinn sfe oss kær og ljúfur vilji, gef þinna vega göngum spor, gef oss að neitt ei við þig skilji. Jónas Jónsson. Aðalfundur hins eyfirzka á b y r ð a r f é 1 a g s verður haldinn á Akureyri hinn 8. marz næstk. á hádegi. Yerða þá framlagðir reikningar félagsins fyrir hið liðna ár. Enn fremur keraur sú uppástunga til uraræðu og úrslUa, að fjelag þetta verði upphafið, en annað nýit stofnað með lítið frábrugðnu fyrirkomulagi. Stjórnaruefnd verður að kjósa að nýju, þar einn eða fleiri af þeim, sem nú eru í stjórninni segja sig frá þeim starfa. Akureyii, 22. janúar 1889. 1 stjórn ábyrgðarfélagsins. Eggert Laxdal. Kvittanir fyrir borgun á 1. ári „Lýðs“. Sira Arnl. Ólafsson 2 kr. S. Rikter 10 kr. (aður 10 kr.). Sýslum. Sverrisen 2 kr. J. Gunnlaugsson Raufarhöfn 2 kr. ! Guðm. Bildal 8 kr. Gamalíel Einarsson Garði Mýv. 10 kr. Sigtryggur Espihóli 1 kr. Erú H. Jenseu Oddeyri 2 kr. liitstj ó:1 i : Mittili. Jochcmsson. p renkuiiója: Björne Jónssouar.

x

Lýður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lýður
https://timarit.is/publication/133

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.