Lýður - 07.03.1889, Blaðsíða 2

Lýður - 07.03.1889, Blaðsíða 2
oíbeldi við vora pjóð eða amastvið sjálfstjórnarráðum vorum, heldur mundi fjármagn og fjárráð landsins smásaman drag- ast í hendur peim, selstöður þeirra stækka og fjölga og ný- byggðir færast út. Og hvers er að vænta ? ]?ar ættum vér að stríða við hið mesta auðmanna vald i heimi, og við þá menntun og þá tungu, sem engin smáþjóð fær staðizt. Og verði— eins og vissir fræðimenn spá — ensk verzlun. ensk(-amerikönsk) menntun og ensk tunga, komin suður á enda t-uður-Ameríku að fáum mannsöldrum liðnum: hvers megum vér þá vænta? En vera má að eigi komi til slíkr- ar samkepni, og að harka og fátæki lands vors inuni aptra Englum frá að leita fjár í hendur vorar. Yera má að svo verði, en þá er það ætlun vor, að landinu fari eða muni fara fremur aptur en fram. Nei, stefna verzlunar- og viðskipta vorra liggur til móts við hinn enska heim, það, hvort sem vér vildum aptra því, eða flýta fyrir því. ]?eim straumi er oss því einsætt að fylgja, enda er hann hinn álitlegasti, sem til er, nú sem stendur, en hvað á eptir fer, verður tíminn, sem allt jafnar, að ráða. Að menn gjöri allt, hvað unt er, og leyfilegt, til þess að afstýra einokun en örfa samkeppni, (þ. e. hóflega samkeppni), er bein skylda og sjálfsagður hlufur, og enda að menn braski eins og beztgetur gengið, heidur en að menn faili i skuldaþrældóm eða gefizt upp. En vort síðasta orð um þetta efni er þó fóst verzlun, örugg, innlend, auð- ug og gróin verzlnn — einkum liér norðanlands, þar sem voðinn stendur si og æ fyrir dyrum ef eigi eru birgðir ti' í kaupstöðum. Yér vitum ekki af nokkru landi á jarðar- hnettinum, byggðu af menntaðri þjóð, sem ekki á fasta kaupmenn m eð fjármagn og fjárveltu í höndum. Verzlunarmálíð og „Lýður“. (Aðsent). {>að er mikill vandi að skrifa um verzlunarmál vort, en eigi að siður er nauðsynlegt að það sé rætt í blöðunuin, og á rLýður;l þakklæti skilið fyrir að hafa hreift því nýlega (í 9. bl.) og það á þann hátt, sem hlýtur að vekja eptirtekt og athugun allra þeirra, er þessu máli vilja gefa gaum. Um verzlunina má í lieild sinni segja, að uægar og greiðar samgöngur, auðveldir flutningar og fullkomið verzlun arfrelsi muni með tímanum sjálfkrafa beina henni i það horf, seth heillavænlegast er fyrir landsmenn. Engin lög og eng- in félagsskapur eða samtök er einhlýtt til að bæta verzlanina séu þessi skilyrði ekki fyrir hendi, en eigi þau sér stað, mun verzlunin verða liagfeld að svo miklu leyti, sem unt er að gjöra liana það, þó engn lög sérstaklega hlynni að henni. Að verzlunin er orðin betri í Reykjavík og þar i grend en norðanlands, er engu öðru að þakka en meiri samgöngum við önnur lönd. Jafnvel á Austurlandi er verzlunin orðin betri en norðanlands, sem mun því að þakka, að meiri sam- göngur hafa síðustu árin verið þaðan til útlanda. Ef vér Norðlendingar ætlum að bæta verzlunina, verðum \ér fyrst og fremst að auka samgöngurnar. Að visu er haf- ísinn opt þrösknldur í vegi á vorin og sumrin, en allt haust- ið og fyrri part vetrar er þó ávalt auður sjór fyrir Norður- iandi, og þá þyrftum vér, gætum og ættum, að fá tíðarsam- göngur við önnur lönd og aðra landsfjórðunga, enda er þá afrakstur sumarsins fyrir hendi að verzla með. Höfundur greinarinnar „Peningaeldan og verzlanin" í 9‘ blaði „Lýðs“ segir: „Samt er hverjum manni innan handar að skilja, að hvorki kemst þjóðin af án fastra verzlana ne penínga, en skilji menu það, ættu menn þar næst að geta skilið, að peningaskorturinn er af engu öðru beinni afleiðing en hrörnun föstu verzlunarinnar “ J>essu neita nú víst íáir, en uin það geta orðið skiptar skoðanir, af hverju hrörnun föstu verzlananna sé, ef hún á sér stað, öðru uU því, að verð. hæð vörumsetningarinnar hefir iækkað síðustu árin, sökum verðfalls. og að sumár afurðir landsins hafa, éftiívill, minnk- að. En það sem einkum varð hnekkir fyrir vissar verzlan- ir liér á landi, var hið mikla fall á islenzkum varningi, sem varð fyrir fáum árum og állskonar óáran, sem almennt uin lönd hefir verið í állri verzlun, og lika hefir verið minnst á i „Lýð“. J>að er vitnskuld. að landið kemst ekki af án fastra verzlana, eins og höfundurinn segir, en pöntunarfélögin, sem hann talar uin, eru eptir minní skoðun orðin, og verða ef til vill meir með framtiðinni, ein af þess föstu verzlunum. J>ó landið koinist ekki af án fastra verzlana, er þar fyrir ekki sagt, að þær þuríi allar að vera með sama fyrirkomu- lagi, enda er slíkt einatt breytingum undirorpið. Sem dæmi skal eg taka kaupfélag þingeynga, ásamt kaupmanni þeim, er það verzlar við, og verzlun þá á Húsavík, er kennd er við Örum & 'VVulff; munurinn á fyrirkomulagi þessara verzí- ana, sem eg kalla báðar fasta verzlanir, er sá, að danskur maður á hús og lóð á Húsavík og hefir þar nokkrar birgðir árið um kring og erindsreka til að selja útlendar vörur gegn íslenzkum vörum og peningum, og er verð ákveðið um leið og varan er afhent. En f kaupfélaginu eiga bændur húsið, sem vöruskiþtin fara fram f, en enskur kanpmaður selurþeim og flytur til þeirra vörur, sem fyrirfram eru pantaðar, og sel- ur og kaupir allt að þeiin i stórskömtum og tekur við vör- um þeirra samaulögðuin í einu. Verð á útlenduin og inn- lendum vörum á hjá honuin að vera bundið við markaðsverð erlendis og eigí uppkveðið á íslenzkum vörum fyr en hún er seld. Eg get ekki betur séð, ea verzlan kauplélagsins og enska kaupmannsins, sé eins föst og hin. Mun enski kaup- maðurinn fremnr vilja hætta hér verzlun en sá danski? eða sá enski þegar í ári batnar eigi geta þreytt verzlunarkeppn- ina á við hjnn og boðið landsmönnum eins góð kjör, eða nmnp bændur fremur vilja hætta verzlun við hann og á hann ekki eins hægt með að flytja peninga til landsins ? í einu orði: getur verzían enska kaupm. eigi orðið eins hagfeld þó hann nú sem stendur verzli í stórkaupum til að firrast allan smásölukostnað ? Réttast mun þvi vera, að telja kaup. félagsverzlun J>ingeyinga og annara slíkra félaga með fasta- verzlunum landsins, eins og t. a. in. verzlun Gráuufélagsins, og sé eg enga ástæðu til að örvænta um að þær geti þrilist eins í góðu ári sem hörðu. J>á er að minnast á smákaupmennina (borgara), sem liöfundurinn í „Lýð“ segir að eyði peningaeign manna háska- lega og séu eitur í verzlun stærri kaupmannanna, en hvað er hér við að gjöra? J>essir sinákaupmenn eru eins og mý í öllum löndum, þar sem verzlun er í blóma, og því hygg eg það einkenni þess að verzlunin hér fari að batna, að slílc- ar flugur eru farnar að kvikna hér. Með batnandi verzlan eykst framboðið á allskonar rarningi og freistingarnar til að kaupa meðan nokkur eyrir er fyrir hendi. J>að er þetta, sem getur orðið og er orðið hœttulegt fyrir einstaklinginn meðan hann er að venjast rið að varast gildrur frambjóðanda. J>að eina sem ég er hræddur um að fjölgun smásala auki aptur, eru óþarfakaupin, _ sem mikið minnkuðu. er 1 ári harðn- aði, þar til menn fóru vara sig á þeim. I öðru hygg eg að smákaupmenn bæti, enda eru þess mörg dæmi, að úr smákaupmanni hefir orðið stórkaupmaður, sem gjört hefir sínu landi stórmikið gagn. Raunar eru ey- firzku borgararnir svo atkvæðalitlir sem kaupmenn ogáfiestu svo dýrseldir, að ekki er um.verulegt gagn eða ógagn af þeim að ræða, því er það, að mér þykir áðurnefndur höf. gjöra allt of mikið úr áhrifum þeim, er þeir hafi á peningaeign manna hér um slóðir. En hvað veldur þá peningaeklunni, sé hún hvorki að kenna smákaupmönnunum né hinum svonefndu pöntunarfé- lögum? jþessu er ekki létt að svara, og er það spurning fyr- ir hagfræðinga að leysa úr, enda mun her um fleira en eina orsök að ræða. Sjálfsagt stafar peningaleysið ytir höfuð af fátækt eða efnaleysi fjöldans. Hjá embættismanninum

x

Lýður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lýður
https://timarit.is/publication/133

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.