Lýður - 07.03.1889, Blaðsíða 3

Lýður - 07.03.1889, Blaðsíða 3
- 47 — stafar það af því að annaðhvort eru lautí hans of lítil, eða hann eyðir þeim í óþarfa o® óráð; hjá bóndanum af því, að af- rakstur af búi hans er svo lítill að hann hrekkur ekki fyrir nauðsynlegustu gjöldum hans; eyði einstakiingurinn afla sín- um í vitleysu og óþarfa. þarf eigi lengi að ihuga, af hverju peningaleysi hans keinur, en sé peningaeklán víða því að kenna, getur enginn hagfeld rerzlun ráðift bót á henni; eigi er heldur rerzlunin einhlýt til að bæta búnaðinn, auka iðnað- inn og feita embættin, þó hún auðvitað geti stutt að öllu þessu. En að þetta verði gjört, er þó eitt helzta sporið í þá átt að bæta úr peningaeklunni. |>ess er vert að geta, að það sem jafnaðarlegast hefir ver- ið því til fyiirstöðu síðustu árin að bændur hafi getað feng- ið peninga fyrir ull, fisk, lýsi, og fl. er, að þær vörur hafa verið í svo háu rerði hér, að kaupmenn hafa ekki viljað kaupa þær nema íyrir aðrar vörur, er þeir hefðu hagá; með því að fella varníng sinn, gátu bændur óefað fengið peninga fyrir hann, og fyrir sauði hafa þeir í mörg ár getað fengið þá. D. * * * Við tækifæri munum vér svara grein þessari. Ritstj. Hvað vínnum vér við það ? ■þannig munu margir spyrja sjálfa sig, margir þeir, sem hugsa fram í veginn, sem hugsa uin að framkvæma verk sín samkvæmt hagfræðisleguin reglum, svo að þau verði að sem mestum og beztum notum. En þegar um allt mannkynið er að ræða, munu þeir í raun réttri verða allt of fáir, sem hafa þetta fyrir aug- um sér, því það er óhætt að segja, að fjöldi manna vinnur 'án þess að leitast við að gjöra sÓr grein fyrir hver árang- urinn verður. það er líka fullvist, að mörgum þúsundum króná, já mörguin miljónum, liefir verið eytt i verk, sem oigi hefir orðið að notum. J>að kann nú í fijótu bragði að virðast mjög erfitt, að sjá œtíð fyrirfram gróða eða tap á vinnu sinni, en ef vel er aðgætt, getum vér séð að vér höfum í þessu tilliti mjög svo góðann skólam«istara, sem er reynzlan. Allt vort hyggjuvit og bókvit er ónógt ef vér notum eigi þær bendingar og þá keimingn, sem reynzlan veitir oss. En til þess að nota kenningn hennar á réttan hátt, þarf stöð- uglyndi, umhugsun, eptirtekt og elju. þetta er einnmitt þuð sem margan vantar, og því verður og er kenning reynzl- unnar svo opt fótum troðin. það eru margir, sem hættir allt of mikið til að halda. fast við forna venju án tillits til, hvor það sé hyggilegt eða eigi og kemur þetta til af því, að menn leitast eigi nógsamlega við að gjöra sér skiljan- legt, hversu þýðingarmikil vinnan er, ef hún er framkvæmd á réttan hátt. Mörg dæmi mætti nefna þessu til útskýringar, og skulum vér hér aðeins stnttlega minnast á eitt. Eins og kunnugt er, stundum vér íslendingar kvikfjárrækt næsta mikið. fegar vér nn lítum eptir hvernig þessari atviunu grein er stjórnað, sjáum vér brátt. að það er næsta misjafnt í ýmsum pörtum landsins það er auðsætt, að til þess að kvikfjárræktin gefi sem beztan arð, verður að fara vel með skepnurnar, en þetta er einmitt það, seni vantar hjá all- flestum. J>að er þé einkum eitt atriði, sem mörgum verður að tjóni, og það er vetrarbeitin. J>að er allvíða siður lijá oss að beita sauðfénaði meiri liluta vetrar. J>að er auðvitað að útbeit getur verið að talsverðum notum, þar sem um landgæði er að ræða, en aptur á móti í hinum landléttu sveitum, verður það mikill skaði og þó er hún allt eins mikið eða öllu meira stunduð á slikum stöðum. Hver er nú orsökin til þessa? Hún er sprotin af því, að vér get- um eigi slept vananum, þrí útbeitin er ekki annað en vani frá fyrri tímum, sem hefir fest djúpar rætur hjá oss. Nú skul- nm vér rannsaka þetta nákvæmar, og vita livers vér verð- um varir. Yér vitum, að allar skepnur þurfa meiri fæðu þegar þær vinna en þegar þær hvílast. Vinnan útheimtir meiri holdgjafa, en kuldinn meiri feiti, en þessi efni eru einmitt hin dýrustu, af þeim, sem vér þurfum að veita dýr- unum. Nú vitum vér, að með því að beita, aukum vér skepnunum bæði erfiði og kulda; en hvað fáum vér aptur á móti? Opt þvi nær ekkert, eða þá það, sem verra er, fyrirhöfn og hrakning á þeim. J>að eru þó einkum ær, sem mestur skaði er að beita. Á liaustin ern þær allviða held- ur magrar og mega því ekkert missa. Nú er það regla hjá flestum að beita þeim fram á miðjan vetur, og það þó tiðarfar sé heldur stirt. það hefir og komið fyrir að þær hafa verið gjaflausar fram á jól, og hlýturhver sá, sem nokkuð þekkir fóðurfræð i, að viðurkenna þá næringu, er þær þannig hafa, eigi næga til að uppfylla allar þarfir þeirra i tilliti til fæðslu líkamans eða viðhalds. Vér skulum gjöra ráð fyrir meðal vetri, og mun þá nær sanni að ætla, að ær fái svo mikið úti til jafnaðar, að þær finnÍBt liafa hilfan kvið að kveldi, fram á miðjan vetur. Nú myndi éngum góðum fjármanni koma til liugar að gefa eigi nema hálfagjöf, því með því yrðu ærnar holdlausar á stuttum ttma. |>að mundi þvi nær sanni, aO gefa s/4 gjafar undir slilcuni lcringumstæðum. Nú er að gæta þess, að þegar skepnunni er beitt, hlýtur hún að hafa meira kviðrúm, en þegar henni er gefið inni. |>að mun því óhætt að ætla, að þær kæmust eins vel af ineð þessa 3/4 gjafar, þó þeim væri eigi beitt, þær yrðu eigi eins innansvangar, og þyrftu þar af leidandi minna fóður þegar út á liði. J>etta heíir einatt sýnt sig í snjóavetrum, þegar eigi heiir verið beitt nema lítið, því þá hafa skepnuhöld vanalega verið bezt almeniit að vorinu. Nú er einnig að gœta þess, að það er niikil ábyrgð, sem vér höfum í tilliti til skepnanna, þannig, að fara eigi illa inoð þær, en vér hljóium að játa, að það er mjög mikið, sem þœr taka út hjá oss í vetrarkuldunum, þegar vér höldum þeim úti nærri því að segja hveruig sem \eður er. J>egar milcill snjór er, og langt að reka, hitnar þeim mjög meðan á relcstrinum stendur, og loks þegar þœr koma i hagana, eru þœr orðnar svo móðar, að þær þurfa góða stund til ad blása, áður en þær fara að bíta. En á þessum tíma kólnar þeim svo, að þær missa allan lcjark til að bera sig eptir beitinni, og það er allopt, að þær leggjast, og þá getum vér ímyndað oss, hvað þær taki út með slíkri meðferð. J>að er og siður sumra fjármanna, að hlaupa frá þeiri undir eins og þær eru komnar í liagann og leitast alls eigi við að fá þær til að bita, sem er þö mjög nauðsynlegt. Eg ætla hér eigi að tala um þá illu meðíerð, sem höfð er allvíða á hrossum, þar þau eru látin stanaa úti nótt og dag, hvernig sem viðrar allan veturinn, án þess að veita þeini nokkra hjúkrun, því það er yfirvaldanna að hufa gætur ú slíku. Af þessu, sem nú heíir verið sagt, getum vér ráðið að eigi vinnist mikið með beitinni þar sein landlétter, og væri óskanda að slíkt yrði skoðað betur her eptir en gjört helir verið, en yíir höfuð mun eigin reynzla vor bezt sanna oss og sýna hið rétta, ef vér að eins gefum henni nægan gaum. Benedikt Hannesson. Vertu ókviðinn. Kvíð þú ei komanda morgni, Ivarlmenni vertu, Allt þótt sé andstætt að kvöldi, úrræði bresti, öl 1 geta atvik að morgni umbreyzt til gæða. Engi veit íta hvað gevmir ókomni tíminn.

x

Lýður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lýður
https://timarit.is/publication/133

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.